Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 59 ✝ Diðrik Diðriks-son fæddist í Langholti í Hraun- gerðishreppi 6. des- ember 1908. Hann lést á Ljósheimum á Selfossi 24. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Diðrik Dið- riksson, bóndi í Langholti, ættaður úr Kaldaðarnes- hverfi og Guðríður Jónsdóttir, fædd í Rútsstaða- Suðurkoti, systir Ásgríms Jóns- sonar listmálara. Diðrik var þriðji í röð sex barna þeirra, hin eru: Guðrún á Akranesi, d. 2000, átti Finnboga Guðmundsson; Úlfar Jón á Eyrarbakka, d. 1931, unn- usta hans var Guðbjörg Vil- hjálmsdóttir; Eiríkur Óli í Reykja- vík, d. 1990, átti Bergljótu Ólafsdóttur; Haraldur á Selfossi, d. 1994, átti Unni Sigurbjörgu Auðunsdóttur og Þorgerður í Reykjavík, sem ein lifir eftir af systkinahópnum komin fast að ní- ræðu, átti Ísleif Einarsson. Diðrik hélt heimili á Setbergi, Austurvegi 25, á Selfossi, með Halldóru Gísladóttur, f. í Stokks- eyrarsókn í Árnessýslu 19. júlí 1891, d. 13. september 1974, ásamt börnum hennar, Árna og Unni Sigursteins- börnum, en Stein- dór bróðir þeirra, f. 1913, d. 1986, bjó á Sólbakka á Selfossi. Diðrik ólst upp í Langholti. Hann stundaði ungur byggingarvinnu, m.a. við Flóaáveit- una og elsta hús Mjólkurbús Flóa- manna. Hann fékk ökuskírteini árið 1930 og varð eftir það annar af tveimur fyrstu mjólkurbílstjórum Mjólkurbúsins. 1955 fór Diðrik til Þýskalands, þar sem hann kynnti sér stillingu á diesel-vélum og við- gerðir Henschel-vörubifreiða. Eftir það gerðist hann deild- arstjóri á mótorverkstæði Kaup- félags Árnesinga og gegndi því starfi til ársins 1968. Þá varð hann bensín-afgreiðslumaður á Selfossi. Alls starfaði hann hjá Kaupfélagi Árnesinga í 50 ár. Diðrik átti sæti í fyrstu hrepps- nefnd í nýstofnuðum Selfoss- hreppi árið 1947, enda einn af frumbýlingum þar. Útför Diðriks var gerð frá Sel- fosskirkju 31. ágúst, í kyrrþey að hans ósk. Nú er hann farinn eftir að hafa átt langa og góða ævi, lánsamur að vera heilbrigður á sál og líkama, til hins síðasta má segja. Hann kom á Selfoss 1934 og átti þar heima síðan til hinsta dags. Diddi kom inn á heimili mitt sem kostgangari árið 1934 og ólst ég upp með honum síðan og naut góðs af ná- vist hans og umhyggjusemi alla tíð. Hann var einstakt snyrtimenni enda bar hús hans og garður að Austurvegi 25 því vitni. Hann var mjög barn- elskur, naut Hansína dóttir okkar hjóna, ásamt systkinum sínum þess. Hann fylgdist með börnum okkar systkina í uppvexti þeirra og gladdist með þeim á ferli þeirra við nám/vinnu og stofnum hjúskapar og barneigna. Voru börnin honum til yndis og ánægju þegar hann var með þeim. Hann var að spauga með að halda upp á 100 ára afmæli sitt. En hann sagði oft við mig að sér liði vel, fyndi hvergi til, en það væri hundleiðinlegt að sitja svona og ekkert að gera. Diddi hafði mjög gaman af að spila og átti vísa spilafélaga í Grænumörk- inni. Eftir að hann kom til dvalar á Ljósheimum spilaði hann vist við hressar konur er dvöldu þar, var fjör og glens hjá þeim við spilamennsk- una. Hann hafði ánægju af að keyra um og skoða náttúru landsins. Þá stundaði Diddi laxveiði og söng með karlakór sér til gamans. Ég vil þakka starfsfólki á Sólvöllum og Ljósheimum fyrir góðvild og góða ummönnun honum til handa síðustu árin. Vertu kært kvaddur. Unnur. Kvatt hefur þennan heim Diðrik Diðriksson, uppeldisfaðir föður míns, á 98. aldursári. Margs er að minnast og ekki síður margt að þakka, allar þær stundir sem við nutum samvista við þig Diddi minn. Þú og amma Halldóra voruð svo stór partur af lífi mínu. Allar ferðirnar til þín og ömmu á Setberg er ljúft að rifja upp. Þegar að amma stóð í stofuglugg- anum eða í dyragættinni og fylgdist með ferðum okkar systra, oftar en ekki til að athuga hvort að við værum ekki á réttum tíma í skólann, eða bara til að kasta á okkur kveðju, og spyrja hvort við litum ekki inn í bakaleiðinni. Og að gera fyrir hana smá viðvik, fara í Siggabúð eða í bankann. Fyrir þessi smá viðvik stakk hún oft að okkur einhverju, t.d. vettling- um eða sokkum eða einnar krónu peningi. Já og þú Diddi minn, horfðir oft álengdar á og kímdir. Eins fylgdist hún vel með því að okkur væri ekki kalt, og minnist ég þess einu sinni að hún kallaði á mig eftir skólann og gaf mér þessa líka fal- legu vettlinga, sem ég til margra ára tímdi ekki að nota. Oft kölluðuð þú og amma á okkur til að koma inn fyrir í hlýjuna og spjalla yfir svolitlum sopa. Já, í minningunni er ótrúlegur sjarmi yfir þessum stundum, að horfa á ömmu hella upp á með svolitlum kaffi- bæti í og svo var blái strákurinn með uppþvottaleginum á eldhúsvaskinum í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Frá þessum árum uppvaxtar eru mér minnisstæðar heimsóknir Gríms bróður ömmu úr Eyjum, dvaldi hann oft hjá ykkur og eru ógleymanlegar allar stundirnar