Morgunblaðið - 25.08.2006, Side 48

Morgunblaðið - 25.08.2006, Side 48
48 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Linda BjörgRafnsdóttir fæddist 14. ágúst 1990. Hún lést af slysförum 16. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Anna Margrét Ei- ríksdóttir og Rafn Harðarson. Fóst- urfaðir Lindu Bjargar er Haf- steinn Helgi Grét- arsson. Bræður Lindu Bjargar eru Hörður Rafnsson f. 20. maí 1988, Jón Grétar Haf- steinsson f. 15. desember 1996 og Guðlaugur Ragnar Rafnsson f. 3. júlí 2001, móðir hans er Margrét Ingibjörg Lindquist. Foreldrar Önnur Margrétar eru Ei- ríkur Jón Ingólfsson og Rannveig Árna- dóttir, foreldrar Rafns eru Hörður Rafnsson og Mar- grét Pétursdóttir og foreldrar Hafsteins eru Grétar G. Guð- mundsson og Anna Guðrún Hafsteins- dóttir. Útför Lindu Bjargar verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku systir mín, Sofi augu mín, vaki hjarta mitt, horfi ég til Guðs míns. Signdu mig sofandi, varðveittu mig vakandi, lát mig í þínum friði sofa og í eilífu ljósi vaka. Þinn bróðir Guðlaugur Ragnar Rafnsson. Sextán ár höfum við verið þess að- njótandi að hafa hana Lindu Björgu. Frá tveggja ára aldri hefur hún verið heimasætan á heimili okkar í Borg- arnesi og fengið það sem hún hefur beðið um en stundum þurft að rök- ræða um nauðsyn þess. Þegar hún taldi sig vera of stóra til þess að fara í ferðalag með mömmu sinni og Haffa stjúppabba kom hún í Borgarnes og fór í ferðalög með okk- ur afa og ömmu. Til Akureyrar að hitta litla bróður sinn Ragnar og ömmu sína Möggu P. á Handverks- dögum á Hrafnagili, telja tröppurnar upp að kirkjunni á Akureyri og heyra hljómburðinn í orgelinu. Fyrir stuttu fórum við upp í Bí- nubæ til að mæla fyrir nýju baði og hittum þar Jón, Dóru og Kugg, þú hafðir á orði að fara með Önnu Guð- rúnu þangað þegar ég væri búinn með baðið. Í sumar dvaldir þú hjá okkur ömmu og afa í Borgarnesi og málaðir húsið okkar í Borgarvíkinni. Amma sagði að þú værir að vinna hjá mér og því væri það mitt verk að koma þér á fætur en Ísfólksbækurnar tóku sinn tíma. Við vorum búin að gera samn- ing fyrir næsta skólaár og ég veit hvernig á að standa við hann svo þér líði vel. Amma þín biður að heilsa og er hætt að taka eftir grænu blettun- um inni og ég held að hún muni halda upp á þá. Við fylgjumst með þér áfram eins og hingað til. Afi og amma í Borgarnesi. Takk Linda Björg, fyrir árin sem þú hefur veitt hlýju og gleði inn í líf okkar. Við munum ávallt minnast þín sem litlu afa- og ömmustelpunnar, þegar þú fórst með afa þínum í Kaup- félagið í Borgarnesi og hann keypti allt handa þér sem þú baðst um. Við munum ætíð minnast þín á brúðkaupsdegi okkar, hinn 2. sept- ember. Kveðja, Hjalti og Sigurbjörg. Elsku Linda við söknum þín svo sárt það er svo skrýtið þegar svona sorg kemur upp, þá flæða minning- arnar fram, þær góðu sem maður gleymir aldrei. Sumir eiga sextán ára minningar, aðrir sex ára, en allar eru þær jafn yndislegar og mikilvægar. Þegar maður kynntist Lindu þá var hún þessi feimna stelpa sem sagði svo sem ekki mikið en alltaf ljómaði hún. Svo þegar maður komst nær henni var hún svo góðhjörtuð, skemmtileg og fyndin, hún hugsaði alltaf vel til allra í kringum sig. Við munum aldrei gleyma kvöldunum sem þú eyddir hjá okkur, þegar við sátum við eld- húsborðið og spiluðum og þú hlóst svo mikið, þessi hlátur mun alltaf lifa í minningu okkar og hjarta. Ástin mín, þú varst tekin svo