Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 14
„Í ÁR er verið að halda upp á tvenn tímamót," segir Jón, en hann er fyrr- verandi forstöðumaður hjá fyrirtæk- inu en starfar nú við undirbúning 100 ára afmælis þess. „Þann 25. ágúst var sæsímastrengurinn tekinn í notkun, en allt frá því haustinu áður hafði ver- ið unnið að því að undirbúa og leggja símalínu frá Seyðisfirði til Reykjavík- ur. Sú lína var tekin í notkun þann 29. september og þá tók Landssíminn til starfa,“ segir hann. Þær Sigurveig Jónsdóttir og Helga Guðrún Johnson eru fjölmiðla- konur sem fengnar voru til að skrifa bók um 100 ára sögu fyrirtækisins sem kemur út í september en auk þess verður þá væntanlega frumsýnd heimildarmynd um sama efni sem þær hafa tekið saman. Að mati þeirra var sæstrengurinn ekki aðeins mik- ilvægur vegna þess að með honum var komið á stöðugu ritsímasam- bandi við útlönd, heldur hafði hann einnig áhrif á talsímasamband innan- lands. „Það höfðu verið deilur um hvort leggja ætti sæstreng til landsins eða reisa hér loftskeytastöð. Sumir telja að ef sæstrengur hefði ekki orðið fyr- ir valinu hefði dregist mjög að koma á talsímasambandi innanlands. Sæ- strengurinn var lagður til Austfjarða fyrst og fremst vegna þess að það var mun styttra þangað en til Reykjavík- ur, en aðrir staðir höfðu þó komið til athugunar. Hinsvegar lá þá fyrir að koma þyrfti á sambandi milli Seyð- isfjarðar og höfuðstaðarins,“ segir Helga og bendir á að þegar búið var að taka ákvörðun um að leggja strenginn til Seyðisfjarðar hafi þegar verið gerðar ráðstafanir til að leggja símalínu þaðan og til Reykjavíkur. Árinu áður hafði verið reist loft- skeytamastur í Reykjavík, en einn helsti talsmaður loftskeytasambands við landið var Einar Benediktsson skáld sem fengið hafði einkaleyfi fyr- ir loftskeytum Ítalans Marconis fyrir öll Norðurlöndin. Mastrið var hins- vegar þess eðlis að ekki var hægt að senda út skeyti, heldur aðeins taka við þeim. Fljótlega eftir að sæstreng- urinn var tengdur var hætt að nota mastrið. 990 kílómetra langur „Samningur um sæstrenginn var gerður milli Íslandsráðherra og Mikla norræna ritsímafélagsins og skyldi strengurinn vera í eigu félags- ins sem einnig myndi sjá um lagningu hans. Í samningnum kom fram að fé- lagið hefði einkarétt á símasambandi til Íslands allt til ársins 1926,“ segir Sigurveig og bætir við að síðar hafi samningurinn verið endurnýjaður með vissum undanþágum sem gerðu einnig ráð fyrir loftskeytasambandi, en loftskeytastöð var reist á landinu árið 1918. „Mikla norræna ritsímafélagið gerði samning við breskt félag um að búa til strenginn og leggja hann. Lagningin hófst svo sumarið 1906 þegar skipið Cambria sigldi af stað með strenginn. Strengurinn var lagð- ur frá Leirvík á Hjaltlandi og til Þórshafnar í Færeyjum. Hinn 18. ágúst var strengurinn tekinn á land á Seyðisfirði og sama dag barst fyrsta skeytið. Það kom frá Færeyjum og var efni þess að síminn væri í lagi,“ segir Sigurveig um lagningu þessa mikla strengs sem í heild var 990 kíló- metrar að lengd. Símasambandi við útlönd var komið á 25. ágúst og var blásið til mikilla hátíðarhalda á Seyð- isfirði í tilefni dagsins. „Þegar sambandið var formlega opnað var mikil viðhöfn í bænum og allt skreytt með blómum og fánum. Um kvöldið var svo haldin mikil veisla,“ segir Jón og sýnir blaða- manni mynd af matseðli kvöldsins en á honum má sjá að boðið hefur verið upp á sjö tegundir af víni, bæheims- bjúgu, beinlausan kola með hollenskri ídýfu, dilkasteik, köku og sælgæti ásamt ýmsu öðru. Ráðherra tafðist Hannes Hafstein ráðherra, sem undirritað hafði sæstrengssamning- inn fyrir Íslands hönd, komst ekki til hátíðarinnar því danska varðskipinu Fálkanum, sem flutti hann til Seyð- isfjarðar, seinkaði vegna illviðris. „Það var Jóhannes Jóhannesson bæjarfógeti sem vígði ritsímann og sendi fyrsta skeytið í fjarveru Hann- esar,“ segir Sigurveig. „Skeyti var sent til Friðriks VIII. Danakonungs um klukkan fimm um daginn, en svar barst ekki fyrr en daginn eftir,“ bætir hún við. Í skeyti Jóhannesar sagði: „Með því að hans excellence Ís- landsráðherrann hefur ekki getað verið hér viðstaddur, hef eg sam- kvæmt heimild frá honum, þann heið- ur, að tilkynna yðar hátign lotning- arfyllst, að sæsíminn til Íslands er fullbúinn.