Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 63 Hyundai á tilboði. Hyundai Elant- ra station árg. '97, ekinn 132.000. Fallegur, vel með farinn bíll. Aukasett af dekkjum + bassabox fylgja með. Verð 180.000. Upplýs- ingar í síma 699 6438. FRÁBÆR JEPPATILBOÐ! Nýir 2006 bílar allt að 30% undir listaverði. Honda Pilot er nýr lúx- usjeppi, rakar inn verðlaunum fyrir sparneytni og búnað og gef- ur Landcruiser VX dísel harða samkeppni. Láttu okkur leiðbeina þér með bestu bílakaupin. Frábær tilboð í gangi. Útvegum nýja og nýlega bíla frá öllum helstu fram- leiðendum. Íslensk ábyrgð fylgir. Bílalán. Sími 552 2000 og netspjall á www.islandus.com Til sölu Honda Accord 2.0 árg. 2005. Ekin 33.500. Verð 2.090.000. Uppl. 664 7530. Pallbíll Til sölu L200 árg. '97 Verð 500.000 kr. eða besta tilboð. Upplýsingar í síma 893 2566. Mótorhjól KTM 250 SX-F 2006. Til sölu létt- ur og meðfærilegur fjórgengis- krossari, hann kom á götuna í apríl 2006 og hefur fengið 100% viðhald. Staðgreiðsluverð 690.000 kr. Sími 897 6645, Dóri. Vélhjól Ný Honda fjórhjól 4x4 TRX 450, beinskipt eða sjálfskipt. TRX 500 Rubicon með GPS. Tækifæris- verð frá kr. 555 þús. + vsk. Sýnd á Dvergshöfða 27. Upplýsingar í síma 892 2030. Húsbílar Húsbíll Ford Transit dísel, árg. 1987. Svefnaðstaða fyrir 4 til 5, gaseldavél, gasmiðstöð, ísskápur, vaskur + rennandi vatn. V. 580 þús. Möguleiki á að fá allt að 100% lánað. Upplýsingar í síma 562 1717, sjá fleiri myndir á www.bilalif.is Kerrur Easyline 105 Kerrur til sölu á gamla verðinu! Verð frá 39.900. Innanmál 105x84x32 cm. Burðargeta 350 kg. 8" dekk. Klassakerra frá Easyline. Lyfta.is - Reykjanesbæ - 421 4037 - www.lyfta.is Bílar aukahlutir Til sölu dekk. Felgur og jeppa- dekk til sölu, einn gangur af ónot- uðum Michelin P265/65 R17 og annar á felgum, lítið slitin heils- árs Chaparral A/P P265/70 R17. Verð fyrir pakkann 100 þ. Uppl. marvin_ingi@hotmail.com Varahlutir JEPPAPARTAR EHF., Tangarhöfða 2, sími 587 5058 Nýlega rifnir Patrol '91-05, Terr- ano II '96-'03, Subaru Legacy '90- '00, Impreza '97-04, Kia Sportage '03 og fleiri japanskir jeppar. Þjónustuauglýsingar 5691100 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Smáauglýsingar sími 569 1100 FRÉTTIR KRABBAMEINSFÉLAG Íslands hefur auglýst eftir umsóknum um styrki úr tveimur sjóðum í vörslu félagsins, Sjóði Kristínar Björns- dóttur og Sjóði Ingibjargar Guð- jónsdóttur Johnson. Umsókn- arfrestur er til 10. október. Í skipulagsskrá Sjóðs Kristínar Björnsdóttur, Kristínarsjóðs, sem stofnaður var 1996, segir að til- gangur hans sé aðallega að rann- saka krabbamein í börnum og ung- lingum og til aðhlynningar krabbameinssjúkum börnum. Upp- haflegt stofnfé þessa sjóðs er til komið vegna ákvæða í erfðaskrá Kristínar þar sem hún ánafnaði mjög rausnarlega upphæð til þessa málefnis. Á undanförnum árum hefur sjóðurinn getað stutt við fjöl- mörg rannsóknarverkefni er tengj- ast krabbameini í börnum og ung- lingum. Þá hefur einnig verið úthlutað úr sjóðnum til þess að bæta aðbúnað þessara barna innan heilbrigðisþjónustunnar. Frá 1997 til 2005 var úthlutað 9,7 milljónum króna úr Kristínarsjóði. Minningarsjóður Ingibjargar Guðjónsdóttur Johnson, Ingibjarg- arsjóður, var stofnaður árið 2000. Í skipulagsskrá segir að tilgangur sjóðsins sé að efla rannsóknir á krabbameini. Ingibjörg bjó lengi í Bandaríkjunum og ánafnaði Þjóð- minjasafni Íslands og Krabba- meinsfélagi Íslands eigur sínar. Frá 2002 til 2005 var úthlutað um 2,4 milljónum króna úr Ingibjarg- arsjóði. Styrkir úr sjóðum Krabbameins- félagsins KVENNAHREYFING Samfylking- arinnar skorar á öll stjórnmálaöfl að tryggja jafnan hlut kvenna og karla á framboðslistum í komandi alþingiskosningum. „Sérstaklega er hvatt til þess að í tveimur efstu sætum hvers fram- boðslista sé fólk af báðum kynjum og