Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 25
mér það.“ Eftir stutta umhugsun bætir Steindór við: „Verður maður ekki að fara að flytja inn drasl eins og hinir?“ Ógleymanlegt gamlárskvöld Stundum segist Steindór hafa ver- ið fulldjarfur til hlutanna og ofgert sér með því að róa einn og langt. Þegar gerði blankalogn á gamlárs- kvöld fyrir nokkrum árum sigldi hann út níu um kvöldið með 25 línu- bala í átt að Malarrifi. „Þar sem þetta var óvenjulegur tími til brott- farar á trillu og flestir Íslendingar að gera sér glaðan dag þótti mér viss- ara að hringja fyrst í Tilkynninga- skylduna og tala við þá til þess að þeir áttuðu sig á að ég væri ekki blindfullur,“ segir Steindór og hlær. „Um það leyti sem ég var kominn út á miðjan flóa og hafði sýn til allra átta, þá byrjuðu mestu lætin. Ég var sennilega á eina bátnum í flotanum sem var á sjó og skotið var upp rak- ettum allt í kringum flóann. Ég sá hvernig bæirnir ljómuðu upp, mest yfir Reykjavík og svo skaust ein og ein píla frá sveitabæjum á Mýrum. Ég hugsaði með mér að bændurnir hefðu sagt við fjölskylduna: „Jæja, eigum við ekki að fara að skjóta henni upp – rakettunni.“ Steindór lagði svo línu suður af Hellnanesinu. „Ég fyllti bátinn, landaði á nýársdegi á Stapa, hafði skilið eftir einn línustubb, dró hann og sigldi svo til Hafnarfjarðar. Þetta var langur róður, níu tíma stím í hvora átt, þannig að það fór ekki minna en hálfur annar sólarhringur í það. Ef menn ætla að hegða sér svona í lengri tíma verða þeir vit- lausir af vökum.“ Vísur á víxileyðublöðum Skálda siglir á milli borða á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar og fyllir lestina af vísum sem hagyrð- ingar skrifa á miða. Í lok fundarins er gert að aflanum og vísurnar lesn- ar upp. „Það má kannski bæta því við að Skálda sé kvótalaust skip og án skipstjóra og megi því veiða að vild,“ segir Steindór brosandi. „Sú hefð var raunar lengi vel við lýði að Andrés H. Valberg átti síð- asta orðið á fundum. Hann lét vísur sínar ekki í Skáldu heldur orti um allt sem gerðist á fundinum og fór með vísurnar í fundarlok, en þær gátu skipt tugum. Yfirleitt skrifaði hann vísurnar á víxileyðublöð sem hann stal úr bönkum, því hann var alltaf að spara,“ segir Steindór og brosir hlýlega. „Einu sinni sem oftar var rætt um að Iðunn festi kaup á félagsheimili og orti Andrés í fundarlok: Um húsakaup er karpað nú kvölds á gleði fundum, leitt er að vera leiguhjú lífs á öllum stundum. Þetta hefur oft komið til tals og jafnan verið ýtt af borðinu. Ef til vill er þetta raunhæfara nú þegar landið er að fyllast af gjafmildum millj- ónamæringum sem vilja styrkja menningarstarfsemi, þó að þeir hafi sig ekki út í það vegna feimni og skorts á hvatningu,“ segir Steindór með stríðnisglampa í augum. Hann skráði sig í Iðunni í janúar árið 1993, en hafði mætt á fundi í nokkur ár fyrir þann tíma og einnig hjá Kvæðamannafélagi Hafn- arfjarðar. „Um tíma var ég formaður Iðunnar og í húsinu við hliðina á mér bjó formaður Kvæðamannafélags Hafnarfjarðar. Það hefði átt að reisa girðingu um þessi tvö hús og ein- angra fyrirbærið,“ segir hann og hlær. „Raunar bjó þriðji kvæðamað- urinn í götunni og hér eru ekki nema tíu skráð hús, þannig að hér virðist einhver rímnasýkill vera á ferð.“ Og það getur verið erfitt að finna Hlíðarbraut, sem einnig hefur verið einkenni á kvæðamannasamfélag- inu. „Það má segja það,“ svarar Steindór. „Lengst af var hvergi Morgunblaðið/ÞÖK tja inn drasl? Ég var dubbaður upp í að vera veislustjóri, sem voru náttúrlega mistök því þarna voru margir skemmtilegri. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 25 Svæðisskrifstofur málefna fatlaðra auglýsa styrki vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðra Svæðisskrifstofur málefna fatlaðra á Austurlandi, Reykjanesi, Reykjavík, Suðurlandi, Vestfjörðum og á Vesturlandi vekja athygli á rétti fólks til að sækja um styrki skv. 27. grein laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðra og reglugerðar nr. 550/1994 um styrki vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðra. Skv. reglugerðinni er heimilt að veita styrk til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga, enda teljist námið hafa gildi sem hæfing eða endurhæfing. Einnig er heimilt að veita þeim sem eru 18 ára og eldri styrk til verkfæra- og tækjakaupa í sambandi við heimavinnu eða sjálfstæða starfsemi, enda teljist starfsemin hafa gildi sem félagsleg hæfing eða endurhæfing sem miði að því að auðvelda fötluðum að skapa sér atvinnu. Umsóknir skulu berast á þar til gerðu eyðublaði félagsmálaráðuneytis ásamt greinargerð, til svæðisskrifstofa í hverju umdæmi en þar er einnig hægt að fá umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 30. september nk. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra Austurlandi, Tjarnarbraut 39b, 700 Egilsstaðir, sími: 4 700 100 Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra Reykjanesi, Fjarðargötu 13-15, 220 Hafnarfjörður, sími: 525 0900, www.smfr.is Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra Reykjavík, Síðumúla 39, 108 Reykjavík, sími 533 1388, www.ssr.is Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra Suðurlandi, Eyravegi 67, 800 Selfoss, sími: 482 1922, www.smfs.is Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra Vestförðum, Hafnarstræti 1, 400 Ísafjörður, sími: 456 5224 Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra Vesturlandi, Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes, sími: 437 1780 Hvað kemst fraktin þín hratt? Tíminn flýgur hratt og með Flugfrakt Flugfélags Íslands gefst þér kostur á að taka þér far með honum. Það er örugglega besta leiðin til að tryggja það að fraktin þín komist sem hraðast á áfangastað. Sækjum, fljúgum og afhendum Einn þáttur í starfsemi Flugfraktar Flugfélags Íslands er að bjóða upp á þá þjónustu að sækja fraktina til viðskiptavina, koma henni í flug og afhenda á áfangastað. Það gildir einu hvort um flutning á matvörum og öðrum viðkvæmum vörum er að ræða. Við leysum það með fullkomnum frysti- og kæligeymslum og höldum utan um allt ferlið með tölvuvæddu farmbréfakerfi. Kynntu þér flutningaþjónustu okkar á www.flugfelag.is eða hafðu samband í síma 570 3400 og fáðu upplýsingar um hvernig við getum aukið forskot fyrirtækisins, með flutningum sem ganga hratt fyrir sig. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S FL U 3 21 70 04 /2 00 6 www.flugfelag.is | 570 3400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.