Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 60
60 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Mig langar til að minnast Braga Salóm- onssonar vinar míns og spilafélaga til margra ára, en hann lést á líknar- deild LHS í Kópavogi 11 ágúst sl. eftir ströng, en ekki mjög löng, veik- indi. Bragi var fæddur í Vestmanna- eyjum 28. des. 1924. Hann var mjög vinmargur og mikið ljúfmenni, og var oft ekki djúpt á hans glettni og gamansemi, sem hann var í ríkum Bragi Salómonsson ✝ Bragi Salómons-son fæddist í Vestmannaeyjum 28. desember 1924. Hann lést á líknar- deild Landspítala – háskólasjúkrahúss í Kópavogi 11. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð 16. ágúst. mæli gæddur, og vakti oft kátínu margra á góðum stundum. Hann var ákaflega fé- lagslyndur og yfirleitt hrókur alls fagnaðar þegar um félagsstarf var að ræða, enda mjög virkur í Félagi eldri borgara hér í Kópavogi. Við hjónin kynnt- umst Braga og hans indælu konu, Pálínu Pálsdóttur, ættaðri frá Eyrarbakka, í kring- um árið 1993, að mig minnir, og þá í gegnum starfið í félaginu okkar „Eldri borgar“. Upp frá því mynd- aðist á milli okkar sú vinátta, sem aldrei hefur borið skugga á upp frá því. Við fórum að stunda sundlaug- arnar, aldrei minna en þrisvar í viku í ein átta ár, ásamt mörgu fleiru sem við reyndum að skemmta okkur við, og var þá einkum um að ræða bridge, sem við Bragi undum okkur við, en hann var bráðsnjall bridgespilari. Margt fleira mætti geta um, en ég held að ég láti þessum fátæklegu orðum lokið, en með þeim vildi ég og mín elskulega kona þakka þeim hjónum Braga og Pálínu áralanga vináttu sem aldrei mun bera skugga á. Að lokum viljum við hjónin votta Pálínu og öllum þeirra ættingjum og vinum okkar dýpstu samúð, þau hafa mikið misst. Bragi var jarðsettur í hinum nývígða Kópavogskirkjugarði 16. ágúst sl. því að úr Kópavogi mátti hann ekki til þess hugsa að flytja. Svo bið ég góðan guð að varðveita hann, og styrkja hans nánustu í þeirra miklu sorg. Góður maður er fallinn frá. Hvíl þú í friði kæri vinur, við finnumst vonandi síðar. Ég kveð þig nú kæri vinur, Kveð þig í hinsta sinn. Íslenski eðal hlynur, einstaki vinur minn. Valdimar Lárusson. ✝ HallgrímurSteinarsson fæddist í Reykjavík 28. nóvember 1927. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 30. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Steinar Gíslason járnsmiður, f. 6. jan. 1897, d. 1978, og Ingibjörg Ein- arsdóttir, f. 14. des. 1900, d. 1969. Eft- irlifandi bróðir Hall- gríms er Einar Steinarsson, f. 5. sept. 1924. Eftirlifandi eiginkona Hallgríms er Sigrún Gísladótt- ir, f. 22. maí 1930. Dætur þeirra eru Guðný Björg Hall- grímsdóttir, f. 29. ágúst 1950, gift Brynjólfi Guðmunds- syni, f. 16. mars 1949, og eiga þau þrjú börn; Ingibjörg Hall- grímsdóttir, f. 1. nóv. 1951, og á hún tvö börn; og Hafdís Hall- grímsdóttir, f. 7. nóv. 1953, og á hún fjögur börn. Útför Hallgríms var gerð frá Fossvogskapellu 6. september – í kyrrþey að ósk hins látna. Elsku afi minn. Nú ert þú farinn á betri stað og bíður okkar þar. Í hug- anum hef ég hugsað um kynni okkar og góðu stundirnar sem þú gafst okkur. Minningin