Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 39
við manninn mælt
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 39
Þ
að rifjast upp fyrir blaðamanni á
veitingastaðnum á BSÍ hversu erf-
itt er að ná kjötinu af kótelett-
unum. Ef til vill er það þess vegna
sem kjötið er svona gott. Á næsta
borði horfist maður í augu við matinn og byrjar
svo að naga hausinn á skepnunni. Kjammi og
kók er þessi skyndibiti kallaður.
– Ég kem hingað til að fá matinn sem ég fæ
ekki heima hjá mér, segir einn fastagesta, sem
spilar á gítar í vinnunni en kótelettur á BSÍ –
plokkar kjötið af beinunum af sömu nákvæmni
og strengina á gítarnum.
Veitingastaðurinn er ekki áningarstaður fyr-
ir ferðalagið eins og tíðkast á flugvöllum. Hér
er fólk ekki að fara neitt. Það er bara svangt.
Og borðar. Bjarni Geir Alfreðsson veit-
ingamaður gengur um og spjallar kumpánlega
við gesti áður en hann sest hjá blaðamanni.
– Ég er eiginlega alls staðar að, segir hann
og bætir brosandi við: Svo ég hafi þetta flókið
fyrir þig, þá er ég fæddur og uppalinn að hluta
til í Reykjavík, ættaður af Akranesi og ólst að
miklu leyti upp þar í sveitinni á Skipanesi. Ég
tel mig alltaf vera Skagamann.
– Heldurðu þá með ÍA í fótboltanum?
– Ekki láta það fara hátt – við erum kallaðir
ný-KRingar sem búum í Vesturbænum, segir
Bjarni glettinn. Enda höfum við Skagamenn
reddað KR þegar illa hefur gengið.
Foreldrar Bjarna skildu þegar hann var á
barnsaldri og átta ára var hann einn vetur á
upptökuheimilinu Jaðri „fyrir baldna drengi“.
– Það er ungur aldur.
– Ég var yngstur á upptökuheimilinu. Móðir
mín hafði búið ein með mig og litla bróður á
þessum árum og óreglan var mikil. Hún var
óreglusöm og komst upp með það af því að hún
var þjóðkunn. Ég gekk því sjálfala um tíma,
lenti á glapstigum og við vorum hirtir af lög-
reglunni, ég og elsti æskuvinur minn. Barna-
verndarnefnd setti mig á Jaðar og það var að
vissu leyti gæfuspor fyrir mig, bæði að fara
þangað og eins í Skipanes. Ég strauk sjö eða
átta sinnum af Jaðri og erfitt var að koma
böndum á mig. En á Skipanesi hjá gömlum
bóndahjónum, Stefáni Gunnarssyni og Ólínu
Jónsdóttur, fékk ég nestið í lífið, ákveðni og
hlýleika, – það sem ég bý að í dag. Þar lærði ég
að vera manneskja. Þar vann ég öll venjuleg
störf, fór í skipavinnu með Stefáni á Akranes
og vann í sláturhúsinu við Laxá á haustin.
Æskuvinur minn var ekki tekinn úr þeim að-
stæðum sem hann bjó við og lenti verr í lífinu,
en hefur náð sér.
– Þú hefur kynnst harðneskju lífsins ungur.
– Ég var ofvirkur samkvæmt nútímagrein-
ingu og það bjargaði mér að ég var fylginn mér
og gafst aldrei upp. Ég var vinnusamur sem
krakki, vildi verða fullorðinn strax, og bjó að
því að ég vissi nákvæmlega hvernig hlutirnir
myndu ganga fyrir sig, var skyggn á framtíð-
ina og mitt nánasta umhverfi. Ég vissi ef eitt-
hvað vont átti fyrir mér að liggja og gat forðast
það. Öll lífssaga mín er þannig. Sama hversu
aðþrengdur ég hef verið, þá hef ég vitað að eitt-
hvað myndi reisa mig upp. Ég hef alltaf verið
plagaður af miklum kvíða og drakk óheyrilega
um tíma til að halda því niðri. Svo þegar ég
sættist við tilveruna, hætti að berjast og varð
auðmjúkur, fór allt að ganga betur. Og mér er
alveg sama þótt fólki finnist ég skrýtinn og að
ég segi hlutina öðruvísi en á að segja þá.
– Talarðu öðruvísi en aðrir?
– Ég segi það sem mér finnst og kemst upp
með það af því ég hef kímnigáfu, gálgahúmor,
og er hress að eðlisfari. Hér er fullur salur af
fólki í hádeginu sem kemur til að fá þennan
ruddahúmor yfir sig, segir Bjarni og hlær. Það
má segja að hingað komi öll flóra þjóðlífsins,
frá manninum á götunni upp í stórforstjóra og
jafnvel forsetahjónin. Fólk heldur upp á stór-
afmæli og svo koma hjón hingað einu sinni á ári
og halda upp á brúðkaupsafmælið með því að
fá sér svið.
Og ég hef verið svona alla tíð. Þrettán ára fór
ég að tala um að snæða mat, sem var óþekkt
orð á þeim árum. Þá töluðu allir um að éta eða
borða. Í mínum huga er „borða“ dregið af borð-
plötu og dýr „éta“. Ég fékk því viðurnefnið
Bjarni snæðingur og er stoltur af því.
Bjarni var með annan fótinn á Skipanesi þar
til hann var sextán ára gamall. En hann var þó
norður í landi á veturna í þrjú ár þegar mamma
hans var ráðskona hjá Sverri á Lómatjörn.
