Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 71 Fáanleg fyrirtæki: Þjónusta okkar felst í að tengja saman kaupendur og seljend- ur fyrirtækja. Sem fagfólk í fyrirtækjaviðskiptum erum við í lifandi tengslum við innlendan sem erlendan fyrirtækjamarkað. Aðili að Við erum sérfræðingar í fyrirtækjaviðskiptum. TENGINGVIÐ TÆKIFÆRIN H O R N / H a u k u r / 2 4 0 4 A ) Tengsl okkar við viðskiptavini eru trúnaðarmál. Upplýsingar um fyrirtæki eru ekki gefnar í síma. Vinsamlega hringið og pantið tíma, síminn er 414 1200 en einnig er hægt að nota tölvupóst: jens@kontakt.is eða brynhildur@kontakt.is. • Stórt innflutningsfyrirtæki með mikla sérstöðu. EBITDA 130 mkr. • Fjármálastjóri-meðeigandi óskast að stóru og mjög arðbæru þjónustufyrirtæki í málmiðnaði. • Vel tækjum búin fiskvinnsla á höfuðborgarsvæðinu með góð viðskiptasambönd og beinan útflutning. Ársvelta 300 mkr. Ágætur hagnaður. • Sérverslun-heildverslun með tæknivörur. Ársvelta 130 mkr. • Þekkt sérverslun-heildverslun með barnavörur. Ársvelta 170 mkr. • Stór sérverslun-heildverslun með byggingavörur. • Þekkt iðnfyrirtæki sem þarfnast uppstokkunar. • Rótgróið innflutningsfyrirtæki með vörur fyrir apótek og stórmarkaði. EBITDA 30 mkr. • Sérhæft þjónustufyrirtæki fyrir viðskiptalífið óskar eftir framkvæmdastjóra- meðeiganda sem eignast fyrirtækið á nokkrum árum. Góð EBITDA. • Meðalstór heildsala á sérsviði. Ársvelta 250 mkr. • Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki með tæknivörur. Ársvelta 250 mkr. • Þekkt hugbúnaðarfyrirtæki með fasta viðskiptavini. EBITDA 10 mkr. • Stórt málmiðnaðarfyrirtæki. Ágæt EBITDA. • Lítil dagvörudeild úr heildverslun. Ársvelta 50 mkr. • Þekkt sérverslun með fatnað. Góð afkoma. • Jarðvinnufyrirtæki með nýlegar vélar og góða verkefnastöðu. • Meðalstórt iðnfyrirtæki í miklum vexti. • Rótgróin heildverslun með ýmsar vörur. Ársvelta 280 mkr. • Þekkt útgáfufyrirtæki. Ágætur hagnaður. • Merkjaland. Skilta- og merkjagerð. Góður hagnaður. • Mjög þekktur veitingastaður í nágrenni borgarinnar. Mikil sérstaða. Góð velta og hagnaður. Suðurlandsbraut 4, 7. hæð • Sími 414 1200 www.kontakt.is • Netfang: kontakt@kontakt.is Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is, gsm 820 8658 Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is, gsm 868 8648 Guðni Halldórsson viðskiptalögfræðingur, gudni@kontakt.is, gsm 694 7722 Birgir Ómar Haraldsson verkfræðingur, birgir@kontakt.is, gsm 896 6070 Sigurður A. Þóroddsson hdl. lögg. fasteignasali, sigurdur@kontakt.is, Lilja Margrét Hreiðarsdóttir framkvæmdastjóri, lilja@kontakt.is, gsm 698 0989 TRÉSKURÐUR Námskeið í myndskurði og öskjugerð hefst 19. september. Kennt verður á gamalgrónu verkstæði á Laugavegi 100. Örn Sigurðsson myndskeri og húsgagnasmíðameistari. Skráning og nánari upplýsingar í síma 848 8659. grunnskóli - framhaldsskóli - háskóli NÁMSAÐSTOÐ íslenska - stærðfræði - enska - danska franska - eðlisfræði - efnafræði - tölfræði þýska - spænska - lestur - stafsetning o.fl. greining á lestrarerfiðleikum Nemendaþjónustan sf. Sími 557 9233 • www.namsadstod.is UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS Hlíðasmára 9 - Kópavogi TÖK tölvunám TÖK tölvunám er 78 stunda tölvunám hjá NTV sem bæði er ætlað fyrir byrjendur og þá sem eitthvað kunna. Námið og kennslugögnin miða að því að undirbúa nemendur fyrir TÖK próf. Námsgreinar: Upplýsingatækni - Windows - Word - Excel PowerPoint - Póstur - Internetið TÖK er skammstöfun á al- þjóðlegu prófskírteini sem vottar tölvukunnáttu þína og vottar að þú sért tölvulæs. Það þýðir að þú kunnir að nýta þér flesta