Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bjarni Benediktsson, þáverandi dóms-málaráðherra, mælti árið 1960 fyrirfrumvarpi til laga um að reist yrðinýtt fangelsi í nágrenni Reykjavíkur sem m.a. skyldi rúma gæsluvarðhaldsfanga. Nú, 46 árum síðar, hefur enn ekkert fangelsi risið og eftir að ríkisstjórnin ákvað í sumar að fresta öllum opinberum framkvæmdum sem ekki höfðu þegar verið boðnar út, er alls óvíst hvenær af því verður. Ástandið í fangelsismálum hefur verið tölu- vert til umfjöllunar undanfarið og hafa m.a. bor- ist fregnir af því að lögreglan í Reykjavík hafi ekki getað vistað gæsluvarðhaldsfanga á Litla- Hrauni en slík staða hefur ekki komið upp ára- tugum saman. Plássleysið hefur líka valdið því að á undanförnum árum hefur ekki verið hægt að láta menn taka út vararefsingu vegna sekta, þ.e. sitja inni í staðinn fyrir að greiða sekt. Hugsanlega á það sinn þátt í því að nú er um 11⁄2 milljarður útistandandi í ógreiddum sektum. Ríkið hyggst á næstunni gera skurk í inn- heimtumálum og á dögunum var tilkynnt að hægt verði að afplána fyrstu sex daga vararefs- ingar með því að sitja af sér í fangaklefum lög- reglustöðva og voru fimm stöðvar tilteknar í því sambandi. Þetta þykir auka líkur á innheimtu því það virkar afskaplega hvetjandi á suma skuldara ef þeir vita að þeim verði hugsanlega stungið inn standi þeir ekki skil á sektunum. Aðrir láta sér það sjálfsagt í léttu rúmi liggja og reikna út hvaða tímakaup þeir fái fyrir að dúsa í steininum í nokkra daga. Rétt er að taka sérstaklega fram að ekki hef- ur verið biðlisti í fangelsin fyrir þá sem hafa hlotið refsidóma, að sögn Valtýs Sigurðssonar forstjóra Fangelsismálastofnunar. Fangelsi við Korpúlfsstaði Fangelsið sem Bjarni Benediktsson vildi að yrði reist átti að rúma um 100 fanga. Þetta hefði orðið gríðarmikil bygging en auk venjulegrar afplánunar átti þar að vera gæsluvarðhalds- deild, kvennadeild, öryggisgæsludeild og „geð- veilladeild“. Ætlunin var að þetta fangelsi risi í landi Korpúlfsstaða en ekkert varð úr því. Bjarni kynnti áformin um fangelsið á Alþingi árið 1960 en fimm árum síðar var ákveðið að gæsluvarðhaldsdeildin yrði utan ríkisfangelsis og staðsett í Síðumúla. Í stað þess að reisa ný- byggingu undir fangelsi í Síðumúla var ákveðið að húsi sem upphaflega var hannað og byggt til að vera bílaþvottastöð og geymsla fyrir lögregl- una í Reykjavík, yrði breytt í gæsluvarðhalds- fangelsi. Það hlaut nafnið Síðumúlafangelsi og var tekið í notkun árið 1972. varðhaldsfangelsi í nágrenni borgarinnar var brýn enda hafði Síðumúlafangelsinu verið lokað árið 1996. Síðan þá hefur lögreglan í Reykjavík þurft að aka með gæsluvarðhaldsfanga til og frá Litla-Hrauni en það er um 120 km, báðar leiðir. Fangelsi á Hólmsheiði frestað Árið 2001 skipaði Sólveig Pétursdóttir, sem þá hafði nýlega tekið við embætti dóms- málaráðherra, starfshóp til að vinna að nýju fangelsi sem skyldi rísa á Hólmsheiði fyrir ofan Reykjavík. Mikil vinna var lögð í undirbúning og árið 2003 ákvað ríkisstjórnin að efna til opins forvals meðal verktaka en þá lá fyrir að nýtt fangelsi ætti að kosta 1,6 milljarða. Forvalið fór þó aldrei fram og þegar nýr dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, tók við embætti árið 2004 ákvað hann að gefa nýjum forstjóra Fangels- ismálastofnunar kost á að endurskoða hug- myndir um hið nýja fangelsi. Fangels- ismálastofnun skilaði skýrslu um haustið og taldi að hið nýja fangelsi myndi ekki leysa vand- ann varðandi afplánun kvenfanga, skortur væri á opnum fangelsisplássum auk þess bæta yrði úr málum fanga sem