Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 30
sjóslys 30 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Septemberóveðrið 1936 áttisér aðdraganda í mjög hlýjulofti úr hitabeltinu, sembarst norður til Íslands, en mætti köldu heimskautalofti frá Kan- ada á leiðinni. Trausti Jónsson veðurfræðingur skrifaði grein í Lesbók Morgunblaðs- ins 29. nóvember 1986; Veðrið sem grandaði Pourquoi-Pas? Trausti rekur að á síðastliðnum 100 árum hafi fárviðri nokkrum sinnum gengið yfir landið í september og til- tekur árin 1900, 1906, 1936 og 1973. Veðrin 1906 og 1973 voru örugglega afkomendur fellibylja sunnan úr hita- belti, en veðrið 1936 segir Trausti sennilega ekki af slíkum uppruna, þótt ekki vilji hann útiloka neitt. Svip- aður skammtur af hitabeltisloftslagi, jafnröku getur allt eins orðið kveikj- an að fárviðri, þótt enginn sé fellibyl- urinn. Í Morgunblaðinu 17. september 1936 birtist veðurlýsing frá Veður- stofunni, þar sem segir m.a., að eftir veðurfregnum á þriðjudagsmorgun hafi verið hæg suðvestanátt á stóru svæði fyrir suðvestan landið, en óljós merki þess að lægð væri að byrja að myndast yfir hafinu um 1.600 km SSV af Reykjanesi. Um hádegið var það ljóst, að lægð- in mundi verða hættuleg og síðdegis var stormsveipurinn um 700 km suð- suðvestur af Reykjanesi og hafði færzt mjög í aukana. Um miðnættið aðfaranótt miðvikudagsins 16. sept- ember var stormsveipurinn kominn norður á móts við Reykjanes og hafði þannig farið 1.400 km á 12 klst., eða hérumbil 120 km á klst., „sem er al- veg óvenjulegur hraði á storm- sveipum.“ Veðurhæð var mest um miðnættið í Reykjavík 12 vindstig (ca 25 m á sek.). Upp úr því gekk meira til suð- vestanáttar og lygndi heldur, en að morgni var stormsveipurinn norður af Vestfjörðum og var þá ofsaveður af suðvestri víða norðvestan lands. Í veðurlýsingu Trausta í Lesbók- argreininni segir m.a. að eftir klukk- an 5 síðdegis ( 15. september – innsk.) hafi mjög aukið vind og farið að rigna, því ný og ört vaxandi lægð nálgaðist landið úr suðsuðvestri. „Á miðnætti var nærri allt landið í hlýja geira lægðarinnar, í hitabeltisloftinu, en þar var loftið bæði hlýtt og rakt og m.a. komst hitinn á Akureyri í nærri 20 stig. Úrkoma á Suðausturlandi var mjög mikil, víðast tugir millimetra og í Hólum í Hornafirði mældist hún 122 mm. Kuldaskilin fóru yfir Vesturland skömmu eftir miðnætti og voru kom- in austur fyrir land um kl. 6 um morg- uninn. Veðrið var verst í kringum kuldaskilin. Lægðin fór til norðurs rétt fyrir vestan land og var vaxandi allt þar til um morguninn en þá hafði vindur snúist til sv-áttar.