Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 11 Íeina tíð hefði ekki þótt boðlegt að mæta ímatarboð eða virðulegt samkvæmi á Ís-landi íklæddur lopapeysu og gúmmí-skóm. Nú er öldin önnur. Árni í Hraun- koti er á hverju strái í þéttbýlinu – og þykir bara smart. Það er gömul saga og ný að tískan fer í hringi. Hlutir koma og fara. Linda Björg Árna- dóttir, fagstjóri í fatahönnun við Listaháskóla Íslands, segir enga einhlíta skýringu á því hvers vegna sveitarómantík eigi upp á pall- borðið nú um stundir. „Það er bara smart að vera sveitalegur og hallærislegur í dag. Tón- listarmenn eru oft ágætur mælikvarði á það og við getum tekið hljómsveitir eins og Sigur Rós og Hjálma sem dæmi. Eldri listamenn eins og Björk og Stuðmenn eru líka í tísku. Þessir að- ilar hafa löngum gert út á sveitarómantík og jafnvel álfaímyndina. Það á vel við í dag.“ Linda segir sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar mjög sterka. Við séum meðvituð um það hvað er íslenskt og sækjum gjarnan innblástur í arf- leifð okkar. „Íslendingar hafa sterka sýn á sína sérstöðu. Á móti kemur að það er engin hefð fyrir tísku á Íslandi – engin klassík. Þetta er auðvitað ákveðinn galli en um leið kostur, þar sem hönnuðir hafa ekkert á móti því að plægja akurinn. Það sem er að verða til núna og skil- greina má sem íslenska tísku er ákveðin sveita- rómantík og hippastemmning. Fólk er að bræða þetta saman.“ Áhrif hippakynslóðarinnar Linda segir engum blöðum um það að fletta að hippakynslóðin hafi haft mikil áhrif á ís- lenska menningu, þar á meðal tísku. „Fram að hippatímanum vildu allir vera „fínir“. Nú er það ekki lengur sjálfgefið. Það er auðvelt að rekja þennan stíl. Það er ákveðinn næfismi í gangi. Ég held að unga fólkið viti ekki endilega svo mikið um þessa hluti. Það kaupir hug- myndirnar oft og tíðum gagnrýnislaust og hrífst bara með. Það er t.d. alltaf flott að mót- mæla. Fólk er m.ö.o. fljótt að tileinka sér nýj- ungarnar en það vantar dýptina.“ Linda nefnir pönkið sem annað dæmi um tímabil þegar snobbað var niður í tísku. „Þá þótti flott að vera í rifnum fötum. Það eimir enn eftir af þessu. Í dag geturðu keypt notaðar gallabuxur á þrjátíu þúsund krónur.“ Linda segir að íslenskir tískuhönnuðir og hönnuðir almennt séu talsvert að velta arfleifð- inni fyrir sér. „Hér er fólk ekki að reyna að hanna einhvern alþjóðlegan módernisma enda er það ekki til neins. Það eru þjóðir eins og Ítalir sem eiga klassíkina. Þar halda menn í hefðina af því að þeir eiga hana og eru fyrir vik- ið ekki eins líklegir til að gera eitthvað skrítið og skemmtilegt. Það er einmitt þetta sem ég ráðlegg nemendum mínum. Þeir geta aldrei keppt við klassískt þenkjandi nemendur frá Ítalíu og eiga þess vegna að einbeita sér að því að gera eitthvað nýtt. Í því liggur þeirra styrk- ur. Á tímum hnattvæðingarinnar er mikilvægt að skapa sér sérstöðu.“ Linda telur ekki útilokað að aukin umræða um náttúruna á liðnum misserum hafi haft áhrif á tískustraumana. Hún heldur þó að það sé frekar pólitík en ættjarðarhyggja. „Ungt fólk í dag er mjög pólitískt þenkjandi. Skoðum bara 101 Reykjavík. Það er mikill munur á klæðaburði unga fólksins þar og unga fólksins í Kringlunni eða Mjóddinni, svo dæmi séu tekin. Það er ljóst að 25% kjósenda í 101 kusu vinstri- græna í síðustu kosningum, þannig að það er líklega engin tilviljun. Fólk velur hvernig það vill líta út, hvernig það vill kynna sig. Unga fólkið í 101 er upp til hópa hippalegt í klæða- burði, svolítið eins og Stuðmenn, hefur gaman af því að vera flippað, hallærislegt og að koma á óvart. Kjánaleg kurteisi er líka í tísku.“ Tískan er þó, að viti Lindu, flóknari en svo að gamli góði sveitamaðurinn geti stokkið full- skapaður inn í hana í slitinni lopapeysu og með kúadellu á gúmmískónum. „Enda þótt sveita- rómantíkin svífi yfir vötnum er ekki fjósalykt af fólki. Þvert á móti einkennist viðhorfið og stíllinn frekar af íburði enda koma straumarnir ekki síður erlendis frá. Íslendingar eru mjög nýjungagjarnir og meðvitaðir um það sem er að gerast erlendis. Mögulega gæti fjósamað- urinn smyglað sér inn á ljósmynd en félagslega ætti hann líklega erfitt uppdráttar,“ segir Linda og hlær. Eftirlíkingin er m.ö.o. vinsælli en frummyndin. Ástæða til að skoða aðferðirnar Linda segir ef til vill nær fyrir tískuhönnuði að skoða framleiðsluaðferðir en stíl út frá nátt- úrunni. „Textíliðnaðurinn er einn mest meng- andi iðnaður í heimi. 70% af öllu skordýraeitri eru notað til að rækta bómull, svo dæmi sé tek- ið. Ég sat ráðstefnu í fyrra á Norðurlöndunum þar sem þessi mál voru til umræðu en hönnuðir í nágrannalöndum okkar eru einmitt mikið að velta þessu fyrir sér.“ Öðru máli gegnir um Íslendinga. „Ég þekki engan íslenskan fatahönnuð sem hefur áhuga á þessu. Það bendir til þess að þeir séu meira að spá í ímyndina og pólitíkina en náttúruna. Það þykir meira að segja frekar hallærisleg að spá í lífrænan fatnað. Þetta er hlutur sem við þurf- um að huga betur að í framtíðinni.“ » „Það sem er að verða til núna og skilgreina má sem íslenska tísku er ákveðin sveitarómantík og hippastemmning.“ Smart að vera sveitalegur Sveitarómantík Það er einfaldlega smart að vera sveitalegur og hallærislegur í dag, segir Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri í fatahönn- un við Listaháskóla Íslands. Morgunblaðið/Eyþór Móðins Sveitarómantík og hippastemmning ráða ríkjum hjá Stuðmönnunum sívinsælu. Sterk sjálfsmynd, segir Linda Björg Árnadóttir Morgunblaðið/ÞÖK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.