væru vímuefnafíklar. Bygg- ingu var því enn frestað. Samkvæmt upplýsingum frá Fangels- ismálastofnun var gert ráð fyrir að hefja gerð frumáætlunar vegna fangelsis á Hólmsheiði í byrjun þessa árs og verja næstu tveimur árum í hönnunar- og áætlanagerð. Framkvæmdir myndu hefjast í byrjun árs 2008 og ljúka fyrir árslok 2009. Raunin varð önnur en vegna fjár- skorts hefur ekki verið hægt að hefja vinnu við hönnun og teikningu og Fangelsismálastofnun hefur einnig neyðst til að fresta endurbótum á Akureyri sem og stækkun fangelsisins á Kvía- bryggju. Ekki hefur heldur fengist fé til að und- irbúa umbætur og stækkun á Litla-Hrauni. Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangels- ismálastofnunar, segir að vegna ákvörðunar rík- isstjórnarinnar um að fresta öllum opinberum framkvæmdum sé óvíst hvort fjármagn fáist á næstu fjárlögum til að hægt sé að hefja hönnun og teikningarvinnu vegna fangelsanna á Hólms- heiði og Litla-Hrauni. „Að mínu mati væri af- skaplega óráðlegt að fresta þessu. Þegar loks fæst fé til að hefja framkvæmdir verður að sjálf- sögðu að vera búið að hanna fangelsið og teikna en gert ráð fyrir að slík vinna taki tvö ár vegna Hólmsheiðarfangelsisins. Það er eitt að fresta framkvæmdum en annað að koma í veg fyrir að hægt sé að hefja undirbúning,“ segir Valtýr. Þá minnir hann á að nefnd Evrópuráðsins gegn pyntingum og ómannúðlegri meðferð í fang- elsum hafi ítrekað kröfur sínar um að rík- isstjórnin setji byggingu gæsluvarðhaldsfang- elsis í nágrenni Reykjavíkur í algjöran forgang. Að óbreyttu stefnir því í að bygging fangelsis í nágrenni Reykjavíkur frestist enn um sinn. Frestað 1978 átti þetta fangelsi að rísa á Tunguhálsi. Byggingu var frestað. Og frestað. Fréttaskýring | Stefnt hefur verið að byggingu nýs fangelsis í Reykjavík frá árinu 1960 runarp@mbl.is Fangelsið sem sífellt frestast Morgunblaðið/Ómar Brýnt að byggja árið 1978 Dómsmálaráðuneytið hélt áfram undirbún- ingi og árið 1974 veitti Reykjavíkurborg vilyrði fyrir lóð undir fangelsi við Tunguháls 6 í Reykjavík. Fjórum árum síðar, í mars 1978, kynnti Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra byggingu nýs fangelsis fyrir 52 fanga á blaða- mannafundi. Einnig var lögð fram útlitsteikning Húsameistara ríkisins að hinu nýja húsi sem var sögð mesta framkvæmd á sviði fangelsismála síðan Hegningarhúsið var reist rúmlega 100 ár- um fyrr. Kom fram á fundinum að bygging hússins væri brýn þar sem Hegningarhúsið og Síðumúlafangelsið uppfylltu „hvergi nærri þær kröfur“ sem gera yrði til gæsluvarðhaldsfang- elsis, t.d. væri mjög hljóðbært í Síðumúlafang- elsinu og fangar í einangrun gætu því komið skilaboðum á milli sín. Grunnur var tekinn að húsinu og botnplata steypt en vegna fjárskorts varð ekkert af frekari framkvæmdum. Árið 1991 komst aftur hreyfing á fangels- ismálin þegar Þorsteinn Pálsson skipaði nefnd til að gera tillögur að nýju fangelsi. Ein meg- intillagan var sú að reist yrði nýtt afplánunar- og gæsluvarðhaldsfangelsi í Reykjavík en Litla- Hraun yrði fyrst og fremst afplánunarfangelsi. Tillaga um Reykjavíkurfangelsi hlaut ekki stuðning en fangelsið á Litla-Hrauni var á hinn bóginn stækkað umtalsvert. Þegar hér var komið sögu hafði ríkið látið frá sér lóðina á Tunguhálsi og hafði hún komist í eigu Sláturfélags Suðurlands. Ríkið keypti lóð- ina aftur og árið 1999 leit út fyrir að þar yrði byggt nýtt gæsluvarðhaldsfangelsi með 30 klef- um. Ekkert varð þó af framkvæmdum og stend- ur sú lóð enn auð. Það var þó ljóst að þörfin fyrir gæslu- »Hvergi í Evrópu eru fangar sem hlutfall afíbúafjölda færri en