Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 31 Bjargað Eugene Gonidec var sá eini sem komst lífs af. Á bænum Straums- firði með konunum sem þar hlúðu að honum: Ingibjörg Friðgeirsdóttir frá Hofsstöðum, Þórdís Jónsdóttir, húsfreyja í Straumsfirði, og vinnukonan Sigríður Þorsteinsdóttir. Síðan POURQUOI-PAS?fórst í Straumsfirði fyrir 70árum hafa margar kenn-ingar komist á flot um hvað olli því að svona fór fyrir þessu skipi, sem í 30 ár hafði barist við veður, vind og ís heimskautanna á milli. Hér hefur sú kenning heyrst að þeir muni hafa villst á vita, hald- ið Skagavita vera vitann við Gróttu. Kenning sem Yann Cariou skip- herra á gólettunni Étoile og hans menn sögðu hreina fjarstæðu þegar þeir komu hér á sínum þekktu segl- skipum á árinu 2000. Slíkt hefði ekki hent þrjá færustu skipstjórn- armenn Frakka á seglskipaöld. Þeim fannst líklegri sú skoðun að togarinn sem sigldi þvert fyrir þá á leið inn til Reykjavíkur hafi þvingað þá af stefnunni og seglskipið með afllitla vél ekki náð henni aftur í þessu arfavitlausa veðri. Hvort tveggja styður skýrslan sem Eugene Gonidec, eini skipverjinn sem af komst, gaf strax í Reykjavíkurhöfn skipherranum á herskipinu l’Audacieux sem sótti lík skipbrotsmannanna. Þessa skýrslu fékk ég hjá Cariou skipherra. Hún hlýtur að vera besta heimild um hvað gerðist, umfram getgátur, og því mikilvægt að birta hana hér á eftir í lauslegri þýðingu: Reykjavík 21. september 1936 Skýrsla Gonidecs þriðja stýri- manns til MARZINS skipherra á frönsku freigátunni Audacieux (sem kom til að sækja skipbrotsmennina) Skipherra, Ég leyfi mér að afhenda yður eft- irfarandi skýrslu, sem þér fóruð fram á, um hvernig sjóslys POUR- QUOI-PAS? bar að. 15. september : Fáum tvær veðurspár: Bretland og Ísland. Þegar látið er úr höfn í Reykjavík kl. 13 er renni- sléttur sjór, blankalogn. Milli kl.14 og 16 sýnir vegmælir 15,5 sjómílur. Vaktin kl. 16–18. Við tökum stefnuna fyrir Skaga, fer að rigna, dumbungsveður, 3 vindstig á suð- austan. Sjáum nokkra togara og mótorbáta. Um kl. 17.15 siglum við fyrir baujuna vestur af Skaga og breytum um stefnu. Nýja stefnan SSE (suð-suðaustur). Vindur fer smám saman vaxandi, siglum nær landi. Um kl. 17.45 er loftvogin fallandi og leiðangurs- stjórinn og skipherrann vilja ekki fara fyrir Reykjanes, taka þá ákvörðun að beita skipinu upp í vind og varpa akkerum suðaustan við Skaga. Þegar ég fer af vaktinni kl. sex, erum við að snúa við. FLOURY yfirstýrimaður leysir mig af. 16. september: Vaktin frá mið- nætti til kl. 4. Fæ að vita að kl 23– 24 hafi vegmælirinn sýnt 0,5 mílur. Staður á miðnætti 13–14 sjómílur í vestur frá Gróttu, skipun um að halda hægra megin við áður útsetta stefnu. Sjólag 8 (hafrót), vindstig 12 (fárviðri). Ég stend við talrörið. Í brúnni eru CHARCOT leiðang- ursstjóri, CONNIAT skipherra, FLOURY yfirstýrimaður og einn maður enn. Stormurinn geisar með ótrúlegu afli. Skipið lætur illa að stjórn. Kompásstefnan sveiflast frá 130 að 160 gráðum. Snúningshraði vélarinnar 100 snúningar. Um klukkan l.30 sjáum við ljósin á tveimur gufuskipum fyrir framan okkur á bakborða (leiðir skerast). Um kl. 2 erum við neyddir til að fara aftur fyrir seinni togarann, sem átti sjálfur að víkja. Mesan- seglinu hagrætt til að vindurinn vinni með því í beygjunni og gefið flautumerki. POURQUOI-PAS? lætur illa að stjórn, stýrið fast í 1–2 mínútur, aðvörun með flautunni. Tekst að sneiða