þannig tryggt að hlutur kynjanna verði sem jafnastur í full- trúatölu á Alþingi. Þá er þeirri áskorun eindregið beint til Sam- fylkingarkvenna að gefa kost á sér á framboðslista til alþingiskosninga 2007. Markmið okkar er samfélag þar sem konur og karlar taka jafn- an þátt í atvinnulífi, fjölskyldulífi og mótun samfélagsins,“ segir í áskoruninni. Hvetja konur til að gefa kost á sér STÆRSTA árlega siglingahátíð Evrópu var haldin í Rostock, Þýska- landi, í síðasta mánuði. Fjöldi gesta á þeim fjórum dögum sem hátíðin fór fram var um ein og hálf milljón manns en Ísland var þar í miklu að- alhlutverki. Venja er að for- mennskuland í Eystrasaltsráðinu sé sérstakur gestur hátíðarinnar og var Ísland nú í því hlutverki. Opinberir fulltrúar Íslands á há- tíðinni voru Ragnhildur Hjaltadótt- ir, ráðuneytisstjóri samgöngu- ráðuneytisins og staðgengill samgönguráðherra, og Ólafur Dav- íðsson, sendiherra Íslands í Þýska- landi. Peer Steinbrück, fjár- málaráðherra Þýskalands, Harald Ringsdorff, forsætisráðherra sam- bandslandsins Mecklenburg- Vorpommern, og Roland Methling, borgarstjóri Rostock, opnuðu hátíð- ina ásamt Ólafi Davíðssyni sendi- herra. Opnunarathöfnin var með þeim hætti að eftir flugsýningu lentu fallhlífastökkvarar með íslenska og þýska fánann og afhentu þá á svið- inu, þar sem þeir voru dregnir að húni. Kynning á menningu Íslands var með fjölþættu sniði. Tónlist og bók- menntir voru áberandi; Íslenski kór- inn í Gautaborg söng og einnig spil- aði Benni Hemm Hemm. Þá las Kristof Magnússon úr bók sinni Zuhause og Frank Glaubrecht, leikari og lesari hljóðbóka Arnalds Indriðasonar, kynnti þær til sög- unnar, en vinsældir Arnaldar hér í Þýskalandi eru sem kunnugt er gríð- arlegar. Þá kynnti ferðamálaráð ný tækifæri í ferðamennsku til Íslands og fyrirtæki á sviði ferðamála voru með sýningarbása. Hinn svokallaði „brunch“ er vin- sæll í Þýskalandi og alsiða að fjöl- skyldur og vinir hittist yfir mat í sunnudagshádeginu. Árni Siemsen, veitingamaður í Berlín, sá þannig um Íslandshlaðborð á 19. hæð Nept- un hótelsins þaðan sem hægt var að fylgjast með seglskipasýningu und- an ströndum borgarinnar. Það voru sendiráð Íslands í Berlín og Ferðamálaráð sem sáu um und- irbúning og framkvæmd dagskrár- innar. Allt í allt tókst einkar vel til með hátíðina og hinn mikli áhugi Þjóðverja á öllu sem íslenskt er virð- ist vera að aukast með árunum ef eitthvað er. Íslandskynning á siglingahátíð í Rostock Hátíð Roland Methling, borgarsjóri Rostock, Ragnhildur Hjaltadóttir í samgönguráðuneytinu og Ólafur Davíðsson, sendiherra Íslands. Arnar Eggert Thoroddsen skrifar frá Berlín arnart@mbl.is STYRKTARFÉLAG krabbameins- veikra barna fékk nýlega afhentan nýjan og sparneytinn bíl frá Heklu, Skoda Octavia. Samtökin unnu sér afnotarétt af bílnum í eitt ár eftir að hafa ekið honum hringveginn á einum tanki. Skeljungur ákvað í kjölfarið að styrkja félagið með fríu eldsneyti í eitt ár. Meðfylgjandi mynd var tek- in þegar Stefán Karl Segatta, fram- kvæmdastjóri neytendasviðs hjá Skeljungi (til hægri), afhenti Óskari Erni Guðbrandssyni, fram- kvæmdastjóra Styrktarfélags krabbameinsveikra barna, elds- neytisstyrkinn. Skeljungur styrkir SKB SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæð- isins og Hreyfing hafa undirritað samning um að slökkviliðsmenn æfi í Hreyfingu og er samningurinn til þriggja ára. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri og Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, und- irrituðu samninginn. Starfsmenn slökkviliðsins njóta einnig leiðsagnar ráðgjafa Hreyf- ingar, en Anna Eiríksdóttir íþrótta- kennari hefur umsjón með verkefn- inu auk annarra þjálfara Hreyfingar, segir í fréttatilkynn- ingu. Slökkviliðið og Hreyfing undirrita samning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.