Morgunblaðið - 10.09.2006, Side 21

Morgunblaðið - 10.09.2006, Side 21
að trúnni og fylgismönnum Spá- mannsins. Spenna vex í íslömskum ríkjum og einnig í Evrópu þar sem 15–18 milljónir múslíma búa. Margir eru tilbúnir til að leggja við hlustir; þróun mála í Írak hefur án nokkurs vafa hleypt illu blóði í þá sem mót- tækilegir eru fyrir boðskapnum. Átök í Palestínu, Líbanon og víðar (t.a.m. Tétsníu) ber og að nefna í þessu sam- hengi. Orðræðan hefur einnig breyst í Bandaríkjunum, líkt og stjórnmála- ástandið. Stjórnvöld klifa á því að landsmönnum sé ógnað. Sjálfsagt þykir að skerða réttindi óbreyttra borgara í því augnamiði að tryggja eftirlit og öryggi. Risavöxnu heima- varnarráðuneyti hefur verið komið á fót. Komið hefur í ljós að Bush forseti heimilaði símahleranir sem vafasamt er að standist lög. Allt hefur þetta verið talið nauðsynlegt til að tryggja að Bandaríkin verði ekki fyrir ann- arri árás. Stuðningur við þessar aðgerðir stjórnvalda hefur reynst mikill en nú eru teikn á lofti um að hann fari minnkandi. Trúlega helst það í hend- ur við þverrandi traust í garð forset- ans og helstu undirsáta hans á borð við Dick Cheney varaforseta og Rumsfeld varnarmálaráðherra. Sú staðreynd að sá síðarnefndi situr enn í embætti þrátt fyrir ófarirnar í Írak þykir ýmsum til marks um að George W. Bush taki hollustu fram yfir hæfni þegar hann velur nánustu samstarfs- menn sína. Er sú afstaða forsetans réttlætanleg á slíkum ógnartímum? Fimm árum eftir að þotunum var flogið á tvíburaturnana er stjórn- málaástandið vestra engu að síður um margt líkt því sem ríkti daginn fyrir árásina. Þjóðin er klofin í tvo álíka stóra hópa og menn ýmist styðja forsetann eða fyrirlíta hann. Staðreyndum verður á hinn bóginn ekki neitað; Bandaríkin urðu fyrir árás íslamskra öfgamanna sem síðar létu einnig til sín taka m.a. á Spáni (mars 2004) og í Bretlandi (júlí 2005). Áherslan á þjóðaröryggi mun áfram eiga hljómgrunn í bandarískum stjórnmálum þótt ýmsum þyki að þar og víðar sé hafin markviss þróun í átt til lögregluríkis. Mikil umskipti þurfa engu að síður að eiga sér stað í banda- rískum stjórnmálum til að kjósendur snúi unnvörpum baki við þeim boð- skap „stríðsforsetans“ að ógnin kalli á harkalegri aðferðir og önnur viðmið. George W. Bush er á hinn bóginn í vörn og repúblíkanar fylgja honum ekki sem áður. Sú staða verður ekki einvörðungu rakin til hrakfaranna í Írak. Þótt vart leiki vafi á því að al- Qaeda-hryðjuverkanetið hafi orðið fyrir þungum höggum á síðustu árum hafa Bush og stjórn hans farið hall- oka í áróðursstríðinu í Bandaríkj- unum og á alþjóðavettvangi. Þessa fullyrðingu má styðja með mörgum dæmum og vísunum (tilbúningur um gereyðingarvopn, pyntingar á föng- um, leynifangelsi) en jafnframt er það svo, að „stíll“ forsetans, fas hans allt, orðbragð, talsmáti og framganga fer óendanlega í taugarnar á umtals- verðum hluta heimsbyggðarinnar. Stjórnmálaspekingar halda því gjarn- an fram að George W. Bush hafi eng- an veginn náð að nýta stuðninginn og eininguna sem ríkti eftir 11. sept- ember. Sem leiðtogi búi hann ekki yf- ir hæfileikanum til að sameina. Hafi sá verið ásetningur hans og vilji hafi honum mistekist. Ýmsir ganga lengra og fullyrða að þrátt fyrir að flestar ákvarðanir Bandaríkjaforseta í „hryðjuverka- stríðinu“ hafi reynst afleitar hafi nokkur árangur náðst. Er þá horft til þess að aðgerðir lögreglu í Evrópu og Bandaríkjunum hafi sýnilega orðið til þess að koma í veg fyrir áform