Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 12
Ýmsir halda því fram að íslensk listhafi löngum verið innblásin af lands-lagi og náttúru Íslands. Það á ekkisíst við um tónlist. Forðum sáust merki þess í verkum manna á borð við Pál Ís- ólfsson og Jón Leifs og nú á dögum hjá Björk og Sigur Rós sem borið hafa hróður Íslands um víðan völl. Hilmar Örn Hilmarsson tónskáld og tónlist- armaður tekur undir þetta sjónarmið. „Það er mikið talað um það að íslensk tónlist sé á ein- hvern hátt innblásin af landslaginu. Þetta kann að vera farið að nálgast ákveðna klisju en er samt það sterkt að þegar Jane Campion fékk mig til að gera músíkina við myndina sína In the Cut var það vegna þess að þær framleið- andinn, Laurie Parker, voru að leita að dökkri tónlist sem kæmi skynjanlega frá norðurhveli jarðar,“ segir hann. Þegar Hilmar gerði tónlist við aðra kvik- mynd, Pan sem byggð var á skáldsögu eftir Knut Hamsun, segir hann menn líka hafa tekið til þess hvað hann væri undir sterkum áhrifum frá Edvard Grieg. „Nú hef ég aldrei hlustað á Grieg af neinu viti, aðallega upplifað hann í vondum endurflutningi Rick Wakeman, þann- ig að hann hefur komið til mín eftir miklum krókaleiðum. Þetta þýðir hins vegar að það virðist vera til ákveðinn norrænn tónn sem menn hafa m.a fundið hjá Síbelíus. Síðan eru reyndar til menn eins og Carl Nielsen sem er að því er virðist sléttari akur.“ Bragðað á tónum Hilmar segir þessar hugmyndir ákaflega lif- andi og kveðst sjálfur rekast mikið á tilvísanir í íslenskt landslag þegar hann les umsagnir um eigin tónlist. Þetta hafi líka verið áberandi í erlendri greiningu á Björk og Sigur Rós. Hann telur að hér sé frekar um upplifun út- lendinga að ræða en að þessir aðilar séu bein- línis að leggja áherslu á þetta í tónsköpun sinni. „Raunar er mér persónulega ljúft og skylt að gangast við þessari greiningu. Átrún- aðargoð mitt var Páll Ísólfsson sem hlustaði á „sinfóníu hafsins“ á Stokkseyri og talaði um að sín tónlist kæmi úr briminu. Æska mín er því óneitanlega lituð af því að tónlist komi frá landinu og náttúrunni. Sjálfur bjó ég líka við samruna skilningarvita sem barn. Átti mjög auðvelt með að heyra liti og bragða á tónum. Þetta er ennþá til staðar – enda þótt óþægilegi parturinn af þessu hafi elst af mér á unglings- árunum – og kemur sér ákaflega vel fyrir mig sem kvikmyndatónskáld.“ Hilmar segir þetta alls ekki langsótt. „Dónal vinur minn Lunny talar t.d. alltaf um það að maður heyri umhverfið í tónlistinni. Það er al- veg rétt. Ég myndi semja allt öðruvísi tónlist ef ég byggi í erlendri stórborg og hef raunar gert það. Ég bjó í nokkur ár í Danmörku og fann vel hvernig tónlistin breyttist þegar ég fluttist heim aftur.“ Engin séríslensk fimmund Jón Leifs er annað dæmi um tónskáld sem sótti innblástur í náttúruna ekki síður en forn- bókmenntirnar. „Jón talaði á sinni tíð mikið um séríslenskan tón og íslenskan tónlistararf. Nú er sá arfur raunar að leysast upp í nýlegum rannsóknum. Hin „séríslenska fimmund“ er t.d. ekki séríslensk og þar fram eftir götunum, þannig að þetta er í endurskoðun og verður að vera það. Klisjan getur nefnilega orðið hættu- leg.“ Hilmar segir stórbrotna náttúru Íslands óhjákvæmilega kalla í senn á hrikaleik og upp- rót. „Náttúra landsins er ægifögur en af- skaplega illa plönuð. Það kemur því alltaf eitt- hvað óvænt upp ef maður notast við hana.