Morgunblaðið - 10.09.2006, Side 64

Morgunblaðið - 10.09.2006, Side 64
|sunnudagur|10. 9. 2006| mbl.is Staðurstund Bragi Ásgeirsson er á austræn- um nótum í Sjónspegli dagsins og fjallar meðal annars um kín- verska nútímalist. » 66 myndlist Maurahrellirinn þykir bærileg skemmtun fyrir yngsta aldurs- hópinn þó aðalpersónurnar virki örlítið fráhrindandi. » 66 kvikmynd Nær sjötugir fjórmenningarnir í Rolling Stones komu, sáu og sigruðu á tónleikum í Horsens í Danmörku á dögunum. » 67 tónlist Brad Pitt segist ekki ætla að giftast Angelinu Jolie fyrr en samkynhneigðir mega ganga í hjónaband. » 69 fólk The Inconvenient Truth er á margra vörum um þessar mundir. Myndin fær fjórar stjörnur í Morgunblaðinu. » 69 dómur ÞAÐ er mikið um að vera hjá Stein- unni Marteinsdóttur myndlist- armanni því um síðustu helgi, á Ljósanótt, var opnuð í Duus-húsi í Keflavík sýning á keramík- og mál- verkum sem spanna allan starfsferil hennar. Í Listasal Mosfellsbæjar verður síðan opnuð málverkasýning eftir hana 23. september nk. Tvö ár eru liðin síðan síðasta sýning Stein- unnar var í Galleríi Hulduhólum. Steinunn hefur haldið þrjár sýn- ingar frá aldamótum. Á þeim öllum hafa málverk hennar verið í fyr- irrúmi. Árið 2001 vann hún málverk út frá lítilli teikningu sem hún gerði þegar hún var 18 ára. Teikningin er einmitt á sýningunni í Duus-húsi. „Ég tók þá hugmynd upp en í teikningunni var talsverð sjáv- arstemning. Ég fór að vinna með þessa hugmynd og gerði stór verk út frá henni árið 2001.“ Tveimur árum síðar heldur hún aðra sýningu í Galleríi Hulduhólum þar sem viðfangsefnið er fugla- söngur. Hún vann líka í leir út frá sama þema. Fyrir tveimur árum hélt hún aftur sýningu á Hulduhól- um sem kallaðist Lifandi land og þar var yrk- isefnið landið, þúfur og ýmis mennsk form í náttúrunni. Steinunn segir óhjákvæmilegt að umhverf- isverndarsjón- armið hafi skinið í gegn á þeirri sýningu. „Sýningin í Duus-húsi spannar nánast allan æviferilinn eins og hægt er að gera í takmörkuðu hús- næði. Þetta er orðin löng starfsævi. Elsta verkið er frá 1954 sem er áð- ur en ég byrjaði í námi. 1961 stofn- aði ég eigið verkstæði og það eru nokkur verk frá þeim árum. Síðustu verkin lauk ég við á þessu ári,“ seg- ir Steinunn. Hún segir að sumar hugmyndir hafi loðað við sig alveg frá upphafi listferilsins. En hún hefur unnið til skiptis í leir og í málverki og í auknum mæli í málverki síðustu ár- in. „Framan af ævi sýndi ég lítið af málverkum mínum en á síðustu ár- um hef ég unnið meira af stórum ol- íuverkum. Ég hef stuðst við sömu hugmyndir en tæknin er ólík. Leir- brennslan er erfið tækni. Ofninn er milliliður milli mannsins og verks- ins. Það er ofninn sem klárar hlut- inn endanlega og útkoman er aldrei alveg fyrirséð en fyrir framan lér- eftið sé ég strax hvað kemur út úr vinnunni. Það er afskaplega mikil hvíld fólgin í því að skipta yfir í málverkið frá leirnum.“ Sýning Steinunnar, sem verður opnuð 23. september í Listasal Mos- fellsbæjar, heitir Lifandi land – lif- andi vatn og þar heldur hún áfram þar sem frá var horfið í verkunum frá sýningunni 2004. Hún segir að umræða um umhverfisvernd á síð- ustu misserum hafi haft áhrif á list sína. Báðar sýningar Steinunnar eru opnar til 15. október. Lifandi land Steinunnar Fuglasöngur Steinunn Marteinsdóttir sýnir málverk og keramík í Duus-húsi. Steinunn Marteinsdóttir Myndlist | Keramík og málverk í Duus-húsi Bið eg þú lærir beztu hannyrðir, sem auðar eik ætti að kunna, sitja í sessi með silfurbjarta nál í kvistu góma, og krota allan saum. Svo orti Stefán Ólafsson íVallanesi til telputátunnarGuðríðar Gísladóttur, síðarmaddömu í Skálholti, og gaf henni kvæðið í nýársgjöf rétt eftir miðja 17. öld. Hannyrðir voru fyrr á öldum einn helsti farvegur fyrir listhneigð stásskvenna og þarf ekki annað en að skoða helstu arfleifðarsöfn Evr- ópuþjóða til að sjá bæði stórbrotin myndverk jafnt sem fíngerðustu smámuni því til sönnunar. Verkum íslenskra kvenna frá gengnum öldum er nú sómi sýndur, því um nú um helgina opnar í Bogasal Þjóðminjasafns sýning á hannyrðum allt frá 15. öld. Sýningin heitir Með silfurbjarta nál – spor miðalda í ís- lenskum myndsaumi, og vísar titillinn í kvæði Stefáns. Höfundur sýningarinnar er Lilja Árnadóttir, sem segir hana byggjast á rannsóknarniðurstöðum Elsu E. Guðjónsson textíl- og búningafræð- ings sem lengi starfaði við safnið. Elsa gerði rannsóknir á íslenska ref- ilsaumnum og textíl að ævistarfi. Á sýningunni er margt dýrgripa: hluti úr eina íslenska reflinum sem varðveist hefur, veggtjöld frá 17. og 18. öld, altarisklæði og kirkjugripir á borð við korpóralshús, hökul og alt- arisbrúnir. Myndefni útsaumsins er fjölbreytt, m.a. er það sótt í Biblíuna og sögur helgra manna en einnig í kynjadýraveröld fyrri alda. Lilja segir að það sé ávallt stór áfangi í starfi Þjóðminjasafns Íslands þegar niðurstöður sérfræðinga þess komi fyrir almenningssjónir, en síðar í vetur gefur safnið út veglega bók eftir Elsu, grundvallarrit um íslenska refilsauminn. Aðspurð um hvort vitað sé hvaða hannyrðakonur séu höfundar verk- anna segir Lilja að svo sé í ýmsum til- fellum. „Athyglin beinist að bisk- upsstólunum og konum úr efri stigum þjóðfélagsins. Þorlákur biskup Skúla- son á Hólum fékk hingað enska kennslukonu sem kenndi saum. Við vitum t.d. um Ragnheiði Jónsdóttur sem saumaði altarisklæðið frá Lauf- ási, sem sést á fimmþúsundkallinum.“ Altarisklæði Íslensku hannyrðirnar fylgdu erlendri hannyrðahefð þótt viðfangsefni hannyrðakvenna hér tækju mið af okkar sögu og menningu. Heimslist af silfur- bjartri nál og þræði Sýning á hannyrðum íslenskra kvenna frá fyrri öldum verður opnuð í Bogasal Þjóðminjasafnsins í dag Miðaldalist Refill er fremur mjótt og aflangt veggtjald, en reflar voru not- aðir til að tjalda innan og prýða híbýli manna og kirkjur fyrr á öldum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.