Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Það er ekki sjálfgefið aðnáttúruvernd og ætt-jarðarhyggja farisaman. Þetta tvennt getur farið saman, en gerir það ekki alltaf, að áliti dr. Sigríðar Þorgeirsdóttur dósents í heim- speki við Háskóla Íslands en hún hefur tekið virkan þátt í baráttunni gegn Kára- hnjúkavirkjun. „Helstu rök eru þau að mað- ur getur barist fyrir nátt- úruvernd í öðrum löndum en manns eigin og maður þarf ekki að vera patríót til þess að vernda náttúruna í eigin landi. Maður getur verið nátt- úruverndari og andsnúinn ætt- jarðarhyggju,“ segir Sigríður. „Að vísu hafa sumar hliðar baráttunnar gegn Kára- hnjúkavirkjun einkennst af mynd- og táknmáli sem á rætur að rekja til náttúruhug- myndabaráttu Íslendinga fyrir sjálfstæði,“ heldur Sigríður áfram. „Þetta sést t.d. á stytt- unni af álfjallkonunni sem mót- mælendur á Austurvelli héldu á lofti þegar mótmælin voru þar veturinn 2002–2003, nafninu á „Íslands vinum“ og í sjónvarps- auglýsingu frá 2003 þar sem fórninni á náttúrunni við Kára- hnjúka er líkt við það að rífa blaðsíður úr fornum handritum okkar. Eftir því sem liðið hefur á þessa baráttu hefur hins veg- ar dregið úr þjóðernislegum málflutningi og umræðan hefur orðið æ alþjóðlegri, þ.e. málið hefur verið sett meira í hnatt- rænt, efnahagslegt og pólitískt samhengi.“ Hvaða gildi hefur náttúran? Að áliti Sigríðar er ein helsta ástæðan fyrir því að mörgum finnst nærliggjandi að tengja baráttu gegn Kárahnjúkavirkj- un og ættjarðarhyggju sú að í sjálfstæðisbaráttu fyrri tíma var náttúran, ásamt íslenskri tungu og sagnaarfinum, göfguð og upphafin í þeim tilgangi að efla þjóðernisvitund Íslendinga. „Þetta hefur ekki verið ráð- andi í baráttunni gegn Kára- hnjúkavirkjun. Málið snýst um hvort við viljum halda þessari náttúru eða „henda“ henni. Þegar íslensk náttúra var göfg- uð til að efla sjálfsmynd Íslend- inga var náttúran ekki í hættu. Nú er hún það. Við spyrjum okkur hvaða gildi þessi náttúra hafi fyrir okkur? Augljóslega á náttúran sterk ítök í Íslend- ingum og er mikilvægur þáttur í sjálfsmynd okkar. Hins vegar er ekki bara spurt hvaða gildi hún hafi fyrir Íslendinga, held- ur líka fyrir heiminn allan. Það eru sterk rök gegn einhliða teng- ingu baráttunnar gegn Kára- hnjúkavirkjun við þjóðernishyggju vegna þess að áherslan er á að víð- ernin á hálendi Íslands tilheyri heimsbyggðinni og ekki bara Ís- lendingum. Hin alþjóðlega tenging birtist m.a. enn fremur í því að eyðileggingu íslensku náttúrunnar hefur verið líkt við skemmdarverk talíbana sem sprengdu árþúsunda gamlar búddastyttur í Afganistan fyrir nokkrum árum. Heims- byggðin gerði m.ö.o. tilkall til þess að þessar styttur væru menningar- arfur mannkyns og ekki bara eign þeirra sem réðu þá stundina í Afg- anistan.