Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 245. TBL. 94. ÁRG. SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is KVÆÐAMENN Í HÚS STEINDÓR ANDERSEN OG RÍMUR, SLÉTTUBÖND, SJÓMENNSKA, PÍPA OG FÖGUR MEY >> 24 HEIMSLIST SÝNING Í ÞJÓÐ- MINJASAFNI OPNUÐ HANNYRÐIR KVENNA >> 64 ÞAÐ hefur löngum þótt tilheyra fyrir ferða- menn að skoða bæði Gullfoss og Geysi. Þessir ferðalangar biðu þolinmóðir eftir hreyfingu í Geysi, en þeir óttuðust greinilega ekki að hverinn léti mikið á sér kræla, enda væri lífs- hættulegt að standa svo nærri ef hann tæki upp á að gjósa. En af því þarf víst ekki að hafa miklar áhyggjur, enda hefur gamli Geysir það rólegt þessa dagana og lætur lítið bera á sér. Morgunblaðið/Haraldur Þór Stefán Rýnt í gufuna við Geysi „VESALINGS drengirnir mínir,“ sagði heimskautafarinn Jean-Baptiste Charcot þegar leiðangursskipið Pourquoi-Pas? var að farast og hann hafði gefið skipun um að setja út þá báta sem eftir voru um borð. Þetta kemur fram í skýrslu Eugene Gonidecs, eina skipverj- ans sem lifði af þegar Pourquoi-Pas? fórst, sem birt er í Morg- unblaðinu í dag. 16. sept- ember verða sjötíu ár liðin frá sjóslysinu þegar franska rannsóknaskipið Pourquoi-Pas? fórst í ofsaveðri við Mýrar og með því hinn frægi landkönnuður og vís- indamaður Charcot, auk 38 annarra vís- indamanna og skipverja. Í skýrslu stýrimannsins Gonidec kemur m.a. fram að togari sigldi þvert fyrir þá eft- ir að þeir sneru við í óveðrinu og sýnist sem seglskipið, með afllitla vél, hafi ekki náð sömu stefnu aftur í þessu vitlausa veðri og borið af leið. | 28 „Vesalings drengirnir“ Jean-Baptiste Charcot Eftir Elínu Pálmadóttur „EF búnaðurinn í Hvalfirði stenst skoðun erum við til- búnir að hefja hvalveiðar í lok september,“ segir Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. „Ef það reynist of tímafrekt að koma búnaðinum í lag stefnum við að því að hefja veiðar næsta vor.“ Endurinnganga Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðið árið 2002 var með fyrirvara um bann ráðsins við hvalveiðum í atvinnuskyni. Þar sem það er mat íslenskra stjórnvalda að ekki hafi orðið framgangur í stjórnkerfi hvalveiða tók fyrirvari Íslands gildi um síðustu áramót. „Ísland hefur því þjóðréttarlegan rétt til að stunda hvalveiðar í at- vinnuskyni,“ segir Ásta Einarsdóttir, lögfræðingur í samgönguráðuneytinu. Einar Kr. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir ljóst að Íslendingar hafi lögformlegar heimildir til að hefja hvalveiðar. „En pólitísk ákvörðun þarf að vera tek- in af ríkisstjórninni og hún hefur ekki verið tekin ennþá. Ég hef hins vegar alltaf talið það rökrétt framhald af okkar nýtingarstefnu að stunda hvalveiðar með sjálfbær- um hætti og þær vísindalegu veiðar sem staðið hafa yfir undanfarin þrjú ár hafa verið liður í því að varpa ljósi á stöðu hvalastofnanna. Aðrar ákvarðanir um vísindaveið- ar hafa ekki verið teknar.“ Kristján Loftsson er þeirrar skoðunar að ekki sé eftir neinu að bíða; hvalirnir bíði eftir skutlunum. Unnið er að því að yfirfara búnað Hvalstöðvarinnar í Hvalfirði, að sögn Kristjáns. „Það hefur aðeins verið masað í áratugi og allt er því í lamasessi. [...] Það er ekki mikill tími til stefnu og lítið má út af bera til að við komumst ekki á veiðar í haust, en það er deginum ljósara að við verðum klárir í slaginn í vor.