Morgunblaðið - 10.09.2006, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 10.09.2006, Qupperneq 50
Glæsileg 235 fm efri sérhæð með tvöföldum innbyggðum bílskúr við Baughús í Grafarholti með einstöku útsýni yfir Reykjavík, sjávar og til fjalla. Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús, stofu, borðstofu, baðher- bergi og tvö herbergi á efri hæðinni. Á neðri hæðinni er herbergi, hol, sjónvarpsstofa, þvottahús og vatns- gufa. Sértimburverönd fyrir framan húsið. V. 49,5 m. 6080 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Baughús - Glæsilegt útsýni 50 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Laugavegi 170, 2. hæð. Opið virka daga kl. 8-17. Sími 552 1400 ● Fax 552 1405 www.fold.is ● fold@fold.is Þjónustusími eftir lokun er 694 1401. Falleg 122 fm hæð auk 32 fm bílskúrs. Eignin skiptist í bjarta stofu með fallegum útskotsglugga sem setur mikinn svip á eignina, þrjú svefnher- bergi, eldhús og baðherbergi.Fallegur og gróinn garður umlykur húsið. Reisuleg eign í rólegri götu. Verð 32,9 millj. Miðtún 86 - Reykjavík Opið hús í dag kl. 15-17 Mjög falleg 3ja herbergja risíbúð með stórum og fallegum kvistum og svölum í vestur. Íbúðin skiptist í tvö góð svefnherbergi, rúmgott baðher- bergi, eldhús og stofu. Verð 18,5 millj. Þessar eignir geta selst saman. SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. Holtsgata 9 – efri hæð og ris Opið hús í dag kl. 13-15 ALLT NÝTT! Glæsileg, um 130 fm efri hæð, algjörlega endur- nýjuð að utan sem innan, og nýtt ris í þessu húsi. Um er að ræða hæð með sérinngangi, forstofu, þvottahúsi/baðherb., 2 stofum og glæsilegu eldhúsi. Risið er með nýju, glæsilegu baðherbergi, vandað nýtt eik- arparket á öllum gólfum. Gert er ráð fyrir 3 herbergjum og sjónvarpsstofu í risi, sem er al- rými í dag, en seljandi sér um að stúka niður eftir óskum kaupanda. SJÓN ER SÖGU RÍKARI. Verð kr. 47.900.000. Sölumenn fasteign.is verða á staðnum kl. 13-15. ÚT ER komin árið 2006 bók sem gefin er út af hálfu Sigl- ingastofnunar, höfundur er Guðjón Ármann Eyjólfsson. Rit þetta er merkilegt að mörgu leyti en hefur inni að halda óskiljanlega agnúa sem er illskilj- anlegt þar sem stór hluti af því sem þar er skráð hefur laga- gildi. Áður en lengra er haldið ber að geta þess að samkvæmt bréfi frá samgöngu- ráðuneytinu ber ís- lenska ríkinu að full- gilda sumar Evrópugerðir sam- kvæmt orðanna hljóðan. Er í slík- um tilvikum áskilin orðrétt þýðing úr viðkomandi gerð. Er þetta allnýstárlegar upplýs- ingar að Íslendingar séu skuld- bundnir til að taka í lög hjá sér illa ígrunduð ákvæði laga sem eru bull og merkingarlaus eins og enski textinn í 28. reglu Sigl- ingareglnanna. Ekki er hægt að horfa fram hjá því að færustu sérfræðingar rík- isstjórnarinnar eða viðkomandi ráðuneytis skuli hafa lokað aug- unum fyrir jafn augljósri vitleysu og 28. grein er. Því má spyrja hvort sérfræðingarnir hafi ekki séð vitleysuna? Þar með er leyfilegt að spyrja hvað sé mikið af sambærilegu merkingarlausu bulli í þeim lögum sem Íslendingar hafa orðið að meðtaka frá herraþjóðunum er- lendu. Lög og reglur þurfa að vera á skiljanlegu máli svo að hægt sé fyrir hinn almenna borgara að fara eftir