nær langt aftur eða frá því að við vorum smá í loftinu, við systkinin. Með þökkum þá kveð ég þig og óska þér og þeim sem eftir lifa eilífrar ástar. Við lifum í hjarta hvert annars og þú lifir áfram í mínu. Ég fylli kistu minninganna af því góða sem þú gafst mér og mínum, elsku afi minn. Ég hef mætur á gleðinni og þakka fyrir kynni okkar. Hvíl í friði. Þórdís Ósk Brynjólfsdóttir. Hallgrímur Steinarsson Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra sonar, bróður og frænda, JENS WILLYS ÍSLEIFSSONAR, Frostafold 22, Reykjavík. Ísleifur Jónsson, Elísabeth Vilhjálmsdóttir, Vilborg L. Ísleifsdóttir, Martha Sigurðardóttir. Ástkær móðir okkar, LENA BERG, Hlíðargötu 62, Fáskrúðsfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Uppsölum fimmtu- daginn 7. sept sl. Jarðarförin auglýst síðar. Eiríkur Stefánsson, Rúnar Stefánsson, Gestur Stefánsson, Sigurður Stefánsson, Erleen Berg. Elskulegi Gummi minn, ég á svo bágt með að trúa því að þú sért farinn, ég finn fyrir þér allt í kringum mig. Kannski er það vegna þess að þú varst alltaf svo líflegur, hress, skemmtilegur og hélst öllu gangandi. Ég man þegar við kynnt- umst fyrst, ég var 15 ára og þú 18. Við vorum samferða í bíl til Sand- gerðis heim til vinar þíns og sátum bæði í aftursætinu. Þú sagðir svo margt fallegt við mig og ég féll al- veg fyrir þér. Hjarta mitt fyllist af sorg þegar ég hugsa til þess að ég eigi aldrei eftir að sjá fallega andlit- ið þitt, heyra röddina þína, hlátur þinn, finna hlýjuna frá þér, lyktina Guðmundur Adam Ómarsson ✝ GuðmundurAdam Ómarsson fæddist í Reykjavík 11. október 1984. Hann lést af slysför- um 16. ágúst síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Safn- aðarheimilinu í Sandgerði 28. ágúst. af þér og aldrei eftir að liggja í örmum þín- um. Á nóttunni hélstu alltaf utan um mig og ef ég hreyfði mig kreistir þú mig og kysstir eins og þú værir að missa mig, þó að þú værir sof- andi. Þú varst svo fal- legur og yndislegur jafnt að innan sem ut- an og áttir svo auðvelt með að láta mig hlæja og líða vel. Þegar ég minnist allra góðu stundanna sem ég átti með þér þá stendur sú minning upp úr og ég geymi í hjarta mér er þú lést mig vita hversu mikils virði ég væri þér. Þú áttir til að vera alvar- legur en oftast varstu glaðvær. Þú varst mikill húmoristi og fljótur að slá á létta strengi og í kjölfarið fylgdi skellihlátur en þannig vorum við alltaf saman. Mér er svo minni- stætt og það er svo stutt síðan, kvöldið sem við áttum góða stund með vinunum. Ég og Snjólaug kom- um inn og þú varst með stóran lampaskerm á höfðinu. Þegar þú tókst hann af og leist á mig var eins og þú misstir andlitið og allir hlógu að svipnum á þér, ég hafði gert mig svo fína fyrir þig. Mér fannst ég svo sérstök. Ég get ekki annað en bros- að við tilhugsunina um allar skemmtilegu stundirnar okkar. Ég minnist þín engillinn minn og þó svo að mér finnist ég núna svo ein og yfirgefin og alls ekki reiðubú- in að gefa þig frá mér þá er það viss huggun að ég hef þig alltaf í hjarta- stað og þú ert í höndum Guðs að ei- lífu og alltaf. Eftir að hafa verið með fjölskyldu þinni og vinum und- anfarna daga og talað