Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 68
68 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning PANTIÐ MIÐA TÍMANLEGA Í SÍMA 437 1600 Leikstjóri: Peter Engkvist Sýningar í september og október TEKIÐ Á MÓTI PÖNTUNUM frá kl. 10 til 16 mánudaga til fimmtudaga í síma 437 1600. Staðfesta þarf miða með greiðslu viku fyrir sýningardag LEIKHÚSTILBOÐ: Tvíréttaður kvöldverður og leikhúsmiði frá kr. 4300 - 4800 Sunnudagur 10/9 kl. 16 Uppselt Miðvikudagur 13/9 kl. 20 Uppselt Föstudagur 15/9 kl. 20 Uppselt Laugardagur 16/9 kl. 20 Uppselt Sunnudagur 17/9 kl. 20 Uppselt Laugardagur 23/9 kl. 20 Uppselt Sunnudagur 24/9 kl. 16 Uppselt Miðvikudagur 27/9 kl. 20 Laus sæti Fimmtudagur 28/9 kl.20 Laus sæti Fimmtudagur 5/10 kl. 20 Laus sæti Föstudagur 6/10 kl. 20 Laus sæti Laugardagur 7/10 kl. 20 Uppselt Sunnudagur 8/10 kl. 20 Örfá sæti Fimmtudagur 12/10 kl. 20 Laus sæti Föstudagur 13/10 kl. 20 Laus sæti Laugardagur 14/10 kl. 20 Örfá sæti Sunnudagur 15/10 kl. 20 Laus sæti Fimmtudagur 19/10 kl. 20 Laus sæti Föstudagur 20/10 kl. 20 Laus sæti Laugardagur 21/10 kl. 20 Laus sæti Sunnudagur 22/10 kl. 20 Laus sæti Fimmtudagur 26/10 kl. 20 Síð. sýn. á árinu Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 þriðjudaga - föstudaga. Miðasala á Netinu allan sólarhringinn. BROTTNÁMIÐ ÚR KVENNABÚRINU - eftir W. A. Mozart Frumsýning fös. 29. sep. kl. 20 2. sýn. sun. 1.okt. kl. 20 – 3. sýn. fös. 6. okt. kl. 20 – 4. sýn. sun. 8. okt . kl. 20 5. sýn. fös. 13. okt. kl. 20 - 6. sýn. sun. 15. okt. kl. 20 www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 Kynning fyrir sýningu í boði Vinafélags íslensku óperunnar kl. 19.15 Námskeið um Mozart og Brottnámið úr kvennabúrinu hjá EHÍ hefst 3. október. Skráning í síma 525 4444 – endurmenntun@hi.is Kortasala hafin! Áskriftarkort er ávísun á góðan vetur. Vertu með! Litla hryllingsbúðin – síðustu aukasýningar Sun 10. sept kl. 20 UPPSELT Fim 14. sept kl. 20 Ný aukasýn. í sölu núna! Fös 15. sept kl. 19 örfá sæti laus Lau 16. sept kl. 19 UPPSELT – síðasta sýning Leikhúsferð með LA til London Expressferdir.is - 5000 kr. afsláttur fyrir kortagesti. www.leikfelag.is 4 600 200 RONJA RÆNINGJADÓTTIR Í dag kl. 14 Sun 24/9 kl. 14 Lau 30/9 kl. 14 Sun 1/10 kl. 14 VILTU FINNA MILLJÓN? Í kvöld kl. 20 Sun 24/9 kl. 20 Lau 30/9 kl. 20 Fös 6/10 kl. 20 FOOTLOOSE Fös 22/9 kl. 20 Lau 23/9 kl. 20 Fim 28/9 kl. 20 Fös 29/9 kl. 20 ALLIR Í LEIKHÚSIÐ Börn 12 ára og yngri fá frítt í Borgar- leikhúsið í fylgd með forráðamönnum. Nánari uppl. á www.borgarleikhus.is ÞAÐ BORGAR SIG AÐ GERAST ÁSKRIFANDI Áskriftarkort á 5 sýningar á 9.900. Þeir sem gerast áskrifendur fyrir 20.sept. fá gjafakort í Borgarleikhúsið í kaupbæti. Nánari uppl. á www.borgarleikhus.is PINA BAUSCH LOKSINS Á ÍSLANDI! Dansleikhúsið frá Wuppertal undir stjórn Pinu Bausch verður með 4 sýningar á verkinu Aqua í Borgarleikhúsinu. Sun 17/9 kl. 20 UPPS. Mán 18/9 kl. 20 Þri 19/9 kl. 20 Mið 20/9 kl. 20 Aðeins þessar 4 sýningar. Miðaverð 4.900. MIÐASALA HAFIN. MEIN KAMPF Lau 23/9 frumsýning UPPS. Mið 27/9 kl. 20 Fös 29/9 kl. 20 MIÐASALA HAFIN. ÁSKRIFTARKORT Endurnýjun áskrftarkorta stendur yfir! Mein Kampf e. George Tabori Amadeus e. Peter Shaffer Fagra veröld e. Anthony Neilson Dagur vonar e. Birgi Sigurðsson Söngleikurinn Grettir e. Ólaf Hauk Símonar- son, Þórarinn Eldjárn og Egil Ólafsson. Lík í óskilum e. Anthony Neilson Ronja ræningjadóttir e. Astrid Lindgren Viltu finna milljón? e. Ray Cooney. Belgíska Kongó e. Braga Ólafsson Íslenski dansflokkurinn og margt, margt fleira. ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 6 5 7 „EKKI HUGSA. DANSAÐU!“ Miðasala 568 8000 www.id.is FYRSTU áskriftartónleikar Sinfón- íuhljómsveitar Íslands á 56. starfs- vetrinum 2006–07 voru á föstudag. Þrátt fyrir allgóða aðsókn gerðist hér, sem kemur fyrir endrum og eins, að undirritaður þekkti varla einn einasta mann meðal tónleika- gesta. Benti það til að tryggasti kjarninn væri fjarverandi og að fjöldi lítt sjóaðra áheyranda hefði komið í staðinn, sem staðfestist m.a. af klappi á milli þátta í lokaverkinu. Leiddi það óneitanlega enn sem oft- ar hugann að því hvort við vitum nægilega mikið um hvað höfðar mest til hverra – og hvers vegna. Slíkt má kanna til hlítar ef vilji og fé er fyrir hendi, og kæmi sér ábyggilega vel fyrir fleiri tónlistaraðila en SÍ. Hljómsveitin hafði þegar daginn áður „þjófstartað“ á Kjötkveðjuhá- tíð Berlioz í Vetrargarði Smáralind- ar, og þeir hlustendur er mættu aft- ur næsta kvöld í Háskólabíó gátu nú upplifað fýrugan forleik franska snillingsins án truflana. Einhverra hluta vegna fannst mér þó spila- mennskan ekki alveg jafnfersk og í fyrra skiptið. Vissulega naut dýna- mísk túlkun stjórnandans sín mun betur en í verzlunarmiðstöðinni þar sem veikustu kaflar vildu kafna í að- skotamuldri, en þrátt fyrir prýði- legan leik var samt eins og spennu- herzlumunurinn léti sig vanta. Bandaríska stjarnan Barbara Bonney, sem hætti í fyrra við fram- komu sína hér vegna hálsbólgu, varð enn að afturkalla þetta kvöld, ugg- laust af jafngildri ástæðu. Í hennar stað kom norski sópraninn Solveig Kringelborn, er ég hafði ekki heyrt áður en sem skv. tónleikaskrá kvað vera ein eftirsóttasta söngkona Norðurlandanna í dag. Hún söng hér fimm lög eftir landa sinn Edvard Grieg – „Solveigs sang“, „Solveigs vuggevise“, „Fra Monte Pincio“, „Våren“ og „En svane“. Þrátt fyrir ágætar viðtökur nær- staddra varð ég persónulega fyrir vonbrigðum. Að vísu veitir ljóða- söngur með hljómsveit fráleitt sama svigrúm til fínni blæbrigða en við píanóundirleik, en jafnvel með þeim fyrirvara fannst mér túlkunin full einsleit, víbratóið of stórt og gisið og inntónunin stöku sinni ekki nógu örugg. Mýktin var á sínum stað, en glansinn vantaði. En eins og einatt með söngvara ber aldrei að útiloka möguleikann á einhverri kverka- slæmsku, líkt og kynningar norsku dívunnar (því miður á óviðkomandi ensku) báru e.t.v. með sér. Sinfóníska svítan Sheherazade er einn kunnasti brúkunarfákur róm- antíska verkavalsins og reyndar spurning hvort ekki sé ofbrúkaður, sbr. fyrrgetna fjarveru kjarnahlust- enda þetta kvöld. Einnig virtist sem hljómsveitarmeðlimir hefðu margir hverjir fengið nóg í bili af þessu ann- ars innblásna ævintýraverki ef marka mátti miðlungsspilamennsk- una í fyrstu þrem þáttum, þrátt fyrir ýmsa góða hópspretti og fallega sólóstaði. Það var eiginlega ekki fyrr en í skipsbrotslýsingu lokaþáttar að verulega fór að gusta að samspilinu. Og varla seinna vænna. Að mestu í meðallagi TÓNLIST Háskólabíó Berlioz: Rómverskt karnival. Grieg: Fimm söngvar. Rimskíj-Korsakoff: Sheher- azade. Solveig Kringelborn sópran; Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Rumon Gamba. Föstudaginn 8. sept- ember kl. 19:30. Sinfóníutónleikar Ríkarður Ö. Pálsson Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.