Morgunblaðið - 25.08.2006, Page 42

Morgunblaðið - 25.08.2006, Page 42
42 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Framsóknarflokkurinn er ei- lífðarsmáblómið í íslenzku flok- kaflórunni. Og nú hefur flokk- urinn fundið upp nýjan formann. Mann, sem kemur úr eldsmiðju samvinnuhreyfingarinnar gömlu, ekta sósíalisti á æskudögum, raunsær menningargaur og fræðslupostuli, sem alltaf hefur sýnt frumkvæði í framkvæmd. Hann hefur horft upp á allan hrunadansinn: Þegar Eyjólfur Konráð Jónsson læðupokaði gegnum Alþingi frumvarpinu um að kaupfélög landsins skikkuðust til að greiða lágmarksvexti af inneignum félagsmanna, sem nefnd félög höfðu haft til vaxta- lausrar ráðstöfunar áratugum saman. Þarafleiðandi endalok SÍS-veldisins og uppskiptingu eftirlátinna reytna til ein- staklinga og félaga, sem kunnu bæði á samfélag og rekstur. Hann hefur fylgzt með, hvernig hinn pólitíski armur sam- vinnuhreyfingarinnar, Fram- sóknarflokkurinn, hefur aðlagað sig breyttum aðstæðum í sam- félaginu, vafalítið er hann einn helzti hugmyndafræðingurinn að baki því yfirskilvitlega krafta- verki, að enn er þessi flokkur hérnamegin grafar. Jón Sigurðsson hefur alls- staðar verið nálægur síðustu 25 árin, þegar ráðskast hefur verið um stefnumótun og flokksmál. Ímyndarfræðingar stjórnmál- anna eiga vafalaust eftir að reyna að breyta þessum huldu- dreng Framsóknarflokksins: raka af honum tætingslegt skeggið og sjæna hann upp og gera hann dáldið sivjarlegri. En vonandi tekst honum að varð- veita þau ágætu gildi, sem hann hefur tileinkað sér á löngum ferli menningar, viðskipta og mann- legra samskipta. Bragi Kristjónsson Huldudrengurinn Höfundur er bókakaupmaður. FRUMSPEKI og hinstu rök til- verunnar eru til umræðu í grein- inni „Raunvísindin og trúin á per- sónulegan Guð“ sem dr. Steindór J. Erlingsson, vís- indasagnfræðingur, skrifar í Morg- unblaðið um miðbik ágústmánaðar. Þar verður ekki betur séð en að hann haldi því fram að vísindi og trú geti ekki farið saman, en þetta segir vísindasagnfræðing- urinn þrátt fyrir að hafa að eigin sögn lesið vel á þriðja tug bóka eftir raunvís- indamenn og guð- fræðinga, sem allir leitast við að færa rök fyrir hinu gagn- stæða, sem er að vís- indi og trú geti sem best farið saman. Það er því ekki gott að átta sig á hvert vísindasagnfræðing- urinn er að fara. Lít- um samt nánar á málið. Raunvísindamenn- irnir og guðfræðing- arnir sem Steindór vísar til virðast falla á prófi hans vegna þess að þeir að hans eigin sögn eyða of litlu púðri í að svara því hvernig hægt sé að finna Guði stað í heimsmynd raunvísind- anna. Þó segir hann eina und- antekningu að finna frá þessu. Einn þessara ágætu fræðimanna leitast við að finna Guði stað innan heimsmyndar raunvísindanna. Þessi fræðimaður er líffræðipró- fessorinn Kenneth Miller, sem lætur sér til hugar koma að lög- mál skammtafræðinnar hafi að geyma svigrúm fyrir Guð. Fram- setning Millers er í þá veru að hin óráðnu lögmál skammtafræðinnar séu þess eðlis að þau „opni fyrir mögu- leikann á Guði á mjög skemmtilegan hátt“. Hin raunvísindalegu lögmál virðast því ekki úthýsa Guði held- ur eru þau þannig úr garði gerð að svo virð- ist sem unnt sé að gera ráð fyrir honum. Steindór er ekki allskostar ánægður með þetta og dregur þá einkennilegu álykt- un, að þessar „vanga- veltur Millers sýni í hnotskurn að ekki sé hægt að finna