Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hve mætti bæta lands og lýðs vors kjör að leggja á bogastreng þinn kraftsins ör, – að nota máttinn rétt í hrapsins hæðum, svo hafinn yrði í veldi fallsins skör. – Og frjómögn lofts má draga að blómi og björk, já, búning hitans sníða úr jökuls klæðum. Hér mætti leiða líf úr dauðans örk og ljósið tendra í húmsins eyðimörk við hjartaslög þíns afls í segulæðum. – Úr kvæðinu Dettifoss eftir Einar Benediktsson (1864–1940). Morgunblaðið/RAX Umhverfisvernd hefur verið í brenni-depli hér á landi hin síðari misserivegna stóriðjustefnu stjórnvalda,ekki síst hafa umhverfisverndar- sinnar látið til sín taka vegna yfirstandandi framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun á Aust- urlandi. Andstæðingar framkvæmdanna tala enga tæpitungu. Þeir skilgreina þær sem mestu umhverfisspjöll okkar tíma og að verið sé að reka álfleyg í hjarta þjóðarinnar. Einn af yfirlýstum andstæðingum Kára- hnjúkavirkjunar er Reynir Harðarson stofn- andi tölvuleikjafyrirtækisins CCP í Reykjavík. Hann er ekki endilega viss um að tilfinningar hans spretti af ættjarðarhyggju. „Það er fyrst og fremst réttlætiskennd minni sem er misboðið. Það er verið að brjóta gróflega gegn íslensku þjóðinni. Þess vegna rís hún upp og mótmælir. Ástæðan fyrir því að ég fór að láta þessi mál mig varða er einfald- lega sú að ég skil ekki stóriðjustefnu stjórn- valda. Eins og þetta horfir við mér erum við að gefa frá okkur auðlindirnar til erlendra fyr- irtækja og það kemur hvergi fram hvað við fáum í staðinn.“ Mér er annt um landið mitt Reynir segir landið vitaskuld hreyfa við til- finningum sínum líka. „Landið okkar er ein- stakt. Það vita þeir sem ferðast hafa um heim- inn. Ég er fæddur og uppalinn á Íslandi. Ég bý hérna. Mér er annt um landið mitt og kæri mig ekki um að við eyðileggjum það að óþörfu. Það er engin brýn þörf að ráðast í þessar stór- iðjuframkvæmdir. Margt bendir þvert á móti til þess að það séu stærri hagsmunir að vernda hálendið og náttúruna.“ Reynir tekur Kárahnjúka sem dæmi. „Mig langar að vita hvað við erum að selja landið á og hvort þetta sé yfir höfuð arðbært. Þessu virðist enginn geta svarað almennilega.“ Það eina góða sem hlýst af byggingu álvers- ins er að dómi Reynis að stór vinnustaður mun rísa fyrir austan. Það komi til með að hafa já- kvæð áhrif á atvinnulífið þar um slóðir. „Það eru helstu rökin með álverinu. En þá spyr maður sig hversu miklu má kosta til. Eru þessi náttúruspjöll réttlætanleg fyrir 400 manna vinnustað og er mengunin sem af hlýst við- unandi? Þetta jafngildir því að við hjá CCP mættum hella 1.000 tonnum af brennisteins- sýru í Reykjavíkurhöfn og sleppa 150.000 tonnum af koldíoxíði út í loftið árlega. Ég hefði ekki samvisku til þess.“ Svo er annað sem enginn virðist hugsa um, að dómi Reynis. „Þegar eitt fyrirtæki er komið í þá aðstöðu að örlög heilu byggðarlaga ráðast af því hvort fyrirtækið haldi úti rekstri, er það komið í hættulega samningsaðstöðu. Það er t.d. þekkt að Alcoa er einn stærsti meng- unarvaldurinn í Texas. Þar þarf fyrirtækið ekki að lúta almennum reglum um meng- unarvarnir þar sem það rekur svokölluð álver með hefð. Í Texas segir Alcoa einfaldlega: „Ef við fáum ekki undanþágur lokum við ál- verinu.“ Það vilja Texasbúar ekki enda hefði það afdrifaríkar afleiðingar fyrir atvinnulífið á svæðinu. Ég sé ekki af hverju þetta ætti að verða öðruvísi hér. Stjórnvöld virðast stað- ráðin í að setja Austurland undir byssukjaft, þar sem Alcoa heldur um gikkinn.“ Reynir telur að álverið á Reyðarfirði sé hugsanlega aðeins hálft álver. „Mér þætti ekki ólíklegt að Alcoa hafi framtíðaráform um að auka framleiðslugetu Reyðaráls. Sé það stað- reynd verður ríkisvaldið ekki í neinni aðstöðu til að segja nei frekar en yfirvöld í Texas. Sama verður uppi á teningnum á Húsavík og á Reykjanesi og Suðurlandi ef af byggingu ál- vera þar verður. Þá vaknar spurningin: Hvar ætla menn að fá orkuna? Liggur fyrir einhver stefnumörkun sem hægt er að kynna sér, eða ætla menn áfram að læðupokast, foss fyrir foss og hver fyrir hver, þar til allt verður virkjað sem virkja má?