Morgunblaðið - 25.08.2006, Page 60

Morgunblaðið - 25.08.2006, Page 60
60 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning Hvað segirðu gott? Ég segi allt merkilega gott, haustið virðist verða ljúft. Hvað er það vandræðalegasta sem þú hefur upplifað? (spurt af síðasta viðmælanda, Bríeti Sunnu Valdemarsdóttur, Idol-stjörnu) Í fljótu bragði man ég eftir atviki um daginn þar sem ég sagði vini mínum aulasögu af einhverjum strák sem reyndist síðan vera þessi vinur minn. Það var þó bara vand- ræðalegt örstutt og varð síðan bara fyndið. Kanntu þjóðsönginn? Já, auðvitað, erfitt að kunna hann ekki eftir ítrekaðar endurtekn- ingar. En auðvitað fallegt lag og sjálfsagt að geta tekið undir með þjóð sinni. Hvenær fórstu síðast til útlanda og hvert? Ég fór núna í byrjun ágúst til Parísar ásamt frænda mínum. Ynd- islegt að komast aðeins burt og slaka á við Signubakka, væri reynd- ar mjög til í að vera þar ennþá. Uppáhalds maturinn? Indverskur og pakistanskur mat- ur hefur hrifið mig ansi mikið síð- ustu misseri, og já, ég held að hann hafi yfirhöndina. Það er eitthvað við þetta bragð sem heillar svona rosa- lega. Bragðbesti skyndibitinn? Alveg án alls efa Austurlenska hraðlestin, langbesti skyndibitinn sem þú færð. Besti barinn? Kaffibarinn er oftast traustastur, fer auðvitað líka eftir stemmingu. Hvaða bók lastu síðast? Ég las Kafka on the Shore eftir Murakami og hann heillar mig alltaf jafnmikið. Hvaða leikrit sástu síðast? Líklega var það Fögnuður eftir Harold Pinter í vor. Með svolítið óvenjulegar áherslur en mér líkaði voðalega vel við það, Pinter er flott- ur. En kvikmynd? The Lost City með Andy Garcia, var alls ekki ánægður með hana, óttalega misheppnað eitthvað. Hin gullfallega Inés Sastre gerði þó myndina vissulega áhorfanlega. Hvaða plötu ertu að hlusta á? Comic Strip með Serge Gainsbo- urg, aldrei hægt að fá leið á þessum manni, sjarminn nær alltaf í gegn. Uppáhalds útvarpsstöðin? Rás 2 er með langtum skemmti- legustu heildarmyndina. Besti sjónvarpsþátturinn? Prison Break, hann alveg heldur manni fram að síðasta þætti. Stund- um það spennandi að erfitt er að halda áfram. Gætirðu hugsað þér að taka þátt í raunveruleikaþætti í sjónvarpi? Nei, veistu, ég er alls ekki fyrir þetta raunveruleikaþáttaæði. Ekk- ert er eins og það sýnist. G-strengur eða venjulegar nær- buxur? Tja, hingað til hef ég allavega mest notað venjulegar. Helstu kostir þínir? Ég get verið mjög ákveðinn og haft mikla trú á því sem ég er að gera. En gallar? Það kemur fyrir að ég sé svolítið þrjóskur. Besta líkamsræktin? Því miður er ég langt því frá besti maðurinn til að dæma um það, ein- hverskonar hreyfing? Hvaða ilmvatn notarðu? Bara það sem hendi er næst hverju sinni og lyktar vel, auðvitað nauðsynlegt að lykta vel á þessum tímum. Ertu með bloggsíðu? Nei, því miður, en er einn af að- standendum jelena.is sem mun opna núna í byrjun september. Pantar þú þér vörur á netinu? Já, ég geri reyndar talsvert af því, voðalega patent lausn á öllum þessum efnislegu þörfum manns. Flugvöllinn burt? Já auðvitað, þó ekki til Keflavíkur Hvers viltu spyrja næsta viðmæl- anda? Hverjir tilheyra íslenskum aðli? Íslenskur aðall | Sigurður Kjartan Kristinsson Vildi vera á Signubökkum Aðalsmaður vikunnar er formaður leikhópsins Jelena sem setti upp leikverkið Purpuri fyrr í þessum mánuði. Hann er einnig formaður Herranætur, leikfélags Menntaskólans í Reykjavík, sem mun setja upp leikverk í vetur. Þá er fyrsti skóladagur