“ Trausti segir, að af síritandi loftvogum að dæma hafi veðrið orðið verst á Faxa- flóa um klukkan eitt um nóttina og á Norðurlandi nokkru síðar, eða um kl. 3 til 5. Fullvíst er að vindur hefur víða farið í tólf vindstig og líklegt er að mestu vindhviður á Snæfellsnesi og Vestfjörðum hafi verið yfir 55 m/s. 56 sjómenn fórust Auk skipverjanna 39 af Pourquoi- Pas? fórust 17 sjómenn aðrir; tólf ís- lenzkir og fimm norskir. Sex menn fórust með Þorkeli Mána frá Ólafsfirði. Árangurslaus leit stóð í tvo sólarhringa allt að því 130 sjómílur norðaustur frá Grímsey. Þrír sjómenn fórust með trillubát frá Bíldudal. Fimm bátar reru á smokkfiskveiðar frá Bíldudal á þriðjudagskvöldið og náðu allir landi aftur nema einn. Tveir menn fórust er Drottning Alexandrine sigldi á vélbátinn Brúna, sem reri frá Siglufirði. Báturinn hafði laskazt í óveðrinu og var í togi og sökk samstundis, þegar Drottningin rakst á hann. Fimm mönnum var bjargað um borð í Drottninguna, en tveir drukknuðu. Þá drukknaði maður af vélbátnum Gottu frá Vestmannaeyjum, þegar báturinn lá hjá netum sínum úti fyrir Siglufirði. Fékk báturinn á sig mikinn sjó og skolaði öllu lauslegu út af þil- farinu. Tók út tvo menn, en öðrum varð bjargað, meiddum á höfði. Fimm menn fórust af norska skip- inu Reform, þegar stórsjór reið yfir það á Faxaflóa aðfaranótt 16. sept- ember. Sjórinn skolaði níu mönnum fyrir borð og fjórum aftur inn, en fimm drukknuðu. Skipið hraktist undan veðrinu vest- ur undir Búðir á Snæfellsnesi og þeg- ar varðskipið Ægir kom að því klukk- an átta um morguninn lá skipið uppi í landsteinum í stórsjó og álandsvindi. Tókst að skjóta línu um borð í skipið og dró Ægir það til Reykjavíkur. Stórkostlegir skaðar Fréttir af fárviðrinu og eignatjóni af þess völdum eru fyrirferðarmiklar á síðum Morgunblaðsins næstu daga. Mikið tjón varð á Snæfellsnesi og Vestfjörðum, hús skemmdust og fuku jafnvel í einu lagi, íbúðarhús, pen- ingshús og hlöður. Eyjólfur Jónson segir í Vestfirskum slysadögum, að í Hnífsdal hafi fokið íbúðarhús Ingólfs Jónssonar á Stekkum á sjó út og svipti veðrið húsinu ofan af Ingólfi, konu hans og þremur börnum, sem stóðu fáklædd eftir á gólfinu. Bátar skemmdust í höfnum – á Patreksfirði rak alla báta í höfninni á land eða þeir sukku, að undanteknum einum, og á Ísafirði mölbrotnuðu trillur og smá- bátar. Sömu sögu er að segja af Norðurlandi og þar og á Vesturlandi fauk einnig mikið hey. Á suðaustan- verðu landinu varð tjón af vatnavöxt- um. Stórkostlegir heyskaðar á Norður- landi – Bryggja stórskemmdist á Skagaströnd er ein fyrirsögn Morg- unblaðsins 17. september. Og önnur: Vatnavextir valda vegaspjöllum og brúaskemmdum – Mikið tjón í V-Skaftafellssýslu – Brúin á Jökulsá í hættu. Á næstu síðu segir: Mikið tjón í Þingeyjarsýslu og Bryggjur stór- skemmast í Siglufirði. Daginn eftir: Flóðalda „sem hár veggur“ á Rauðasandi. – Tjón á hús- um og skipum um alla Vestfirði. Og Frá Ísafirði: Þök tók af húsum og bátar skemmdust. Um 50 Ísfirðingar höfðu farið með vélbátnum Birni í Hestfjörð til berja. Þegar fólkið var komið aftur um borð í bátinn, skall veðrið á og þótti ekki ferðaveður. Lagðist báturinn því við legufæri á Hestfirði, margir fóru í land og tjölduðu, en um 20 manns urðu eftir í bátnum. Um nóttina slitn- uðu festar og rak bátinn á land, ut- anvert við Seleyri í Hestfirði. Allir björguðust í land en lentu í hrakn- ingum við landtökuna og á leið til bæja, sem og þeir, sem tjaldað höfðu, því tjöldin fuku út í veður og vind. Í