Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 33 sem hafði unnið hjá félaginu og frá erlendum sjónvarpsstöðvum. Einn- ig eiga Flugleiðir nokkuð safn af efni sem þeim hefur áskotnast á nokkuð löngum tíma og haldið er utan um, bæði ljósmyndir og kvik- myndir, það var okkur aðgengilegt. Ég hef reyndar unnið að nokkuð mörgum myndum um flug og flug- starfsemi, þ.á m. Flugsögu Íslands, sem er í fjórum þáttum, mynd um Geysis-slysið, Frækna flugkappa, sem fjallar um eldri flugstjóra, sem og mynd um Þorstein Jónsson flugkappa – Flugskírteini nr. 13. Ég var því kunnugur þessu efni og vissi hvað væri til. Einnig var búið að taka viðtöl við nokkra af eldri kynslóðinni sem voru í fram- varðasveit í fluginu og komu að sögu Loftleiða og Flugleiða en eru nú látnir. Tekin voru svo viðtöl við ýmsa sem koma að félaginu beint og óbeint og eru enn á lífi. Einnig er í myndinni viðtal við Bjarna Benediktsson sem norska sjón- varpið tók.“ Skiptar skoðanir um sameininguna Var eining um þetta starf ykkar að myndinni? „Nei, það eru enn í dag skiptar skoðanir um það hvort Loftleiðir hafi borið skarðan hlut frá borði í sameininguna við Flugfélag Ís- lands eða ekki, það sýnist enn sitt hverjum um það mál. Við reynum í myndinni að segja þessa sögu eins hlutlaust og rétta og mögulegt er og tökum ekki beinlínis afstöðu til þessa þáttar í sögunni.“ Höfðuð þið óbundnar hendur við gerð myndarinnar? „Ég hafði seinasta orðið en fékk vissulega margar ábendingar sem sumar stönguðust reyndar veru- lega á. Þessi mynd er ekki galla- laus, sumu hefði mátt gera betri skil, mér er það ljóst. En ég hef líklega þroskaðri myndlega sýn en sagnfræðilega og kannski sér þess merki í myndinni. En efnið er að mínu mati mjög áhugavert og skemmtilegt og hefur mikið heim- ildagildi. Ég er á þeim aldri að ég „ólst upp“ með félaginu, ef svo má segja, það var svo áhrifamikið í hinu íslenska umhverfi þá. Það áttu meira að segja starfsmenn Loftleiða heima rétt hjá mér og þeir voru beinlínis í guðatölu, t.d. Smári Karlsson flugstjóri.“ Hefur þú hugsað þér að gera meira efni um íslenska flugsögu? „Já, ég hef áhuga á að taka allt það efni sem þegar hefur verið fært í myndbúning og allt það heimildaefni sem er til en ekki hef- ur enn verið notað og setja það saman í einn DVD-pakka. Það væri sannarlega áhugavert efni að skoða fyrir áhugafólk um flugmál sem ekki er fátt. Það hefur þegar verið nefnt við mig að gera þetta og líklega verður það næst á dag- skrá. Við gerð þessarar myndar um Loftleiðir og aðrar flugmyndir sem ég hef gert hef ég heyrt óskaplega mikið af frásögnum skemmtilegum og fróðlegum frá fyrrverandi starfsfólki og öðrum sem að þess- um málum komu, þetta efni væri vert að taka saman jafnvel í bók.“ New York Skrifstofa Loftleiða við Rockefeller Center í New York. Fegurðardrottningar María Guðmundsdóttir og Thelma Ingvarsdóttir fegurðardrottningar ásamt svæðisstjóra Loftleiða í Þýskalandi. gudrung@mbl.is Stjórnarfundur Stjórn Loftleiða á fundi, oft þurfti að taka afdrifaríkar ákvarðanir á stjórnarfundunum. DC-6b Gengið um borð í Loftleiðavél, Róbert Arnfinnsson horfir í myndavélina. Flug til New York á DC-6b-vél tók á þessum tíma 12 til 14 klukkustundir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.