“ | 6 Morgunblaðið/Árni Sæberg Úr slipp „Það var verið að yfirfara skipið og skrokk- urinn er eins og á kornabarni – hann lítur svo vel út.“ Tilbúnir að hefja hval- veiðar í lok mánaðarins „Ísland hefur þjóðréttar- legan rétt til að stunda hvalveiðar í atvinnuskyni“ Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is »1983: Ísland mótmælir ekki banni við hval-veiðum í atvinnuskyni á fundi Alþjóðahval- veiðiráðsins. Norðmenn mótmæla og þurfa því ekki að hætta veiðunum. » 1985: Síðasta ár sem hvalveiðar í atvinnuskynieru leyfðar við Ísland. » 1986: Hvalveiðibann Alþjóðahvalveiðiráðsinstók gildi. » 1991: Ísland segir sig úr Alþjóðahval-veiðiráðinu. » 2002: Ísland gengur aftur í Alþjóðahval-veiðiráðið með fyrirvara við banni við hval- veiðum í atvinnuskyni og skuldbindur sig til að hefja ekki atvinnuveiðar fyrr en 2006. Í HNOTSKURN SAMNINGAMENN helstu ríkja Evrópusambandsins og Írana bjuggu sig um hádegið í gær undir fund Javiers Solana, aðaltalsmanns ESB í utanríkismálum og Ali Larij- anis, samningamanns Írana í deilun- um um kjarnorkutilraunir klerka- stjórninnar, í Vín. Átti þar að gera tilraun til að finna grundvöll að nýj- um viðræðum Írana og stórveldanna til þess að koma í veg fyrir að sam- þykktar yrðu refsiaðgerðir gegn Ír- an í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna fyrir meint brot á alþjóðasamningi um bann við út- breiðslu kjarnavopna. George W. Bush Bandaríkjafor- seti segist í blaðaviðtali sem birt var í gær hafa áhuga á að vita meira um írönsk stjórnvöld og kynna sér af- stöðu þeirra. Sagðist Bush sjálfur hafa ákveðið að veita Mohammad Khatami, fyrrverandi forseta Írans, vegabréfsáritun til Bandaríkjanna en Khatami hefur ferðast um Banda- ríkin í vikunni og haldið erindi. „Mig langaði til að heyra hvað hann hefði fram að færa,“ sagði Bush í viðtali við The Wall Street Journal. „Ég vil gjarnan vita meira um írönsk stjórnvöld, hvernig ríkisstjórnin hugsar og hvað einstaklingar í rík- isstjórninni eru að hugsa,“ sagði Bush. Hann seg- ist vona að hægt verði að fá Írana með friðsamleg- um samningum til að hætta kjarnorkutilraun- um. Þykir þetta stinga í stúf við ýmis harkaleg ummæli Bush um íranska ráðamenn síðustu mánuðina þar sem hann hefur jafnvel gefið í skyn að ef allt annað þryti kæmi til greina að stöðva kjarnorkutilraunir Írana með hernaðarárás. Bush sagði nýlega að hinn nýi og herskái forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, væri harðstjóri. Khatami fordæmdi árásirnar á Bandaríkin 2001 Mohammad Khatami fordæmdi á föstudag hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin í september 2001. „Við múslímar ættum að fordæma þessi grimmdarverk enn harkalegar en annað fólk,“ sagði Khatami. „Hryðjuverk, sem merkja að óbreyttir borgarar eru drepnir í nafni einhvers, eru siðlaust athæfi og enginn sem hunsar þannig grund- vallargildi kemst til himna. Ef þeir, sem drepa aðra og fremja hryðju- verk segjast gera það í nafni íslams, þá eru þeir að segja ósatt.“ Solana reynir að semja við Írana Bush Bandaríkjaforseti virðist milda afstöðu sína gagnvart klerkastjórninni Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Javier Solana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.