Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ 12. september 1976: „Ým- islegt má segja um það ályktanaflóð, sem leyst hef- ur verið úr læðingi vegna bráðabirgðalaga um sjó- mannakjör en þó er hlutur Alþýðusambands Vestfjarða einstæður og ástæða til að geta hans að nokkru. Í ályktun, sem stjórn Alþýðu- sambands Vestfjarða hefur sent frá sér, er setningu bráðabirgðalaga þessara mótmælt og síðan segir orð- rétt: „Fundurinn bendir sér- staklega á þá staðreynd, að í gildi eru samningar um kaup og kjör sjómanna milli samtaka þeirra og samtaka vestfirzkra útvegsmanna undirritaðir 13. apríl 1975. Í ljósi þessa geta bráðabirgða- lögin á engan hátt gilt hvað varðar kjör vestfirzkra sjó- manna fram að setningu laga þessara.“ Svo mörg eru þau orð. Forseti Alþýðusambands Vestfjarða heitir Pétur Sig- urðsson og hefur hann væntanlega staðið að og haft forystu um þessa ályktun. Hinn 8. febrúar sl. undirrit- aði Pétur Sigurðsson fyrir hönd Alþýðusambands Vest- fjarða svofellda yfirlýsingu: „1. þar sem ríkisstjórnin hefur lýst því yfir, að hún muni beita sér fyrir setn- ingu laga og reglugerða í samræmi við tillögur nefnd- ar um sjóði sjávarútvegs og hlutaskipti, lýsa aðilar því yfir, að þeir muni gera þá samninga sín á milli, sem nú eru lausir, um kjör sjó- manna á grundvelli tillagna og ábendinga sem fram komu í skýrslu nefndarinnar dags. 19. janúar 1975. 2. að- ilar lýsa því ennfremur yfir, að þeir muni beita sér fyrir því að heimildir verði veittar til þess að taka þegar upp samninga á þessum grund- velli um breytingar á þeim kjarasamningum aðila, sem ekki hefur verið sagt upp, með sama hætti og væru þeir lausir.“ Undir þessa yfirlýsingu ritaði forseti Alþýðu- sambands Vestfjarða nafn sitt og skuldbatt sig þar með til þess að beita sér fyrir samningum milli sjó- manna og útvegsmanna á Vestfjörðum, enda þótt þeim hefði ekki verið sagt upp.“ . . . . . . . . . . 14. september 1986: „Árið 1980 námu gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum 231 m.kr., eða um 4% af þjóðarframleiðslu. Á síðast- liðnu ári vóru þessar tekjur þrír milljarðar króna, eða 6,3% af útflutningstekjum og 2,8% af þjóðarfram- leiðslu. Þessar tölur, sem sýna vel vaxtarþrótt ferða- útvegs okkar, koma fram í grein Matthíasar Bjarna- sonar, samgönguráðherra í Morgunblaðinu fyrir skömmu. Fagna ber því að ráðherra gerir þjóðinni, milliliðalaust, grein fyrir framvindu í þessari atvinnugrein. Ráð- herrar og þingmenn ættu að gera meira af því að koma viðhorfum sínum í málum, sem þeir sinna, með þessum hætti og milliliðalaust á framfæri við landsmenn. Þeir velja, því miður, oftar þá leið að láta fjölmiðla koma viðhorfum sínum á framfæri, í viðtölum eða fréttabútum, sem á stund- um segja aðeins hálfa sögu. Við þær aðstæður er yf- irleitt verið að bregðast við sérgreindum atriðum án þess að heildarmynd sé dregin.