Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 72
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 237. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 1 4 2 Klár í skólann 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: auglysingar@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691122 mbl.is: netfrett@mbl.is  Hægviðri með hægum austlægum áttum og skýjað með köflum. Sólríkast verður um vestanvert landið og í inn- sveitum norðanlands. » 8 Heitast Kaldast 18°C 10°C Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is AFTUR færist í aukana að fyrirtæki geri kaupréttarsamninga við stjórnendur, eftir tals- verða niðursveiflu í fjölda kaupréttarsamninga á undanförnum árum. Einnig er sífellt að verða algengara að yfirmönnum sé greiddur bónus ef fyrirtækið – eða sú deild sem þeir stýra – gengur vel. Kaupréttarsamningar urðu tískufyrirbrigði þegar netbólan var upp á sitt besta á síðari hluta 10. áratugarins, en þeim fyrirtækjum sem gerðu slíka samninga fækkaði nokkuð eft- ir að netbólan sprakk árið 2001. Nú virðist sem nokkru jafnvægi sé náð, að sögn sérfræðinga. Samkvæmt upplýsingum frá Skattstjóranum í Reykjavík keyptu 302 einstaklingar hlutabréf á undirverði á síðasta ári, en slíkt fylgir því að stjórnendur nýti sér kauprétt. Þetta er vís- bending um fjölda þeirra sem innleystu hagn- að af eldri kaupréttarsamningum árið 2005. Í kaupréttarsamningi felst samkomulag um að starfsmaður sem samið er við megi kaupa hlutabréf í fyrirtækinu sem hann vinnur fyrir eftir ákveðinn árafjölda, á fyrirfram ákveðnu gengi. Önnur aðferð til að tengja hagsmuni starfsmanns og fyrirtækis er að fyrirtækið láni starfsmanninum fyrir hlut í fyrirtækinu. Báðar aðferðirnar skapa hagnað hjá starfsmanninum, mismikinn eftir gengi fyrirtækisins. Þessar tvær aðferðir eru þó skattlagðar á talsvert ólíkan hátt, í fyrra tilvikinu telst vera um launagreiðslur að ræða, og því greiddur tekjuskattur, 36,72%, en í því síðara telst allur hagnaður fjármagnstekjur og ber því 10% skatt. Þetta þýðir þó ekki að síðari aðferðin sé meira notuð. Margt bendir til þess að óhag- stætt sé fyrir fyrirtæki að lána fyrir hluta- bréfakaupum, einkum fyrir fyrirtæki í fjár- málageiranum, enda lækkar það eigið fé fyrirtækjanna. Samningum um kauprétt og bónusa fjölgar að nýju  Kaupréttarsamningum | Miðopna »Stjórnandi sem hagnast um 160 milljóniraf kaupréttarsamningi endar með um 105 milljónir eftir skatta. Stjórnandi sem hagnast um 160 milljónir af því að fá lán til hlutabréfa- kaupa endar með 121 milljón króna í vasanum. »Ríki og sveitarfélög fá um 75 milljónir ísinn hlut af hverjum starfsmanni sem hagnast um 160 milljónir vegna kauprétt- arsamnings. Ríkið hagnast hins vegar um 16 milljónir vegna starfsmanns sem hagnast um 160 milljónir vegna lána til hlutabréfakaupa, en sveitarfélagið fær ekkert. »Veitt er undanþága frá því að greiða þurfitekjuskatt af hagnaði vegna kauprétt- arsamninga ef upphæðin fer ekki yfir 600 þús- und kr., fái allir starfsmenn að kaupa í fyr- irtækinu. Sú heimild er afar lítið nýtt. Í HNOTSKURN YTRI-Rangá og Hólsá eru samkvæmt upplýsingum Landssambands veiðifélaga, langaflahæsta veiðisvæði landsins, með 2.583 laxa. Veiði á svæðinu hefur verið á bilinu 30 til 70 laxar á dag upp á síðkastið, á flugu, en eykst líklega til muna um helgina, er leyft verður að veiða með spún og