um þig þá er það sem allir minnast í fari þínu hvað þú varst góður, hress og alltaf reiðubúinn til að gera allt fyrir mig, fjölskyldu og vini svo að okkur liði vel. Þannig varstu Gummi minn, hugulsamur og góður við alla. Því sama hvað lífið ber í vændum fyrir mig þá mun ég aldrei, aldrei gleyma þeim dýrmætu, hjartnæmu stund- um sem ég varði með þér ástin mín. Ég bið góðan Guð að styrkja og hugga fjölskyldu og vini þína. Þang- að til næst Gummi minn. Þín að ei- lífu, Emma Lovísa. ✝ Hulda BjörkHauksdóttir fæddist í Reykjavík 22. maí 1984. Hún lést í umferðarslysi við Løgumkloster í Danmörku mánu- daginn 28. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Haukur Jónsson, f. 5.12. 1952, og Guð- laug Árnadóttir, f. 4.4. 1946. Systkini Huldu eru Sóley Guðjónsdóttir, f. 24.2. 1966, gift Finni Dagssyni og gerði hún hlé á námi sínu við VMA og hélt til náms við Rønshoved Højskole nærri Sønderborg á Jót- landi í Danmörku og í þeirri Dan- merkurdvöl kynntist hún Ivani, unnusta sínum. Hún hélt áfram námi sínu við VMA um haustið en flutti svo alfarin til Danmerkur sumarið 2004. Hulda og Ivan höfðu nýlega fest kaup á fallegu húsi við Allégade 17 í Løg- umkloster og áttu þau þar sitt heimili. Hulda stundaði nám við EFA Syd Produktionshøjskolen í Rødekro á Jótlandi er hún lést. Hulda var jarðsungin frá Ak- ureyrarkirkju 8. september. eiga þau þrjár dætur; Halldór Guðjónsson, f. 14.2. 1967, og á hann þrjú börn og Birkir Björn Hauks- son, f. 15.6.1977. Unnusti Huldu er Ivan Poulsen, f. 5.3.1978, í Løg- umkloster, sunn- arlega á Jótlandi. Hulda ólst upp í Glerárhverfi á Ak- ureyri, gekk í Gler- árskóla og svo Verk- menntaskólann á Akureyri. Um áramótin 2003 Mig setti hljóðan er ég frétti ótíma- bært lát Huldu Bjarkar, bróðurdóttur minnar; þessarar hjartahlýju, geð- þekku en þó stórlátu stúlku. Hún var augasteinn foreldra sinna, búin að finna lífsförunaut sinn og var lífið eins og best varð á kosið. Að hún skuli hafa vera tekin í burtu frá okkur sem fylgdumst af ánægju og gleði með góðu gengi hennar. En þegar síst skyldi kom höggið vægðarlausa. Af hverju? Ég hef frá fyrstu tíð getað fylgst með Huldu, umvafða ástúð for- eldra sinna og systkina, sem fengu hana ríflega endurgoldna. Það eru með fallegustu minningum mínum. Ég, miklu eldri maður, þakka fyrir að hafa fengið að kynnast Huldu Björk sem verður mér alltaf fyrirmynd um mannlega reisn. Megi Guð styrkja ykkur; Haukur, Lauga, systkini og unnusti, á þessum tímum en minning um fallega sál verður alltaf til staðar. Jón Hákon. Hulda Björk Hauksdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, SÓLVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR, Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi, áður til heimilis að Álfhólsvegi 38, lést fimmtudaginn 7. september 2006. Jarðarförin auglýst síðar. Örn Óskarsson, Anna Karin Wallin, Rós Óskarsdóttir, Helgi Helgason, Ásdís Óskarsdóttir, Jón Hermannsson, Ævar Óskarsson, Steinunn B. Valdimarsdóttir, Kjartan Valdimarsson, Þóra Grímsdóttir, Brynjar Valdimarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upp- lýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.