Lesbókargrein 10. ágúst 1985; Fellibylurinn á Bíldudal, segir Páll Ágústsson, að laust eftir klukkan hálf tvö um nóttina hafi allt í einu heyrzt ógurlegur dynur og skruðningar úr fjallinu fyrir ofan þorpið og gnýrinn steypzt yfir húsið, sem nötraði við og skalf. Eins og hendi væri veifað var skollið á hið skelfilegasta fárvirði, sem gekk á með rokum og gnýrinn úr fjallinu æddi út yfir þorpið og allt ætl- aði um koll að keyra. Flóðalda sem hár veggur Óveðrið sem gekk yfir aðfaranótt 16. september 1936 grandaði ekki einasta 39 mönnum af Pour- quoi-Pas?, heldur drukknuðu 17 aðrir; 12 Íslend- ingar og fimm Norðmenn. Eignatjón varð gífurlegt. freysteinn@mbl.is var úr í Hnokka, um þrjár mílur frá bænum. Skipið var brátt horfið nema möstrin stóðu upp úr fram á næsta dag. Brátt tók líkin að reka, enda veðrið enn brjálað og skerjagarð- urinn þröngur og grýttur. Þar á meðal rak landganginn af skipinu, sem Gonidec bjargaðist á. Ekkert lífsmark sást þegar stigann rak þar inn í klettavík, þar sem brimið lamdi, svonefnda Hölluvör. Mað- urinn lá í sjónum undir land- göngustiganum að mestu og hélt með hægri hendi í stigann, en með þeirri vinstri hélt hann undir hnakka sér. Þegar hann kenndi grunns sleppti hann takinu og skol- aði á land. Var mikið afrek að ná honum úr sjónum í briminu. Er tal- ið að landgangurinn hafi bjargað honum frá að rotast í klettunum, svo og að hann ríghélt undir hnakk- ann hafi bjargað honum frá ofkæl- ingu í sjónum, skv. nútímavísindum. Heima á bænum hlúði kvenfólkið að honum. Um leið og þau fundust var lík- unum 22, sem rak, raðað í fjöruna. Og er myndin af líkunum í röð með dr. Charcot fremstan, sem Finn- bogi Rútur Valdimarsson, ritstjóri Alþýðublaðsins, tók, minnisstæð á Íslandi og fræg víðsvegar um heim enn í dag. Ekki síður en myndin sem tekin var af dr. Charcot um borð í Pourquoi-Pas? í Reykjavík- urhöfn með mávinn sem leitað hafði á náðir þeirra við Grænland og hann haft í búri í káetu sinni til þess að forða honum frá ketti sín- um, en lét svo verða sitt síðasta verk að sækja niður í káetuna þeg- ar útséð var um að þeir voru allir að farast. Sleppti fuglinum til að hann mætti bjargast á vængjunum þegar vængjalausir hyrfu í saltan mar. Danska varðskipið Hvidbjørnen fór á strandstað daginn eftir, svo og vélbáturinn Ægir. Þá var aðeins eitt siglutré upp úr og allt um sein- an. Lík skipverjanna 22 voru flutt með viðhöfn til Reykjavíkur. Var sálumessa í Landakotskirkju (þar sem nú verður minningarathöfn kl. 10 laugardaginn 16. sept) áður en kisturnar voru fluttar um borð í frönsku freigátuna Audacieux, sem send var til að sækja þá og skip- brotsmanninn Evgene Gonidec. Þessi harmleikur var mjög lifandi í huga Íslendinga og stóðu flestir Reykvíkingar með drúpandi höfuð meðfram Túngötunni þegar líkin voru flutt til skips á vörubílum, tvær kistur á hverjum bíl. Er eink- um minnisstæður maðurinn sem einn gekk fremstur á eftir kistum félaga sinna. Opinber minning- arathöfn var í Notre Dame kirkj- unni í París þegar dr. Charcot og menn hans voru