Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 64
|sunnudagur|10. 9. 2006| mbl.is Staðurstund Bragi Ásgeirsson er á austræn- um nótum í Sjónspegli dagsins og fjallar meðal annars um kín- verska nútímalist. » 66 myndlist Maurahrellirinn þykir bærileg skemmtun fyrir yngsta aldurs- hópinn þó aðalpersónurnar virki örlítið fráhrindandi. » 66 kvikmynd Nær sjötugir fjórmenningarnir í Rolling Stones komu, sáu og sigruðu á tónleikum í Horsens í Danmörku á dögunum. » 67 tónlist Brad Pitt segist ekki ætla að giftast Angelinu Jolie fyrr en samkynhneigðir mega ganga í hjónaband. » 69 fólk The Inconvenient Truth er á margra vörum um þessar mundir. Myndin fær fjórar stjörnur í Morgunblaðinu. » 69 dómur ÞAÐ er mikið um að vera hjá Stein- unni Marteinsdóttur myndlist- armanni því um síðustu helgi, á Ljósanótt, var opnuð í Duus-húsi í Keflavík sýning á keramík- og mál- verkum sem spanna allan starfsferil hennar. Í Listasal Mosfellsbæjar verður síðan opnuð málverkasýning eftir hana 23. september nk. Tvö ár eru liðin síðan síðasta sýning Stein- unnar var í Galleríi Hulduhólum. Steinunn hefur haldið þrjár sýn- ingar frá aldamótum. Á þeim öllum hafa málverk hennar verið í fyr- irrúmi. Árið 2001 vann hún málverk út frá lítilli teikningu sem hún gerði þegar hún var 18 ára. Teikningin er einmitt á sýningunni í Duus-húsi. „Ég tók þá hugmynd upp en í teikningunni var talsverð sjáv- arstemning. Ég fór að vinna með þessa hugmynd og gerði stór verk út frá henni árið 2001.“ Tveimur árum síðar heldur hún aðra sýningu í Galleríi Hulduhólum þar sem viðfangsefnið er fugla- söngur. Hún vann líka í leir út frá sama þema. Fyrir tveimur árum hélt hún aftur sýningu á Hulduhól- um sem kallaðist Lifandi land og þar var yrk- isefnið landið, þúfur og ýmis mennsk form í náttúrunni. Steinunn segir óhjákvæmilegt að umhverf- isverndarsjón- armið hafi skinið í gegn á þeirri sýningu. „Sýningin í Duus-húsi spannar nánast allan æviferilinn eins og hægt er að gera í takmörkuðu hús- næði. Þetta er orðin löng starfsævi. Elsta verkið er frá 1954 sem er áð- ur en ég byrjaði í námi. 1961 stofn- aði ég eigið verkstæði og það eru nokkur verk frá þeim árum. Síðustu verkin lauk ég við á þessu ári,“ seg- ir Steinunn. Hún segir að sumar hugmyndir hafi loðað við sig alveg frá upphafi listferilsins. En hún hefur unnið til skiptis í leir og í málverki og í auknum mæli í málverki síðustu ár- in. „Framan af ævi sýndi ég lítið af málverkum mínum en á síðustu ár- um hef ég unnið meira af stórum ol- íuverkum. Ég hef stuðst við sömu hugmyndir en tæknin er ólík. Leir- brennslan er erfið tækni. Ofninn er milliliður milli mannsins og verks- ins. Það er ofninn sem klárar hlut- inn endanlega og útkoman er aldrei alveg fyrirséð en fyrir framan lér- eftið sé ég strax hvað kemur út úr vinnunni. Það er afskaplega mikil hvíld fólgin í því að skipta yfir í málverkið frá leirnum.“ Sýning Steinunnar, sem verður opnuð 23. september í Listasal Mos- fellsbæjar, heitir Lifandi land – lif- andi vatn og þar heldur hún áfram þar sem frá var horfið í verkunum frá sýningunni 2004. Hún segir að umræða um umhverfisvernd á síð- ustu misserum hafi haft áhrif á list sína. Báðar sýningar Steinunnar eru opnar til 15. október. Lifandi land Steinunnar Fuglasöngur Steinunn Marteinsdóttir sýnir málverk og keramík í Duus-húsi. Steinunn Marteinsdóttir Myndlist | Keramík og málverk í Duus-húsi Bið eg þú lærir beztu hannyrðir, sem auðar eik ætti að kunna, sitja í sessi með silfurbjarta nál í kvistu góma, og krota allan saum. Svo orti Stefán Ólafsson íVallanesi til telputátunnarGuðríðar Gísladóttur, síðarmaddömu í Skálholti, og gaf henni kvæðið í nýársgjöf rétt eftir miðja 17. öld. Hannyrðir voru fyrr á öldum einn helsti farvegur fyrir listhneigð stásskvenna og þarf ekki annað en að skoða helstu arfleifðarsöfn Evr- ópuþjóða til að sjá bæði stórbrotin myndverk jafnt sem fíngerðustu smámuni því til sönnunar. Verkum íslenskra kvenna frá gengnum öldum er nú sómi sýndur, því um nú um helgina opnar í Bogasal Þjóðminjasafns sýning á hannyrðum allt frá 15. öld. Sýningin heitir Með silfurbjarta nál – spor miðalda í ís- lenskum myndsaumi, og vísar titillinn í kvæði Stefáns. Höfundur sýningarinnar er Lilja Árnadóttir, sem segir hana byggjast á rannsóknarniðurstöðum Elsu E. Guðjónsson textíl- og búningafræð- ings sem lengi starfaði við safnið. Elsa gerði rannsóknir á íslenska ref- ilsaumnum og textíl að ævistarfi. Á sýningunni er margt dýrgripa: hluti úr eina íslenska reflinum sem varðveist hefur, veggtjöld frá 17. og 18. öld, altarisklæði og kirkjugripir á borð við korpóralshús, hökul og alt- arisbrúnir. Myndefni útsaumsins er fjölbreytt, m.a. er það sótt í Biblíuna og sögur helgra manna en einnig í kynjadýraveröld fyrri alda. Lilja segir að það sé ávallt stór áfangi í starfi Þjóðminjasafns Íslands þegar niðurstöður sérfræðinga þess komi fyrir almenningssjónir, en síðar í vetur gefur safnið út veglega bók eftir Elsu, grundvallarrit um íslenska refilsauminn. Aðspurð um hvort vitað sé hvaða hannyrðakonur séu höfundar verk- anna segir Lilja að svo sé í ýmsum til- fellum. „Athyglin beinist að bisk- upsstólunum og konum úr efri stigum þjóðfélagsins. Þorlákur biskup Skúla- son á Hólum fékk hingað enska kennslukonu sem kenndi saum. Við vitum t.d. um Ragnheiði Jónsdóttur sem saumaði altarisklæðið frá Lauf- ási, sem sést á fimmþúsundkallinum.“ Altarisklæði Íslensku hannyrðirnar fylgdu erlendri hannyrðahefð þótt viðfangsefni hannyrðakvenna hér tækju mið af okkar sögu og menningu. Heimslist af silfur- bjartri nál og þræði Sýning á hannyrðum íslenskra kvenna frá fyrri öldum verður opnuð í Bogasal Þjóðminjasafnsins í dag Miðaldalist Refill er fremur mjótt og aflangt veggtjald, en reflar voru not- aðir til að tjalda innan og prýða híbýli manna og kirkjur fyrr á öldum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.