Morgunblaðið - 25.08.2006, Page 26

Morgunblaðið - 25.08.2006, Page 26
Pétur Alan Guðmundsson kaupmaður í Melabúðinnier iðinn veiðimaður og segist alltaf reyna að finnastundir til veiða þrátt fyrir miklar annir í búðinni,sem hann rekur nú ásamt Friðriki bróður sínum. „Veiði er ofarlega á forgangslistanum hjá mér, enda aðal- áhugamálið mitt.“ Auk þess að stunda laxveiði fer hann á gæsa-, anda-, rjúpna- og hreindýraveiðar á hverju ári og hafa viðskiptavinirnir löngum notið góðs af veiðimennsk- unni. Pétur er listakokkur og lætur lesendum í té upp- skriftir að laxi sem hann matreiðir á ýmsa vegu. » 32 |föstudagur|25. 8. 2006| mbl.is daglegtlíf Hvítlauksmaríneraðar ólífur eru meðlæti sem bera má fram með öllum mat og passa vel í góða sumarveislu » 30 matur Það borgar sig að leita tilboða hjá nokkrum tryggingafyrir- tækjum þegar kaupa á trygg- ingu fyrir heimilisbíl » 35 neytendur Að heilgrilla svín úti í guðs- grænni náttúrunni hafði lengi verið draumur Þorsteins Torfasonar » 28 grillað Hin árlega sultukeppniverður haldin á sveita-markaðinum í Mosfells-dal á morgun klukkan 13. Markaðurinn byrjar klukkan 12 og þá er æskilegt að sultugerðarfólk byrji að tínast að með sitt framlag. Dísa Anderiman á Skeggjastöðum var einn drifkrafturinn á bak við fyrsta sveitamarkaðinn árið 1998, en verður reyndar fjarri góðu gamni í sultukeppninni á morgun, því hún verður á Arnarstapa í vinnunni. „Ég er að fara að vinna við kvikmynd sem heitir Veðramót eftir Guðnýju Halldórsdóttur, en hún skrifar bæði söguna og leikstýrir. Við erum að fara á Snæfellsnes í þrjár vikur, á Arnarstapa, og þar verður nóg að sýsla, undirbúa allt, koma fólki í koj- ur og finna út með mat. Ég tek auð- vitað með mér grænmeti af græn- metismarkaðinum og verð með manneskju í því að sækja nýtt græn- meti þangað svo ég missi ekki af því á meðan ég er í burtu.“ Í frítíma sínum og um helgar seg- ist Dísa aðallega fara í sumarbústað á Þingvöllum, eða að veiða, vinna á sveitamarkaðinum, á hestbak auð- vitað, þar sem hún rekur hestaleigu í Laxnesi og passa börnin fjögur, 3–17 ára. „Svo reyni ég að fara og tína ber á þessum árstíma. Þess á milli ein- beiti ég mér að því að finna upp á einhverju nýju og skemmtilegu til að fást við. Í bili er ég framkvæmda- stjóri fyrir Veðramót og svo er ég að vinna að stofnun tölvufyrirtækis,“ segir hún. Dísa hefur líka mikið dálæti á náttúrunni, eins og gefur að skilja. „Ég á minn bóndabæ, Skeggjastaði, sem er mín paradís. Þegar ég er í bæn- um finnst mér ég vera í skó- kassa,“ segir hún, rétt ófar- in úr þéttbýlinu. » Mælt með | 28 Skeggjastaðir mín paradís Dísa mælir með Listamenn: Gabríela Friðriksdóttir og Sigurbjörn Jónsson. Ber: Lónkot. Grænmeti: Grænmetismarkaðurinn í Mosskógum. Sumarbústaður: Þingvellir. Frístundir: Hestar, veiði, börnin. Kaupmaður, veiðimaður og listakokkur börn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.