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. H ver er ábyrgð og hlutverk fjöl- miðla í heimi, þar sem samgang- ur ólíkra menningarheima og trúarbragða er meiri og nánari en nokkru sinni fyrr? Geta fjöl- miðlar stuðlað að auknu umburð- arlyndi og skilningi á milli menningarheima? Þetta voru lykilspurningarnar á ráðstefnu, sem ríkis- stjórnir Noregs og Indónesíu efndu til á indónes- ísku eynni Bali um síðastliðna helgi. Tilefni ráð- stefnunnar var uppþotið, sem birting skop- teikninga af Múhameð spámanni í dönskum og norskum blöðum olli í ríkjum múslima fyrr á árinu. Til ráðstefnunnar var boðið 72 blaðamönnum frá 44 ríkjum, í öllum heimsálfum. Segja má að fundar- staðurinn hafi verið táknrænn, þar sem víglínan í því, sem stundum hefur verið kallað átök menning- arheima, hafa legið um þessa friðsælu eyju. Á Bali hafa tugir vestrænna ferðamanna týnt lífi í tveimur sprengjuárásum, 2002 og 2005, af völdum hryðju- verkamanna, sem lýstu yfir hatri sínu á öllu, sem vestrænt er, og sögðust starfa í nafni íslams. Ætla má að af hálfu norskra stjórnvalda hafi a.m.k. einn tilgangurinn með þessu frumkvæði ver- ið að draga úr þeim skaða, sem skopmyndamálið olli á ímynd Noregs í múslimaheiminum. Stjórn Indónesíu vill hins vegar vekja athygli á því að land- ið, sem er það fjölmennasta sem aðallega er byggt múslimum, er jafnframt eitt fárra múslimaríkja, sem hafa tekið upp lýðræðislega stjórnarhætti. Stjórnin í Jakarta vill nálgast deilur um það, hvern- ig mynd er dregin upp af múslimum í vestrænum fjölmiðlum, með öðrum hætti en t.d. einræðis- stjórnirnar í Íran og Sýrlandi, sem beinlínis kyntu undir ofbeldi og árásum á vestræn sendiráð þegar lætin vegna skopmyndamálsins stóðu sem hæst. Í umræðum á Bali var á það bent að umhverfi fjölmiðlunar hefði breytzt mikið á undanförnum ár- um. Varla er hægt að segja að fjölmiðlar séu lengur bundnir við bæ, borg eða ríki eins og áður var. Efni ótal dagblaða og útvarpsstöðva er aðgengilegt á Netinu um allan heim, um leið og það birtist. Dag- skrá sjónvarpsstöðva er endurvarpað víða um lönd. Og fjölmiðlar tala ekki lengur við einsleitan les- endahóp í menningar- og trúarlegu tilliti. Í flestum ríkjum Vestur-Evrópu eru nú minnihlutahópar, sem hafa aðra menningu og trúarbrögð en meiri- hlutinn; lesendur, hlustendur og áhorfendur sem eiga sama rétt og meirihlutinn á því að tilfinningar þeirra séu ekki særðar eða vegið að þeim með ómaklegum og ósmekklegum hætti. Slysið á Jyllands-Posten U mræður um skopmyndamálið voru fyrirferðarmiklar á ráðstefnunni, enda var það beinlínis kveikjan að því að hún var haldin. Í ljósi þess hve hart var deilt um birtingu Jyllands-Posten á skopmyndun- um fyrr á þessu ári, vakti athygli hversu stór meiri- hluti þeirra blaðamanna, sem saman voru komnir á Bali, var sammála um að birting þeirra hefði verið mistök. Enginn var til að taka til varna fyrir Jyl- lands-Posten; engir danskir blaðamenn sóttu raun- ar ráðstefnuna, þótt allmörgum hefði verið boðið. Siri Lill Mannes, aðalfréttalesari norsku sjón- varpsstöðvarinnar TV 2, benti hins vegar á að rit- stjórar bæði Jyllands-Posten og norska tímaritsins Magazinet, sem endurbirti skopmyndirnar, hefðu beðizt afsökunar á því að hafa móðgað múslima og sagzt ekki hafa