Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Bryndís J. Blön-dal fæddist á Siglufirði 12. októ- ber 1913. Hún lést á heimili sínu að Laugarnesvegi 80, Reykjavík, 11. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jósep Lár- usson Blöndal frá Kornsá í Vatnsdal, símstjóri og kaup- maður á Siglufirði og Guðrún Guð- mundsdóttir hús- móðir frá Hóli í Lundarreykj- ardal. Systkini Bryndísar voru, Sigríður, f. 1908, d. 1934, Kristín, f. 1910, d. 1931, Guðmundur, f. 1911, d. 1986, kvæntur Rósu Gísladóttur f. 1906, Lárus, f. 1912, d. 2003, kvæntur Guð- rúnu S. Jóhann- esdóttur f. 1923, Anna, f. 1914, d. 1983, Haraldur Hans, f. 1917, d. 1964, kvæntur Sig- ríði Pétursdóttur f. 1915, d. 2000, Hall- dór, f. 1917, d. 1993, kvæntur Guðrúnu Kristjánsdóttur f. 1920, d. 2002 og Óli, f.1918, d. 2005, kvæntur Margréti Björnsdóttur f. 1924. Útför Bryndísar var gerð frá Grafarvogskirkju 31. ágúst, í kyrrþey. Föðursystir mín Bryndís J. Blöndal er látin 92 ára að aldri. Bryndís fæddist á Siglufirði og ólst þar upp í hópi 10 systkina sem nú eru öll látin. Bryndís varði meirihluta starfs- ævi sinnar í Aðalbúðinni á Siglu- firði ásamt systkinum sínum Önnu, Lárusi og Óla. Hún var dugnaðar- kona sem lítið fór fyrir, var lítt gef- in fyrir að trana sér fram. Margar minningar bernsku minnar eru tengdar Aðalbúðinni þar sem Bryndís lék stórt hlutverk. Allt milli himins og jarðar fékkst þar, bækur, fatnaður, vefnaðarvara, heimilistæki, leikföng, sælgæti o.s.frv. og má segja að Aðalbúðin hafi verið hálfgerð félagsmiðstöð Siglfirðinga í þá daga. Oft komu menn eingöngu til að spjalla um málefni líðandi stundar og þá sér- staklega tengd pólitík enda systk- inin annáluð fyrir glaðværð og heiðbláar pólitískar skoðanir sínar. Bryndís og Anna systir hennar bjuggu lengst af ásamt foreldrum sínum að Lækjargötu 5 á Siglufirði en systurnar önnuðust foreldra sína af stakri natni alla tíð. Vegna veikinda Önnu ákváðu þær að flytja til Reykjavíkur árið 1981 til að vera nær þeirri heilbrigðisþjón- ustu sem Anna þurfti á að halda. Lækjargata 5 á Siglufirði var mið- stöð fjölskyldunnar. Þar voru hefð- ir í heiðri hafðar og má nefna að fjölskylda og vinir komu saman og fögnuðu sumri með eggjasnafsi á sumardaginn fyrsta. Þetta var skemmtilegur siður sem þær héldu á lofti sem kom frá fjölskyldu afa Jóseps frá Kornsá í Húnavatns- sýslu. Einnig var alltaf komið sam- an um jólin og í tilefni afmæla ömmu og afa þrátt fyrir að þau væru löngu horfin á braut. Borð svignuðu undan kræsingum sem Önnu og Bryndísi fannst aldrei nóg af en þær voru ávallt höfðingjar heim að sækja. Það er óhætt að segja að Bryndís hafi að öðru leyti lítið verið fyrir mannamót, hún vildi fá alla í heimsókn til sín en var ekkert fyrir að fara að heiman. Ef hún mætti í veislur var hún fljót að láta sig hverfa í eldhúsið til að hjálpa til. Bryndís var einstök barnagæla. Ég minnist þess þegar við bróðir minn fengum að gista hjá þeim systrum, lögðu þær sig allar fram um að okkur liði sem best og fyrir svefninn fengum við ævinlega skál í rúmið með brytjuðu suðusúkkulaði og epli. Hún passaði alla tíð upp á að börnin gætu dundað sér hjá henni með því að hafa dúkkur, kubba, bækur, spil og bíla til taks. Henni þótti sérstaklega vænt um þegar krakkarnir mínir kölluðu hana ömmu, enda var hún eins og amma þeirra. Eftir að Anna dó var Bryndís mikið ein en hún undi sér vel enda hafði hún einstakt jafnaðargeð, var ávallt ung í anda, full af bjartsýni og mikill húmoristi. Hún fylgdist vel með öllum fjölskyldumeðlimum í leik og starfi og gat sagt manni nýjustu fréttir um sína nánustu. Allt fram á síðsta dag var