sam- hljóm með trú á per- sónulegan guð og raunvísindum“. Ein- hver hefði hins vegar látið sér detta í hug að þessar hugmyndir væru einmitt til þess fallnar að draga þver- öfuga ályktun. Þegar þarna er kom- ið sögu í grein Stein- dórs verður nokkuð snúið að fylgja rök- semdafærslu hans, en svo virðist vera sem hann finni vangaveltum Millers það helst til foráttu að þær séu lítið annað en hliðstæður vithönnunartilgátunnar svokölluðu og engu skárri en hún, en vithönn- unartilgátan er að því er mér skilst runnin undan rifjum krist- inna bókstafstrúarmanna í Banda- ríkjunum. Hafa þeir haldið því fram að um vísindalega tilgátu sé að ræða og í krafti þeirrar sann- færingar sinnar hafa þeir sett fram þá kröfu að hún verði kennd í bandarískum skólum og það til jafns við „aðrar“ vísindalegar til- gátur um tilurð heimsins. Það liggur hins vegar ljóst fyrir að til- gátan sú er ekki á nokkurn hátt vísindaleg. Munurinn á vithönn- unartilgátunni og vangaveltum Millers er aftur á móti sá, að á meðan vithönnunartilgátu bók- stafstrúarmannanna er teflt fram sem einhverju sem hún ekki er þ.e. sem raunvísindalegri tilgátu þá er Miller, sem er prófessor við Brown University í Bandaríkj- unum, sér augljóslega meðvitaður um, að hann er einungis að setja fram hugmyndir og möguleika sem hann telur að heimsmynd raunvísindanna útiloki ekki held- ur bjóði upp á. Ályktun Steindórs að „vangaveltur Millers sýni í hnotskurn að ekki sé hægt að finna samhljóm með trú á per- sónulegan guð og raunvísindum“ er því broguð, svo ekki sé meira sagt. Tilgangur Steindórs með grein sinni virðist mér hafa verið að sýna fram á að heimsmynd trúar og raunvísinda geti ekki farið saman. Ekki verður séð að það ætlunarverk hafi tekist og á með- an svo er má telja allar líkur standa til þess að klerkar lands- ins sem Steindór sendir tóninn í grein sinni – muni kinnroðalaust líta svo á að trú og vísindi geti sem best farið saman og geti hér eftir sem hingað til auðgað menn- ingu okkar. Vitaskuld verður öll- um þó áfram ljóst að forsendur og nálganir þessara greina við að afhjúpa leyndardóma lífsins eru og verða afar ólíkar án þess að önnur þurfi endilega að útiloka hina. Vangaveltur og vithönnun Kristinn Jens Sigurþórsson skrifar um trú og vísindi Kristinn Jens Sigurþórsson ’… forsendur ognálganir þessara greina við að af- hjúpa leynd- ardóma lífsins eru og verða afar ólíkar án þess að önnur þurfi endi- lega að útiloka hina.‘ Höfundur er sóknarprestur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. INNFLUTNINGUR marg- víslegra vara og þjónustu veitir okkur miklu betri valkosti en við hefðum annars. Án alþjóðaviðskipta hefðum við því töluvert minni lífs- gæði. Alþjóðaviðskipti með vörur og þjónustu verða lykill að velferð okkar í framtíðinni og það sama gildir um flest við- skiptalönd okkar. Öll lönd hagnast af alþjóð- legum viðskiptum með vörur og þjónustu með því að nýta samkeppn- isyfirburði sína. Stofn- un WTO alþjóða- viðskiptastofnunarinnar hefur veitt aðildarlönd- unum í heild hagrænan ávinning sem nemur 500 milljörðum Banda- ríkjadala. Sem dæmi má nefna að í Noregi lækkaði niðurfelling tolla á fatnað ein og sér verð um 15 milljarða norskra króna á tíma- bilinu 1995–2005. Þetta hefur kom- ið neytendum og öllu þjóðfélaginu til góða. Samt eru enn við lýði áhrifaríkar viðskiptahindranir og því miklir möguleikar til