“ Sjálfstæði Íslands í hættu? Sigríður segir að rökin gegn virkjuninni hafi þess vegna verið af ýmsu tagi og ekki endilega þjóðernisleg. „Í fyrsta áfanga Rammaáætlunar um virkjanakosti á hálendinu vega t.d. grasa- fræðileg rök þungt þegar hugað er að umhverfisspjöllum vegna Kárahnjúkavirkjunar sem fékk lægstu einkunn vegna umhverfis- áhrifa. Lífríkið sjálft, hin sérstæða artíska flóra, sem þarna er, er tal- in mikilvæg sem dæmi um sjald- gæfa flóru á heimsvísu. Upp á síð- kastið hafa helst komið fram rök gegn Kárahnjúkavirkjun sem vísa ekki til sérstöðu íslenskrar náttúru og gildis hennar fyrir sjálfsmynd Íslendinga. Athyglin beinist nú helst að Alcoa sem dæmi um stór- fyrirtæki sem í krafti nærveru sinnar og máttar getur orðið ráð- andi afl í íslensku samfélagi. Nærtækt dæmi um slíkt er þegar Alcan í Straumsvík hótaði nýlega að pakka saman ef ekki yrði farið að kröfum þeirra um stækkun ál- versins. Staðbundin pólitík má sín lítils andspænis alþjóðlegu fyr- irtæki sem getur hótað að fara annað ef ekki er gengið að kröfum þess. Svona fyrirtæki kaupa sér góðvild með því að styrkja alls- konar menningarstarfsemi og jafn- vel lögregluna á staðnum, eins og gerðist á Reyðarfirði. Það er hætt við að íbúar geti trauðla verið gagnrýnir á eitthvað sem fer mið- ur í fari fyrirtækisins á sama tíma og þeir þiggja styrki frá því. Getur verið að við séum að tefla sjálf- stæði þjóðarinnar í hættu?“ Sigríður bendir á að við séum kynslóð velmegunar á Íslandi og höfum því tækifæri til að njóta en ekki bara nota náttúruna. „Að vísu er ég sannfærð um að fornmenn hafa líka notið náttúrunnar, sbr. Gunnar á Hlíðarenda, „fögur er hlíðin“. Afi minn, Þorsteinn Jóns- son, var kaupfélagsstjóri og hesta- maður á Reyðarfirði og bóndi fyr- ir austan sagði mér nýverið að afi hafi verið einn af þeim sem áttu frumkvæði að því að friða Kring- ilsárrana á sínum tíma. Svo kemur kynslóð foreldra minna, sem fer í bæinn og er ekki í eins nánu sam- bandi við náttúruna. Kynslóð tæknivæðingar og framfara. Þar er marga virkjunarsinna að finna.“ Varasöm markaðssetning Sigríður segir eðlilegt að þjóðir reyni að undirstrika sérstöðu sína í hnattvæðingu samtímans. Ísland hefur lagt mikið upp úr hreinni og ómengaðri náttúru landsins. „Raunar höfum við gengið full- langt, einkanlega hvað varðar hugmyndina um hreinleikann. Í umræðunni um gagnagrunninn á sínum tíma var t.d. lögð mikil áhersla á genetískan hreinleika þjóðarinnar. Þetta er varasamt. Hvað þýðir þetta í raun og veru? Það þarf ekki mikið til svo þetta verði túlkað sem fasismi.“ Beðin að skilgreina tilfinning- arnar sem grípa um sig í brjósti náttúruverndarsinnans þegar hon- um er misboðið segir hún að það sé fyrst og fremst einhver reynsla eða upplifun sem kveiki í fólki. „Ég var á ferð um landið um dag- inn og kom aðeins við í mótmæla- búðum Íslandsvina fyrir austan. Þá gekk ég upp á Snæfell. Veður var eins og best verður á kosið, besti dagur sumarsins, og ég sá allt svæðið sem mun fara undir vatn, frá Kárahnjúkum og upp að jökli. Það á að eyðileggja stássstofuna á hálendi Austurlands með þessum drullupytt. Þessi náttúruspjöll verða ekki aftur tekin. Ég fór hreinlega að gráta af reiði. Þessi virkjun verður þjóðarskömm og blettur á okkar sál.