þeim. Gert er ráð fyrir því samkvæmt formála bókarinnar að bók þessi verði notuð sem kennslubók við Fjöltækniskóla Ís- lands. Er slíkt afleitt ef ekki verða leið- réttar þær villur, rangtúlkanir og agnú- ar sem eru í bókinni. Í fyrsta lagi ber að geta þess að aftarlega í bókinni bls. 348–369 er enskur texti sem settur er með til að réttlæta þann hluta bókarinnar sem á að vera þýðing á hinum enska texta. Mín tungumálakunnátta er ekki slík að ég treysti mér til að segja hvort hinn erlendi texti innihaldi eitthvað meira en orðanna hljóðan. Eitt er víst að hin beina þýðing á íslensku sem birt er í bókinni hef- ur ekki þá merkingu sem höf- undur hefur haldið fram í blaða- greinum (Mbl. 13. og 14 júní 2006). Er þarna átt við reglu 28 á bls. 337. Ef Íslendingar eiga að fara að geta sér til um hvað lög, sam- þykkt af Alþingi, innifela í ein- hverjum felutexta er betra að hafa engin lög heldur en 300.000 út- gáfur af túlkun á lagatextanum, þ.e. sérskilning hvers Íslendings. Texti reglu 28 er vægt til orða tekið óskiljanlegur ef skýring höf- undar í Morgunblaðsgrein er rétt. Er tilgangslaust að bera fyrir sig að sú skylda hvíli á okkur að þýða orðrétt það sem útlendingar hafa samið. Ef hinn erlendi texti inni- heldur ekki meira en fram kemur í þýðingu er hann bull. Alloft þarf mikinn og góðan skilning á hinu erlenda tungumáli til að skilja innihald texta svo hægt sé að koma innihaldinu til skila í þýð- ingu. Ekki er hægt að horfa fram hjá þýðingarvillu í reglu 33. Í hinum enska texta stendur „a vessel of 20 m or more shall be provided with a bell in addition to a whistle“. Við þýðingu þessa texta verður orðið „bell“ að skipsklukku samkvæmt reglu 33 á bls. 338. þrátt fyrir fullyrðingar aðila um að skylt sé að þýða orðrétt hinn erlenda texta þá gerist þess ekki þörf ef þýðandi vill vera sniðugur og skapa sér orðstír sem nýyrða- smiður. Rétt er að spyrja þýðanda eða þýðendur, sem sneru hinum erlenda texta siglingareglnanna yfir á íslensku, hvernig heitið „bell-buoy“ myndi hljóma á ís- lensku? Samkvæmt fyrri þýðingu myndi það vera skipsklukku-bauja eða skipsklukku-dufl. Það sorglega eða sérkennilega Stjórn og sigling íslenskra skipa Kristján Guðmundsson fjallar um bók sem Siglingastofnun gefur út »Margir agnúar eru áþessu riti og ef til stendur að nota það sem kennslubók ætti að inn- kalla það og lagfæra agnúana. Kristján Guðmundsson UM HNJÚKANA sem kenndir eru við Kára hefur heilmikið verið ritað og rætt í fjölmiðlum að und- anförnu og sýnist sitt hverjum eins og gefur að skilja, enda ekki ofmælt að um þá hafi gustað allhressilega. Í þessari síharðnandi rimmu eigast við stjórnmálamenn, ráð- herrar, rithöfundar, forstjóri Landsvirkj- unar, náttúrufræð- ingur, jarðfræðingar, jarðeðlisfræðingar, verkfræðingar, upp- lýsingafulltrúar og allt niður í álitsgjafa og sérgreinaglópa, liggur mér við að segja. Og nú ætlar sá sem hér heldur á penna að taka sér það bessaleyfi að leggja nokkur orð í þann belg sem hlýtur að vera um það bil að springa, en ég skal lofa því, les- endur góðir, að reyna að vera gagnorður. Skömmu eftir að fram- kvæmdum við Blönduvirkjun lauk var gefinn út bæklingur á ensku á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytisins og hét einfaldlega „Lo- west Energy Prices“, þ.e. lægsta orkuverð. Hvers konar sölumenn, ef sölumenn skyldu kallast, voru þar í rauninni á ferð? Hefði ekki verið nær að bjóða sanngjarnt verð eða þá að fara bara að dæmi Rúmfatalagersins og auglýsa raf- orkuna aðeins ódýrari. Það hvílir svo mikil og annarleg leynd yfir öllu þessu máli að mað- ur á ekki eitt aukatekið orð. Al- menningur fær ekki að vita hvað Alkóar greiða Landsvirkjun fyrir raforkuna. Þessum dæmalausu sölumönnum hefur ef til vill tekist ætlunarverk sitt, þ.e.a.s. að selja hana á lægsta hugsanlega verði, en er þar með öll sagan sögð? Gerðist eitthvað á bak við tjöldin? Víst er að margt get- ur gerst undir borði, margt sem enginn má vita. Hafa ef til vill einhverjir sniðugir og slægir ráðamenn rétt þar fram lúkurnar og þegið vænar fúlgur úr hendi álfurstanna og gera það kannski enn? Spyr sá sem ekki veit. Hér skal ekkert fullyrt, en stundum læðist að manni illur grunur. Á meðan á Nato- fundinum stóð hér í Reykjavík fyrir nokkrum árum bauð þáver- andi forsætisráðherra vor, Davíð Oddsson, Berlusconi að skoða með sér Þingvelli, Gullfoss og Geysi og það í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Það hefði áreiðanlega aldrei hvarflað að honum að fá „Frúna“ hans Ómars til þess. Hefði senni- lega ekki þótt nógu fín. Hvers vegna naut þessi umdeildi stjórn- málamaður slíkrar gestrisni og það langt fram yfir aðra fulltrúa á fundinum? Á þessi ítalski auðjöfur sem er alls staðar með klærnar og hefur alla þræði í hendi sér í heimalandi sínu, máski hlut í Imp- regilo? Eitthvað var meira en lítið rotið í ríki Davíðs og það fer vart á milli mála að Davíðskan var djöfulleg og Geirræðið sem nú er tekið við verður áreiðanlega lítið skárra. Valgerður Sverrisdóttir, fyrr- verandi iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, sem á ætt sína að rekja til Þönglabakka í Fjörðunum, á nú ekki sjö dagana sæla, enda hefur hún verið sökuð um að hafa leynt þingheim greinargerðinni marg- umtöluðu eftir Grím Björnsson. Hún taldi hana víst of flókna og torskilda fyrir starfsfélaga sína, þá þöngulhausa sem sitja með henni á Alþingi. Í gamla daga lýstu sanntrúaðir framsóknarmenn því fjálglega yfir að allt væri betra en íhaldið, en nú er komið annað hljóð í strokk- inn og liggur við að þeir syngi í einum kór: Ekkert er betra en íhaldið, enda hefur það verið þeirra stoð og stytta í meira en áratug. Að lokum þetta. Ef ég væri nokkrum áratugum yngri myndi ég safna liði og gera byltingu. Okkar fyrsta verk yrði að vísa öll- um þingmönnum á dyr, senda þá í þrifabað í Drekkingarhyl og láta síðan sótthreinsa Alþingishúsið. Ekki veitir því af ærlegri hrein- gerningu eftir eftirlaunaóværuna. Framhald frekari aðgerða héldi ég vitanlega kirfilega leyndu. P.s. Vonandi erum við ekki að leggja upp í óvissuferð sem muni enda með óforséðum ósköpum. Nú fer gamanið heldur betur að kárna við hnjúkana Halldór Þorsteinsson fjallar um Kárahnjúkavirkjun » Almenningur færekki að vita hvað Alkóar greiða Lands- virkjun fyrir rafork- una. Halldór Þorsteinsson Höfundur er skólastjóri Málaskóla Halldórs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.