“ Hilmar er eigi að síður ekki sannfærður um að náttúruvakning sé í gangi í íslenskri tónlist. „Það sem hefur gerst á undanförnum tuttugu til þrjátíu árum er að fólk hefur í auknum mæli fengið að upplifa tónlist frá öðrum menningar- heimum og jafnvel akademíska endursköpun á tónlist frá öðrum tímaskeiðum. Nútímamann- eskjan hefur þar af leiðandi aðgang að ótrú- lega mismunandi tegundum tónlistar og það gefur auga leið að tónlist hefur þróast með ólíkum hætti á ólíkum landsvæðum. Afrískri og asískri tónlist fylgja líka ákveðnar myndir af þeim landsvæðum og siðmenningu sem hún sprettur úr. Vakningin er því sú að fólk er að upplifa fjölbreytileikann en um leið að átta sig betur á þeirri sérstöðu sem þeirra svæði hefur í þessu samhengi.“ Tónlistarhefðin uppgötvuð Hilmar segir að skýra megi velgengni Bjarkar og Sigur Rósar á erlendri grundu að hluta til með sérstöðu þessara listamanna og uppruna. Málið sé þó flóknara. „Björk er líka skilgetið afkvæmi Stefáns Edelstein og tónlist- arskóla hans, þar sem tíu ára krakkar fengu að spila á hljóðgervil og gera tilraunir með tónsmíðar. Svipað má segja með Sigur Rós. Það er ákveðin kemestría í gangi í þeirri hljómsveit sem felst í persónuleikum meðlim- anna en líka í því hvað þeir eru ofboðslega opnir fyrir möguleikum sem engum öðrum dettur í hug að skoða.“ Hilmar segir að þegar hann flutti utan til Danmerkur 1994 hafi Íslendingar ekki átt neina tónlistarhefð, a.m.k. ekki opinberlega. Þegar hann sneri aftur sex árum síðar voru Kári Bjarnason og félagar búnir að uppgötva þúsundir nótnauppskrifta í íslensku handrit- unum. Rímnatónlist var á sama tíma að fá vind í seglin, ekki síst fyrir atbeina Steindórs And- ersen. Hún var löngum flutt á þröngum bað- stofuloftum eða úti á engjum og segir Hilmar raddhefðina fyrir vikið hafa tekið mið af um- hverfinu. Af þessu eimi enn í dag. „Hljómburð- urinn var nokkuð sérstakur. Menn sungu ekki inn í rýmið líkt og í kirkjum og á öðrum stöð- um sem ætlaðir voru til tónlistarflutnings þar sem lítið var um endurvarp. Þarna mótar um- hverfið flutninginn.“ Höfum varðveisluskyldu Hilmar Örn Hilmarsson er ekki bara tónlist- armaður, hann er líka allsherjargoði Íslands. Hann segir grundvallarkennisetningu Ása- trúarfélagsins löngum hafa verið að bera virð- ingu fyrir hinum forna arfi og hefja hann til vegs og virðingar á ný. „Það sem snertir mann líka sem Íslending er það að 98% af því sem við vitum um norræna goðafræði er til komið vegna varðveislu á Ís- landi, þannig að okkur er málið skylt. Við höf- um ákveðna varðveislu-, rannsókna- og kynn- ingarskyldu og ég vona að við berum gæfu til að gegna því hlutverki áfram. Um þessar mundir er að koma út fjöldinn allur af ægilega vondum þýðingum á Eddukvæðum víðsvegar um heiminn sem unnar eru af svokölluðum sérfræðingum sem hafa þegar öllu er á botn- inn hvolft ekki minnsta skilning á íslenskri málfræði.“ Ásatrúarfélagið náði í sumar þeim áfanga að telja eitt þúsund félaga. Hilmar segir fé- lagatalið hafa tífaldast á fimmtán árum, þann- ig að mikil vakning sé þar á ferðinni. „Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra þetta en því er ekki að neita að kirkjunnar menn hafa með ýmsum hætti vakið athygli á okkar starfi. Það varð t.d. mikil fjölgun í Ásatrúarfélaginu í kringum Kristnihátíðina árið 2000.“ Hilmar segir áhugann ekki síst vera meðal eldra fólks en dæmi eru um að fólk á sjötugs- aldri hafi gengið í félagið. Hann segir þetta fólk yfirleitt gefa þá skýringu að það hafi allt- af verið ásatrúar en aldrei stigið skrefið til fulls. Mögulega hafi því alla tíð verið beint í aðrar áttir. Ásatrúarfélagið stefnir að því að taka hof í notkun í Öskjuhlíðinni árið 2008 og bindur Hilmar vonir við að félagið verði þá enn sýni- legra. „Þetta verður fyrsta hofið í Norður- Evrópu í meira en níu hundruð ár og ætti að auðvelda alla starfsemi félagsins.