Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 34
afreksmaður
34 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Mér finnst bæði stutt oglangt síðan þessulauk,“ segir Jón Egg-ert Guðmundsson, sem
lauk 3.466 kílómetra strandvega-
göngu um landið til styrktar
Krabbameinsfélagi Íslands 19.
ágúst síðastliðinn. Þarnæsta dag
settist hann við vinnuborðið sitt hjá
Reiknistofu bankanna, þar sem
hann er kerfisfræðingur. Safnast
hefur rúm milljón fyrir Krabba-
meinsfélagið vegna göngu Jóns
Eggerts. Hægt er að hringja í söfn-
unarsíma eða leggja frjáls framlög
inn á söfnunarreikning hjá Krabba-
meinsfélaginu (www.krabb.is).
Var ekkert skrýtið að setjast
bara strax niður og fara að sinna
kyrrsetuvinnu eftir 2.400 kílómetra
göngu?
„Það var í rauninni bara mjög
gott. Þegar maður er í svona stóru
verkefni eins og þessu, sem gengur
bara út á eitthvað eitt í þrjá og hálf-
an mánuð, er best að fara bara
beint út í annað verkefni, til þess að
fylla upp í tómarúmið sem annars
hefði myndast. Svo hef ég líka verið
að einbeita mér að öðru gæluverk-
efni, sem er leitin að Goðafossi í
millitíðinni.“ Fyrst labbarðu allan
daginn og svo ferðu og situr liðlang-
an daginn, hvernig hefur líkaminn
brugðist við? „Ég hafði lesið að eftir
langar göngur, eins og til dæmis á
suðurpólnum, venjist líkaminn gríð-
arlegri endorfíninnspýtingu dag eft-
ir dag í nokkra mánuði og því geti
maður fundið fyrir endorfínfalli,
depurð og þess háttar. Ég finn hins
vegar ekkert fyrir því, ekki ennþá
að minnsta kosti, enda hef ég haldið
mér við og labbað 5–10 kílómetra á
dag,“ segir hann.
Vegalengdin í strandvegagöng-
unni var alls 3.466 kílómetrar og
gekk Jón Eggert tæplega þúsund
kílómetra, frá Reykjavík til Egils-
staða í fyrrasumar, án þess að und-
irbúa sig að ráði. „Ég byrjaði að
ganga á Esjuna í hittifyrra og datt
þetta í hug á einhverri göngunni. Í
fyrra vissi ég í raun ekkert hvernig
ég ætti að haga undirbúningi fyrir
svona verkefni, enda er lítið til af
upplýsingum um hvernig maður býr
sig undir langa göngu. Því meira er
til um undirbúning fyrir langhlaup
og maraþonhlaup, en lítið sem ekk-
ert um það hvernig líkaminn hagar
sér eftir 20 daga göngu. Kannski að
ég skrifi bók um það, sem gæti þá í
leiðinni verið uppgjör við þetta
verkefni,“ segir hann.
Jón Eggert var fyrst að spá í það
að ganga umhverfis landið með
tjald á bakinu, en áttaði sig svo á
því að líklega væri það ekki mögu-
legt, auk þess sem bannað er að
tjalda víða. Þá ákvað hann að verða
sér út um fría gistingu og réð Sig-
fús Austfjörð sér til fulltingis. „Í
fyrri ferðinni safnaði ég upplýs-
ingum um það, hvernig maður hag-
ar sér á svona langri leið, og spáði
meðal annars í það hvort ég ætti að
ganga réttsælis eða rangsælis í
kringum landið. Ástæðan fyrir því
að ég ákvað að fara Reykjanesið
fyrst og Vogana var sú, að ef ég
gleymdi einhverju mikilvægu væri
styttra fyrir mig að keyra heim í
Hafnarfjörð og bjarga því, en til
dæmis ofan af Mýrum,“ segir hann
og hlær.
Síhlæjandi
Jón Eggert er reyndar síhlæjandi
þegar út í það er farið og segir, að í
rauninni hafi verið „alveg þrælgam-
an“ að ganga meðfram ströndinni í
kringum landið. En það er auðvitað
jafnfrábrugðið því að bruna eftir
þjóðvegi 1 og hugsast getur.