– Þar kynntist ég systrunum Guðnýju, Val-
gerði og Siggu, en móðir þeirra hafði dáið frá
þeim ungum og mamma kom sem ráðskona
fljótlega eftir það.
– Þetta eru miklir skörungar.
– Já, guð minn góður! Við tókumst oft á, sér-
staklega við Guðný, því við erum jafnaldrar.
Við vorum bæði frek og keppni á milli okkar.
Hún vildi aldrei vera númer tvö, hún Guðný.
Enda var hún alltaf númer eitt. Ég veit þó ekki
hvort hún getur pissað standandi, segir Bjarni
hugsi og bætir við sigri hrósandi: Ég get það.
Bjarni fór 13 ára til sjós og 14 á millilanda-
skip.
– Ég var yfirmannamessi og þegar
túkokkurinn í eldhúsinu stakk af varð ég annar
kokkur. Í báðum störfum sá ég hvað kokkurinn
hafði það gott. Hann var í eldhúsinu allan dag-
inn, gat borðað allt sem hann vildi og var aldrei
svangur. Ég hafði oft verið svangur áður en ég
flutti á Skipanes og sá að ég fengi alltaf nóg að
borða ef ég legði þetta fyrir mig. Ég öfundaði
brytann líka af að geta gengið um og ráðið öllu
án þess að leggja nokkuð á sig og fannst ágætt
að geta verið hálffullur í vinnunni, það hentaði
mér vel.
Á sveinsbréfi Bjarna stendur að hann hafi
útskrifast árið 1942 og segist hann vera eini
maðurinn í heiminum sem fæddur sé með
sveinsréttindi í matreiðslu.
– Þetta misritaðist, segir hann og hlær. Ég
sagði gjarnan við Lása kokk, sem vann með
mér á Valhöll, að hann væri sá eini sem væri
fæddur matreiðslumaður, en ég væri sá eini
sem væri fæddur með réttindi.
Bjarni hefur unnið á fjölda veitingastaða í
gegnum tíðina, eldað ofan í fyrirmenn í Valhöll
á Þingvöllum og unnið á Skrínunni á Skóla-
vörðustíg, sem var fyrstur veitingastaða til að
auglýsa í útvarpi og íslenska heitin á réttunum.
– Franskar kartöflur urðu djúpsteiktir jarð-
eplastrimlar að frönskum hætti, tómatsúpa
varð rauðaldinsúpa og svo vorum við fyrstir
með sjófugla, þar á meðal skarf á skeri. Þetta
féll í góðan jarðveg og var brjálað að gera, en
það átti sinn tíma og kláraðist.
Það er eitthvað frjálslegt við Bjarna, fasið og
hvernig hann er tilhafður, og því liggur beint
við að spyrja hvort hann hafi verið hippi.
– Já, algjör hippi og er enn þá. Þú sérð það á
síddinni, segir hann og hlær. Hugsunarhátt-
urinn er enn sá sami. En mér þótti ekki gott
gras eða hass. Mér líkaði betur í brennivíninu
og hörðu efnunum. Það var minn stíll. Ég gat
aldrei liðið um í sæluvímu.
En Bjarni sigraðist á óreglunni, giftist Her-
dísi Björnsdóttur og eiga þau börn og barna-
börn. Hann er sonur Alfreðs Kristinssonar
leigubílstjóra og var gott á milli þeirra feðga.
– Hann var reglusamur og einn af þeim sem
var of góður fyrir þennan heim, þannig að hann
lét ýmislegt yfir sig ganga og má segja að hann
hafi orðið undir í lífinu. En hann reyndist okk-
ur bræðrum alltaf vel.
– Og móðir þín var þekkt kona í þjóðlífinu.
– Steinunn Bjarnadóttir, leikkona og söng-
kona, systir Hallbjargar, sú sem söng Strax í
dag með Stuðmönnum, segir Bjarni. Hún lærði
leiklist í Englandi og kom heim þegar Þjóðleik-
húsið var opnað árið 1950. Hún sagði gjarnan:
„Bjarni minn, þú ert svona klikkaður af því að
þú ert fyrsta barnið sem lék í Þjóðleikhúsinu.“
Þá hafði hún átt að leika álfadrottningu, en
ekki þótt við hæfi að álfadrottningin væri ólétt.
Þannig að mamma fékk hlutverk vinnukonu,
enda voru þær iðulega óléttar. Fyrir vikið
þurfti hún að láta sig detta á rassinn í einu at-
riði. „Ég er hrædd um að þú hafir fengið mörg
höfuðhögg við það,“ sagði hún við mig, „og þess
vegna ertu svona klikkaður.“
Mamma var yndislega skemmtileg og góð
manneskja, en átti við sömu erfiðleika að stríða
og ég, hún var kvíðin og notaði áfengi til að slá
á kvíðann. Þegar maður er á listabrautinni
fylgir því annaðhvort sorg eða gleði og hvort
tveggja er erfitt fyrir kvíðið fólk. Eftir rúman
áratug í Þjóðleikhúsinu var hún í revíum í Iðnó
í nokkur ár, hélt svo til Englands, kynntist góð-
um manni og bjó þar til æviloka. Þar átti hún
miklu betra líf og hjálpaði ungu fólki sem kom
til London, einkum leiklistarnemum. Hennar
köllun var að hjálpa.
Þar lærði ég að vera manneskja
Morgunblaðið/Sverrir
BJARNI SNÆÐINGUR „Ég var skyggn á framtíðina og mitt nánasta umhverfi.“
Eftir Pétur Blöndal
pebl@mbl.is