Morgunblaðið - 25.08.2006, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 25.08.2006, Qupperneq 30
matur 30 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ Möndlur frá Marokkó Á meðan gestirnir koma sér vel fyrir og kjötið tekur á sig lit á grillinu er tilvalið að bjóða upp á þessar marokkósku möndlur. 3 msk. smjör 1 msk. flórsykur 3 dl möndlur 1 msk. kummin ½ msk. cayenne-pipar ½ tsk. salt 1 tsk. kanill Bræðið smjörið á pönnunni og blandið flór- sykri saman við. Hrærið í og látið krauma saman við meðalhita. Blandið kryddi og möndlum saman við og látið brúnast á pönn- unni eða í ofni í um það bil 10 mínútur. Þegar möndlurnar eru orðnar þurrar má njóta þessa kryddaða og sæta möndlugóðgætis. Viskí-kryddpenslaðar lærissneiðar fyrir 4 4 lambalærissneiðar, 900 g Kryddjurtalögur: 2 hvítlauksgeirar 1 tsk. tabasco-sósa 1 dl ananassafi ½ dl viskí ½ dl sykur ¼ dl nautakraftur (fljótandi fond) ¼ dl vatn 1 msk. hvítvínsedik 1 msk. Worcester-sósa Saxið hvítlauk smátt og steikið í potti, hellið afganginum af hráefninu sem fara á í krydd- lögin út í og látið sjóða saman í 15 mínútur. Penslið á kjötið á meðan það er að grillast. Viskíið er ekki nauðsynlegt en gefur lamba- kjötinu skemmtilegan keim. Ef vill má setja ananassafa í staðinn og auka þá aðeins Wor- cester-sósuna. Jógúrtsósa með grilluðum hvítlauk og timjan fyrir 4 2 hvítlauksgeirar 3 dl hrein jógúrt 1 msk. fljótandi hunang 2 msk. ferskt smátt saxað timjan salt og pipar Grillið hvítlauksgeirana í stutta stund þar til þeir mýkjast aðeins. Merjið hvítlaukinn með gaffli eða í mortéli og setjið út í jógúrtina. Blandið hunangi, timjan, salti og pipar saman við og látið standa í um það bil klukkutíma áð- ur en borið er fram. Smakkið til með timían. Grillað ratatouille- parmesan-salat fyrir 4 1 eggaldin 1 kúrbítur (zucchini) 1 rauð paprika 1 laukur 3 msk. ólífuolía salt klettasalat (rucola) 1 dl parmesan, skorinn í sneiðar 2 msk. balsamedik fersk basilíka Skerið eggaldin, kúrbít, papriku og lauk í stóra bita. Saltið eggaldinsneiðarnar og látið standa um stund. Þerrið af allan vökva sem myndast á yfirborðinu. Saltið örlítið yfir af- ganginn af grænmetinu og blandið eggaldin- sneiðunum saman við. Hellið örlítilli olíu yfir og grillið grænmetið. Setjið í skál og blandið klettasalati saman við. Dreifið yfir parmesan, balsamediki og ferskri basilíku. Uppskriftirnar sem hér fylgja á eftir passa líka vel í sumarveisluna en eiga þó ekki síður vel með öðrum mat. Ólífur eru enda ekki árs- tíðabundnar þótt hver fari e.t.v. að vera síð- astur að tína rabarbarann fyrir haustið. Hvítlauksmaríneraðar ólífur með oreganó 1 dós grænar ólífur 4 hvítlauksgeirar 1 rautt chili 4 greinar ferskt oreganó 1 dl ólífuolía Hellið leginum af ólífunum og setjið þær í krukku með loki. Setjið hvítlauk, smátt saxað chili og oreganó saman við og blandið vel. Það er algjör óþarfi að mæla kryddið nákvæmlega. Hellið ólífuolíu yfir þannig að fljóti yfir og látið standa í kæli eins lengi og þið getið beðið eftir að smakka, eða að minnsta kosti í 3–4 daga. Rabarbaragúrkusalat 1 gúrka 2–3 rabarbarar, u.þ.b. 250 g 1 msk. salt 1 msk. brúnn hrásykur 2 dl vatn 1 dl hrásykur 2 msk. hvítvínsedik ferskt dill (má sleppa) Afhýðið gúrku og skerið í sneiðar, skerið rabarbarastilka í sneiðar og blandið saman ásamt 1 msk. af salti og 1 msk. af sykri. Látið standa í 15 mínútur. Síið vandlega frá allan vökva. Setjið vatn og sykur í pott og látið suðuna koma upp. Setjið edik, gúrkur og rab- arbara saman við. Setjið í krukku og látið standa í sólarhring í kæli. Gott er að setja ferskt dill saman við þegar borið er fram, en það þarf alls ekki. Gott meðlæti með ýmsum mat, bæði kjöti og fiski. Ómissandi Jógúrtsósa með grillkjötinu. Morgunblaðið/Kristinn Ljúffengar Hvítlauksmarineraðar ólífur með oreganó. Nasl Framandi marokkóskar möndlur. Steikin Viskí gefur lærisneiðum gott bragð. Veisluréttir á sumarlegum nótum „Góða veislu gjöra skal“ segir í laginu og þó að íslenskt veðurfar hafi verið frekar dyntótt þetta sumarið er það engin ástæða til að sitja heima og sýta eða fresta veisluhöldum. Heiða Björg Hilmisdóttir kann að bjóða til góðrar veislu þar sem ýmislegt sumarlegt góðgæti er að finna. Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson Þjóðlegur Íslenskur rabarbari.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.