Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2006 61 ALLS voru send inn 85 lög í keppnina um Ljósalagið 2006 í ár og er það metþátttaka. Söngkeppnin er haldin í tilefni af menning- ar- og fjölskylduhátíðinni Ljósanótt sem fram fer fyrstu helgina í september ár hvert í Reykjanesbæ. Þriggja manna dóm- nefnd valdi í framhaldi tíu lög sem þóttu bera af og voru þau síðar hljóðrituð og gef- in út á geislaplötu. Nú stendur yfir net- kosning um Ljósalagið 2006 og fer hún fram á www.ruv.is/poppland og www.ljosa- nott.is. Einnig er þar hægt að hlusta á lög- in. Kosningu lýkur í dag og er aðeins hægt að senda eitt atkvæði frá hverju netfangi. Allar leiðbeiningar um kosningu fást á heimasíðunum. Þeir höfundar sem eiga lög í keppninni í ár eru Ólafur Arnalds, Jóhann G. Jóhannsson, Bragi Valdimar Skúlason, Hilmar Hlíðberg Gunnarsson, Bryndís Sunna Valdimarsdóttir, Magnús Þór Sig- mundsson, Halldór Guðjónsson, Vignir Bergmann, Arnór Vilbergsson og Védís Hervör Árnadóttir. Tilkynnt verður um sig- urvegarann í Kastljósinu þriðjudaginn 29. ágúst. Sigurvegarinn fær í verðlaun 400.000 kr., höfundur lagsins sem lendir í öðru sæti fær 150.000 kr og 100.000 kr. fær sá sem lendir í þriðja sæti. Morgunblaðið/Árni Sæberg Spennandi Tíu lagahöfundar keppa í ár. Þeirra á meðal er Védís Hervör Árnadóttir. Tónlist | 85 lög voru send inn í keppnina Kosið um Ljósalagið 2006 Rapparinn Kevin Federline, bet-ur þekktur sem eiginmaður Britney Spears, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar enginn frægur mætti í teiti sem hann hélt að lokinni verðlaunahátíðinni Teen Choice Aw- ards. Federline tróð upp á hátíðinni og þótti afar slakur. Er það talin or- sök þess að enginn hinna frægu skemmtikrafta sem hann bauð mætti í teitina. Má þar nefna söngkonuna Jessicu Simpson, leikkonuna Mischa Bar- ton, leikarann Brandon Routh og söngkonuna Nelly Furtado. Heim- ildarmaður dagblaðsins New York Daily segir fyrrgreinda einstaklinga ekki hafa viljað leggja það á sig að láta sem Federline hafi staðið sig vel. Eiginkona Federline, Britney Spears, mætti þó í teitina, kasólétt að öðru barni þeirra. Mikið grín hef- ur verið gert að Federline í tónlist- argeira Bandaríkjanna og segir rit- stjóri XXL tónlistartímaritsins að betra væri að láta sem hann væri ekki til. ,,Hann er bara brandari. Ég held hann viti það bara ekki,“ segir ritstjórinn.    Fólk folk@mbl.is Hollywood-leikkonan JessicaAlba braut í sér tönn við tökur á kynlífsatriði fyrir kvikmyndina Good Luck Chuck. Í sjónvarpsþætt- inum Extra segir leikkonan að mikið hafi gengið á hjá sér og leikaranum Dane Cook með þeim afleiðingum að það flísaðist úr framtönn hennar. „Við skelltum andlitunum saman og þá gerðist þetta. Þetta er ekki róleg- asta eða rómantískasta ástaratriði allra tíma. Dane er sannarlega ótam- inn,“ sagði leikkonan og líkti með- leikara sínum við gamanleikarann Steve Martin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.