Morgunblaðið - 10.09.2006, Side 10

Morgunblaðið - 10.09.2006, Side 10
10 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ A lþingi Íslendinga samþykkti í dag að selja íslensku forn- handritin til Þýskalands með miklum meirihluta atkvæða. Ágóða af sölunni verður var- ið til atvinnuuppbyggingar á Austurlandi. Hér er vitaskuld farið með staðlausa stafi en hætt er við að frétt af þessu tagi myndi fara fyrir brjóstið á íslensku þjóðinni. Í huga hennar eru handritin heilög og ómetanleg verðmæti sem aldrei má fórna – enda þótt allt heimsins fé væri í boði. Hugmyndin um þrenninguna sönnu og einu, land, þjóð og tungu, er í hávegum höfð og fyrir vikið erum við reiðubúin að verja það sem okkur tilheyrir – með kjafti og klóm. Það er á grundvelli þessara tilfinninga sem andstæð- ingar Kárahnjúkavirkjunar heyja sína baráttu nú um stundir. Frá þeirra bæjardyrum séð eru framkvæmd- irnar skýlaust brot á réttindum þjóðarinnar. Heilögum verðmætum er fórnað fyrir það sem þeir skilgreina sem litla hagsmuni. Að áliti umhverfisverndarsinna jafnast það að fylla Hálslón af vatni á við að selja handritin úr landi – ef ekki hreinlega að brenna þau. Þjóðernishyggja er vitaskuld ekki ný af nálinni á Ís- landi. Þjóðfrelsi og lýðréttindi voru í brennidepli á of- anverðri nítjándu öld og langt fram eftir þeirri tutt- ugustu. Og uppskeran var hinn endanlegi sigur þessarar lífseigu þjóðar við nyrstu voga – sjálfstæði. Getur verið að ný barátta sé nú hafin? Barátta sem ekki er háð á grundvelli menningar og sögu – heldur á grundvelli landsins sjálfs og unaðs náttúrunnar sem það hefur að geyma? Er eldgamla Ísafold í uppnámi? Er hún sumum mögum sín ekki lengur jafnkær? Er gamla og góða þjóðernishyggjan að víkja fyrir nýrri og göfugri ættjarðarhyggju? Sameiginleg eign allra manna „Þessu er ekki auðvelt að svara enda málið ákaflega flókið. Ef við lítum bara á deilurnar um Kárahnjúka- virkjun þá koma inn í það mál mjög margir þættir sem eru einkennandi fyrir tíðaranda samtímans. Þessar deil- ur endurspegla að sumu leyti þætti og stef sem hafa alltaf verið til staðar en um leið breyttar áherslur í ís- lenskri þjóðernisvitund,“ segir dr. Guðmundur Hálfdan- arson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, en hann hefur lengi látið þjóðernishyggju og hin ýmsu birtingarform hennar sig varða. „Auðvitað er þetta líka mjög augljóst dæmi um hnatt- væðinguna þar sem margir mótmælendur eru útlend- ingar,“ heldur Guðmundur áfram. „Þeirra aðkoma end- urspeglar í fyrsta lagi það viðhorf að það á engin þjóð ákveðið land lengur, heldur er jörðin sameiginleg eign allra manna. Þess vegna má fólk sem kemur annars staðar frá hafa skoðun á því hvernig við Íslendingar för- um með það land sem við köllum Ísland. Í öðru lagi vísar þetta mál augljóslega inn í hina hnattvæddu umræðu um umhverfismál. Þarna togast m.ö.o. á viðhorf til landsins sem sameiginlegrar sér- eignar Íslendinga og hugmyndir um alþjóðlegt vistkerfi og náttúru sem snertir alla jarðarbúa á einhvern hátt.“ Spurður um táknræna mynd landsins í þjóðernis- myndun Íslendinga og hugmynd þeirra um sjálfa sig segir Guðmundur ættjörðina alltaf hafa skipt miklu máli. „Það sem Snorri Hjartarson kallaði þrenninguna sönnu og einu, land, þjóð og tungu, tengist auðvitað mjög gömlum viðhorfum. Ættjarðarástin er eldri en það sem við köllum þjóðernishyggju, þ.e. hugmyndir um ís- lenska sjálfsvitund eru eldri en hin pólitíska hreyfing. Arngrímur lærði setti t.d. fram hugmyndir um Íslend- inga sem sérstakan hóp manna sem var á einhvern hátt öðruvísi en aðrir hópar manna. Hugmyndir af því tagi eru ævafornar en á tímunum eftir siðaskipti og við byrj- un húmanismans byrja að mótast hugmyndir um tungu- málið og mikilvægi þess sem einhverskonar tákn fyrir Íslendinga sem annars vegar afmarkar þá frá öðrum og var hins vegar leif hins forna menningararfs. Frá þeim tíma er megináherslan lögð á tunguna og menninguna sem einkenni Íslendinga.“ Guðmundur segir landið lengi hafa fléttast inn í þess- ar hugmyndir líka. „Á 18. öld kemur landið svo sterkar inn í þetta en þá voru á sveimi hugmyndir um að um- hverfið móti manninn, sem áttu rætur m.a. í kenningum franska heimspekingsins Montesquieu. Íbúar í norðri voru sagðir ólíkir þeim í suðri þar sem veðurfar var öðruvísi og þar fram eftir götunum. Þessi hugmynd varð mjög áberandi hér á 19. öld, nægir þar að nefna ættjarðarkvæði manna á borð við Bjarna Thorarensen sem orti um það að fjöllin og hreint loft styrktu Íslend- inga í baráttunni við freistingar á meðan gufuloft og Mögum þín muntu kær Þrenningin sanna og eina, land, þjóð og tunga, er samofin tilvist okkar Íslendinga. Í sjálfstæðisbaráttunni voru þjóðin og tungan miðlæg en getur verið að landið hafi nú verið sett á oddinn? Er þjóðernishyggja að þoka fyrir ættjarðarhyggju? Eða er landið bara í brennidepli vegna framkvæmda við stóriðju? Hvers vegna slá hjörtu umhverfisverndarsinna svo ört? Og gætir áhrifanna víðar en í umræðunni? Sækja listamenn í auknum mæli innblástur til landsins og hvers vegna er sveitaróman- tíkin svona áberandi í klæðaburði og tísku nú um stundir? Tvíbent „Við megum ekki gleyma því að virkjunar- stefnan er líka rómantísk í þeim skilningi að hún er ekkert síður þjóðernissinnuð en náttúruverndin og ekk- ert raunsærri,“ segir dr. Guðmundur Hálfdanarson. Morgunblaðið/Jim Smart Texti | Orri Páll Ormarsson | orri@mbl.is  Heilög verðmæti? Fossar, gróður, lækir, blóm og annað sem hverfur sjónum þegar hleypt verður vatni á stífluna austur á Kárahnjúkum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.