„Ég hef farið á staði sem ég hefði
ekki heimsótt ella og gekk til dæmis
í Aðaldal, þaðan sem ég er ættaður,
í byrjun júní en þá var reyndar
snjór yfir öllu. Það var skrýtin upp-
lifun að lenda í hretinu í vor. Ég
byrjaði 6. maí í æðislegu veðri við
Egilsstaði, 16–18 stiga hita, og fram
til 10. maí var það frábært. Þegar
ég var kominn yfir Hellisheiði
eystri, sem er hæsti fjallvegur á Ís-
landi, og inn til Vopnafjarðar kom
norðanáhlaup og það stóð nánast
sleitulaust fram til 26. maí.“
Kveðjurnar sem þú fékkst á net-
inu á þeim tíma gengu talsvert mik-
ið út á veðrið. Nú veistu í raun og
veru hvernig er að vera veðurbar-
inn?
„Já, svo sannarlega, það var snjór
og haglél upp á hvern einasta dag,
og veðrið versnaði bara og versnaði.
Svo endaði það með því, að þegar ég
var kominn að Tjörnesi varð ég veð-
urtepptur. En ég kippti mér ekkert
upp við þetta, þannig séð, og hló, en
auðvitað hefði verið skemmtilegra
að fá betra veður. En þegar maður
gengur svona fer maður í ákveðið
hugarástand, sem hjálpar manni.
Fókusinn er í raun og veru á líkam-
ann og þá tekur maður ekki jafn-
mikið eftir umhverfinu.“
Kuldaaðlögun í maí
Jón Eggert er kafari og spáir þar
af leiðandi mikið í og þekkir kulda-
aðlögun líkamans. „Í svona kulda er
hætta á meiðslum, sem maður þarf
að vera á varðbergi fyrir. Spurn-
ingin er því, hvernig á maður að
labba til þess að forðast meiðsli? Ég
hugsa mikið um tæknileg atriði og
kannski enn meira í svona að-
stæðum. Þegar ég var kominn inn á
Hólmavík byrjaði sumarið svo, í
kringum 19. júní, og eftir það var
veðrið bara mjög fínt.“ Hvað hefur
þú lært um það hvernig líkaminn
hegðar sér undir álagi?
„Í rauninni er aðalatriðið að
þekkja mörkin sem líkaminn þolir.
Ég var búinn að undirbúa mig með
því að þjálfa mig, lyfta lóðum og
ganga á jafnsléttu í vetur til þess að
reyna á réttu vöðvahópana, ganga
til skó og þess háttar. Vegalengdina
og tímann sem ég er að labba
hverja fimm kílómetra mældi ég
með GPS-tæki og þannig vissi ég
hvað ég þyldi. Síðan leyfði ég mér
smátt og smátt að fara hraðar, sem
endaði með því að ég var orðinn
ansi fljótur. Í ágústmánuði setti ég
persónulegt met í fimm kílómetra
labbi, en þá var ég kominn í rúma
átta kílómetra á klukkustund, og fór
því fimm kílómetrana á 35–40 mín-
útum, en það er nálægt hraðanum
sem ég hleyp á. Lengsta vegalengd
sem ég fór á einum degi var 40 kíló-
metrar, á Snæfellsnesi. Ég miðaði
við að fara aldrei undir 25 kílómetr-
um og gekk yfirleitt 30 kílómetra á
dag. Meðaltalið í allri göngunni var
26,7 kílómetrar. Ef ég fékk sting
einhvers staðar, til dæmis í fótinn
eða hnéð, velti ég því fyrir mér af
hverju? Getur það verið göngulagið,
mataræðið eða eitthvað annað? Yf-
irleitt er það göngulagið, sem aftur
er þá afleiðing þess að fara of hratt.
Þá þreytast vöðvarnir og gefa eftir
og maður fer að beita sér vitlaust.
Um mitt sumarið var ég svo farinn
að þekkja líkamann það vel, að ég
byrjaði að skynja umhverfið betur.“
Andleg þreyta
Hugsaðirðu aldrei um að hætta
bara við þetta?
„Nei, en ég lenti í því að upplifa
andlega þreytu. Þegar líkaminn var
orðinn þolinn fór taugakerfið, sem
líka er undir álagi, að gefa sig. Það
lýsti sér meðal annars í því að
skammtímaminnið minnkaði og
varð hálfgert gullfiskaminni og við-
brögð við áreiti urðu líka greinilega
hægari. Ef bíll keyrði hjá, tók ég
kannski ekki eftir honum fyrr en ég
sá aftan á hann. Líklega var þetta
bara þreyta vegna þess að huglæg
örvun var ekki fyrir hendi. Ég lag-
aði það með því að fara að lesa bæk-
ur á kvöldin og hafði augljóslega al-
veg gleymt að gera ráð fyrir
andlega fóðrinu.“
Hvað þurftir þú að borða oft?