hún eld- klár á öllu sem var að gerast í kringum hana og ekki fölnuðu skoðanirnar með aldrinum. Við fráfall Bryndísar frænku hverfur miðpunkturinn í fjölskyld- unni og ákveðnum kafla í lífi okkar afkomenda systkina hennar er lok- ið. En þeirra verður fyrst og fremst minnst fyrir að vera góðar og glaðværar manneskjur sem við afkomendur þeirra söknum sár- lega. Endurminningin merlar æ í mána silfri hvað, sem var, yfir hið liðna bregður blæ blikandi fjarlægðar, gleðina jafnar, sefar sorg; svipþyrping sækir þing í sinnis hljóðri borg. (Grímur Thomsen.) Ég vil þakka Bryndísi frænku minni fyrir allar góðu stundirnar sem ég átti með henni. Minningin um hana mun lifa um ókomin ár. Guðrún Ó. Blöndal. Elsku Bryndís föðursystir mín er látin, tæplega 93 ára. Með henni eru öll 10 Blöndalssystkinin frá Siglufirði fallin frá. Heimili afa og ömmu á Lækj- argötu 5 var miðstöð Blöndalsætt- arinnar á Siglufirði og mitt annað heimili á æskuárunum. Þar bjuggu þær systur Anna og Bryndís með foreldrum sínum og önnuðust þau á efri árum. Anna og Bryndís voru einstaklega barngóðar. Vorum við öll bræðrabörn þeirra mjög hænd að þeim svo og börnin okkar. Ég var fyrsta barnabarn afa og ömmu og mun hafa verið helsta leikfang þeirra systra fyrstu árin. Á Lækj- argötunni átti ég alltaf skjól. Hlýja og glaðværð réði þar ríkjum. Gott var að koma við á heimleið úr skól- anum að dúkuðu kaffiborði. Oftar en ekki var þá einhverju góðgæti laumað í vasann minn áður en hald- ið var aftur út í kuldann. Stundum fékk ég að gista. Var þá stjanað við mig á allan hátt. Á þessum skóla- árum mínum fékk ég alltaf freknur þegar sól fór að hækka á lofti. Reyndu þær systur að ná þessum ófögnuði af mér með ýmsum ráð- um. En súrmjólkin og sítrónan dugðu skammt, var þá freknukrem keypt handa unglingnum í næstu Reykjavíkurferð. Gestkvæmt var á Lækjargötunni og ættræknin í há- vegum höfð. Á sumardaginn fyrsta og á afmæli afa var búinn til eggja- snafs, með rommi handa fullorðn- um og vanillu handa okkur smá- fólkinu, var það siður frá heimili afa á Kornsá. Bryndís og Anna tóku virkan þátt í skátastarfi og Bryndís starf- aði í Slysavarnafélaginu. Er mér minnisstæð ferð Slysavarnafélags- ins til Borgarness og Stykkishólms. Bryndís tók mig með sér í ferðina, sem var eitt ævintýri fyrir mig. Dýrkaði ég þessa kátu og skemmti- legu frænku mína. Systurnar stunduðu verslunar- rekstur á Siglufirði ásamt bræðr- um sínum Óla og Lárusi. Anna sneri sér þó fljótlega að skrifstofu- störfum en Bryndís starfaði við verslunina meðan hún var í eigu þeirra systkina. Þá lærði Bryndís fótsnyrtingu og rak stofu í kjall- aranum á Lækjargötunni og síðar á Laugarnesveginum eftir að þær systur fluttu suður vegna veikinda Önnu upp úr 1980. Heimili þeirra systra syðra bar vott um sömu al- úðina og natnina. Þar ríkti sami andblær og á Siglufirði forðum. Ættræknin leyndi sér ekki, myndir af ungum og öldnum ættingjum prýddu veggina. Þær systur stóðu í bréfasambandi við ættingja í Kan- ada og skiptust á gagnkvæmum heimsóknum, er mér minnisstæð Þingvallaferð sem við Sveinn fórum í með þær systur og Ruby frænku. Handverk eftir Önnu og blómin hennar Bryndísar settu svip sinn á íbúðina. Á unglingsárum mínum leitaði ég alltaf til Önnu þegar ég strandaði í peysuuppskriftunum en hún var einstök handavinnukona. Aðaláhugamál Bryndísar var hins vegar blómaræktin. Á Lækjargöt- unni ræktaði hún hávaxnar gólf- plöntur í forstofunni, sem var nokkurs konar blómaskáli. Stofurn- ar hennar syðra voru fullar af blómum og á örlitlum svölum rækt- aði hún sumarblómin sín. Bryndís hafði einstaklega létta lund eins og faðir minn Óli