ógn- arverkamanna. Árásin 11. september 2001 var Bandaríkjamönnum gríðarlegt áfall og hið sama gildir raunar um aðrar vestrænar þjóðir. Í tæp 200 ár höfðu Bandaríkjamenn trúað því að sjálf heimshöfin og fjarlægð frá van- stilltum og stríðsglöðum Evr- ópuþjóðum veittu meginlandinu vernd gagnvart árás óvinar. Nítján manna hópur Muhammeds Atta batt snögglega enda á þá sýn. Reykurinn sem stóð upp af tvíburaturnunum reyndist myrkur sem lagst hafði yfir í upphafi nýrrar aldar. Því léttir vart í bráð. asv@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 21 Nefnd, skipuð af menntamálaráðherra, vinnur nú að heildarendurskoðun laga um grunnskóla nr. 66/1995, með síðari breytingum og skal hún ljúka störfum í byrjun árs 2007. Formaður nefndarinnar er Guðrún Ebba Ólafsdóttir. Nefndin hefur haft víðtækt samstarf við ýmsa hagsmunaaðila í tengslum við endurskoðun laganna og auglýsir hér með eftir athugasemdum og ábendingum frá almenningi. Fólk er hvatt til að koma á framfæri skoðunum sínum á því hvaða meginsjónarmið ætti að hafa að leiðarljósi við endurskoðun grunnskólalaga og hvaða framtíðarsýn eigi að vera í málefnum grunnskólans. Allar athugasemdir við grunnskólalögin eru vel þegnar. Vinsamlega komið ábendingum á framfæri við Guðna Olgeirsson starfsmann nefndarinnar, gudni.olgeirsson@mrn.stjr.is, fyrir lok september. Laugardaginn 11. nóvember nk. stendur nefndin að málþingi um framtíðarsýn í málefnum grunnskólans og verður það auglýst nánar síðar. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Framtíðarsýn almennings í málefnum grunnskólans Hvað hefur þú til málanna að leggja? F A B R I K A N ’Það hoppar nú enginn inn í hjónaband án þessað ganga í gegnum tilhugalíf fyrst.‘Ingibjörg Sólrún Gísladóttir , formaður Samfylkingarinnar, eftir fund stjórnarandstöðuflokkanna um mögulegt samstarf flokkanna fyrir kosningarnar í vor. ’En að undirrita fjöldabréf sem síðan var lekiðí fjölmiðla var sviksamlegt, dónalegt og rangt.‘Viðbrögð Tonys Blairs við bréfi sem Tom Watson, und- irráðherra í varnarmálaráðuneytinu, skrifaði undir ásamt sautján þingmönnum Verkamannaflokksins til Blairs þar sem hann var hvattur til að víkja sem forsætisráðherra. ’Það er eintóm ást og hamingja í húsinu.‘Magni Ásgeirsson fyrir tónleikaþáttinn í Rock Star: Super- nova á þriðjudag. Hann sagði söngvarana sem eftir væru í keppninni vera góða vini. ’Ég er ekki hissa á að illa hafi farið fyrir hon-um.‘ Kvenréttindakonan og rithöfundurinn Germaine Greer olli miklu uppnámi í Ástralíu með gagnrýni sinni eftir lát „krókódílamannsins“ Steves Irwins, sem lést af höggi einnar af hinum baneitruðu stingskötum, sem hann var að gera sjónvarpsþátt um. ’Þá sagði forsetinn, þó ég hafi ekki komið tilumræðu: Davíð Oddsson er vinur minn, látið hann í friði, og tók ekki annað í mál. Þetta liggur allt fyrir og er skjalfest.‘Davíð Oddsson í viðtali í Kastljósinu s.l. sunnudag, spurð- ur hvort vinátta þeirra George W. Bush Bandaríkjaforseta hefði valdið því að varnarsamstarf Íslands og Bandaríkj- anna hélst jafnlengi og raun bar vitni. ’Ég vissi að þegar ég flúði var ég að dæmahann til dauða.‘Natascha Kampusch , 18 ára austurrísk stúlka, sem slapp eftir að hafa verið í haldi mannræningja frá 10 ára aldri. Ræninginn henti sér fyrir lest þegar hann uppgötvaði að hún hefði sloppið. Ummæli vikunnar Danny Moloshok Magnaður Magni mundar gítarinn á sviðinu með hljómsveit hússins í Rockstar: Supernova.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.