hjá skipinu og hald- ið áfram sömu stefnu. Mesan-seglið dregið upp aftur. Vindinn lægir ekki. Skipið veltist og stampar. Milli 2.30 og 3 sjáum við endrum og eins bregða fyrir ljósi sem enginn ber kennsl á. Gerum samt ráð fyrir að það sé AKRANES. CONNIAT skipherra gefur strax skipun um að mæla dýpið (það mælist 30.35.45). Um leið reynum við að breyta stefnu upp í vindinn. Þetta stjórn- tak reynist ógerlegt, skipið kemst ekki fyrir vind. Breytum stefnunni og sláum undan. Fram til klukkan 4 dregur alls ekkert úr storminum en loftvogin fer að stíga. Mesan-seglið hengil- rifnar og gaffallinn slæst til og frá í veltingnum. Klukkan fjögur leysir FLOURY yfirstýrimaður mig af, ég fer niður til að fara í þurrt og hvíla mig. Meðan ég fer frá um kl. 4.30 brotnar stöngin á afturmastrinu og með því fer loftnetið. Þar með rofn- ar allt samband við umheiminn, þar eð viðgerð á loftnetinu er ófram- kvæmanleg vegna sjólagsins. Í birtingu, á slaginu klukkan fimm, rís ég á fætur og fer upp í brú. CONNIAT skipherra biður mig þá um að fara niður í kortaklef- ann að sækja kortið yfir norðvest- urströnd Íslands. Meðan ég er að blaða í kortamöppu 74 heyri ég hróp ofan úr brúnni. Ég fer upp og sé að við erum komnir í miðjan skerjaklasa í brimlöðri sem við höfðum ekki til þessa séð í dimmu sjórokinu. Skipherrann gefur skip- un um að auka ferðina. Ég hleyp að stjórnborðinu niður til vélarrúms- ins. PIROU annar vélstjóri gefur það svar að við séum með gufuvél- ina á fullu. Skipherrann reynir að stýra framhjá blindskerjunum. Klukkan 5.15 tekur POURQUOI- PAS? tvisvar sinnum niðri. Gufan fer af katlinum og vélin verður óvirk. Gífurleg alda ríður yfir þilfar- ið, kastar til stóra bátnum og möl- brýtur hann. Litli vélbáturinn er settur útbyrðis, stjórnborðslunn- ingin brotnar. LE GUEN annan stýrimann tekur út, VAUCELLES kyndari hefur slasast í andliti. Á nokkrum mínútum nær skipið sér yfir þennan þröskuld og kemst aft- ur á flot en með stefnið í gagnstæða átt. Rafvirkinn BILLY fer eftirlits- ferð niður í lestarnar og tilkynnir skipherranum að þær séu tómar. Tvær eftirlitsferðir til viðbótar sýna það sama. Skipherrann lætur ræsa alla og taka til bjargbeltin. Hann gerir sér grein fyrir því að útilokað er að reyna að bjarga LE GUEN. Hann gefur skipun um að setja upp mersseglin á stórmastrinu og stagseglin. Aðeins tekst að koma upp innri skýfir og frammerssegl- inu. Klukkan 5.35 gefur skipherr- ann skipun um að varpa akkeri, á bakborða og skömmu síðar á stjórn- borða. Þessi skipun kemur ekki að gagni, keðjurnar renna hratt út. Skipið stöðvast aðeins en um klukk- an 5.45 steytir það á skeri, um hálfa aðra mílu frá landi, sem við grillum stöku sinnum í. Leiðangursstjórinn gefur skipun um að setja út doríurnar og þá báta sem eftir eru. Um leið og hann kemur út verður honum að orði: „Vesalings dreng- irnir mínir!“ (Charcot hafði að venju í áhöfn í leiðöngrum sínum unga vísindamenn.) Náttúrufræðingurinn dr. PARAT fer að leita að bjargbelti CONNIATS skipherra, en finnur það ekki. „Það skiptir engu máli,“ segir hann. Skipið sígur hratt að aftan. Við reynum að dæla, sem kemur að engu gagni. Vatnið hækk- ar of hratt. Um 6 leytið er sjórinn kominn upp á miðja brú. Við að ýta stóra bátnum fell ég í sjóinn. Í brúnni eru þá leiðangursstjórinn og skipherrann, yfirstýrimaðurinn og dr. PARAT. Ég næ taki á bátskríli fullu af sjó, þar sem þegar eru fyrir JAOUEN háseti