J. Blön- dal sem lést á síðasta ári, en þau systkinin voru alltaf mjög náin. Hún var alltaf sjálfri sér nóg og bjó ein eftir fráfall Önnu 1983. Hún hafði alltaf nóg að sýsla og kvartaði aldrei. Bryndís var fyrir mér aldrei gömul kona. Hreint hjartalag, heið- ríkt og glettið svipmótið var ætíð hið sama þó árin færðust yfir. Allt- af tók hún á móti okkur Svenna og börnunum okkar með sömu gleðinni og hlýjunni. Bryndís var listræn, hafði fallega söngrödd og lék á orgel. Þá hafði hún einstaklega fallega rithönd svo eftir var tekið allt fram á efri ár og var hún iðulega fengin til að skrautrita fyrir fólk. Föðursystir mín var trúuð kona sem trúði á endurfundi við sína nánustu. Veit ég að hún hefur fengið hlýjar mót- tökur. Takk fyrir allt, elsku Biddý frænka. Þín er sárt saknað. Ólöf Birna Blöndal. Nú er tími Bryndísar Blöndal afasystur minnar og góðvinkonu með okkur hér á enda. Bryndís var einstök kona, hún var skemmtileg og hlý og alltaf stutt í brosið og hláturinn. Það verður tómlegt að keyra Laugarnesveginn og geta ekki skotist inn til Biddýar frænku í heimsókn. Hún var einstaklega barngóð og það var svo gott að koma í heimsókn til hennar og spjalla og leyfa henni að spjalla við krakkana, sem oftast kölluðu hana ömmu. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Ég kveð þig kæra Biddý mín og þakka þér fyrir allar góðu stund- irnar sem við áttum saman. Þín Margrét Lára. Bryndís J. Blöndal ✝ Guðný Guð-jónsdóttir fæddist í Reykjavík 27. febrúar 1916. Hún lést á Land- spítalanum 27. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- laug Pálsdóttir og Guðjón Þórólfsson. Guðný giftist Sveinbirni Erlings- syni vélstjóra, d. 1996. Þau eign- uðust tvö börn, Guðlaugu sjúkraþjálfara og Val vélvirkja. Hjá þeim var og langdvölum sonarsonur þeirra Valur Guðjón sjúkraþjálfari. Guðný ólst upp í Reykjavík og bjó þar alla ævi. Hún lauk námi við Kvennaskólann í Reykjavík en starfsvettvangur hennar var fyrst og fremst heimili þeirra hjóna. Útför Guðnýjar var gerð í kyrrþey 7. september. Guðný amma okkar hefur kvatt þennan heim. Við lítum um öxl með söknuði og á hugann leita margar minningar. Við bræðurnir dvöldum oft hjá henni enda var hún ætíð tilbúin að gæta okkar þegar þannig stóð á. Stundirnar sem við áttum saman voru því margar og góðar. Hjá henni eins og mörgum ömmum leyfðist ým- islegt sem erfitt er að fá samþykkt heimafyrir. Það þótti því ætíð eft- irsóknarvert að fá að gista hjá ömmu og að sama skapi ekki sér- staklega spennandi að snúa heim eftir dekurdvöl hjá henni. Það var ekki bara að gert væri vel við okk- ur í mat og drykk heldur nutum við lífstaktsins á heimili hennar, sem var rólegur og þægilegur til leikja og lærdóms. Þótt hraði samfélagsins ykist jafnt og þétt eftir því sem á leið, hafði það lítil áhrif á ömmu. Í þeim ys sem var utandyra gaf hún sér tíma til að sinna vinum sínum. Heimili hennar stóð öllum opið og þar hittum við fjölskrúðugan hóp ættingja og vina sem leyfðu okkur smástrákunum að hlusta og blanda okkur inn í umræður fullorðinna. Amma var fróð enda bækur að- aláhugamál hennar. Ferðir á bóka- safnið, sem við tókum þátt í voru ófáar, og með ólíkindum hve skamman tíma það tók að ljúka lestri þeirra bóka sem heim voru bornar. Minni ömmu var nær óbrigðult. Hún gat rifjað upp ára- tuga samskipti nánast orði til orðs. Jafnvel eftir að hún komst á tíræð- isaldurinn gat hún rakið sögur frá bernsku sinni og uppvexti með ein- staklega skýrum hætti. Frásagn- argáfa hennar var með afbrigðum góð og sögurnar sem hún sagði af fólki og atburðum birtust ljóslif- andi og greyptust í minni okkar. Það var okkur mikið