Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 53 SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. BANKASTRÆTI 12 Erum með í einkasölu þessa vel þekktu húseign á horni Þingholtsstrætis og Bankstræt- is. Um er að ræða járnklætt timburhús, alls skráð 160 fm. Rekstur veitingastaðarins Prik- ið er í húsnæðinu í dag ásamt gullsmíðaverkstæði með versl- un. Nýfrágengnir 10 ára leigu- samningar til staðar á báðum rekstrareiningum, mjög góðar leigutekjur. Miklir möguleikar fyrir fjárfesta, bæði með tilliti til útleigu í núverandi mynd og einnig með mögulegan byggingarrétt á lóðinni. Miðað við framtíðarskipulag miðborgarinnar, Kvosarinnar og hafnarsvæðisins og með tilliti til uppbyggingar, telst þetta mjög álitlegur fjárfestingarkost- ur. Óskað er eftir tilboði í eignina. Nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteign.is. ESKIHLÍÐ - HÆÐ MEÐ BÍLSKÚR Vorum að fá í sölu glæsilega 132 fm 5 herbergja hæð í 4-býli í Hlíðunum. Íbúðin hefur verið mikið endurnýjuð og er vönduð í alla staði. Eignin er: Forstofa, hol, eldhús, baðherb., tvær stofur með útgengi á svalir, tvö barnaherb. og hjónaherb. Í kjallara er sérgeymsla sem not- að er sem vinnuherb. með teppi á gólfi. Sameiginl. þvottahús og geymsla eru einnig í kjallara. Bílskúr er rúmgóður með góðri geymslu. V. 34,2 m. 6453 ÁLFTAMÝRI - MEÐ BÍLSKÚR Vorum að fá í sölu fallega 105 fm 4ra herbergja endaíbúð (var breytt í 3ja herb.) ásamt 21 fm bílskúr á frábærum stað í aust- urbænum. Íbúðin skiptist í: Anddyri/hol með skápum, eld- hús með eldri innréttingu, hjónaherbergi með skápum, barnaherbergi með skápum, baðherbergi flísalagt í hólf og gólf með hvítri innréttingu og tengt fyrir þvottavél og þurrk- ara ásamt stórri stofu og borðstofu með útg. út á suðursvalir. Kjallari undir öllum bílskúrnum. Góð eign á frábærum stað. V. 23,8 m. 6451 GOÐAKÓR - EINBÝLI FULLBÚIN NÝ EINBÝLI Á GÓÐU VERÐI Vorum að fá í sölu 7 stk., alls 228 fm einbýl- ishús, á mjög góðum útsýnis- stað ofan götu (botnlangi). Húsin skiptast þannig að íbúð- arrými er 189 fm og bílskúrinn 38,6 fm. Búið er að reisa öll húsin og eru þau fyrstu til af- hendingar e. 3 mánuði fullbúin að utan/máluð og tilbúin að innan með vönduðum innréttingum og tækjum en án gólfefna nema baðherbergi sem skilast flísalagt. MJÖG GÓÐ KAUP. Verð 56-57 millj. með frág. lóð og bílastæðum. 6425 BIRKIHOLT - ÚTB. CA 600-700 ÞÚS. Erum með í einkasölu sérlega fallega og bjarta 76,2 fm (brúttómál) íbúð á 2. hæð í ný- legu fjölbýli með sérinngangi. Íbúðin er: Forstofa, gangur, baðherb., rúmgott eldhús, þvottahús, stórt svefnherb. með skápum, rúmgóð stofa með útgengi á vestursvalir. Áhvílandi lán 16,1 millj. með 4,15% vöxtum. Nýleg og snyrtileg íbúð. Nánari upplýs- ingar á skrifstofu Fasteign.is. V. 16,9 m. 6408 DYNSALIR - SÉRINNGANGUR Vorum að fá í sölu rúmgóða og snyrtilega 110 fm 3ja herbergja íbúð á 3ju hæð með sérinn- gangi við Dynsali í Kópavogi. Íbúðin er: Forstofa, eldhús, baðherbergi, borðstofa, stofa þar sem útgengt er á suður- svalir, tvö herbergi, geymsla og þvottaherbergi. Vel staðsett eign þar sem stutt er í alla þjónustu og skóla. Nánari upp- lýsingar á skrifstofu Fasteign.is V. 26,9 m. 6448 Ný tt Ný tt Ný tt Sölusýning sunnudaginn 10. sept. milli kl. 15 og 16 á Kjarrvegi 9, Reykjavík Stórglæsilegt 213 fermetra parhús á frábærum stað í Fossvoginum við Kjarrveginn. Kyrrlátt hverfi og fallegur gróður gera húsið að skjólsælum reit í einu veðursælasta hverfi borgarinn- ar. Húsið er nær allt á einni hæð með útgengi úr stofu út á góða timburverönd sem er um- kringd gróðri. Margir útivistarmöguleikar, stutt í skóla og leikskóla sem og í alla þjónustu og á stofnbrautir. Albert Björn Lúðvígsson sölumaður, s. 840 4048 Guðrún Árnadóttir lögg. fasteignasali ÞEIRRI hugmynd hefir vaxið óðfluga fiskur um hrygg, að stjórnarandstaðan bjóði