Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 52
Fallegt 172,5 fm hús á stórri lóð með sérstæðum 40 fm bílskúr. Samtals 212,5 fm. Á hæðinni er baðherbergi, eldhús, borðstofa, dagstofa með arni, tvö svefnherbergi. Nýleg stofa með óvenju góðri lofthæð, arin. Í kjallara eru tvö herbergi og snyrting. Lóðin er óvenju stór og glæsileg. V. 47 m. 5950 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Digranesvegur - Fallegt einbýlishús 52 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Mjög glæsilegt 258 fm einbýlishús á tveimur hæðum á frá- bærum útsýnisstað innst í lokaðri götu. Eignin skiptist m.a. í samliggjandi glæsilegar bjartar stofur, mjög vandað opið eldhús með eyju, 4 góð herb. auk fataherbergis, sjónvarpsherbergi og flísalagt baðherb. auk gestasnyrtingar. Allar innréttingar, hurðir og fataskápar eru úr hlyni. Hiti er í öllum gólfum, aukin lofthæð á báðum hæðum og harð- viðargluggar og útihurðir í öllu húsinu. Innfelld lýsing í loftum efri hæðar og næturlýsing í hluta veggja. Stór viðar- verönd með skjólveggjum og tvennar svalir. Tvöfaldur innbyggður bílskúr. Gríðarlega fallegs útsýnis nýtur af efri hæð hússins yfir til Snæfellsness og að Reykjanesinu. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Hraunás - Garðabæ Glæsilegt einbýlishús á frábærum útsýnisstað Skeifunni 11 Sími 534 5400 www.klettur.is KRISTNIBRAUT 69, ÍBÚÐ 0301 OPIÐ HÚS SUNNDAGINN 10. SEPTEMBER MILLI KL. 16:00 OG 17:00 Fasteignasalan Klettur kynnir: Fallega fjögurra herbergja íbúð með bílskýli. Íbúðin er á 3ju hæð í litlu fjölbýli með glæsilegu útsýni yfir Esjuna og sundin. Öll gólfefni í íbúðinni er eikar-plankaparket nema á baðherbergi og þvottahúsi en þar eru flísar á gólfi. Allar hurðir og innréttingar eru úr eik. Sannarlega góð eign á góðum stað, stutt er í leiksvæði á opnu svæði við hlið hússins og opið svæði er einnig í norður sem gefur eigninni gott og óskert útsýni í þá átt. Stutt er í skóla og leikskóla sem og í þjónustumiðstöð og verslun í nágrenni eign- arinnar. Sölumaður Kletts fasteignasölu tekur á móti gestum. (Gsm 821 5404 Guðmundur) Kristján Ólafsson hrl. og löggildur fasts. FYRIR réttum áratug stóð ég í fyrsta sinn á barmi Dimmugljúfra og gleymi aldrei þeirri stundu. Ég var agndofa. Magnað, var eina orðið sem þá kom mér í hug. Á þeim tíma voru þessi einstæðu gljúfur fáum kunn. Nú vita allir um til- vist þeirra og fólk hefur streymt þangað nú síðustu árin að sjá þau og annað um- hverfi Kárahnjúkanna sem nú standa hnípn- ir og sárir og bíða ör- laga sinna. Kaffæringin vofir yfir Ég flaug með Óm- ari Ragnarssyni yfir svæðið um miðjan ágúst. Hrifning og reiði börðust um völdin í huga mér. Afleiðingar ofbeldisaðgerða virkjanasinna skera í augun þegar flugvélin sveimar yfir framkvæmdasvæðinu. Hver náttúruperlan af annarri gleður hins vegar þegar vélin stingur sér niður í gljúfrin og flýg- ur yfir nágrennið. Öræfakyrrðin umlykur manneskju á göngu um Kringilsárrana þar sem sérstæðar náttúrumyndanir vekja furðu og hvert lítið blóm vekur aðdáun. Til- hugsunin um lónið mikla, sem inn- an skamms kaffærir ómetanlegt landsvæði, sker í hjartað. Það landsvæði verður aldrei end- urheimt. Það hefur verið bæði ótrúlegt og sárt að fylgjast með tilurð Kára- hnjúkavirkjunar allt frá því byrjað var að kynna hugmyndina til þessa dags. Hópur andmæl- enda var ekki fjöl- mennur í upphafi og afl hans og aðgerðir máttu sín lítils gagn- vart fjársterkum framkvæmdaöflum og stjórnvöldum sem hirtu lítt um fagleg rök. Þar var í raun við algjört ofurefli að etja, og minnisstæð eru orð Halldórs Ás- grímssonar í ágúst 2001 þegar Skipulags- stofnun hafði fellt þann úrskurð að virkjunaráform- unum skyldi hafnað vegna mikilla óafturkræfra náttúruspjalla: „Það er stefna stjórnvalda að þessi virkjun verði byggð og þessi úr- skurður Skipulagsstofnunar breyt- ir engu þar um,“ segir Halldór Ás- grímsson í DV 3. ágúst það ár. Barátta til framtíðar En