Morgunblaðið - 10.09.2006, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 10.09.2006, Qupperneq 28
sjóslys 28 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ S jötíu ár eru 16. sept- ember liðin síðan franska rannsóknaskipið Pourquoi-Pas? fórst við Mýrar. Með heim- skautafaranum mikla dr. Jean- Baptiste Charcot hurfu í hafið 38 ungir franskir vísindamenn og sjó- menn. Þessi dramatíski atburður lifir enn í huga Íslendinga, ekki síður en Frakka, sem í ár minnast á margvíslegan hátt vísindamanns- ins og heimskautafarans, m.a. með sýningu í Musée de la Marine í París. Á Íslandi verður vísinda- mannsins dr. Charcots m.a. minnst með málþingi í Háskóla Íslands 14. september, þar sem dótturdóttir hans, Anne-Marie Vallin-Charcot, bregður upp svipmynd af honum, ævisöguritari hans Serge Kahn tal- ar um ævi hans og störf og for- stöðumaður Musée de la Marine Jean-Noel Gard um sögulegt mik- ilvægi hans. Ævisaga hans er ein- mitt að koma út hjá JPV-forlagi í íslenskri þýðingu Friðriks Rafns- sonar. Í öllum verkefnum dr. Char- cots og hetjudáðum frá Suður- skautslandinu norður undir norðurpólinn stundaði hann merk- ar rannsóknir undir kjörorðunum „Að þekkja betur höfin!“ Pourquoi-Pas? var að koma úr sínum þrettánda rannsóknaleið- angri til norðurskautssvæðisins með bækistöð á Grænlandi þegar vélarbilun varð þess valdandi að skipið tafðist í Reykjavíkurhöfn á leið til Kaupmannahafnar, þar sem undirbúin voru hátíðahöld til heið- urs dr. Charcot fyrir aðstoð við Scoresbysund og við undirbúning að heimskautaárinu 1932–1934. Hann var löngu orðinn einn af frægustu landkönnuðum heims, hafði gert út 27 leiðangra til heim- skautasvæðanna, fyrst suð- urskautsleiðangra frá 1903, þar sem hann fann og mældi ný lönd. Gaf eftir fyrsta leiðangurinn út niðurstöður rannsókna sinna og mælinga á 2000 km af þar til óþekktri strandlengju. Þar sem töfin í Reykjavík varð 10 dagar var skipshöfnin, sem m.a. voru ungir vísindamenn í ýmsum greinum, orðin þekkt í bænum, og ekki síst Suðurskautið Pourquoi-Pas? í ísnum við Suðurskautið. Afrek dr. Charcots þar í upphafi 20. aldar við rannsóknir og landafundi gera nafn hans ódauðlegt. Hins válega atburðar þegar rannsóknaskipið Pour- quoi-Pas? fórst við Mýrar hefur verið minnst sem harmleiksins mikla hér á landi. 16. september eru 70 ár liðin frá sjóslysinu við Mýrar. Elín Pálmadóttir rekur atburðarásina og fjallar um rannsóknir Char- cots skipherra. Hún komst yfir skýrslu Gonidecs, eina skipverjans sem lifði slysið af, og ræddi einnig við Dagbjart Geir Guðmundsson, sem var á siglingu í af- takaveðrinu þennan örlagaríka daga og sá skipið Pourquoi-Pas? skömmu áður en það fórst. Mynd/Guy Hostis Harmleikurinn við Mýrar Dagbjartur kveðst hafamætt Pourquoi-Pas? útaf Garðskaga um kl.3.30–4 síðdegis 15. sept- ember. Kom auga á franska skipið þegar veðrið var að skella á eins og hendi væri veifað: – Hann skall snögglega á, eins og skotið væri úr fallbyssu. Sjóhatturinn minn var óbundinn. Hann þeyttist af mér og sást ekki meir. Veðrið var orðið svo brjálað. Það versta sem ég gat ímyndað mér að gæti orðið. Þegar ég sé síðast ofan á möstrin á franska skipinu, er sjórinn farinn að rífa sig upp og mér sýnist skipið vera að snúa við áleiðis til Reykja- víkur. Svo sé ég það ekki meir því veðrið rífur sjóinn upp. – Ég sé heldur ekkert land fyrir sjórokinu. Hann kveðst hafa verið staddur fram á Setum, sem eru gömul mið um 5–6 sjómílur í austur frá Garði, þegar veðrið skall á. Var þar við annan mann á opnum báti með 10 ha vél, sem hann hafði fengið í nýja bátinn sinn árið áður. – Ég kann ekki að lýsa þessu. Við urðum að binda yfir öll rúm, yfir allar þóftur þvers og kruss, svo tógin færi ekki út í sjó í látunum í hafinu. Súrruð- um yfir allt og bundum veiðarfær- in. Ég skar niður tóg til þess að missa ekki bara allt út úr bátnum sem í honum var. Þú sérð hvernig