ung og saklaus, við munum ávallt sakna þín og þú munt alltaf vera í huga okk- ar. Þú lítur fölnað laufblað í lófa þínum vina og undrast liti haustsins á hvörmum þess og stilk. En eins og allir vita er vorið löngu komið og allt er vafið grænu nema þetta bleika blað. En gráttu ekki vina, því allir verða að deyja og einnig lítil laufblöð, þau lifa oftast stutt. Samt spyrðu einsog kjáni og lætur ekki segjast. Hví fæðast menn og deyja svo á einni og sömu stundu. (Rúnar Hafdal.) Elsku Anna, Rabbi bróðir og Hörður frændi, við vottum ykkur innilegar samúðarkveðjur á þessum erfiða tíma. Guð styrki og geymi ykk- ur öll núna og í framtíðinni. Óskar, Karen og börn. Elsku Linda. Það er með mikilli sorg í hjarta að ég skrifa þessa kveðju til þín. Það var stórt skarð sem myndaðist í litlu fjölskylduna okkar hér fyrir norðan við fréttirnar um fráfall þitt. Þú varst alltaf stóra systir Ragn- ars hann talaði stoltur um þig við þá sem vildu hlusta. Hugur þinn og tilfinningar til bróður þín vorum okkur mikils virði og sýndi það mér bara hversu fallega sál þú barst. Mér fellur aldrei úr minni þegar þú hélst á honum undir skírn. Þeirri minningu og fleirum verður vandlega haldið til haga hjá okkur. Ljós minninga um þig logar í hjarta okkar alla tíð. Hvíl þú í friði, fallega stúlka. Elsku Rafn, Anna Margrét, Hörð- ur og aðrir aðstandendur hugur okk- ar og hjarta er hjá ykkur á þessum erfiðu tímum. Megi Guð veita ykkur það ljós sem þarf. Margrét Ingibjörg Lindquist. Kveðja frá Rimaskóla Linda Björg, ein úr útskriftarhópi Rimaskóla sl. vor, er í einu vetfangi dáin eftir hræðilegt bílslys aðeins tveimur dögum eftir 16 ára afmæli sitt. Hún var nemandi í Rimaskóla öll sín grunnskólaár. Linda var hugljúfi allra kennara og starfsmanna skól- ans. Fyrstu skólaárin gat hún þó tek- ið eftirminnileg þrjóskuköst með til- fallandi tárum ríkrar réttlætiskenndar. En með eðlilegum þroska unglingsáranna var það bros- ið og jafnaðargeðið sem einkenndi ávallt þessa góðu stúlku. Hún hélt sig til hlés í hópnum en treysti vinabönd- in við sína bestu bekkjarfélaga og bar hag þeirra fyrir brjósti. Í útskriftarhópi Rimaskóla á þessu ári voru fjölmargir nemendur sem verða okkur starfsmönnum skólans eftirminnilegir fyrir framkomu og hæfni. Þrátt fyrir að ekki færi mikið fyrir Lindu Björgu þá var hún sann- arlega í hópi þeirra nemenda sem seint gleymast. Fallega rauða hárið og feimnislegt, órætt brosið varpar upp skýrri og fallegri mynd sem mun lifa í huga þeirra sem fengu að kynn- ast henni. Hún átti góða að og öllum var ljóst hve mikillar umhyggju og ástríkis Linda naut af hálfu fjöl- skyldu sinnar. Linda Björg stóð á tímamótum. Björt framhaldsskólaárin biðu henn- ar. Síðustu grunnskólaárin nýtti hún vel. Dauðinn er fjarlægur og mikil and- stæða við þann ódauðleika sem glæsilegur hópur útskriftarnema minnir okkur á. Hið illa andlit um- ferðarógnar, sem reið svo skelfilega yfir landið okkar í síðustu viku, skilur eftir sig hræðilegar afleiðingar. Við sem fengum að kynnast Lindu erum slegin harmi og söknuði en jafnframt þakklát fyrir þau ár sem við áttum með henni. Við kveðjum Lindu Björgu og biðjum Guð að blessa fjöl- skyldu hennar og vini. Helgi Árnason skólastjóri. Elsku Linda. Nú ertu farin, enginn bjóst við svona fljótt. Ég vona bara að þú sért á betri stað. Linda ég er búin að gráta á hverj- um degi. Ég er búin að sakna þín svo mikið. Ég var alltaf að fara að