“ Kofi úr símastaurum Lagning símalínu frá Seyðisfirði til Reykjavíkur hafði þá staðið yfir um sumarið en var ekki lokið. Haustið áður höfðu komið til landsins 14 þús- und símastaurar og kom það í hlut bænda víðsvegar um landið að draga þá upp á línustæðið. „Bændurnir komu staurunum fyr- ir um veturinn því að auðveldast var að draga þá á hjarni,“ segir Sigurveig og útskýrir svo að vorið eftir hafi vel á þriðja hundrað norskir verkamenn verið fluttir til landsins til að leggja sjálfa símalínuna. „Línan var lögð norður um land og var það mikil þrekraun. Á Smjörvatnsheiði, milli Héraðs og Vopnafjarðar, reistu síma- mennirnir sér bjálkakofa úr síma- staurum til að fá skjól,“ segir Jón, en yfirleitt gistu símamennirnir í tjöld- um. „Útveggir kofans hafa staðið fram á þennan dag en nú er búið að endurreisa hann í tilefni afmælisins,“ bætir hann við en 100 ára afmælis fyrirtækisins í september verður minnst með margvíslegum hætti. Fagnað á Seyðisfirði Nú þegar 100 ár eru liðin frá opnun útlandasambandsins verður aftur efnt til fagnaðar á Seyðisfirði. „Sím- inn verður með hátíð í amvinnu við Tækniminjasafn Austurlands. Þar verður afhjúpað myndverk eftir Guðjón Ketilsson sem mun standa nálægt þeim stað þar sem sæstrengurinn var tekinn í land. Auk þess verður svo til sýnis á safninu eftirlíking af Ka- bel-húsinu svokallaða, en það var húsið sem strengurinn var lagður í,“ segir Jón og bætir við að af þessu til- efni muni Síminn einnig undirrita nýjan styrktarsamning við Tækni- minjasafnið. En hver skyldi svo hafa verið fram- tíð þessa sögufræga sæstrengs sem markaði upphaf símasamband til Ís- lands? Helga og Sigurveig segja að strengurinn hafi verið í fullri notkun til ársins 1962 en þá hafi strengirnir IceCan og ScotIce verið teknir í notk- un, en eins og nöfn þeirra gefa til kynna tengdu þeir Ísland við Kanada annarsvegar og Skotland hinsvegar. Í dag fer símasambandið um FarIce- strenginn, sem er frá árinu. Cantat 3 strengurinn sem lagður var árið 1994 er notaður sem varaleið. Á þessum degi árið 1906 var tekinn í notkun sæsímastrengur á Seyðisfirði sem lagður hafði verið þangað frá Skotlandi. Um haustið var talsímasambandi frá Seyðisfirði til Reykjavíkur komið á og markar það upphaf sögu fyrirtækisins Símans. Bergur Ebbi Benediktsson blaðamaður hitti fyrir Jón Kr. Valdimarsson, Sigurveigu Jónsdóttur og Helgu Guðrúnu Johnson hjá Símanum og fékk þau til að segja sér sitthvað um tímamótin. Loftskeyti eða sæstrengur? Símaflokkur Jons Midthun við Laxá við símalagningu milli Ljósavatns og Húsavíkur. Á þriðja hundrað Norðmanna starfaði við símalögn sumarið 1906. 14 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „Síminn hefur nú þjónað Íslend- ingum í 100 ár, þeir hafa launað okkur með viðskiptum sínum og fyrir það erum við þakklát. Á þess- um tímamótum viljum við annars vegar hlúa að sögu okkar og hins vegar horfa fram á veginn,“ segir Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, um þau tímamót sem eru fram undan hjá fyrirtækinu. „Við ætlum að gera sögunni góð skil með því að gefa út bók og setja á filmu myndbúta og fleira. Í ár höfum við síðan afhent ýmsum söfnum muni sem sýna fjar- skiptasögu landsins og verið hafa í okkar vörslu. Við höfum einnig stutt við safnastarf á landinu þar sem við teljum það á færi sérfræð- inga