með ykkur og kær- leikurinn sem var á milli ömmu og Gríms, og strútanna tveggja, pabba og Gríms og Eyjafólksins alls. Já minningarnar rifjast upp, oft var glatt á hjalla og mikið skeggrætt um menn og málefni enda ekki langt á milli fjölskyldumeðlima, þrjár fjöl- skyldur hlið við hlið á Austurvegin- um, þú og amma, Denni og Gudda, Unna og Stebbi í næsta nágrenni svo og Jón og Sigga og allur krakkaskar- inn. Minnist ég undirbúnings jólanna hjá ykkur, þegar við systur fyrir jólin komum og skreyttum jólatréð og settum Elvu dúkkuna í stofunni í jóla- fötin, svo og allra stundanna með þér á jóladag hjá mömmu og pabba. Þú komst alltaf gangandi yfir rétt fyrir klukkan tólf og naust jóladagsins með okkur og hafðir þú yndi af því að fylgjast með og sjá hópinn stækka og dafna. Þessar stundir erum við systk- inin afar þakklát fyrir svo og börnin okkar öll. Þegar þú hættir að vinna þá fannst þú þér eitt og annað til dægrastytt- ingar. Mikið snyrtimenni varst þú og list- rænn svo af bar, naust alls þess er fegraði hjarta, huga og hönd. Ég minnist þess með gleði þegar þú komst til mín og spurðir hvort hægt væri að kenna gömlum manni að flosa, þú taldir að það gæti stytt þér stundir. Já, og þú varst ekki lengi að ná tökum á listinni, flosaðir margar myndir þér til mikillar ánægju. Einnig komst þú þér upp gróður- húsi í garðinum, ræktaðir kartöflur og grænmeti, svo ekki sé minnst á kindurnar. Já, ég gleymi seint lyktinni af rós- unum rauðu. Ekki má gleyma bíladellunni sem hrjáði þig á stundum, oft komst þú í sunnudagsbíltúr í Þrastarskóginn og varst þú orðinn háaldraður þegar þú keyptir þér splunkunýjan jeppa og það líka sjálfskiptan. Og sagðir þú við pabba: „Árni, komdu nú út að keyra, þetta er algjör draumur“. Í minningunni voruð þið amma mjög kær hvort öðru, og sýndi það sig oft í veikindum hennar þegar þú nuddaðir hana og reyndir að létta henni þrautirnar. Þegar amma var sem verst læddumst við um ef ske kynni að hún sofnaði. Elsku Diddi minn, nú hefur þú lagst í hinstu hvílu, við hlið ömmu Halldóru, og mun hún taka fagnandi á móti þér eins og hún gerði svo oft. Elsku pabbi minn, megi góður Guð styrkja þig, Unni og ástvini alla. Hvíl í Guðs friði. Sólrún Árnadóttir. Diðrik Diðriksson Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HALLGRÍMUR STEINARSSON, Hafnarbergi 3, Þorlákshöfn, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðviku- daginn 30. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 13D á Landspítalanum fyrir góða umönnun. Sigrún Gísladóttir, Guðný Björg Hallgrímsdóttir, Brynjólfur Guðmundsson, Ingibjörg Hallgrímsdóttir, Hafdís Hallgrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, HELGA GUNNLAUGSDÓTTIR, áður til heimilis á Laugagötu 3, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð föstudaginn 8. sept- ember. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Þórey Sveinsdóttir, Hreinn Hreinsson, Gunnlaugur Búi Sveinsson, Signa Hallsdóttir, Tómas H. Sveinsson, Rannveig Sigurðardóttir. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU PÁLSDÓTTUR frá Skál á Síðu. Anna Hildur Árnadóttir, Steingrímur Lárusson, Guðrún Árnadóttir, Sigurbjörn Árnason, Hjördís Sigurðardóttir, Guðríður Árnadóttir, Páll Árnason, barnabörn og langömmubörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og dóttir mín, MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR, Tómasarhaga 12, lést á heimili sínu aðfaranótt fimmtudagsins 7. september. Gretar Reynisson, Dagur Gretarsson, Hringur Gretarsson, Guðný Pétursdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALGERÐUR EINARSDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, áður til heimilis í Gullsmára 10, Kópavogi, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðju- daginn 5. september, verður jarðsungin frá Kópa- vogskirkju miðvikudaginn 13. september kl. 15.00. Gylfi Norðdahl, Guðbjörg Haraldsdóttir, Thorbjorn Nilson, Pálína Ósk Haraldsdóttir, Þórarinn Óskar Þórarinsson, Helga Haraldsdóttir, Kristján Björnsson, Sigríður Haraldsdóttir, Óskar Jóhann Björnsson, Anna María Haraldsdóttir, Auður Haraldsdóttir, Rúnar Birgir Sigurðsson, ömmubörn og langömmubörn. Yndislegur eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, tengdasonur, afi og bróðir, INGI RÚNAR ELLERTSSON skipstjóri frá Eystri Reynir, Akraneshreppi, Naustabryggju 55, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju þriðjudaginn 12. september kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Fjóla Sigurðardóttir, Marteinn Jón Ingason, Aðalsteinn Einarsson, Emi Uda, Kristín Erla Einarsdóttir, Guðjón Vilhelm, Silvía Færseth, Angela G. Eggertsdóttir, Agnes Baldvinsdóttir, Angela G. Guðjónsdóttir, Einar Grétar Björnsson, barnabörn og systkini hins látna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.