Morgunblaðið - 25.08.2006, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 25.08.2006, Qupperneq 20
20 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÍBÚAR í bænum Gualeguaychu í Argentínu efndu í gær til mótmæla úti fyrir finnska sendiráðinu í Buenos Aires. Var tilefnið það, að finnska fyrirtækið Metsa-Botnia og spænska fyrirtækið Ence hafa á prjónunum að reisa mikla trjákvoðuverksmiðju við Úrúgvæ-fljót en það skilur að Úrúgvæ og Argentínu. Eru verksmiðjur af því tagi oft miklir mengunarvaldar og er óttast, að sú verði einnig raunin á nú. Reuters Mengunarmótmæli í Argentínu Jerúsalem. AFP. | Lögregla í Ísrael hélt í gær áfram að yfirheyra Moshe Katsav, forseta landsins, en þrjár konur í starfsliði hafa kært hann fyrir kynferðislega áreitni. Ein þeirra, sem nú er hætt en var hátt sett, sakar Kat- sav um að hafa þvingað sig til kyn- maka. Hann hafi sagt að ef hún neit- aði yrði hún rekin, að sögn ísraelska dagblaðsins Haaretz. Gerð var húsleit í embættisbústað forsetans fyrr í vikunni vegna málsins og ýmis gögn gerð upptæk. Katsav, sem er 61 árs og fæddur í Íran, segist vera saklaus og hann muni ekki verða við kröfum um afsögn. Embætti for- seta Ísraels er að mestu valdalaust. Þingið, Knesset, getur vikið forseta úr embætti ef þrír fjórðu þingmanna, 90 af 120, samþykkja það. Katsav var áður leiðtogi hins hægrisinnaða Likud, sem er nú stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn en klofnaði þegar Ariel Sharon, þá- verandi forsætisráðherra og leiðtogi Likud, stofnaði Kadima-flokkinn sem nú er við völd. Katsav var kjörinn for- seti árið 2000 og var fyrsti hægrimað- urinn í sögu ríkisins í því embætti. Mörg hneykslismál í gangi Málið kemur á versta tíma fyrir Ehud Olmert forsætisráðherra sem hefur átt í erfiðleikum vegna innrás- arinnar í Líbanon sem þykir hafa mis- tekist þar sem Hizbollah-sveitirnar eru enn við við lýði. Yfirmaður hers- ins, Dan Halutz, viðurkenndi í gær að gerð hefðu verið margvísleg mistök í innrásinni, einkum á sviði birgða- flutninga og yfirstjórnar. Halutz seldi öll hlutabréf sín fyrir sem svarar um 1,9 milljónir króna 12. júlí, nokkrum stundum áður en Ísr- aelsher réðst inn í Líbanon. Daginn eftir lækkaði verð á hlutabréfum um 8% og hefur Halutz verið sakaður um að hafa misnotað vitneskju sína um innrásina, stundað innherjaviðskipti. Haim Ramon sagði af sér sem dómsmálaráðherra sl. sunnudag vegna ásakana um kynferðislega áreitni og verið er að rannsaka hvort Tzahi Hanegbi, formaður utanríkis- mála- og varnarmálanefndar þings- ins, hafi gerst sekur um fjársvik og meinsæri. Sjálfur gæti Olmert átt yfir höfði sér rannsókn vegna fasteigna- viðskipta, sem þykja grunsamleg. Enn er þjarmað að Katsav forseta Sagður hafa þvingað konu úr starfsliðinu til samræðis Reuters Í vanda Ehud Olmert (lengst t.v.), forsætisráðherra Ísraels, og Moshe Katsav (lengst t.h.) forseti á hátíðarsamkomu fyrir skömmu. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is VÍSINDAMENN hafa lengi leitað líffræði- legrar skýringar á samkynhneigð en rann- sóknir, sem gerðar hafa verið í Bandaríkj- unum, benda til, að ástæðan sé breyting á X-litningnum, sem ákveður kynferðið. Af þessum rannsóknum hefur sumt samkyn- hneigt fólk nokkrar áhyggjur, telur að þær geti síðar leitt til „útrýmingarherferðar“ gegn fóstrum með þetta erfðaeinkenni. Um þetta var fjallað í danska blaðinu Kristeligt Dagblad í gær. Segir þar að í Bandaríkjunum hallist æ fleiri vísinda- menn að því, að orsök samkynhneigðar sé að finna í breytingum á X-litningnum en umrætt svæði, sem þær taka til, er kallað Xq-28. Er ástæðan fyrir samkynhneigð þá erfðafræðileg, alveg eins og fyrir