“ Reynir furðar sig líka á því hversu lítið er rætt um fórnirnar. Hverju Íslendingar séu að tapa á stóriðjustefnu sinni. „Enginn vill tengja þensluna í efnahagskerfinu við stóriðjufram- kvæmdir. Tökum dæmi: Hefði gengi krón- unnar haldist stöðugt frá árslokum 2004 til ársloka 2005 hefði CCP haft um 150 milljónir hærri tekjur en það samsvarar nánast öllum hagnaði fyrirtækisins á síðasta ári. Greining- ardeildir bankanna eru sammála um að þetta ástand megi rekja beint til stóriðjufram- kvæmda. Svo eru mörg dæmi um lítil útflutn- ingsfyrirtæki sem hafa orðið gjaldþrota víða um land út af þessu. En þetta snertir ekki bara fyrirtæki í útflutningi. Núna fá allir Íslend- ingar að kenna á verðbólgunni og háum vöxt- um. Ríkisstjórnin gerði ekkert til að koma í veg fyrir ofhitnun þrátt fyrir ítrekaðar aðvar- anir sérfræðinga og eigin yfirlýsingar um að- hald. Róm brennur og Neró kemur af fjöllum.“ Reynir segir að málið horfði öðruvísi við ef íslenskt fyrirtæki ætlaði að reisa og reka ál- verið þar sem verðmætasköpunin yrði innan- lands. „Ef það væri í raun og veru þjóðhags- legur ávinningur af svona framkvæmd væri allavega kominn einhver vitrænn umræðu- grundvöllur. Sem dæmi mætti hugsa sér ef við ætluðum að nota þessa auðlind til að vetnis- væða fiskiskipaflotann eða bílaflotann okkar þá værum við að tala um framfarir og orku- nýtingu öllum til heilla.“ Reynir segir að Íslendingar hafi löngum þóst vera miklir náttúruverndarsinnar. Það sé hins vegar ekki endilega rétt. „Ástæðan fyrir því að landið okkar er svona hreint og óspillt ennþá er einfaldlega sú að hér eru engar auð- lindir í jörðu, engir málmar, engin olía eða gas. Ef það væri gull í Esjunni væri löngu búið að grafa hana í sundur, ef það væri jarðgas á Þingvöllum væri þar enginn þjóðgarður. Það er því fyrst núna með þessum stóriðjufram- kvæmdum sem umræða um náttúruvernd er að eiga sér stað af alvöru.“ Mengun er ein mesta meinsemd samtímans og víða um lönd hafa menn stórar áhyggjur af þróun mála í þeim efnum. Það orð fer af Ís- landi að hér sé náttúran hrein og ómenguð. Reynir kveðst velta því fyrir sér hvort við séum að tefla þessari ímynd í tvísýnu. „Ef við ætlum að halda áfram á sömu braut, byggja álver og virkjanir út um allt land verð- ur þessi ímynd fljótt úr sögunni. Sú ímynd sem Ísland hefur sem hreint og ósnortið land felur í sér mikilvæga sérstöðu og ber í skauti sér ótal tækifæri. Mörg íslensk fyrirtæki byggja á þessari sérstöðu til að framleiða og flytja vörur út undir merkjum hreinleika. Sem dæmi má nefna landbúnaðarafurðir, fiskafurðir, heilsuvörur, vatn og ferðaþjónustu. Í raun má segja að allt sem kemur frá Íslandi tengist þessari ímynd á einn eða annan hátt hvort sem er á sviði hátækni eða menningar, hestarækt- unar eða bílabreytinga. Þessi ímynd er eitt það verðmætasta sem við eigum – okkar auðlind.“ Framkvæmdirnar við Kárahnjúka voru samþykktar með miklum meirihluta á Alþingi á sínum tíma. Nú eru kosningar á næsta ári og Reynir er sannfærður um að þessi mikla óánægja sem hefur komið fram muni skila sér að einhverju leyti upp úr kjörkössunum. „Hún er farin að gera það nú þegar. Við sjáum að vinstri-grænir eru að auka fylgi sitt töluvert í skoðanakönnunum en þeir eru eini flokkurinn sem hefur haft skýra stefnu í um- hverfismálum. Sjálfur er ég hægri jafn- aðarmaður og er vissulega ekki sammála öllu sem vinstri-grænir standa fyrir. Samt er ég tilbúinn að styðja þá til að gefa stóriðjustefn- unni rauða spjaldið. Þetta á örugglega við um fleiri. Þetta mál er stærra en hægri eða vinstri. Eini flokkurinn sem hefur haft skýra stefnu í hina áttina er Framsóknarflokkurinn og ekki er risið á honum hátt í skoðanakönnunum. Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn hafa hummað þetta fram af sér til þessa. Að því kemur að þessir flokkar þurfa að taka afstöðu og bera ábyrgð.