kvaddir. Einnig var Minningarathöfn í Kaupmanna- höfn og mikið um atburðinn skrifað í allri heimspressunni. Víða í Frakklandi eru söfn sem geyma minningu þeirra og þar sem þeirra er minnst þegar 70 ár eru frá þess- um atburði. Einhver lík rak seinna og hvíla átta þeirra í Fossvogs- kirkjugarði. Í huga Íslendinga er þessa sjó- slyss enn minnst sem harmleiksins mikla. En víðast beinist minningin um dr. Jean-Baptiste Charcot að landkönnuðinum og vísindaafrekum hans. Einkum þykja rannsóknir hans og manna hans á eðlisfræði jarðar á sviði haffræði merkilegar. Jarðfræði hafsbotnsins og setlögin voru þar stórt verkefni. Leið- öngrum hans til Suðurskautsland- anna hélt hann áfram fram að fyrri heimsstyrjöldinni. Er henni lauk sneri hann sér að norðurheim- skautslöndunum með 13 leið- öngrum þar til sjóslysið við Ísland batt enda á þá 1936. Leiðang- ursmenn munu hafa stundað seg- ulmælingar á þessu svæði, m.a. gert fyrstu segulmælingar á Ís- landi, sem dr. Leo Kristjánsson hefur skrifað um. Og fyrstir manna komust þeir til rannsókna á berg- lögum klettsins Rockall sem sann- aði að bergið væri ekki frábrugðið því sem er á hryggnum undir, öfugt við það sem haldið var áður. Þá má geta þess að dr. Charcot lét 1923 teikna og gefa út hjá Service Hy- drographic fiskikort Norður- Atlantshafsins. Svo hann skipti miklu máli í rannsóknum hér við land. Fljótandi rannsóknastofa Skipið Pourqoui-Pas? var í raun- inni byggt eins og fljótandi rann- sóknastofur með góðum bókakosti í tengslum við „Musée d’Histoire Naturelle“ í París, þar sem hann var framkvæmdastjóri. Ávallt hafði hann um borð líffræðing, lækni, jarðfræðing, haffræðing, bakt- eríufræðing, kortagerðarmann og fuglafræðing. Auk þess hafði hann alltaf í leiðöngrum góðan teiknara, auk ljósmyndara. Taldi athugulan teiknara oft betri heimild. Einn af teiknurum var seinni kona Char- cots, Meg, sem kom með honum til Íslands 1912. Munu þær myndir og teikningar vera til í frönskum söfn- um. En fyrri kona hans, Jeanne Hugo, dótturdóttir rithöfundarins Victors Hugo, kom með honum til Íslands 1902. Það hjónaband entist þó ekki lengi því þegar hann kom úr fyrsta suðurskautsleiðangrinum eftir þriggja ára útivist, beið hans í fyrstu höfn bréf um að hún hefði skilið við hann. Hið aldna rannsóknaskip Pour- qoui-Pas? hafði semsagt margt af- rekað og marga hildi háð við ísa og óveður við suðurskautið og í norð- urhöfum er skerið Hnokki út af Mýrum varð því að aldurtila fyrir 70 árum. Örlagaferð Síðasta myndin af skipinu þegar það heldur undir vélarafli af stað frá Reykjavík á vald örlaga sinna 15. sept. 1936. Svartur kolareykur stendur upp af því. Frelsi Dr. Charcot með særða mávinn sem leitaði til þeirra við Grænland og var í búri í káetu hans. Er útséð var um að þeir væru allir að farast sótti dr. Charcot búrið og sleppti fuglinum svo hann mætti bjargast á vængj- unum þegar vængjalausir hyrfu í saltan mar. Brátt tók líkin að reka, enda veðrið enn brjálað og skerjagarðurinn þröngur og grýttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.