hringja í þig en hafði svo mikið að gera bæði í vinnu og heima. Mér þótti svo vænt um þig, þú varst alltaf svo góð við alla. Fyrirgefðu að ég gleymdi af- mælisdeginum þínum, ég áttaði mig ekki á hvaða dagur var fyrr en sama dag og þetta gerðist. Ég ætlaði að hringja í þig um kvöldið en þá sagði Rakel mér þessar sorgarfréttir. Til hamingju með 16 ára afmælið, ég segi það núna við þig og fyrirgefðu aftur. Elsku Linda, þú varst ein af bestu vinkonum mínum þó að við höfum að- eins talað við hvor aðra í tvo mánuði, nema eitthvað pínu á msn þegar ég hef farið þangað. Það ríkir svo mikil sorg í huga mínum og mér finnst enginn skilja mig. Þú gast þó alltaf gert það. Ég hef aldrei tekið límmið- ana sem við bjuggum til í Kringlunni af okkur af tölvunni minni því það minnir mig á þig. Takk fyrir allar góðu stundirnar og dagana sem við áttum og ég bið þig að fyrirgefa allt það ósanngjarna sem ég hef gert þér sem barn. Ég mun aldrei gleyma þér og þú munt ávallt vera í huga mér. Ég votta öll- um í fjölskyldu þinni samúð mína. Margrét Erla. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Þú vekur hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Elsku Anna Margrét og fjöl- skylda, Guð styrki ykkur í sorginni. Starfsfólk Lyngheima. Linda Björg Rafnsdóttir ✝ GuðmundurGuðjónsson fæddist á Borg í Skriðdal 4. janúar 1911. Hann lést á dvalarheimilinu Hrafnistu í Hafn- arfirði 20. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jónína Sigurbjörg Eiríksdóttir frá Bú- landsnesi við Djúpavog, f. 16.3. 1879, d. 16.9. 1944, og Guðjón Jónsson frá Flögu í Skriðdal, f. 23.8. 1874, d. 18.5. 1966. Systkini Guð- mundar eru Eiríkur Karl, f. 30.7. 1903, d. 7.11. 1972; Guðrún Rann- veig, f. 17 4. 1905, d. 18.10. 1938; Borghildur, f. 6.6. 1907, d. 12.7. Sigfús, f. 31.12. 1945, kvæntur Auðbjörgu Ögmundsdóttur, f. 23.5. 1948. Börn þeirra eru Þór- dís og Ögmundur. 2) Ástvaldur, f. 29.9. 1952, kvæntur Jórunni Garðarsdóttur, f. 5.10. 1955. Börn þeirra eru Guðmundur Arn- ar og Ragnheiður Kristín. Guð- mundur átti einnig dóttur, Kol- brúnu, f. 7.6. 1936, gift Henry J. Devine, f. 8.3. 1934. Börn þeirra eru Mark Timothy, Kathleen og Michael Shawn. Guðmundur lærði hárskeraiðn í Reykjavík og starfaði við iðn sína allan sinn starfsaldur. Fyrst í rúm tuttugu ár á Seyðisfirði og síðar í Reykjavík eftir að þau hjón fluttu þangað. Útför Guðmundar verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. 1990; Hansína, f. 10.5. 1909; Katrín Margrét, f. 10.8. 1912; Sigurbjörg, f. 17 4. 1914; Jónína Ásgerður, f. 26.11. 1915; Halldór Óskar, f. 19.4. 1918, d. 22.3. 1927; og Unnur Guð- jónsdóttir, f. 24.7. 1921. Guðmundur kvæntist hinn 11.2. 1945 Ragnheiði Petru Sigfúsdóttur, f. 22.7. 1920, d. 17.8. 2002, dóttir hjónanna Ástríðar Ingimundardóttur frá Sörlastöð- um við Seyðisfjörð og Sigfúsar Péturssonar frá Egilsseli í Fell- um á Héraði. Guðmundur og Ragnheiður eignuðust tvo syni: 1) Elsku afi. Nú er komið að leiðarlokum. Það er ekki langt síðan þú hélst á lang- afabörnunum þínum, hlóst og grín- aðist með þeim. Þú varst svo hepp- inn að vera heilsuhraustur alla tíð, allt fram undir það síðasta. Þú og amma voruð alltaf dugleg að ferðast bæði um Ísland og allan heiminn. Við dáðumst að dugnaðin- um í þér þegar þú fórst í þína síð- ustu ferð til Ameríku, 92 ára gam- all að heimsækja Kolbrúnu og fjölskyldu. Það var gaman að hlusta á sögurnar úr sveitinni og ferðalögum því