“ Enda þótt framkvæmdir við Kárahnjúka verði vart stöðvaðar úr þessu segir Reynir að mikill sigur sé þegar unninn. „Þótt þessi orr- usta sé líklega töpuð, er stríðið rétt að byrja. Íslenska þjóðin hefur sýnt að hún lætur ekki valta yfir sig og það verður eftir þetta ekki auðvelt að réttlæta virkjanir í Langasjó eða Þjórsárverum og bora í Landmannalaugum og Kerlingarfjöllum. Fólki er ekki sama um þessi svæði.“ Morgunblaðið/Jim Smart Alvara „Það er fyrst núna með þessum stór- iðjuframkvæmdum sem umræða um nátt- úruvernd á sér stað af alvöru,“ segir Reynir Harðarson umhverfisverndarsinni. » „Það er verið að brjótagróflega gegn íslensku þjóðinni. Þess vegna rís hún upp og mótmælir.“ Róm brennur og Neró kemur af fjöllum Ef það væri gull í Esjunni væri löngu búið að grafa hana í sundur, segir Reynir Harðarson sinnuð en náttúruverndin og ekkert raunsærri. Það er verið að búa hinni íslensku þjóð betra líf. Menn beisla ekki náttúruna og byggja verksmiðjur bara til þess að hafa gaman af því, heldur til að skapa atvinnu og bæta lífskjörin í landinu. Þetta er auðvitað mjög þjóðernis- sinnað viðhorf á sinn hátt.“ Guðmundur segir sífellt erfiðara að sætta þessi viðhorf til náttúrunn- ar, annars vegar eru þeir sem vilja virkja og hins vegar þeir sem vilja vernda náttúruna. Ekki hefur þó alltaf verið litið á þetta sem ósætt- anlegar andstæður. „Kvæðið Dettifoss eftir Einar Benediktsson er skyldulesning fyrir hvern mann sem er að pæla í nátt- úrusýn Íslendinga. Í því kemur hin tvíbenta sýn Íslendinga á náttúruna ákaflega vel fram. Í sama kvæðinu tignar skáldið og lofar fossinn sem eflir andann en um leið sér það virkjunina fyrir sér sem færir íbú- unum ljós og yl. Ég held að lengst af tuttugustu aldarinnar hafi verið auðveldara að sameina þessi við- horf, að vera virkjunarsinni og nátt- úruverndarsinni í senn. Að vísu voru ákveðin mörk sem menn voru ekki tilbúnir að fara yfir, t.d. vildu fæstir virkja perlur á borð við Gull- foss.“ Náttúruvernd árangursríkust hérlendis í kringum 1970 Ástæðan fyrir aðskilnaði þessara tveggja sjónarmiða er að áliti Guð- mundar m.a. sú að svæðin sem aldrei hafa haft rómantíska tilvísun séu nær uppurin. Nú berast böndin að perlunum og þá á málflutningur náttúruverndarsinna meiri hljóm- grunn en áður. „Menn sjá Kára- hnjúka í allt öðru ljósi en t.d. sand- ana sunnan jökla. Svo er líka hitt að fjölmiðlar færa afskekkta staði í auknum mæli inn í stofur lands- manna. Sjálfsagt hefur það líka áhrif.“ Guðmundur segir hæpið að tala um að náttúruverndarsjónarmið hafi ekki í annan tíma verið öflugri en nú. „Þvert á móti er ég þeirrar skoðunar að náttúruvernd hafi aldr- ei verið eins árangursrík á Íslandi og í kringum 1970. Þá tókst mönn- um að koma í veg fyrir, eða a.m.k. hafa mikil áhrif á, tvær stórar framkvæmdir, stækkun Laxárvirkj- unar og breytingu Þjórsárvera í uppistöðulón. Ég tel því varasamt að álykta að það sé endilega að verða einhver eðlisbreyting núna á umræðunni og við Íslendingar séum almennt orðnir meðvitaðri um nátt- úruvernd en nokkru sinni áður. Ég held að meðvitundin um að við get- um ekki gert hvað sem er hafi alltaf verið til.“ Guðmundur segir að fyrirhugað- ar breytingar á umhverfi Laxárdals hafi vísað mjög sterkt í sveitaróm- antík. „Þarna átti að sökkva heilum dal, þar átti ræktað og gróið land að fara undir vatn og því voru ekki síst heimamenn á móti framkvæmd- unum. En ef við lítum á Þjórsárver, sem var hitt málið sem var rætt á þessum tíma, þá var hætt við fram- kvæmdir sem stefndu ekki beinum efnahagslegum hagsmunum í voða, heldur varpstöðvum heiðagæsa. Þetta sýnir að náttúruvitund var líka mjög sterk þá.“ Guðmundur telur eigi að síður að íslenska þjóðin sé að ganga inn Hver á sér fegra föðurland, með fjöll og dal og bláan sand, með norðurljósa bjarmaband og björk og lind í hlíð? Með friðsæl býli, ljós og ljóð, svo langt frá heimsins vígaslóð. Geym, drottinn, okkar dýra land er duna jarðarstríð. Úr kvæðinu Hver á sér fegra föð- urland eftir Huldu (1881–1946). 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.