Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2006 59 ÞAÐ er mál manna að leikstjóranum Jason Reitman hafi tekist snilld- arlega vel að fjalla um heim al- mannatengsla í frumraun sinni Thank You For Smoking, þar sem ímyndin skiptir öllu og peningar ráða för, en ekki alltaf almanna- hagur. Myndin er frumsýnd hér á landi í dag en hún er byggð á sam- nefndri bók eftir Cristopher Buck- ley. Aðalpersóna myndarinnar, Nick Naylor, er talsmaður tóbaksiðnaðar- ins, sem óneitanlega þarf að bæta ímynd sína þessa daga og á næga fjármuni til þess. Naylor finnst ekk- ert sjálfsagðara en að mæta í sjón- varpsútsendingar og segja fólki að það sé í raun hollt að reykja og hittir reglulega talsmenn fyrir skotvopna- iðnaðinn og áfengisframleiðendur. Á fundum rífast talsmennirnir um það hver þeirra hafi verið ráðinn í erf- iðasta starfið, og eru tölur yfir dauðsföll tengd vörunum sem þeirra iðnaður framleiðir, notaðar sem rök í þeirri umræðu. Vinnudagar Naylors eru ansi fjöl- breyttir. Áhorfendur fylgjast m.a. með honum kljást við öldungadeild- arþingmann sem vill láta setja haus- kúpu og orðið „Eitur“ á alla sígar- ettupakka. Naylor skellir sér svo til Hollywood til að semja um það að fleiri kvikmyndastjörnur fái sér smók á hvíta tjaldinu eins þær gerðu iðulega á „gullöld kvikmyndanna“. Þó svo að 1.200 manns láti lífið á hverjum degi úr sjúkdómum tengd- um skaðsemi reykinga tekst Naylor með ótrúlegum hætti að færa rök fyrir málstað sínum og sannfærir meðal annars 15 ára gamlan krabba- meinssjúkan dreng um ágæti reyk- inga. Á sama tíma og Naylor þeysist á milli staða flytjandi vafasaman boðskap vinnur hann í því að bæta sambandið við son sinn, án þess þó að það hafi í för með sér að hann geri að einhverju leyti lítið úr mikilvægi starfs síns. Leikstjórinn Jason Reitman er sonur hins þekkta framleiðanda og leikstjóra Ivans Reitman. Háðs- ádeilan í myndinni þykir hitta beint í mark og leikararnir hafa fengið frá- bæra dóma. Aaron Eckhart er sagð- ur magnaður í hlutverki Naylors en með önnur hlutverk fara m.a. Maria Bello, Adam Brody, Rob Lowe, William H. Macy og Robert Duvall. Frumsýning | Thank You For Smoking Ímyndin skiptir öllu Erlendir dómar: 88/100 Rolling Stone 88/100 USA Today 83/100 Entertainment Weekly 80/100 Los Angeles Times 70/100 New York Times (allt skv. metacritic) Forfallinn Óskarsverðlaunahafinn Robert Duvall í hlutverki sínu í Thank You For Smoking, en ádeilan í myndinni þykir hitta beint í mark. HLJÓMSVEITIRNAR Reykjavík! og Sprengjuhöllin ásamt rapp- aranum Dóra DNA troða upp í Stúdentakjallaranum við Hring- braut í kvöld. Húsið verður opnað klukkan 21 en tónleikarnir hefjast síðar. Fólki er engu að síður bent á að mæta tímanlega, því húsrúm er ekki endalaust. Ókeypis er inn á tónleikana. „Þetta verður mjög flott kvöld. Stúdentakjallarinn er að byrja aft- ur að hýsa tónleika eftir hlé í sum- ar. Í vetur er ráðgert að þetta verði nánast eingöngu tónleika- staður,“ segir Georg Kári Hilm- arsson bassaleikari Sprengjuhall- arinnar sem leika mun frumsamin lög sín á tónleikunum. „Við höfum spilað saman síðan um áramótin og haldið nokkra góða tónleika. Meðbyrinn eykst stöðugt með bandinu enda verðum við sífellt þéttari og kraftmeiri,“ segir Georg og bætir við að stemn- ingin í kringum hljómsveitina sé fljót að smita út frá sér. „Það stenst þetta enginn,“ segir hann og hlær. Dóri í þægindunum „Hljómsveitin Reykjavík, sem spila mun með Sprengjuhöllinni hefur nýverið sent frá sér plötuna, Glacial landscapes, religion, op- pression and alcohol, og hafa lögin „7.9.13“ og „All Those Beautiful Boys“ fengið mikla spilun á út- varpsstöðvum undanfarið. Bandið er flott tónleikaband og þetta verður kraftmikil sýning hjá strák- unum,“ segir Georg. En hvers vegna skyldu þessar rokkhljómsveitir vilja troða upp með rapparanum Dóra Dna? „Þetta er ekkert venjulegt hip-hop heldur algert sprengiefni,“ segir Georg. „Dóri leitar nú sífellt meiri áhrifa frá amerískri þægindamenn- ingu á kostnað þeirrar skandinav- ísku raunhyggju sem var nánast búinn að eyðileggja íslenska rapp- heiminn fyrir nokkrum árum. Yrk- isefni Dóra eru nú auk ástar, hat- urs og örvæntingar, amerískir bílar, skyndibitamatur og hæg- indastólar,“ segir hann og lofar öll- um áhorfendum góðri skemmtun. Tónlist | Tónleikar í Stúdentakjallaranum Sprengjuhöllin Georg Kári Hilm- arsson bassaleikari. „Algert sprengiefni“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.