happ í upp- vexti að eiga ömmu sem hafði tíma til að spjalla um heima og geima. Þannig eiga ömmur örugglega að vera. Sveinbjörn og Þórður Höskuldssynir. Elsku besta langamma, núna ertu farin frá okkur. Þú varst allt- af svo glöð og góð við alla. Mamma segir að þú hafir verið gömul kona en það varstu aldrei í okkar huga. Þegar þú fórst út í labbitúr þá komstu oft í heimsókn til okkar þegar við áttum heima í Skeið- arvoginum og það var alveg sama hvernig veður var úti. Mamma vildi stundum fá að fylgja þér heim, sérstaklega þegar það var snjór og vont veður en þú sagðir alltaf að þú gætir þetta alveg sjálf. Og það vissum við vel því þú varst fullorðin og þeir geta alveg labbað án þess að einhver annar fullorð- inn fylgi þeim heim. Eftir að við fluttum í Kópavoginn þá komstu ekki eins oft, kannski það hafi ver- ið of langur göngutúr fyrir þig. Mamma hefur sagt okkur sögur af því þegar hún var lítil stelpa og hvað þið vorum að gera saman. Að þú hafir alltaf lesið heila sögu fyrir hana þegar hún var lítil en mamma gerir það nú yfirleitt ekki fyrir okkur, nokkrar blaðsíður finnst henni alveg nóg. Þegar við verðum stærri þá ætlar mamma að segja okkur meira frá þér en þú varst alltaf svo góð við hana. Og það vit- um við alveg því sá sem les heila sögu á hverju kvöldi, hann getur bara verið góður. Petra Sylvie, Samúel og Úlfar. Elsku Ninný mín, ég vil þakka þér fyrir hvað þú varst mér ynd- isleg tengdamóðir og börnum mín- um góð amma. Nú get ég ekki lengur tekið upp símann og hringt í þig til að spjalla eins og við vor- um vanar að gera og á ég eftir að sakna þess mikið. Betri manneskju en þér hef ég ekki kynnst. Þú varst alltaf svo jákvæð, alveg sama á hverju dundi. Ég geymi allar góðu minningarnar um þig í hjarta mínu. Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku Ninný mín. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Valdís. Guðný Guðjónsdóttir Á dimmri haustnótt árið 1947 kom ég fyrst í Kópavog er ég flutti með móður minni og systkinum frá grösugri sveit í Rangárþingi á gróðurvana mela á Digraneshálsi. En það voru fleiri á faraldsfæti þessa nótt. Á næsta Kópavogsbletti, eins og Árni Kristinn Hansson ✝ Árni KristinnHansson fæddist á Holti á Brimils- völlum í Fróðár- hreppi 5. desember 1907. Hann lést á Hrafnistu Reykjavík 24. ágúst síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Frí- kirkju Kefas, Fagra- þingi 2a, Kópavogi, 6. september sl. erfðafestulöndin í Kópavogi kölluðust þá, var einnig fólk á ferð. Þar voru að flytja í hús hjónin Árni Hansson og Helga Tómásdóttir með dæturnar þrjár, kom- in úr Ólafsvík undir Jökli. Við vorum ná- grannar árum saman og á milli þessara heimila var mikill samgangur og gott samkomulag. Ekki fór á milli mála að húsbóndinn Árni var eljusamur mjög. Þó kominn væri á miðjan ald- ur réðst hann í það að fara í iðn- nám, lærði húsasmíði og lauk prófi frá Iðnskólanum í Hafnarfirði. Í gegnum árin áttum við Árni ekki aðeins samleið sem nágrannar heldur einnig sem vinnufélagar í mörgum byggingum í Kópavogi. Árni var einstaklega þægilegur í allri umgengni og samvinnu og það var hann sem var vakinn og sofinn yfir því þegar ég réðst í að koma mér þaki yfir höfuðið. Nú þegar þessi ágæti samferða- maður er horfinn af heimi hér renni ég huganum til baka. Eitt af því sem þar kemur upp er einstakt skapferli Árna, ég minnist þess ekki að í öll þessi ár hafi ég séð hann skipta skapi, ætíð yfirvegaður og rólegur. Ég þakka Árna þá samfylgd sem við áttum á lífsleiðinni og sendi dætrum hans og venslafólki mínar samúðarkveðjur. Sigurður Grétar Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.