dropinn holar steininn. Á Al- þingi börðust Vinstri græn hetju- lega gegn málinu og eru enn að. Nú vildu ýmsir Lilju kveðið hafa. Og þótt virkjunin verði að veru- leika skilar sér til framtíðar ótrú- leg elja mótmælenda við að draga upplýsingar fram í dagsljósið og vekja fólk til vitneskju um það sem hefur verið að gerast, til um- hugsunar um landsvæðið sem sökkva skal og þannig fórnað um alla framtíð, um umfang fram- kvæmdanna, um kostnaðinn og vafasama arðsemi verkefnisins í heild, en fyrst og fremst um þetta ofbeldi mannsins gagnvart nátt- úrunni. Kunningi minn lýsti því nýlega fyrir mér þegar hann fór fyrst upp að Kárahnjúkum og virti fyrir sér framkvæmdirnar af útsýnispall- inum. Nákvæmlega á þeim stað er fátt sem hrífur hugann nema menn séu þannig innstilltir að hrí- fast af stórvirkum vinnuvélum og hrikalegu jarðraski. Hann sagðist hafa velt fyrir sér hverju andstæð- ingar virkjunarinnar væru eig- Hryllingurinn við Kárahnjúka má aldrei aftur eiga sér stað Kristín Halldórsdóttir skrifar um umhverfismál og stóriðju » Þökk sé öllum þeimsem hafa lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að vekja og upplýsa, opna augu fólks fyrir ómet- anlegum náttúruperlum öræfanna Kristín Halldórsdóttir LÆKNAFÉLAG Íslands (L.Í.) hefur endurtekið mótmælt samein- ingu sjúkrahúsanna í Reykjavík. L.Í. hefur mótmælt sameiningunni á þeim forsendum, fyrst og fremst, að hún hindri annars vegar nauð- synlega samkeppni hátæknisjúkra- húsa um starfsfólk og þjónustu og komi hins vegar í veg fyrir nauð- synlegt valfrelsi sjúk- linganna. Frelsi þeirra til að velja. Skoðum þetta nánar. Með röksemda- færslu sinni vill L.Í. greinilega meina það að tvö hátæknisjúkra- hús eigi að fá að keppa á samkeppnismarkaði höfuðborgarsvæðisins um sjúklinga og allt nauðsynlegt starfsfólk. Allavega lækna. Og L.Í. vill ennfremur að sjúklingar fái að velja milli sjúkrahúsanna þegar þeir þurfa á þjónustu þeirra að halda. Til að röksemd- ir L.Í. fái staðist þurfa eftirfarandi forsendur að liggja fyrir að mati undirritaðs:  Að a. m. k. tvö há- tæknisjúkrahús verði rekin á höf- uðborgarsvæðinu þar sem hvort tveggja sjúkrahús- anna hafi rými, tæknilegan búnað og faglega mönnun til að geta veitt alla lögbundna heil- brigðisþjónustu nú- tíma hátæknisjúkrahúss.  Að a. m. k. tvö fullbúin hátækni- sjúkrahús á höfuðborgarsvæðinu verði hvort um sig með viðunandi bráðaþjónustu og vaktaskipulag á öllum deildum allan sólarhringinn allt árið um kring.  Að hæft fagfólk fáist til að unnt verði að manna a. m. k. tvö fullbúin há- tæknisjúkrahús.  Að nægir fjármunir fáist til að reka a. m. k. tvö hátækni- sjúkrahús á svæð- inu.  Að það verði lagt í hendur sjúklinganna sjálfra – eða að- standenda þeirra – að ákveða hvar þeir vilji leggjast inn þegar sjúkrahúss- vistar er þörf í stað þess að byggja ákvörðunina á lækn- isfræðilegum og fjárhagslegum for- sendum, eins og gert er í dag. Án ofangreindra for- sendna telur undirrit- aður að hugmyndir L.Í. um valfrelsi sjúk- linganna og raunveru- lega samkeppni há- tæknisjúkrahúsa gangi alls ekki upp. Og þegar framsettar forsendur L. Í. eru skoðaðar í al- vöru verður okkur öll- um strax ljóst að rök- semdir læknafélagsins standast hvorki fag- lega né fjárhagslega – og eru því bara stað- lausir stafir. Á meðan L.Í. treystir sér ekki til að koma með gáfulegri röksemda- færslu, málstað sínum til stuðnings, verðum við að líta svo á, að hin raunverulegu rök þoli einfaldlega ekki dagsbirtuna. Staðlausir stafir lækna um valfrelsi og samkeppni Gunnar Ingi Gunnarsson fjallar um hugmyndir L.Í. um valfrelsi sjúklinga og samkeppni há- tæknisjúkrahúsa » ... þegarframsettar forsendur L. Í. eru skoðaðar í alvöru verður okkur öllum strax ljóst að röksemdir læknafélagsins standast hvorki faglega né fjár- hagslega – og eru því bara staðlausir stafir. Gunnar Ingi Gunnarsson Höfundur er læknir. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.