“ Stóriðjusinnar og þjóðernishyggja En það eru ekki bara nátt- úruverndarsinnar sem hafa verið bendlaðir við þjóðernishyggju. Sigríður segir að málflutningur virkjana- og stóriðjusinna sé oft gegnsýrður þjóðernislegum hug- myndum. „Besta dæmið eru skrif Jakobs Björnssonar, fyrrverandi orku- málastjóra, sem er helsti hug- myndafræðingur virkjana- og stór- iðjustefnunnar. Hans rök eru í anda framfaratrúar sjálfstæðisbar- áttunnar: Íslendingar verða að nýta orku fjallvatnanna til að verða nútímaleg þjóð með þjóðum. Sýn Jakobs er dæmigerð fyrir verkamanninn sem þarf að hemja náttúruna, að sigrast á henni og nýta hana til að geta verið sinn eigin herra.“ Það er annað sem Sigríði finnst til marks um þjóðernishyggju af gamla skólanum og einkennist af því að skilgreina eigin þjóð með því að greina hana frá öðrum. „Það kemur fram í útlendinga- fælni sem birtist í af stöðu til „út- lendu mótmælendanna“. Þar er áherslan öll á að þetta séu „útlend- ingar“. Það er ævinlega tekið fram í fréttum hve margir útlend- ingar og hve margir Íslendingar taka þátt í mótmælaaðgerðunum fyrir austan. Er þetta ekki til marks um heimóttarlega afstöðu gegn andstöðu við virkjunina? Það Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson Náttúruverndarsinnar Sigur Rós hélt í sumar tónleika við Snæfellsskála á Kárahnjúkasvæðinu. Að halda eða henda náttúrunni » „Ástin á landinu erekki blind heldur byggist hún á viðhorfi til gildis landsins fyrir mann sjálfan og kom- andi kynslóðir.“ Það er látið eins og útlendingum komi þessi náttúra ekki við, segir dr. Sigríður Þorgeirsdóttir Morgunblaðið/Ásdís Lærdómsrík „Umhverfisvernd er lærdómsrík vegna þess að hún kennir manni að hugsa hnattrænt,“ segir dr. Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur. í nýtt skeið á sviði náttúruverndar. „Við erum að taka fyrstu skrefin og ég þori svo sem ekki að spá fyrir um framhaldið. Ég held þannig að þessar framkvæmdir við Kára- hnjúka hafi fært mönnum heim sanninn um það að svona virkjanir verða æ erfiðari í framkvæmd. Stjórnmálaflokkarnir eiga t.d. örugglega eftir að taka þessi mál upp á sína arma með miklu ákveðnari hætti á næstu misserum en flestir þeirra hafa gert fram að þessu. Þessar framkvæmdir voru á sínum tíma samþykktar með mikl- um meirihluta atkvæða á Alþingi. Ef kosið yrði nú er ég ekki sann- færður um að niðurstaðan yrði sú sama. Mótmælendur hafa m.ö.o. komið sínum sjónarmiðum rækilega á framfæri.“ Mikilvægt að skoða orðræðuna Guðmundur segir enga nákvæma greiningu á orðræðunni um Kára- hnjúkavirkjun liggja fyrir en það sé ákaflega áhugavert verkefni. „Það verður mikilvægt að skoða þessa orðræðu. Hvaða rökum er beitt og hvaða rök virka? Að mínum dómi eru byggðasjónarmið langsterkustu rökin fyrir framkvæmdinni, miklu frekar en heildarhagur Íslendinga, enda má sannarlega deila um hversu mikið þeir sem búa utan Austurlands munu græða á þessum framkvæmdum á endanum. Eins og menn spáðu reyndar fyr- ir fór verðbólga úr böndunum og vextir hækkuðu, þannig að allir landsmenn greiða fyrir virkjunina og byggingu álversins á vissan hátt. Það breytir þó ekki því að þau rök að skapa þurfi fólki atvinnu eru þungvæg í þessu samhengi. Hvort þau rök virka jafn vel næst er svo önnur saga.