„Morgunmaturinn var yfirleitt
múslí og korn eða grófar trefjar, ef
mig langaði í sykur fékk ég mér
hann á morgnana svo ég brenndi
honum yfir daginn. Fyrstu tíu kíló-
metrana drakk ég vatn, á meðan ég
var að melta morgunmatinn. Í tíu
kílómetra stoppinu fékk ég mér
grænmeti eða ávexti, á 15–25 kíló-
metrum fékk ég mér brauð með
áleggi, ein brauðsneið er nóg fyrir
hverja fimm kílómetra. Ég notaði
líka orkudrykk með flóknum kol-
vetnum, en það er líka hægt að nota
malt.“
Hvernig lifir þessi reynsla í minn-
ingunni?
„Ég er ennþá að melta og vinna
úr þessari reynslu. En þar sem ég
er kominn á bólakaf í annað marar
hún í undirvitundinni, og á sjálfsagt
eftir að koma í ljós með tímanum,
hvernig veit ég ekki ennþá. Ég
hafði í sjálfu sér engar fyrirfram
mótaðar skoðanir á landinu, en í
Ísafjarðardjúpi uppgötvaði ég hvað
getur verið langt á milli bæja. Ég
gisti á Hvítanesi og þaðan eru 76
kílómetrar í næsta kaupstað. Á Mel-
rakkasléttu við Langanes er líka
mjög langt á milli bæja og á sumum
stöðum fer fólk bara í kaupstað-
arferð tvisvar sinnum á ári.“
Magnaðir staðir
Voru einhverjir staðir magnaðri
en aðrir?
„Það var skrýtið, en á Langanesi,
við Finnafjörð, rétt áður en maður
kemur að Gunnólfsvíkurfjalli fór ég
allt í einu að heyra miklu betur í
mp3-spilaranum mínum. Einnig
voru litirnir í umhverfinu miklu
skarpari. Það var virkilega skrýtin
tilfinning. Fúsi aðstoðarmaður var
inni í bíl, en fór svo út og fann fyrir
þessu líka. Ástæðan gæti verið raf-
segulsvið eða eitthvað þess háttar.
Ég hafði ekki trú á svona fyr-
irbærum, en svo lenti ég í þessu aft-
ur, um það bil tveimur kílómetrum
frá Hellnum á Snæfellsnesi rétt við
flugvöllinn, og þá vöruðu áhrifin
eina fimm kílómetra, hátt í klukku-
tíma. Þetta voru eingöngu skynj-
unaráhrif, því ég fann ekki fyrir
breytingu í skrokknum.“
Hvað gerðirðu ef þú fékkst verki?
„Þá lagaði ég það annaðhvort
með réttu mataræði, eða göngulag-
inu. Það mæddi mikið á lærunum og
kálfunum, og ég lenti einu sinni í
beinhimnubólgu, eftir að ég leyfði
mér að fara of hratt rétt við Gils-
fjörð. Ég lagaði það með því að
Jón Eggert Guðmundsson lauk strandvegagöngu
til styrktar Krabbameinsfélaginu 19. ágúst
síðastliðinn, og jafngildir vegalengdin sem hann
gekk beinni línu frá Reykjavík til Rómar.
Helga Kristín Einarsdóttir svalaði forvitni sinni
um afdrif göngukappans eftir rúmlega 3.400
kílómetra labb. Rúmlega ein milljón króna
hefur safnast í kjölfar göngunnar.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Sestur Jón Eggert Guðmundsson er búinn að ganga með ströndum landsins
og er nú að spá í að synda hringinn. Eða kannski að synda frá Íslandi til
Skotlands með viðkomu í Færeyjum. Fyrst einbeitir hann sér hins vegar að
því að leita að Goðafossi, ásamt fleirum.
Afrek Fyrst er að fá hugmyndina að því að ganga strandvegi landsins og svo er að framkvæma hana. Jón Eggert einn á ferð á Dynjandisheiði. Arnarfjörður í baksýn.
Alveg þrælgaman að
ganga í kringum landið
Ljósmynd/Sigfús Austfjörð