möguleika tölvunnar og þeirra forrita sem hvað mest eru notuð við vinnu og daglegt líf. TÖK-skírteini er mikill styrkur á vinnumarkaðinum jafnt hér- lendis sem erlendis. Morgunnámskeið: Byrjar 15. sept. og lýkur 13. okt. Kennt er mán., mið. og fös. frá kl. 8:30-12:30 Kvöldnámskeið: Byrjar 30. okt. og lýkur 2 des. Kennt er mán. og mið. frá 18 til 22 GEISLADISKUR Eiríks Rúnars Einarssonar er afar áhugaverður fyr- ir margar sakir, og á bæði sína kosti og galla. Ef fyrst er talið upp það sem vel er gert má nefna að það er valinn tónlistar- maður í hverju horni, og mikið lagt upp úr hljómi disksins. Söngkonan Hel- ena Kaldalóns syngur titillagið sem er jafnframt fyrsta lag disksins og gerir hún það afar vel. Eiríkur syng- ur sjálfur önnur lög plötunnar, og stendur sig í raun og veru ágætlega, en samt er eins og karakterinn og draumkennda stemmningin sem næst í fyrsta laginu sé aldrei fyllilega jöfnuð. Helena er yndisleg söngkona, með seiðandi rödd sem passar laginu afskaplega vel. Lagið sjálft er líka eiginlega bara gersemi, því það er gíf- urleg stemmning í því, og mann lang- ar strax að hlusta á það aftur er því lýkur. Því miður er flest það sem kemur á eftir Gerseminni næsta óþarft og mjög óeftirminnilegt. Annað lag plöt- unnar daðrar við djass, en sá djass er heldur ófrumlegur og það er textinn því miður líka. Höfundurinn ætlar sér einhverja hótfyndni og syngur ást- artexta sem reynist svo vera um hund en ekki konu, og er þetta alveg gjör- samlega misheppnuð tilraun til fyndni. Í framhaldi af þessu eru ein- hver ósungin lög sem ná ekki nógu vel að fanga athyglina, og einnig er mikill galli á mörgum laganna hve stutt þau eru, eða rétt um tvær mín- útur. Það sem líkast til er kjarni málsins er að diskinn skortir betri lög og texta. Allt gengur vel upp í titillaginu, en það sem á eftir kemur er ekkert í líkingu við það lag. Þarna er í sjálfu sér allt of mikill munur á, og hlust- andinn nær því ekki tengingu við restina af plötunni, eftir að fyrsta lag- inu lýkur. Þegar diskurinn hefur svo fengið að vera í spilaranum í nokkurn tíma er eins og maður átti sig á því að hann er bara hálfkláraður. Ekkert lag- anna, að undanskildu titillaginu, nær að festa rætur í huganum og hljóma þar aftur síðar. Í texta lagsins „Gersemi“ kemur fyrir setningin: „Enginn skjól mitt opna má, utan eða innan frá, áður en ég orðin er að gersemi.“ Þetta held ég því miður að hafi komið fyrir þennan disk, hann hefur verið gefinn út áður en hann varð að perlunni sem hann hefði getað orðið, ef lögin hefðu feng- ið að þróast aðeins og bíða lengur hjá höfundi sínum. Sem stendur er hann bara efniviður í perlu. Hefði mátt þróast meira TÓNLIST Íslenskur geisladiskur Geisladiskur Eiríks Rúnars Einarssonar, sem heitir Gersemi. 10 lög, heildartími 22.58 mínútur. Öll lög eru eftir Eirík en ljóð eru eftir Eirík Rúnar og Eirík Ein- arsson frá Réttarholti. Söngur: Eiríkur Rúnar Einarsson og Helena Kaldalóns. Trommur og slagverk: Jóhann Hjörleifs- son. Kontrabassi: Gunnar Hrafnsson. Píanó: Kjartan Valdemarsson. Raf- magnsgítar og orgel: Guðmundur Pét- ursson. Trompet: Birkir Freyr Matthías- son. Víbrafónn: Árni Scheving. Hammond-orgel: Þórir Baldursson. Saxófónn og þverflauta: Sigurður Flosason. Upptaka og hljóðblöndun: Friðrik Sturluson, í Sýrlandi og hljóð- veri FÍH. Útlit og hönnun: Eiríkur Rúnar Einarsson. Ljósmynd: Rune Valterson. Uppsetning og prentun: PIXEL. Útgef- andi: Eiríkur Rúnar Einarsson 2006. Eiríkur Rúnar Einarsson – Gersemi  Ragnheiður Eiríksdóttir AUGLÝSINGASÍMI 569 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.