þess að styrkja verslun með vörur og þjón- ustu á heimsvísu. Í riti sem nýkomið er út hjá samtökum verslunar og þjónustu í Noregi (HSH) er lýst þýðingu verslunarinnar fyrir Noreg og fyrir viðskiptalönd þess. Í umræðu um ritið segir Thomas Angell fram- kvæmdastjóri hjá HSH: „ Oft er því ranglega haldið fram að út- flutningur vara og þjónustu sé hag- kvæmur fyrir norska þjóðarbúið á meðan innflutningur hafi neikvæð áhrif. Hið rétta er auðvitað að bæði útflutningur og innflutningur eru afgerandi fyrir virðissköpun okkar og velferð. Sem dæmi eru um 75% af norskum innflutningi fjárfesting- arvörur og rekstrarvörur sem not- aðar eru í norska framleiðslu, sem eru mikilvægar fyrir virðissköpun og vöxt í Noregi.“ Á Íslandi er myndin að mörgu leyti svipuð þessu, einkum síðustu misserin, og verða alþjóðleg við- skipti með vörur og þjónustu frem- ur en annað lykillinn að efnahags- legum og menningarlegum framförum þjóðarinnar í framtíð- inni. Þýðing hráefnisframleiðslu og iðnaðar mun vissulega áfram vera mikil í hagkerfinu, en hún mun á sama hátt og í öðrum löndum Evrópu fara minnkandi um leið og verslun og þjónusta verða í vaxandi mæli þær greinar sem drífa áfram velferð og vöxt í þjóðfélag- inu. Það er rík ástæða til að undirstrika þýð- ingu þess að sífellt verði leitað leiða til þess að efla versl- unarfrelsi með vörur og þjónustu að og frá Íslandi, en nú eru t.d. miklar og óeðlilegar hömlur á innflutningi samanber innfluttar landbúnaðarvörur. Það verður líka mikilvægt að stuðla að því að þjónustuviðskipti, hvort sem er til eða frá Íslandi verði sem auð- veldust þannig að íslensk fyrirtæki og neytendur fái notið þeirra kosta sem alþjóðlegur þjónustumarkaður veitir. Í öllum þessum málum er það óviðunandi staða, að stjórn- málamenn og aðrir sem málum stýra fyrir hönd landsins á al- þjóðavettvangi skipi sér í sveit aft- urhaldssömustu ríkja heims, þeirra sem forðast að móta umhverfi sitt og láta fremur hrekja sig til og frá í stöðugri varnarbaráttu fyrir kyrr- stöðu í heimalandi sínu. Slík er staðan varðandi verndartolla á inn- flutt kjöt, egg, mjólkurvörur og blóm á Íslandi. Tillögur formanns Matvöru- nefndar forsætisráðherra eru fagn- aðarefni og hljóta vonandi sam- þykki. Þær eru samt aðeins áfangi á þeirri leið að gera verslunina hagstæðari og lækka matvælaverð. Áfram þarf að vinna af fullum krafti við að afnema þær viðskipta- hindranir sem koma í veg fyrir að Íslendingar njóti t.d. að fullu aðild- arinnar að innri markaði Evrópu- sambandsins. Haftalaus verslun er takmarkið. Alþjóðaviðskipti skapa vöxt og velferð Sigurður Jónsson skrifar um haftalausa verslun ’Það er rík ástæða til aðundirstrika þýðingu þess að sífellt verði leitað leiða til þess að efla versl- unarfrelsi með vörur og þjónustu að og frá Ís- landi …‘ Sigurður Jónsson Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. BJÖRGUNARMIÐSTÖÐIN Skógarhlíð er heitið á gömlu slökkvistöðinni í Skógarhlíð en hús- næðið hefur verið stækkað mikið og þangað hafa á undanförnum árum flutt inn starfsemi sína Neyðarlínan, Ríkislög- reglustjórinn, Land- helgisgæslan og Slysa- varnafélagið Landsbjörg. Auk þess að vera slökkvistöð og skrifstofuhúsnæði er húsnæðið meðal ann- ars nýtt fyrir stjórn- stöð Neyðarlínunnar, Fjarskiptamiðstöð og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Vaktstöð siglinga og Stjórnstöð Landhelg- isgæslunnar