gert sér grein fyrir því hver við- brögðin yrðu. Birting myndanna hefði því ekki ver- ið sú yfirlýsing um mikilvægi tjáningarfrelsisins, sem upphaflega hefði verið lagt upp með, heldur slys, byggt á skorti á þekkingu. Mannes benti á að fjölmiðlar hefðu enga skyldu til að nýta sér tjáning- arfrelsið til hins ýtrasta með því að birta bókstaf- lega allt, sem þeim dytti í hug eða til þeirra bærist. „Við verðum að taka ákvarðanir byggðar á þekk- ingu. Við þurfum að vita hvað við erum að gera. Viljum við taka áhættuna með birtingu efnis, sem er augljóslega viðkvæmt?“ spurði Mannes. Ýmsir urðu sömuleiðis til að benda á að Jyllands- Posten hefði í raun skaðað tjáningarfrelsið í ýmsum ríkjum múslima, þar sem það á erfitt uppdráttar fyrir. Öfgamenn hefðu getað sagt: „Sjáið til hvers þetta svokallaða tjáningarfrelsi leiðir. Afleiðingin er guðlast og niðurlæging hinna trúuðu.“ Á hinn bóginn var almennt samstaða um það á ráðstefnunni að ritskoðun ríkisstjórna og lagasetn- ing, sem bannaði tiltekna umfjöllun í fjölmiðlum, væri ekki rétta leiðin til að tryggja að virðing væri borin fyrir menningu fólks og trúarbrögðum í fjöl- miðlum. Þvert á móti yrði að treysta siðferðilegu mati blaðamanna og ritstjóra á því, hvað væri birt- ingarhæft og hvað ekki. Og flestir tóku undir það, að stjórnvöld hefðu ekkert getað gert og ekkert átt að gera til að refsa Jyllands-Posten fyrir birtingu myndanna eða fordæma hana. Aidan White, forseti Alþjóðasambands blaða- manna, sagði þannig að ef ritstjórar Jyllands-Post- en hefðu áttað sig til fulls á hugsanlegum afleið- ingum birtingar skopmyndanna af spámanninum, en engu að síður ákveðið að birta þær, hefði það verið fullkomlega lögmæt ákvörðun. Og Ferial Hafegee, ritstjóri suður-afríska blaðsins Mail & Guardian, sagði að hún hefði ákveðið að endurbirta eina af skopmyndunum til þess að lesendur hennar gætu séð um hvað málið snerist. „Margir urðu til að segja mér að það hefði verið röng ákvörðun, en eng- inn stakk mér í fangelsi,“ sagði Hafegee. Fara íslam og tjáningarfrelsið ekki saman? Þ að er mikil einföldun að stilla deilunni um skopmyndirnar þannig upp, að hún hafi staðið annars vegar á milli stuðningsmanna tjáningarfrelsis og lýðræðis á hinum kristnu Norður- löndum og hins vegar á milli músl- ima, sem þoli ekki tjáningarfrelsi, viti ekki hvað lýð- ræði sé og heimti undirgefni annarra gagnvart eigin trú og menningu. Þegar lætin vegna skop- myndamálsins stóðu sem hæst, gat það þó litið þannig út. En auðvitað hafa skoðanir verið mjög skiptar á Vesturlöndum um það hvort rétt væri að birta myndirnar eða ekki. Jonas Gahr Støre, utan- ríkisráðherra Noregs, benti á það í ræðu sinni á ráðstefnunni að deilan hefði hafizt innanlands; norskir múslímar hefðu mótmælt birtingu mynd- anna. „Á okkar eigin tungumáli, og í gegnum okkar eigin menningu, útskýrðu þeir hvernig þeim liði innra með sér,“ sagði hann. Það flækir sömuleiðis umræðuna, að stærstur hluti ríkja múslima býr ekki við lýðræði. Í um- ræðum á Vesturlöndum er því stundum haldið fram að íslam, lýðræði og