“ Ekki er um það deilt að Ísland er í augum umheimsins land hins hreina og óspillta. Skyldi sú ímynd vera í hættu? „Það er mjög forvitnilegt að velta því fyrir sér og þá ekki síst í sam- hengi við viðhorf annarra til Íslend- inga og viðhorf Íslendinga til sjálfra sín. Á 19. öld, þegar ferðalög út- lendinga til Íslands færðust í vöxt, var litið á Ísland sem villt og ótamið og um leið á íbúana sem frumstæða og vanþróaða. Ferðamennirnir sáu í Íslendingum og íslenskri náttúru eins konar andhverfu sjálfra sín – þeir voru „siðmenntaðir“ og náttúra þeirra tamin, og heimsókn til Ís- lands styrkti þá í þeirri trú. Á síðari hluta 20. aldar gerðu Íslendingar að nokkru leyti út á ímynd ferða- manna um okkur og fóru að líta á sjálfa sig sem eins konar „nátt- úrubörn“, eða á einhvern hátt nær náttúrunni en útlendingarnir. Það er ljóst að stórar virkjanir og raf- magnslínur á hálendinu ríma illa við slíkar hugmyndir og rýra gildi hug- myndarinnar um náttúrbörnin eða hina villtu náttúru Íslands. Þetta er kannski áminning um að við getum ekki alltaf fengið allt fyrir ekkert. Staðreyndin er sú að við höfum haft hag af því að búa í „óspilltu“ landi, hvort sem sú ímynd er rétt eða ekki, og ferðamannaiðnaðurinn er orðinn snar þáttur í tekjuöflun þjóðarinnar.“ Æ erfiðara að selja stóriðjudrauma Spurður um þróun náttúruvernd- ar og ættjarðarhyggju á Íslandi í framtíðinni segir Guðmundur blasa við að erfiðara verði að selja þjóð- inni stóriðjudrauma. „En auðvitað tengist þetta alltaf efnahagslegri stöðu á hverjum tíma. Það er alltaf auðveldara að selja Íslendingum stór verkefni ef efnahagsástandið er slæmt og atvinnuleysi mikið. Núna er mikil þensla á vinnumark- aði og forsendur því allt aðrar. Við þær aðstæður verður mönnum ekki starsýnt á að byggja stórar verk- smiðjur. Hvað gerist þegar það breytist þori ég ekki að spá fyrir um.“ Hann segir liggja fyrir að stöðugt stærri hópar manna sjái það sem hluta af sinni frístundaiðju að sækja náttúru landsins heim, ganga á fjöll eða keyra á jeppum upp á hálendið. „Ég er sannfærður um að flestir sem sækja í slíkt eiga erfitt með að styðja framkvæmdir á hálendinu, a.m.k. ef þær eru fyrirhugaðar á stöðum sem þeim eru kærir. En það er auðvitað ljóst að því meira sem við virkjum þeim mun við- kvæmari staði nálgumst við. Fram að þessu höfum við einkum byggt vatnsaflsvirkjanir og það hlýtur að koma að því að við nálgumst mörk þess sem mönnum finnst rétt að fórna. Hvað gerist t.d. ef ráðist er á staði sem hafa augljóslega tákn- rænt gildi í náttúrunni? Tökum Dettifoss sem dæmi. Það er alls ekki búið að slá virkjun við Detti- foss endanlega af, menn eru bara Þú nafnkunna landið sem lífið oss veittir, landið sem aldregi skemmdir þín börn, hvert þinnar fjærstöðu hingað til neyttir, hún sér þér ódugnaðs framvegis vörn. Undarlegt sambland af frosti og funa, fjöllum og sléttum og hraunum og sjá; fagurt og ógurlegt ertu þá brunar eldur að fótum þín jöklunum frá! Fjör kenni’ oss eldurinn, frostið oss herði, fjöll sýni torsóttum gæðum að ná; bægi sem kerúb, með sveipanda sverði silfurblár Ægir oss kveifarskap frá. Úr kvæðinu Ísland eftir Bjarna Thorarensen (1786–1841).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.