Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 69
menning
Hómópatanám
Um er að ræða 4 ára nám sem byrjar 21.
og 22. okt. á vegum College of Practical
Homoeopathy í Bretlandi. Mæting 10
helgar á ári í Reykjavík.
Kynning á náminu verður 22. sept.
Upplýsingar gefur Martin í símum
567 4991 og 897 8190.
Hómópataskólinn - Stofnaður 1993
www.homoeopathytraining.co.uk
MIÐASALA
HAFIN!
HEIMILDARMYNDIN Óþægileg-
ur sannleikur eða An Inconvenient
Truth hefur vakið mikla athygli á
undanförnum misserum, enda er þar
um harla óvenjulega heimildarmynd
að ræða. Myndin hverfist fyrst og
fremst um myndskreyttan fyr-
irlestur fyrrverandi forseta-
frambjóðanda Bandaríkjanna, Al
Gore, um þær hættur sem steðja að
lífríki jarðar vegna umhverfismeng-
unar og loftlagsbreytinga af manna
völdum. Gore hefur ferðast um
heiminn og haldið fyrirlesturinn í
þrjátíu ár, en umhverfisvernd er eitt
af hans helstu áherslumálum í póli-
tíkinni. Ólíkt því sem ætla mætti um
heimildarmynd sem fjallar um
fræðslufyrirlestur hefur myndin
hlotið sterkar viðtökur, hún hefur
unnið til verðlauna og sópað til sín
áhorfendum. Hér sjáum við allt aðra
hlið á Al Gore en fjölmiðlar birtu
okkur í aðdragana forsetakosning-
anna árið 2000, í stað hins meinta
spýtukarls sem Gore var sagður
vera, birtist okkur skarpur og ein-
beittur hugsjónamaður sem notar
bæði gáfur sínar og þjálfun á vett-
vangi stjórnmálanna til þess að beita
sér fyrir knýjandi málefni. Því fyrir
flestum sem sjá þessa mynd er hug-
takið „gróðurhúsaáhrif“ orðið að við-
kvæði sem við hugsum lítið um, en
fyrirlestur Gore gengur út á það að
sýna okkur skref fyrir skref og í
skýru en vel rökstuddu máli, að við
erum hreinilega fallin á tíma með að
virða umhverfi okkar að vettugi.
Hugmyndin um gerð mynd-
arinnar mun hafa kviknað þegar að-
standendur hennar heilluðust af fyr-
irlestri Gore og stungu upp á að
miðla honum í gegnum kvikmynd,
svo hann gæti náð til breiðari áheyr-
endahóps. Þar með má segja að
verkefnið hafi orðið tvíþætt þar sem
myndin miðlar annars vegar rök-
semdum og fræðsluefni Gore, en
fjallar á sama tíma um manninn
sjálfan, pólitíkus sem var að margra
mati kosinn forseti Bandarikjanna
en missti stólinn í hendur bíræfins
andstæðings síns vegna vafasamrar
og umdeildrar framkvæmdar kosn-
inganna í Flórída-fylki. Þannig miðl-
ar kvikmyndin fyrirlestri Gore skref
fyrir skref en fléttar inn í hana við-
talsbrotum við Gore sjálfan þar sem
hann lýsir því hvernig hann fyrst
fékk áhuga á umhverfismálum, og
lýsir áhrifavöldum úr persónulegu
og faglegu lífi sínu. Gore lýsir því
m.a. hvernig áföll á báðum sviðum
hafa mótað sýn hans á það sem hon-
um þykir mestu máli skipta í lífinu,
og hvernig hann reis upp eftir áfall
kosninganna árið 2000 og tók að ein-
beita sér á ný að því sem hann hefur
mesta ástríðu fyrir, þ.e. umhverf-
ismálunum.
Sjálfur málflutningur Gore er
gríðarlega sterkur og einbeittur, og
þó svo að um margt sé deilt varðandi
það hver endanleg áhrif hlýnunar í
lofhjúpi jarðar verða, sýnir hann svo
ekki verður um villst að gróðurhúsa-
áhrifin eru staðreynd og að nauðsyn-
legum viðbrögðum við þeim hættum
sem steðja að umhverfinu er drepið
á dreif af öflum í pólitík og viðskipta-
lífinu sem telja slík viðbrögð vinna
gegn skammtímahagsmunum sín-
um. Þannig má segja að Gore vinni í
senn með vísindalega og pólitíska
umræðu í fyrirlestri sínum, er hann
leitast við að miðla vísindalegum
staðreyndum og kenningum, um leið
og hann tekur fyrir þá pólitísku orð-
ræðu sem skapast hefur í kringum
umhverfismál, og tekur á vel rök-
studdan máta fyrir rök þeirra sem
vilja draga úr mikilvægi umhverf-
isverndar. Óþægilegur sannleikur er
kvikmynd sem vekur áhorfendur svo
sannarlega til umhugsunar og er
mikilvægt framlagt til baráttunnar
fyrir aukinni vitund um mikilvægi
breyttra lífshátta í þágu umhverf-
isverndar.
Ekki af baki dottinn
Reuters
Umhverfisvernd „Myndin hverfist um myndskreyttan fyrirlestur Al Gore
um þær hættur sem steðja að lífríki jarðar vegna umhverfismengunar og
loftlagsbreytinga af manna völdum,“ segir meðal annars í dómi.
Kvikmynd
IFF. Háskólabíó.
Leikstjórn: Davis Guggenheim. Fram
koma: Al Gore ofl. Heimildarmynd.
Bandaríkin, 100 mín.
Óþægilegur sannleikur (An Inconvenient
Truth) Heiða Jóhannsdóttir
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Leikarinn Brad Pitt segist ekkiætla að giftast sinni heittelsk-
uðu, Angelinu Jolie, fyrr en allir
aðrir Bandaríkjamenn geti gengið í
hjónaband. Vísar hann þar til
bandarískra laga sem meina fólki
af sama kyni að láta gefa sig sam-
an.
Pitt, sem áður var giftur leikkon-
unni Jennifer Aniston, greindi frá
þessu í nýjasta hefti tímaritsins
Esquire.
Pitt og Jolie eignuðust í maí
dótturina Shiloh Nouvel
en fyrir hafði Jolie ættleitt börn-
in Maddox og Zahara.
Pitt segist hik-
laust geta mælt
með ættleið-
ingum og segist
líta á börnin þrjú
jafnt sem sín eig-
in, hann geti
ekki ímyndað sér
líf sitt án neins
þeirra.
Pitt ber fjölskyldulífinu vel sög-
una og segr þau Jolie dugleg að
ræða málin við börnin sín.
Nýverið var afhjúpuð vaxmynd
af Shiloh í Madame Tussaud vax-
myndasafninu í New York þar sem
hún er sýnd sofa vært með foreldr-
ana standandi yfir sér.
Pitt leikur heimshornaflakkara í
nýútkominni mynd sem nefnist
Babel.
Fólk folk@mbl.is