Morgunblaðið - 10.09.2006, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 10.09.2006, Qupperneq 2
2 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Viltu gerast ferðaráðgjafi? Ferðamálaskóli Íslands er eini skólinn hér á landi sem býður upp á alþjóðlegt nám frá IATA/UFTAA, sem eru alþjóðleg samtök flugfélaga og ferðaskrifstofa, og útskrifar skólinn á hverju ári „ferðaráðgjafa“ til starfa hjá flugfélögum, ferðaskrifstofum og við aðra ferðaþjónustu. Með aukningu ferðamanna hefur þörfin eftir fólki með slíka menntun aldrei verið meiri. Flestir, sem útskrifuðust í vor, fengu starf innan ferðaþjónustunnar að loknu námi. www.menntun.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag Yf i r l i t Í dag Fréttaskýring 6 Hugvekja 57 Sigmund 8 Minningar 57/61 Staksteinar 8 Listir 64/71 Veður 8 Sjónspegill 66 Ummælin 21 Myndasögur 70 Daglegt líf 22/39 Dægradvöl 72/73 Forystugrein 32 Dagbók 76/77 Reykjavíkurbréf 40 Víkverji 76 Umræðan 42/55 Leikhús 68/69 Bréf 55 Bíó 74/77 Auðlesið efni 56 Sjónvarp 78 * * * Innlent  Sjávarútvegsráðherra segir ljóst að Íslendingar hafi lögformlegar heimildir til að hefja hvalveiðar, þótt pólitísk ákvörðun hafi ekki verið tek- in um veiðarnar af hálfu rík- isstjórnar. Framkvæmdastjóri Hvals segir ekki eftir neinu að bíða, fara verði yfir veiðibúnaðinn svo að hægt verði að hefja veiðar á næst- unni. » 6  Prófessor við HÍ segir sjónarmið þeirra sem deila um virkjanafram- kvæmdir ósættanleg í eðli sínu og enga millileið mögulega í deilum þeirra. Hann kveður deilurnar end- urspegla breyttan tíðaranda, áhrif hnattvæðingar og nýjar áherslur í þjóðernisvitund landsmanna. » 10  Íslendingar taka nú þátt í Fen- eyjatvíæringnum í fyrsta sinn, en sýningin er einn mikilvægasti vett- vangur heims fyrir kynningu á byggingarlist. Hönnun Tónlistar- og ráðstefnuhúss við Reykjavíkurhöfn verður kynnt á sýningunni auk þess sem gestum íslenska skálans gefst kostur á að upplifa íslenska sum- arbirtu og þriggja tonna drang úr Dómadal. » 4  Nánast engin þjónusta er við blind börn á Íslandi, segir móðir tveggja daufblindra stúlkna á grunnskólaaldri. Þjónusta við blind börn hér á landi stendur þjónustu á öðrum Norðurlöndum langt að baki. Í vikunni kynntu fullltrúar frá þekk- ingarmiðstöðvum fyrir blinda á Norðurlöndum sér aðstöðu hér á landi. Einn þeirra lagði til að Íslend- ingum yrði veitt þróunaraðstoð í þessum málum. »6  Sjötíu ár eru liðin frá því að franska rannsóknarskipið Pourquoi- Pas? fórst í ofsaveðri við Mýrar og með því hinn frægi vísindamaður Charcot, auk 38 skipverja. Í blaðinu í dag er birt skýrsla Eugenes Gonidecs um slysið, en hann var eini skipverji Pourquoi-Pas? sem komst lífs af. » 28 Erlent  Samningamenn Evrópuríkjanna og Írans hugðust í gær eiga fund í Vín og reyna að finna grundvöll að viðræðum um kjarnorkumál klerka- stjórnarinnar í Teheran. Íranar hafa hunsað kröfur öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna um að stöðva tilraunir með auðgað úran sem nota má til sprengjugerðar. Til greina kemur að öryggisráðið samþykki refsiaðgerðir gegn Íran. » 1 ÞAÐ mátti ekki miklu muna að suð- urgarðurinn í Hafnarfjarðarhöfn færi á kaf í stórstreyminu á föstu- dag, og voru rétt um 20 cm sem vantaði upp á að flæddi yfir bryggj- una. Ingvi Einarsson hafnarvörður segir þetta alvanalegt þegar stór- streymt sé, og á stundum flæði yfir suðurgarðinn, svo menn þurfi að vaða sjóinn upp í hné. Ástæðan sé sú að bryggjukanturinn hafi sigið í gegnum tíðina, en aðrir garðar í bryggjunni standi ofar. Þetta valdi þó ekki sérstakri hættu þar sem varnargarðar verji