maðki. Margar stangir eru á svæðinu, eða um 20. Sjö aðrar laxveiðiár hafa gefið yfir 1.000 fiska en ein til er komin yfir 2.000. Það er Norðurá með 2.150. Þverá- Kjarrá hefur gefið 1.951, sem er mjög góð veiði en engu að síður um helmingi minna en lokatölur af svæðinu í fyrra. Selá í Vopnafirði hefur gefið 1.794 laxa, og stefnir þar í mögulega metveiði. Í Eystri-Rangá hafa veiðst 1.620, sem er umtalsvert minna en síðustu ár. Aðrar ár sem gefið hafa yfir 1.000 laxa eru Langá með 1.331, Hofsá í Vopnafirði, 1.268, og Blanda, 1.171. Næstu ár þar á eftir eru Haffjarðará, 920 laxar, Elliða- árnar 868, Miðfjarðará 807 og Grímsá með 782. Morgunblaðið/Einar Falur Aflahæst Guðbrandur Einarsson landar björtum hæng við Rangárflúðir í Ytri-Rangá. Átta ár með yfir 1.000 laxa VALDÍS Ósk- arsdóttir vinn- ur nú að klipp- ingu Hollywood- myndarinnar Vantage Point. Fjöldi stór- stjarna leikur í myndinni, þ. á m. Sigourney Weaver, For- est Whitaker, Dennis Quaid, William Hurt og Matthew Fox. Sér til aðstoðar hefur Valdís fengið Sigvalda J. Kárason. Valdís hefur hlotið BAFTA-verðlaunin og árið 2002 hlaut hún Edduna fyrir vinnu sína við Hafið. | 22 Klippir spennumynd með stórstjörnum Valdís Óskarsdóttir Sigourney Weaver BAUGUR Group hefur í gegnum dótturfélag sitt BG Holding og í samstarfi við fleiri fjárfesta, náð samkomulagi við stjórn bresku verslanakeðjunnar House of Fraser um kaup á félaginu. Yfirtökutilboð- ið var tilkynnt í gær og hljóðar upp á 148 pens fyrir hvern hlut í House of Fraser, greitt með reiðufé, sem jafngildir að heildarvirði sé rúmir 60 milljarðar króna. Baugur keypti 9,5% hlut í keðjunni í apríl sl. á genginu 130 pens á hlut. Tilboðið er lagt fram í nafni Highland Acquisitions Limited, sem auk Baugs er í eigu Don McCarthy, West Coast Capital, Ke- vin Stanford, Stefan Cassar og Halifax Bank of Scotland. Þá til- kynnti FL Group í gær um þátt- töku sína í hópnum en hlutur fé- lagsins í Highland mun nema 13,9% og mun FL Group eiga sæti í stjórn félagsins. Gangi kaupin í gegn munu þau öðlast gildi 8. nóvember nk., í fram- haldi af sérstökum hluthafafundi sem gert er ráð fyrir að verði hald- inn 2. október. Töluvert hefur verið fjallað um yfirtökuna í breskum fjölmiðlum og segir Financial Tim- es samninginn vera þann stærsta sem Baugur Group hafi gert á Bretlandi til þessa. Stjórnin styður yfirtöku Baugs Kaup á House of Fraser yrði stærsta fjárfesting Baugs í Bretlandi MARGIR virðast bíða í eftirvænt- ingu eftir fjórhjólum á hvítum núm- eraplötum sem þar með má aka í al- mennri umferð, en fyrsta hjólið af því tagi var afhent í síðustu viku. Nýverið var götuskráning á fjór- hjólum heimiluð eftir að lagabreyt- ing setti fjórhjól, sem uppfylla til- teknar kröfur, í flokk með þungum bifhjólum. Því gilda nú sömu reglur um fjórhjól og þung bifhjól. | Bílar Fyrstu fjórhjólin á göturnar Morgunblaðið/Sverrir EDDA I, Sköpun heimsins, fyrsti fjórð- ungur óratoríu Jóns Leifs, verður frum- flutt á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands í vetur, hartnær sjötíu árum eftir að verkið var samið. Jón fékk hugmynd að verkinu á fjórða áratugar síðustu aldar, og lauk við fyrstu Edduna árið 1939. Jón Leifs lést frá þriðju Eddunni sumarið 1968, en enn hafa Edd- urnar ekki heyrst á tónleikum. | 22 Edda Jóns Leifs frumflutt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.