þú varst svo minn- ugur. Þótt þú værir kominn á tí- ræðisaldur var lítið mál fyrir þig að rifja upp smáatriði frá því þeg- ar þú varst ungur strákur í sveit- inni fyrir austan. Þú fylgdist vel með öllu sem við gerðum hvort sem það voru ferðalög, skóli eða vinna. En það sem okkur þótti vænst um er hversu vel þú hugs- aðir um langafabörnin þín. Þú spurðir alltaf frétta hvernig þau hefðu það, og hvernig gengi hjá þeim í hvert skipti sem við töl- uðum saman. Minningarnar eru margar og góðar þegar við heim- sóttum ykkur á Kleppsveginn og seinna á Sléttuveginn. Þar tókuð þið amma ávallt á móti okkur með hlýjum hug. Þar lærðum við að borða ýmiskonar góðgæti eins og harðfisk og söl, sem við borðum enn þann dag í dag með bestu lyst. Geymslan á Kleppsveginum var al- gjör ævintýraheimur fyrir okkur barnabörnin. Þar varst þú búinn að safna hinum ýmsu hlutum sam- an og gátum við gleymt okkur heilu dagana við að grúska. Þú varst rakari af líf og sál og starf- aðir við það langt fram á níræð- isaldur. Við vissum hvað var á döf- inni þegar þú tókst fram svörtu töskuna þína. Þá varst þú að fara að klippa karlana og oft fengum við að koma með. Elsku afi, þú varst orðinn þreyttur undir lokin og kveðjum við þig nú með söknuði en gleði í hjarta vitandi að nú líður þér vel og ert kominn til ömmu. Þórdís, Ögmundur, Guð- mundur Arnar og Ragnheiður. Ég vildi óska að við hefðum búið í sama landi og afi svo við hefðum haft meiri tíma saman. Við áttum þann besta og elskulegast afa sem nokkur getur óskað sér. Hann hafði góða kímnigáfu og kom okkur alltaf til að hlæja. Hann hafði mjög gam- an af því að keyra traktorinn, slá grasið og fara á bátnum að veiða með pabba okkar. Hann kallaði mig alltaf „Catty“ og ég fann alltaf hvað honum þótti vænt um okkur og saknaði okkar. Hann lét okkur allt- af finnast við vera sérstök. Hann elskaði sín sex „amerísku“ langafa- börn, Emmu, Michaelu, Hönnu, Alaynu, Annie og John. Hann elsk- aði að halda á þeim og leika við þau í öllum sínum ferðum til Ameríku. Við munum öll sakna þín elsku afi. Mark, Kathy og Mike. Fyrir um tíu árum eignaðist ég einstakan og kæran vin. Í dag kveð ég þig, Guðmundur, með söknuði en aðallega þó með þakklæti fyrir að hafa kynnst þér og fengið að njóta góðra stunda með þér. Ég mun aldrei gleyma góðum mót- tökum á Sléttuveginum. Alltaf var gott að koma í heimsókn til ykkar Röggu, borða saman og spjalla. Þú fylgdist vel með öllu sem ég gerði og studdir mig með einstökum áhuga og gleði. Þegar ég vann í Nauthólsvíkinni fylgdist þú alltaf með mér í glugganum, sagðir svo við mig: „ég sá þig á sjónum eins og skipper í dag“. Þú skelltir þér líka í göngutúr til að fá kaffisopa hjá mér og skoða vinnuna mína 91 árs gamall. Við gátum alltaf spjallað um allt milli himins og jarðar og fannst mér sem ég hefði þekkt þig alla ævi. Enda baðst þú mig að kalla þig afa því ég væri ein af stelp- unum þínum. Börnin mín eru rík að hafa átt tíma með þér. Þú varst einstaklega áhugasamur um þau og fylgdist með hverju skrefi í þroska þeirra. Þegar svo mikill höfðingi hverfur á braut situr stórt skarð eftir. Þín verður sárt saknað hér, en þó gleðjumst við með þér og Röggu því nú eruð þið sameinuð á ný. Elsku Ástvaldur, Sigfús og fjöl- skyldur. Minn hugur er með ykkur. Lilja Unnarsdóttir. Guðmundur Guðjónsson Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upp- lýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.