og einnig POCHIC bátsmaður. Um 30 metra frá skipinu sekkur báturinn undan okkur. Þá næ ég taki á braki og berst ásamt JAOUEN háseta með því. Á öldutoppum kem ég auga á land og sé hús. Ég reyni að hvetja JAOUEN háseta, en hann getur ekki fylgt mér. Brátt næ ég sam- bandi við PERON vélstjóra sem hefur náð í bjarghring. Við svöml- um saman að skipsstiga sem við höfum komið auga á fram undan okkur. Og eftir að hafa náð taki á skipsstiganum syndum við saman í áttina til lands, sem færist æ nær. Eftir fimm mínútur blánar PERON upp, rekur tvisvar eða þrisvar upp vein „HOU HOU“, teygir handlegg- ina til himins og sekkur þegar í stað fyrir augunum á mér. Hálfmeðvit- undarlausum tekst mér loks að ná landi og fell þar í öngvit. Um níu- leytið dró ungur bóndi mig á land og um hádegið kom ég til meðvit- undar, eftir að öll fjölskyldan hafði hlúð að mér með aðdáanlegri um- hyggju. Ég hringdi þegar í stað í ræðis- mann Frakka í Reykjavík til að til- kynna um strandið og gera grein fyrir mér. Um leið og ég var fær um það hélt ég niður á ströndina, þaðan sem enn mátti sjá á stórmastrið á POURQUOI-PAS? Stutta stund hjálpaði ég til við að finna og leggja til þá sem drukknað höfðu en svo neyddist ég til þess að fara aftur í rúmið. Læknir kom úr Borgarnesi daginn eftir, 17. september, til að líta á mig. Skömmu seinna kom ræðismaður Frakka og þegar ég hafði náð mér gat ég borið kennsl á líkin, sem voru 22 talsins. Til Reykjavíkur komst ég á hest- baki, í bíl og loks með danska varð- skipinu Hvítabirninum hinn 18. september. Þar bjó ég í ræðismannsbústaðn- um, þar sem mér var veitt hin besta umönnun og sýnd margvísleg sam- úð. Hrakti skip þá af leið? Skýrsla Gonidecs er mikilvæg heimild um það sem gerðist Dags.: Tími: Samningatækni og ákvörðunartaka . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14 . og 15 . sept . kl . 12:00 – 18:00 Skilvirk samskipti . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 28 . og 29 . sept . kl . 09:00 – 13:00 Stjórnandinn og forystuhlutverkið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12 . okt . kl . 08:30 – 14:30 Mannauðsstjórnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 26 . og 27 . okt . kl . 12:00 – 18:00 Frammistöðustjórnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9 . nóv . kl . 12:00 – 18:00 Að laða fram það best (The Coaching Clinic) . . . . . . . . . . . . . . 23 . og 24 . nóv . kl . 08:30 – 14:30 Breytingastjórnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 30 . nóv . kl . 12:00 – 18:00 Nánari upplýsingar veitir: Guðrún Helga Hamar Verkefnastjóri Sími: 599 6404 gudrunhelga@ru.is Ofanleiti 2, 3. hæð 103 Reykjavík Sími: 599 6200 Fax: 599 6201 www.stjornendaskoli.is STjórnun Fyrir ATvinnulíFið NÁmsLíNa skráning er hafin – Hægt er að skrá sig í einstaka hluta námslínu á vef stjórnendaskólans. Nánari upplýsingar er að finna á www.stjornendaskoli.is F A B R IK A N 2 0 0 6 Leiðbeinendur: Aðalsteinn Leifsson, Þórhallur Gunnarsson, Guðrún Högnadóttir, Ásta Bjarnadóttir, Finnur Oddsson og Hulda Dóra Styrmisdóttir STJÓRNENDAAKADEMÍA STJÓRNENDASKÓLA HR Stjórnendaskóli HR býður nú upp á vandaða og öfluga námslínu þar sem kennd eru stjórnunarfræði eins og þau gerast best. Námið er fyrst og fremst ætlað fólki sem er í stjórnunarstöðu innan fyrirtækja/stofnana, og stefnir að framúrskarandi árangri í leik og starfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.