okkur leist á útlitið. Hækkaður byrðingur bjargaði En báturinn var gott sjóskip, heldur Dagbjartur áfram. Ég hafði látið bæta á hann tveimur unförum, hækka byrðinginn um tvö borð, meira en eitt fet. Var frumkvöðull að því að hækka bát á þennan hátt. Það gaf svo mikið yfir borðstokk- inn á opnu bátunum. Þeir voru allt- of bóglágir. Eftir það gaf svo lítið á okkar bát af því hve hann var hár. Ef ég hefði ekki verið búinn að láta hækka hann svona upp hefði ég aldrei komist í land í þessu veðri. En þetta var mikið fyrirtæki. Þeir héldu að ég væri vitlaus þegar ég var að láta gera þetta í slippnum. En eftir það var báturinn svo góður að ég gat alltaf verið á sjó. Var aldrei í landi þegar stóru bátarnir reru. Eldri bróðir minn, skipstjóri í 11 ár og þrautreyndur maður, sagði þennan dag að í slíku veðri mundi ekkert opið skip hafa sig í land. En pabbi maldaði í móinn, sagði skipið gott ef vélin gengi bara hjá mér. Þegar ég var svo búinn að skila mér að landi varð honum að orði að ef þetta hefði verið gert fyrr þá hefðu færri skip farist. Hann tætti upp sjóinn Dagbjartur kveðst hafa ætlað inn í Leiruna, sem var gamall útgerðarstaður. Þar sem var út- ræði er núna golfvöllur. Þarna heita Leirusker, sem hægt var að fara inn fyrir. – En ég fékk aldrei að sjá land. Sjórokið var svo hátt. Hann tætti sjóinn upp. Sá heldur aldrei Helguvíkina, þar sem líka var afdrep. Hvorugan staðinn sá ég. Enda bara alltaf siglt beint í vindinn, sem er stefnan inn í Voga. Áttin var á sunnan. Rétt að taka fram að það var engin snjókoma. Stormurinn reif svona upp sjóinn. Maður heyrir ekki oft talað um það. Veðurfræðingarnir sögðu mér á eftir að það hefðu verið 16–18 vind- stig, miðað við 12 vindstiga fár- viðri. Þetta var fellibylur, eins og maður heyrir um í Bandaríkjunum. Í þetta sinn hefur hann náð svo langt norðureftir að Ísland fékk að kenna á honum. Ég sé sem sagt ekki land fyrr en undan Vogastapa á miðnætti. Þá sé ég land 8–9 mílur undan Stapanum. Liðnir voru 8 klukkutímar, frá kl. 4 síðdegis til miðnættis Þá varð eins og í töluðum orðum allt í einu kom- ið stillilogn. Og báturinn sem var nýbúinn að hringsnúast. Það var vindurinn sem sneri honum. Það sýnir orkuna í veðrinu. Vélin var í gangi. Allan tímann hafði ég verið í þremur verkum, að pumpa, stýra og vera í olíugjöfinni, minnka við vélina og gefa henni inn. Stóð við þetta sama sem ber, því hver gusa fór inn á mig. Ekkert stýrishús. Enginn lúxus. Það var skipið sem bjargaði okkur. Þegar rokið var mest kom ég bátnum áfram. Þá barði það svolítið niður sjóinn. En þegar dúrraði komst ég ekkert áfram. Þá voru tómir brotsjóir. Það er skrýtið að lýsa þessu. Svo keyrði ég bara í logni undir Stap- anum til Keflavíkur. Korters stím. Dagbjartur kveðst aldrei hafa séð annað eins veður. Aldrei! árétt- ar hann Má undirstrika það! Ég var á sjó frá því ég keypti bátinn 1935, árið fyrir sjóslysið á Mýrum 1936. Var með þann bát til 1940 þegar við létum tólf saman byggja stærsta bátinn á Suðurnesjum, sem hét Keflvíkingur. Var þá í Vélstjóra- skólanum og seldi vélina úr gamla bátnum til þess að borga minn hlut. Þá var ég auðvitað kominn á annað þrep, orðinn vélstjóri á stóru og góðu skipi. Ég var líka nokkur ár í fraktsiglingum og þá var stundum gutlandi. En mesta stórviðrið var þegar við sáum Pourquoi-Pas? Ég hefi semsagt verið sjómaður stans- laust frá 1935 fram til 2000. Hætti á Aldrei verið á sjó í öðru eins veðri Morgunblaðið/ Jim Smart Kraftaverk Dagbjartur Geir Guðmundsson komst af á opnum báti. Aldrei hefi ég verið á sjó í jafnhörðu veðri og brjáluðu, segir Dagbjartur Geir Guðmundsson, 89 ára sjómaður af Suðurnesjum, sem í hart nær 70 ár hefur sótt sjó í íslenskum veðurham. Hann mætti Pourquoi-Pas? í óveðrinu út af Garðskaga 1936, þegar skipið var að snúa við. Morgunblaðið/Jim Smart
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.