gagnkyn- hneigð, sem ætti í sjálfu sér að stuðla að minni fordómum. Samkynhneigðum er þó sumum ekki rótt, þ. á m. Mikael Boe Lar- sen, formanni samtaka samkynhneigðra í Danmörku. „Ég óttast, að finnist ákveðin, erfða- fræðileg skýring á samkynhneigð, verði næsta skrefið að vísindamenn og síðan væntanlegir foreldrar fari að skoða erfða- registur fóstursins og útrýma því síðan, líki þeim ekki lesturinn,“ segir Larsen. Christi- an Graugaard læknir tekur undir með hon- um. „Það er full ástæða til að hafa áhyggjur af þessu enda hafa kröfur um þetta verið uppi lengi. Ég hef setið ráðstefnur með bandarískum vísindamönnum, sem segja það hreint út, að verði ástæðan fyrir sam- kynhneigð endanlega staðfest, eigi foreldr- ar að fá að ráða því hvort fóstri sé eytt á þeim grundvelli,“ segir Graugaard og bæt- ir við, að því miður blasi við okkur heldur óhugguleg framtíðarsýn að þessu leyti. Óttast „útrýmingu“ á fóstrunum Veldur litningabreyting samkynhneigð? „ALDREI fyrr í sögu styrjalda hafa jafnmargir átt jafnfáum svo mikið að þakka,“ sagði Winston Churchill, forsætisráðherra Bret- lands á stríðsárunum, er hann minntist flugmannanna, sem þátt tóku í orrustunni um Bretland. Þeim hefur verið þakkað að hafa komið í veg fyrir innrás Þjóðverja í Bretland haustið 1940. En nú eru sumir farnir að efast um þessa söguskoðun, að sögn The Guardi- an. Er það skoðun nokkurra kunn- ra sagnfræðinga, að það hafi verið sjóherinn fyrst og fremst, sem af- stýrði innrásinni. Þrír kunnir sagnfræðingar og sérfróðir menn um breska stríðs- sögu líkja orrustunni um Bretland við útblásna helgisögu og fullyrða, að í raun hafi það verið sjóherinn, sem hélt Hitler frá breskum ströndum. Kemur þetta meðal ann- ars fram í grein eftir Andrew Gordon, yfirmann sagnfræðistofn- unar sjóhersins, í tímaritinu Hi- story Today. „Það er vissulega kominn tími til að kveða þessa tröllasögu niður. Að halda því fram að Þjóðverjar hafi ekki ráðist inn í Bretland 1940 vegna hetjulegrar framgöngu nokkurra ungra flugmanna er vit- leysa. Þjóðverjar lögðu ekki í inn- rás vegna þess að þeir vissu að hún var dæmd til að mistakast vegna þess hve öflugur sjóherinn var. Skipakostur hans og styrkur var meira en nægur til að hrinda hverri innrásartilraun,“ segir Gordon. Skelfileg firra Bill Bond, stofnandi sérstaks sögufélags um orrustuna um Bret- land, svaraði Gordon fullum hálsi: „Alltaf má finna einhverja, sem vilja endurskrifa söguna, jafnvel með einhverju bulli. Án breska flughersins hefðu þýsku sprengju- flugvélarnar eyðilagt hafnirnar og þýsku steypiflugvélarnar hefðu sökkt hverju einasta skipi. Luft- waffe [þýski flugherinn] hefði get- að farið sínu fram að vild. Að segja að orrustan um Bretland sé útblásin goðsögn er skelfileg firra.“ Orrustan um Bretland útblásin goðsögn? Orrustan um Bretland Eitt af mörgum minningarspjöldum um Orrustuna um Bretland. Prag. AFP. | Plútó missti í gær stöðu sína sem níunda og fjarlægasta reikistjarnan í sólkerfinu. Var það samþykkt á fundi Al- þjóðasambands stjarnfræðinga í Prag í Tékklandi í gær. „Reikistjörnurnar átta eru Merkúr, Jörðin, Venus, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus,“ segir í tilkynningu frá fundinum. Staða Plútós sem reiki- stjörnu hefur lengi verið gagnrýnd og bent á, að hún eigi ekki heima með hinum reikistjörnunum vegna þess hve lítil hún er og brautin óregluleg. Fengu gagnrýn- endur byr í seglin þegar annað hnattkríli fannst utan við braut Plútós. Það fékk nafnið UB313 og er einnig kallað Xena. Er það jafnstórt Plútó og ætti því að eiga sama rétt á reikistjörnuheitinu. Plútó ekki reikistjarna ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.