tjáningarfrelsi geti ekki farið saman. Þá gleymist gjarnan að fyrir aðeins tveimur áratugum eða svo bjó hartnær hálfur kristindóm- urinn við harðstjórn, skort á lýðræði og ekkert tjáningarfrelsi. Og það á enn við í mörgum kristn- um ríkjum. Lýðræði og tjáningarfrelsi hefur ekkert með trúarbrögð að gera. Indónesía, gestgjafi ráð- stefnunnar, er byggð múslimum að stærstum hluta, en hefur á undanförnum árum tekið upp lýðræð- islega stjórnarhætti. Og þótt indónesískur ritstjóri eigi nú yfir höfði sér dóm fyrir guðlast eftir að hann endurbirti skopmyndirnar margumtöluðu af spá- manninum, notuðu starfssystkin hans tjáningar- frelsi sitt óspart á ráðstefnunni til að gagnrýna þá ákvörðun stjórnvalda. Mike Chinoy, þrautreyndur fréttamaður, sem meðal annars starfaði fyrir fréttasjónvarpið CNN um árabil, rakti í innleggi sínu á ráðstefnunni hvernig hann hefði á árum áður lent upp á kant við stjórnvöld í hverju Asíuríkinu á fætur öðru, sem ekki hefðu þolað frjálsa fjölmiðla, en hefðu síðan leyft tjáningarfrelsinu að blómstra. Af því dró hann þá ályktun að ekki væri hægt að segja að tjáning- arfrelsið hentaði ekki tiltekinni menningu eða trúarbrögðum. Margir þeirra, sem til máls tóku á ráðstefnunni, ekki sízt frá þróunarríkjunum, bentu á að tjáning- arfrelsið væri þeim enn mikilvægara en Vestur- löndum; þróun gæti ekki átt sér stað nema til væru frjálsir fjölmiðlar, sem gagnrýndu aðgerðir stjórn- valda og veittu þeim aðhald. Ýmsir urðu til að vitna í Nóbelsverðlaunahafann Amartya Sen, sem hefur sýnt fram á að í landi, þar sem frjálsir fjölmiðlar starfa óhindrað og veita stjórnvöldum aðhald, hefur aldrei orðið hungursneyð. Það setur raunar umræður á Íslandi um fjölmiðla og meintar hömlur á tjáningarfrelsi í alveg nýtt samhengi, að hlusta á blaðamenn frá t.d. Súdan eða Bangladesh, sem hafa verið fangelsaðir fyrir skrif sín, sætt hótunum bæði stjórnvalda og glæpa- gengja og orðið fyrir árásum á götum úti, fjölskyld- um þeirra hefur verið hótað og brotnir á þeim fing- urnir svo að þeir gætu ekki vélritað. Flestir vestrænir blaðamenn eru í samanburðinum inn- pakkaðir í mörg lög af bómull. Það þýðir að sjálf- sögðu ekki að menn verði ekki að standa vörð um tjáningarfrelsið á Vesturlöndum eins og annars staðar. En fáir vestrænir blaðamenn leggja eigið líf í jafnmikla hættu til að verja tjáningarfrelsið og halda fram rétti sínum til að nota það eins og marg- ir úr hópi blaðamanna í múslimaheiminum. Ósanngjörn mynd af múslimum V estrænir fjölmiðlar fengu sinn skammt af gagnrýni. Imtiaz Alam, pakistanskur blaðamaður, gekk svo langt að saka þá upp til hópa um þjónkun við hernaðarhyggju Banda- ríkjastjórnar. Það er kunnugleg gagnrýni úr múslimaheiminum. Susilo Bambang Yudhoyono, forseti Indónesíu, Laugardagur 9. september Reykjavíkur HVERS KONAR SAMFÉLAG ER ÞETTA AÐ VERÐA? Á forsíðu Morgunblaðsins í gærbirtist frétt, sem bar fyrirsögn-ina „Langaði að prófa að drepa mann“. Í fréttinni kemur fram, að 16 ára pilt- ur hafi farið á netið til þess að kynnast manni með það í huga að drepa hann. Í úrskurði héraðsdóms um gæzlu- varðhald segir m.a.: „Aðspurður kvað hann þetta hafa verið vilja sinn og að hann langaði að prófa að drepa mann og að maðurinn hefði verið sá fyrsti, sem hann fann til þess.