hans í dag, en hann er að hefja nám í fimmta bekk í MR. Morgunblaðið/Eyþór Menntaskólanemi Sigurður sest á fimmta bekk í MR í dag. VINNUSTOFUSETUR Sambands íslenskra myndlistarmanna var opnað með formlegum hætti að Seljavegi 32 í gær. Í húsinu voru höfuðstöðvar Landhelgisgæslu Ís- lands áður til húsa en héðan í frá munu 55 félagar í SÍM hafa þar vinnuaðstöðu auk þess sem gesta- vinnustofur fyrir fimm listamenn eru í húsnæðinu. Þá er einnig sýn- ingarsalur í húsinu, auk verk- stæðis. Það var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra sem opnaði húsið formlega en Dorrit Moussaieff forsetafrú er sérstakur verndari þess. Við opnunina í gær gaf að líta sýningu á verkum eftir þrjár Huldur sem allar hafa vinnustofu í húsinu, þær Huldu Hákon, Huldu Stefánsdóttur og Huldu Vilhjálms- dóttur. Morgunblaðið/Golli Hugsi Óskar Jónasson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir virða fyrir sér verk Huldu Vilhjálmsdóttur. Morgunblaðið/Golli Menningarlegir Björgólfur Guðmundsson og Daði Guðbjörnsson. Vinnustofur við Seljaveg FRAMHALDSMYNDIN um lata og úrilla, en þó alltaf yndislega skemmti- lega köttinn Gretti verður frumsýnd í kvöld. Þetta er fjölskyldumynd sem verður sýnd með íslensku og ensku tali víðsvegar um landið: í Smárabíói, Regnboganum, Laugarásbíói, Borg- arbíói Akureyri og Selfossbíói. Árið 2004 kom fyrri myndin út og varð ein vinsælasta mynd þess árs, en um 30.500 manns sáu myndina. Leik- arinn góðkunni Bill Murray (Lost in Translation, Broken Dreams, Life Aquatic, Ghostbusters) talar inn á myndina fyrir Gretti líkt og í fyrri myndinni. Hjálmar Hjálmarsson snýr einnig aftur til að ljá kettinum rödd í íslensku útgáfunni. Líkt og í fyrri myndinni blandast saman lifandi tökur af raunverulegu fólki og tölvuteiknaðri útgáfu af kett- inum sem Jim Davis skapaði. Í nýju myndinni fer Grettir fyrir slysni í ferðalag til Englands ásamt Jóni (Breckin Meyer) og kærustu Jóns (Jennifer Love Hewitt). Þar ruglast menn á honum og hinum konunglega ketti Prinsi, sem Tim Curry ljær rödd sína. Nokkrir frægir breskir leikarar eins og Bob Hoskins og Richard E. Grant fara jafnframt með raddir dýra á garðinum. En bíræfinn einstaklingur, leikinn af skoska grín- istanum Billy Connolly, hefur jafn- framt illar áætlanir um að stela land- inu hans Prins, og Grettir verður að klófesta hann. Ef hann getur litið upp úr lasagnanu sínu í smástund. Frumsýning | Saga tveggja kettlinga Grettir fer til Englands Heimsborgari Grettir við Big Ben- klukkuna í Lundúnum. Erlendir dómar: Metacritic.com: 37/100 Chicago Sun-Times: 75/100 Washington Post 50/100 Entertainment Weekly 42/100 Empire 40/100 New York Post 38/100 Boston Globe 38/100 Allt skv. Metacritic.com BLÓMSTRANDI dagar hófust í Hveragerði í gær og munu þeir standa yfir alla helgina. Meðal þess sem boðið verður upp á er brekku- söngur, flugeldasýning og markaðs- torg. Kántrísveit Baggalúts og Brimkló ætla svo að spila í Hvera- gerði í tilefni hátíðarinnar og munu Baggalútsmenn ríða á vaðið í kvöld með tónleikum á Hótel Örk. Á efnis- skránni eru verk af glænýrri plötu sveitarinnar sem heitir Aparnir í Eden auk efnis af plötunni Pabbi þarf að vinna. Hljómsveitin Brimkló ætlar í framhaldi að mæta á Örkina annað kvöld og verður þar slegið upp stórdansleik en langt er síðan Brimklóarmenn stigu síðast á svið í Hveragerði. Baggalútur og Brimkló spila í Hveragerði www.blomstrandidagar.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.