á Íslandi eða 40 á hverja 100.000 íbúa. Ef hlutfallið væri hið sama og í Bandaríkjunum væru þeir 2.100. »Á Íslandi eru fimm fangelsi. Hegning-arhúsið var tekið í notkun árið 1874. Pláss er fyrir 16 fanga. Gegnir einkum hlutverki móttökufangelsis. Er rekið á undanþágu frá heilbrigðisnefnd Reykjavíkur sem rennur út árið 2010. »Fangelsið Kópavogsbraut 17 var opnað íapríl árið 1989. Þar var áður Unglinga- heimili ríkisins. Pláss fyrir 12 fanga. Þar eru allir kvenfangar jafnan vistaðir og stundum einnig karlmenn. Þykir afskaplega óhentugt fyrir langtímafanga. »Litla-Hraun var stofnað 8. mars 1929 og ergæsluvarðhalds- og afplánunarfangelsi. Starfsemi fangelsisins fer fram í níu misgöml- um byggingum, nýjasta og stærsta fanga- deildin er frá 1995. Pláss er fyrir 87 fanga. »Fangelsið á Kvíabryggju var stofnað 1954.Í fyrstu voru þar vistaðir menn sem ekki greiddu meðlagsskuldir eða barnalífeyri en frá árinu 1963 hafa refsifangarnir tekið þar út afplánun. Pláss er fyrir 14 fanga. »Frá 1978 hefur verið ríkisfangelsisdeild íhúsnæði lögreglunnar á Akureyri. Þar er pláss fyrir allt að 9 fanga, þar af er ekki hægt að nota nema 7 klefa. Fangelsið er lítið og þröngt. Í HNOTSKURN FARFUGLAR sem verpa á hlýrri svæðum á Íslandi koma fyrr að vori en þeir sem verpa á kaldari svæðum. Þannig koma jaðrakanar sem verpa á Suður- og Vesturlandi um viku fyrr en þeir sem verpa fyrir norðan og austan. Þeir sem verpa á betri svæðum, þar sem varpárangur er að jafnaði betri, koma fyrr en hinir sem verpa á verri svæð- um. Þetta er væntanlega vegna þess að meiri sam- keppni er um betri staði. Kemur þetta fram í niðurstöð- um rannsóknar sem nýlega voru birtar í einu virtasta dýrafræðitímariti heims, Jo- urnal of Animal Ecology. Tómas G. Gunnarsson, for- stöðumaður Háskólaseturs Snæfellsness, stýrði rann- sókninni. Segir hann að þegar skoðað hafi verið hvað ráði komutíma farfugla á varp- stöðvar hafi menn einkum verið færir um að tengja hann við nærtæka þætti, s.s. veður. Í þessari rannsókn hafi hins vegar verið fylgst með merkt- um fuglum árið um kring og ýmsir þættir í umhverfi þeirra metnir, t.d. staðsetning og eðli bæði varp- og vetrar- stöðva. Með þessu móti mátti athuga áhrif ýmissa þátta sem verka á öllu útbreiðslusvæð- inu á komutíma fugla. Veður á vetrarstöðvum hefur áhrif Rannsóknin leiddi m.a. í ljós að þegar vetur eru mildir og vestlægar og hafrænar átt- ir ríkjandi á vetrarstöðvum jaðrakana í Vestur-Evrópu, koma þeir fyrr til Íslands. sögn Tómasar. Val þeirra á varp- og vetrarstöðvum skýr- ist frekar af vistfræðilegum og erfðafræðilegum þáttum en lærðum, enda yfirgefa for- eldrarnir unga sína um leið og þeir verða fleygir, ólíkt því sem gerist meðal t.d. gæsa. „Ungfuglarnir eru því svolítið áttavilltir þegar þeir koma fyrst á vetrarstöðvarnar, sjást á skrýtnum stöðum, til dæmis í malarnámum, á með- an fullorðnu fuglarnir eru oft- ast á leirum með safaríkum ormum,“ segir Tómas. Fjarlægð milli varp- og vetr- arstöðva virðist ekki hafa nein áhrif á komutíma einstakra fugla til Íslands að vori. Þann- ig koma fuglar sem eru á Spáni og í Portúgal á veturna alveg jafnsnemma til Íslands og þeir sem eru á norðanverð- um Bretlandseyjum. Fugl- arnir hegða sér á svipaðan hátt milli ára, annaðhvort koma þeir snemma á hverju ári eða seint á hverju ári. Þetta stjórnast væntanlega bæði af erfðum og því að þeir nota sömu svæði ár eftir ár, að Morgunblaðið/Ómar Ættjarðartryggð Jaðrakan er heimakær og heldur tryggð við sömu varpstaðina. Heimakærir farfuglar með keppnisskap
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.