kjós- endum þann kost í alþingiskosn- ingum að vori að velja milli henn- ar og ráðstjórnarflokkanna. Að stjórnarandstaðan gangi að því leyti bundin til kosninga að hún geri sitt ýtrasta til að mynda rík- isstjórn, ef hún hlýtur meirihluta þingmanna. Að sínu leyti ætti það auðvitað að vera lýðræðisleg skylda stjórn- arandstöðu að taka við völdum, ef hún fær þingstyrk til. Þá afstöðu hafði Frjálslyndi flokkurinn eftir fall meirihlutans í borgarstjórn í vetur leið. En Skuggasveinn í Val- höll og Gufusteinn í borgarstjórn töldu meiri slæg í Alfreð II., og líklegra til ábatasamra viðskipta. Þótt minnihluti kjósenda stæði að baki þeirri stjórn létu þeir engu varða því völdin ber mest að meta. Ráðstjórnarmenn eru skelfingu lostnir yfir þeirri þróun mála að stjórnarandstaðan nái höndum saman. Nýlegt dæmi frá Noregi veldur þeim líka vökunum, þar sem samstaða stjórnarandstöðu velti miðjumoðinu þar frá völdum. Í Staksteinum Morgunblaðsins 5. sept. sl. er höfundur með stórar áhyggjur Frjálslynda flokksins vegna ef flokkurinn tekur upp á þeirri ósvinnu að taka ,,vinstri snúning“. Að vísu tæplega af heil- indum mælt, þar sem höfund- urinn þykist sjá í hendi sér að flokkar hans, Framsókn og Sjálf- stæðisflokkurinn, verði þá „látnir í friði með að skipta miðjufylginu á milli sín í ró og næði“. Ef Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur teljast nú til miðju- flokka eftir tólf ára ráðstjórn, blasir þá við: – að miðjuflokkur telst sá sem fótum treður þingræðið og þar með lýðræðið – að miðjuflokkur hefir rift dýr- asta eiði íslenzkrar þjóðar að fara aldrei með ófriði á hend- ur annarri þjóð – að miðjuflokkur hefir á stefnuskrá sinni að stórauka ójöfnuð þegnanna í þágu hinna auðugu á kostnað þeirra sem minna mega sín – að miðjuflokkur lækkar skatta hátekjumanna en þjarmar að sama skapi að öldruðum og öryrkjum – að miðjuflokkur hefir fram- kvæmt þá stefnu sína að af- henda ókeypis örfáum útvöld- um aðalauðlind þjóðarinnar, fiskimiðin – að miðjuflokkur einkavæðir með því um leið að skáka milljörðum til einkavina af al- mannaeign. Fleiri dæmi mætti nefna um stjórnarhætti íslenzku miðju- flokkanna. Með slíkum flokkum vill Frjálslyndi flokkurinn í engu falli fylkja liði. Sverrir Hermannsson Miðjuflokkarnir Höfundur er fv. form. Frjálslynda flokksins. inlega að mótmæla. Nú hefur hann kynnt sér umhverfið og verkefnið betur og er skelfingu lostinn yfir því sem er að gerast. Hann til- heyrir þar með sífellt stækkandi hópi fólks sem hefur vaknað til vitundar um náttúruspjöllin norð- an Vatnajökuls, fólks sem hefur nú séð náttúruundrin með eigin aug- um, gengið um lónbotninn, séð fossana sem ýmist hverfa eða verða ekki svipur hjá sjón, tínt berin og séð gróðurinn sem virkj- anasinnar hafa gert lítið úr. Hvar verður næst borið niður? Þökk sé öllum þeim sem hafa lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að vekja og upplýsa, opna augu fólks fyrir ómetanlegum náttúruperlum öræfanna, gildi þess að eiga slíkar perlur og hvernig þær geta verið okkur margfalt verðmætari óskertar en sundurgrafnar og kaf- færðar. Fjöldi fólks hefur kynnt sér víðernin norðan Vatnajökuls síðustu mánuði og ár, m.a. fyrir tilstilli hugsjónakvennanna Ástu og Óskar í Augnabliki og eldhug- ans Ómars sem hefur nánast rúið sig inn að skinni til að kynna og fræða og gera fólki kleift að sjá og skilja. „Þessi vængjaða auðn með sín víðerni blá, hún vakir og lifir þó enn“, kvað Steinn Steinar. Ein- stæð náttúra Íslands hefur eignast mikinn fjölda vina sem munu verja hana fyrir vægðarlausri ágengni öfgafullra virkjanasinna í framtíð- inni. Þjórsárver, Langisjór, Al- deyjarfoss, Brennisteinsfjöll, hvar verður næst borið niður? Hrylling- urinn við Kárahnjúka má aldrei aftur eiga sér stað. Höfundur er fyrrverandi alþingiskona.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.