að varðveita söguna en ekki á færi fyrirtækja í samkeppn- isrekstri. Með þessum hætti teljum við okkur hlúa best að sög- unni,“ segir Brynjólfur en meðal þeirra safna sem fengið hafa hluti til vörslu eru Þjóð- minjasafnið, Samgöngusafnið á Skógum undir Eyjafjöllum og Tækniminjasafn Austurlands á Seyðisfirði. „Við horfum björtum augum til framtíðar og ætlum okkur að vera leiðtogar til næstu 100 ára. Síminn er í fararbroddi framsæknustu fyrirtækja á sviði síma- og fjar- skiptatækni og við höfum fengið hæfa aðila til að horfa fram á veg- inn með okkur,“ segir Brynjólfur að lokum. »1845: Ritsímalína Samuel Morsemilli Washington og Baltimore í Bandaríkjunum tekin til afnota. 1876: Alexander Graham Bell finn- ur upp talsímann. » 1889: Ásgeir Ásgeirsson kaup-maður hefur með sér talsíma frá Kaupmannahöfn. Fyrsta síma- línan á Íslandi lögð á Ísafirði milli verslunarhúss Ásgeirs og faktors- hússins. » 1906: Sæsímastrengur fyrir rit-skilaboð lagður frá Skotlandi til Seyðisfjarðar. Talsímalína lögð frá Seyðisfirði til Reykjavíkur. Lands- sími Íslands hefur göngu sína. » 1935: Talsímasambandi við út-lönd með stuttbylgjum komið á. » 1985: Lagning ljósleiðara umlandið hófst, en það eru sím- þræðir sem flytja upplýsingar á stafrænu formi. » 1994: GSM-farsímakerfi komiðupp á Íslandi. Í HNOTSKURN Sæsímaskipið Cambria við Seyðisfjörð 18. ágúst 1906. Í flæðarmálinu standa þeir Jóhannes Jóhannesson bæjarfógeti og Kofoed verkfræðingur. „Ætlum að gera sögunni góð skil“ ÍSLENSK stjórnvöld munu senda þrjá ungliða til starfa á vegum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í haust. Verkefnið, sem íslenska ríkið ber allan kostnað af, er hugsað sem stökkpallur ungs fólks í þróun- arstarf SÞ og fjölmargir úr ung- liðastarfinu fá fasta stöðu hjá stofn- uninni. Ungliðarnir sem um ræðir eru Alistair Gretarsson, sem gegna mun starfi upplýsingafulltrúa SÞ í Nýju-Delí á Indandi, Hildur Fjóla Antonsdóttir sem mun vinna á svæðisskrifstofu Unifem í Karab- íska hafinu á eynni Barbados og Sólrún Engilbertsdóttir sem mun fást við verkefnastjórnun í höf- uðborg Kenía, Nairobi. Full tilhlökkunar „Þetta leggst svakalega vel í mig og ég er full tilhlökkunar,“ segir Hildur Fjóla, sem er með blandaða mastersgráðu í kynja- og þróun- arfræðum. Verkefni hennar á Barbados fel- ast m.a. annars í því að efla stöðu kvenna hvað varðar menntun og tekjumöguleika og draga úr kyn- bundnu ofbeldi. Morgunblaðið/Eyþór Þremenningar á leið utan. Frá vinstri: Sólrún Engilbertsdóttir, Hildur Fjóla Antonsdóttir og Alist- air Gretarsson. Þrjú ung- menni til starfa hjá SÞ LYDIA Geirs- dóttir hóf störf sem verkefna- stjóri hjá Hjálp- arstarfi kirkj- unnar 1. júlí sl. Hún mun hafa með höndum samskipti við samstarfsaðila Hjálparstarfsins í verkefnalönd- um í Afríku og á Indlandi, koma að stefnumótun og samskiptum við stjórnvöld á Íslandi, sem og að þróa tengsl við fyrirtæki, stétt- arfélög og fagsambönd auk sam- vinnu við frjáls félagasamtök hér heima. Lydia lauk meistaranámi í þró- un og alþjóðlegri samvinnu frá há- skólanum í Gautaborg árið 2003. Lydia hefur starfað sem hjálpar- starfsmaður hjá alþjóðlegum frjálsum félagasamtökum, þ.á m. verið framkvæmdastjóri Samhæf- ingarráðs frjálsra félagasamtaka í Írak, the NGO Coordination Co- mittee in Iraq. Hlutverk ráðsins var að samhæfa hjálparstarf og vinna að öryggismálum alþjóðlegra frjálsra félagasamtaka í Írak. Lydia var nú síðast verkefnastjóri hjá Læknum án landamæra, hafði umsjón með því að koma á fót næringarmiðstöðvum fyrir van- nærð börn í Nígeríu og var fram- kvæmdastjóri verkefnisins. Hún kemur inn í hóp fjögurra starfs- manna Hjálparstarfsins, að því er segir í fréttatilkynningu. Nýr verk- efnastjóri í hjálpar- starfi Lydia Geirsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.