höfnina fyrir öldugangi. Morgunblaðið/Ómar Stórstreymi í Hafnarfjarðarhöfn VEGNA mikillar eftirspurnar og fjölda áskorana hefur verið ákveðið að bæta við aukatónleikum með Björgvini Halldórssyni og Sinfón- íuhljómsveit Íslands í Laugardals- höll. Tónleikarnir fara fram að kvöldi sunnudagsins 24. september, en eins og kunnugt er seldust miðar á laugardagstónleika Björgvins upp á örskotsstundu. Í tilefni af 40 ára afmæli Alcan í Straumsvík bauð fyrirtækið hátt í 2.000 Hafnfirðingum á tónleika með Björgvini og Sinfóníuhljómsveitinni, en þeir tónleikar verða fyrstir í röð- inni, fara fram kl. 17 á laugardeg- inum. Það má því segja að kátt verði í Höllinni að tveimur vikum liðnum, þrennir tónleikar verða haldnir á tveimur dögum og reikna má með því að hátt í tíu þúsund aðdáendur Bó Halldórs muni berja átrún- aðargoðið augum. Fjöldi landsþekktra listamanna kemur fram á tónleikunum, þar á meðal Karlakórinn Fóstbræður, börn Björgvins, Svala og Krummi, og rytmaband Björgvins. „Svo má ekki gleyma flottustu hljómsveit landsins, Melabandinu eða Sinfón- íuhljómsveit Íslands eins og hún nefnist í daglegu tali,“ segir Björg- vin. Aðspurður hvernig undirbún- ingur gengur kveður Björgvin æf- ingar hafa gengið vel, enda ekki við öðru að búast þegar svo stór hópur fagmanna kemur saman, en þegar mest lætur verða 136 uppi á sviði Laugardalshallarinnar. „Ég finn fyrir jákvæðum straumum og þegar maður hefur svo margt gott fólk á bak við sig getur þetta varla klikk- að.“ Almenn miðasala hefst á föstu- daginn kemur, en forsala fyrir M12- áskrifendur Stöðvar 2 mun fara fram daginn áður. Salan fer fram á www.midi.is, í verslunum Skífunnar og verslunum BT á Akureyri, Egils- stöðum og Selfossi. Þrennir tónleikar Björgvins og Sinfóníunnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Vinsæll Reikna má með að hátt í 10 þúsund aðdáendur Björgvins Hall- dórssonar sjái tónleika hans í Laug- ardalshöllinni eftir tvær vikur. ELDUR kviknaði í íbúðarhúsi við Hlíðarveg í Kópavogi um sexleyt- ið í gærmorgun. Að sögn varð- stjóra hjá Slökkviliði höfuðborg- arsvæðisins hafði eldur kviknað í kjallara hússins þar sem tveir eru búsettir. Þeir komust af sjálfs- dáðum út svo og fjögurra manna fjölskylda sem býr á efri hæð hússins. Eldurinn var ekki mikill en reykur var talsverður, að sögn slökkviliðs. Íbúar kjallarans voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynn- ingar en þeir eru taldir hafa feng- ið snert af reykeitrun. Tveir reyk- kafarar fóru inn í kjallarann og í kjölfarið var húsið reykræst. Íbúar sluppu þegar kviknaði í íbúðarhúsi JÓNMUNDUR Guðmarsson, bæj- arstjóri Seltjarnarness, segir niður- stöðu hafa fengist í máli fatlaðra barna, sem sækja hina nýju sund- laug, á fundi for- eldra barnanna, bæjaryfirvalda og fulltrúa skóla- og félagsmála í bæn- um. „Við brugð- um á það ráð að skilgreina einn nýrra búnings- klefa íþróttamið- stöðvarinnar við sundlaugina sem skiptiklefa fyrir þau fötluðu börn sem þurfa aðstoð við að fara úr og í,“ segir Jónmund- ur. Tilefni fundarins var öðrum þræði að leita leiða við að betrumbæta hina almennu búningsklefa þannig að þeir sem eru fatlaðir eigi auðveldara með að komast sjálfir í sund. „Við munum funda að nýju á mánudaginn varð- andi handrið og setur og þegar við höfum í höndum ábendingar um hvað það sé nákvæmlega sem betur megi fara verður ráðin bót á vand- anum,“ segir Jónmundur að lokum. Fötluð börn fá sér- stakan bún- ingsklefa Jónmundur Guðmarsson ♦♦♦ Kynningar – Morgunblaðinu fylgir bæklingur frá Icelandair.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.