“ Hvað eftir annað stöndum við frammi fyrir fréttum af slíkum ofbeld- isverkum og öðrum óhugnaði eins og t.d. þeim, að fíkniefni finnist á 11 ára dreng, að við hljótum að spyrja okkur þeirrar spurningar hvers konar sam- félag fólks það er orðið, sem við búum í. Fyrir skömmu lenti lögreglan í Reykjavík í átökum við um 200 fram- haldsskólanema af þeirri tegund að fyrst urðu þrír lögreglumenn að hverfa á braut en sneru til baka með liðsafla, skildi, kylfur og fleiri tæki til þess að fást við óeirðir. Þetta eru ekki lengur einstök og ein- angruð tilvik. Óhugnaðurinn í þjóð- félaginu virðist vera orðinn daglegt brauð. Agaleysið, sem alltaf hefur einkennt samfélag okkar virðist farið endanlega úr böndum. Ekki verður annað séð en efna þurfi til samstillts þjóðarátaks til þess að ná tökum á uppeldi æskunnar. Hér er á ferðinni alvarlegra þjóðfélags- mál en nokkurt þeirra, sem til umræðu eru á hinum daglega vettvangi þjóð- félagsumræðna. Við þurfum að komast að rót vand- ans. Hafa sjónvarp og tölvuleikir svona hrikaleg áhrif á hugarfar fólks? Eða er þetta miklu dýpra? Er þetta afleiðing af víðtæku stofnanauppeldi? Af hverju snýst svo mikill fjöldi sjónvarpsmynda um það þema að drepa fólk? Af hverju byggjast tölvuleikir í svo ríkum mæli upp á því að drepa? Forystumenn á vettvangi stjórnmála þurfa að beina athygli sinni að þessum málum. Hér er að grafa um sig slík meinsemd í þjóðarsálinni að ekki er lengur hægt að yppta öxlum og láta sem ekkert sé. Á allmörgum undanförnum árum hefur orðið mikil og jákvæð breyting á samskiptum skóla og heimila. Samband foreldra og forráðamanna skólanna er miklu meira og betra en það var áður og þau tengsl eru m.a. notuð til þess að taka á vandamálum, sem upp koma t.d. í samskiptum nemenda. Það er spurning, hvort hægt er að virkja þessi tengsl enn betur en gert hefur verið. En það er augljóst að ann- að og meira þarf til að koma. Það þarf að hafa áhrif á hugarfar heilla kynslóða og það verður að gerast á mörgum víg- stöðvum í senn. Þjóðfélagsstofnun á borð við kirkjuna þarf að láta til sín taka, fjölmiðlar og margir fleiri. En slíkt samstillt þjóðarátak þarf forystu og þeir sem hafa tekið að sér forystu í víðtækum skilningi þess orðs þurfa að láta til sín taka. Einn af kostum okkar samfélags er fámennið. Það ætti að gera okkur kleift að takast á við vandamál af þessu tagi. Það ætti að skapa okkur tækifæri til að ala hér upp heilbrigðar kynslóðir hverja á fætur annarri í stað þess að nú sprettur fram hver einstaklingurinn á fætur öðrum, sem með óhugnanlegum gerðum skapar sorg og örvæntingu út um allt. Þjóðarleiðtogarnir þurfa að ráða ráðum sínum og taka til hendi. Við get- um ekki haldið áfram að láta sem hér sé um einangruð fyrirbrigði að ræða. Þetta er alvarleg þjóðarmeinsemd og hana verður að uppræta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.