og þar eru höf- uðstöðvar Slökkviliðs höfuðborg- arsvæðisins, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Landhelgisgæsl- unnar. Frá árinu 2000 hefur verið stöð- ug þróun til aukins samstarfs við- bragðsaðila í Skógarhlíð og úti á vettvangi. Í húsinu er sérútbúin stjórnstöð, Samhæfingarstöðin (SST) sem er í senn stjórnstöð leit- ar og björgunar og samhæfing- arstöð almannavarna á landsvísu. Þar koma saman allir viðbragðs- aðilar á landsvísu og taka þátt í sameiginlegri stjórnstöð og tryggð er samhæfing við sameiginleg verk- efni. Í reynd má segja að þróunin hafi komið til af því að viðbragðs- aðilar gerðu sér grein fyrir að það þjónaði ekki hagsmunum þess sem var í neyð hverju sinni að hver við- bragðsaðili væri með sína eigin stjórnstöð hver á sínum stað sem leiddi af sér töf á að upplýsingar bærust milli aðila og misskilnings milli stjórnstöðva. Þannig hefur verið unnið ötullega að efl- ingu neyðarþjónust- unnar í landinu með styrkingu Samhæfing- arstöðvarinnar sem er landsstjórnstöð Rík- islögreglustjóra og samstarfsaðila við al- mannavarnarástand og einnig landsstjórn- stöð leitar og björg- unar á landi, sjó og vegna flugs. Samhæfingarstöðin er rekin af Ríkislögreglustjóra í samvinnu við aðra viðbragðsaðila sem sinna neyðarþjónustu, lög- reglustjórana vegna leitar og björg- unar á landi, Flugmálastjórn vegna leitar að týndu loftfari, Landhelg- isgæsluna vegna leitar og björg- unar á hafinu, Vaktstöð siglinga vegna aðgerða á sjó, Slysavarna- félagið Landsbjörg sem er ein af aðalbjörgunarþjónustum landsins, Neyðarlínuna sem sinnir allri neyð- arsímsvörun og þjónustu við við- bragðsaðila, landlækni og sóttvarn- arlækni af hálfu heilbrigðiskerfisins, Rauða kross Íslands sem er aðal viðbragðsaðil- inn varðandi fjöldahjálp, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sem er fulltrúi samtaka sveitarfélaga og Vegagerðina sem er hluti af al- mannavarnarskipulagi landsins. Þá eru vísindastofnanir einnig aðilar að Samhæfingarstöðinni sem hluti af svokölluðu vísindamannaráði al- mannavarna sem kallað er saman til ráðgjafar eftir því sem tilefnið gefur til hverju sinni. Lagaleg ábyrgð og forræði við aðgerðir ræðst af tilfellinu hverju sinni. Við almannavarnaástand og leit og björgun á landi er það hjá Ríkislögreglustjóra, á hafinu er það hjá Landhelgisgæslu og vegna flugs er það hjá Flugmálastjórn. Samkvæmt ársskýrslu Ríkislög- reglustjóra fyrir árið 2005 var Sam- hæfingarstöðin virkjuð ellefu sinn- um á árinu vegna flugatviks, jarðskjálfta, skriðufalla, sprengi- efna og eldsvoða, hópslyss og leitar- og björgunaraðgerða á landi. Þá var hún virkjuð átta sinnum vegna æfinga sem flestar voru skipulagð- ar í tengslum við stórar almanna- varnaæfingar. Samhæfingarstöðin er tæknilega mjög vel útbúin og áhöfn hennar vel þjálfuð en hún samanstendur af fulltrúum áðurnefndra samstarfs- aðila. Með tilkomu hennar og því fyrirkomulagi að neyðarþjónustuað- ilar manni sameiginlega samhæf- ingarstöð hefur náðst merkur áfangi til að bæta öryggi borg- aranna og þjónustuna við þá. Samhæfingarstöðin Jón F. Bjartmarz skrifar um Björgunarmiðstöðina Skógarhlíð ’Samhæfingarstöðin ertæknilega mjög vel útbú- inn og áhöfn hennar vel þjálfuð . . . ‘ Jón F. Bjartmarz Höfundur er yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra. Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.