“ Þriggja alda upphafning Hilmar kveðst ekki greina aukna áherslu á þjóðernis- eða ættjarðarhyggju innan Ása- trúarfélagsins en merkilegt nokk sjái þess stað víða erlendis. „Norræni menningararfurinn hefur frá því á síðari hluta sautjándu aldar víða verið uppspretta þjóðernishyggju. Fyrst í Svíþjóð, þar sem Olaf Rudbeck skrifaði rit sem átti að sanna að öll siðmenning heimsins, þ.á m. Forn-Egypta og Grikkja, væri komin þaðan. Síðan svöruðu Danir því og á nítjándu öld eignuðu Norðmenn sér allar Íslendinga sögurnar og Eddukvæðin. Íslendingar fengu fyrst og fremst að fljóta með sem ritarar og skrifstofublækur. Þessi upphafning hefur ver- ið í gangi í þrjár aldir í gegnum forsöguna. Maður finnur minnst fyrir þessu hérna á Ís- landi en í öðrum löndum, þar sem ræturnar eru ekki einu sinni til staðar, er fólk að velta sér heilmikið upp úr þessu. Það er merkilegt.“ Spurður um allt annað kveðst Hilmar ekki hafa gert sér grein fyrir því að tilvísun í sveita- rómantík setji svip sinn á tísku og klæðaburð Íslendinga nú um stundir. „Ég er orðinn svo gamall að ég veiti þessum hlutum ekki svo mikla athygli en þegar þú nefnir það sé ég auðvitað að Hjalti litli er á gangi hér og þar um bæinn í lopapeysunni sinni. Annars skiptir þetta mig svo sem litlu máli, ég verð hvort sem er alltaf flokkaður sem lopapeysulúði.“ Listin innblásin af landslaginu Morgunblaðið/Ómar Forn arfur Frá Sólstöðuhátíð Ásatrúarfélagsins. Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði segir grundvallarkennisetningu félagsins löngum hafa verið að bera virðingu fyrir hinum forna arfi og hefja hann til vegs og virðingar á ný. Félagar eru 1.000 og náði félagið þeim áfanga í sumar. Innblástur „Náttúra landsins er ægifögur en afskaplega illa plönuð,“ segir Hilmar Örn Hilmarsson, tónskáld og allsherjargoði. » Vakningin er því sú að fólker að upplifa fjölbreytileik- ann en um leið að átta sig betur á þeirri sérstöðu sem þeirra svæði hefur í þessu samhengi. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Æska mín er lituð af því að tónlist komi frá landinu og náttúrunni, segir Hilmar Örn Hilmarsson 12 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ sviðleysi danskrar náttúru dró þennan viðnámskraft úr Dönum. Tungumálið og ættjörðin sem slík samtvinnast svo alla sjálfstæðisbar- áttuna. Tungumálið og menningin voru vopnið sem Íslendingar notuðu mest í þeirri baráttu enda beit það vel á Dani. Þeirra hugmyndir um þjóðerni og menningu voru í raun nákvæmlega eins og okkar og þeir litu á Íslendinga sem varðveislu- menn þessarar mikilvægu menning- ar og fornu sögu sem skrifuð var á Íslandi af Íslendingum. Landið er sem sagt alltaf til staðar en tungan og menningin var það sem menn lögðu mesta áherslu á.“ Nærist á baráttu, styrkir andann og sameinar fólk Guðmundur hefur sett fram þær hugmyndir að á seinni hluta tutt- ugustu aldarinnar hafi tungumálið á vissan hátt byrjað að hopa sem táknkerfi númer eitt. Hann segir ýmsar ástæður fyrir því en meg- inástæðan sé sú að þjóðerniskennd nærist á baráttu. Hún styrkir and- ann og sameinar fólk – við stöndum saman gegn einhverjum sem ógnar okkur. „Hugmyndin um að tungan væri á undanhaldi var áberandi í þessari umræðu. Að við þyrftum að slá skjaldborg um tungumálið. Í dag held ég hins vegar að það sé erfitt að sannfæra menn um að tungu- málið eigi sérstaklega undir högg að sækja, enda er íslensk tunga jafn lifandi nú og hún hefur nokkru sinni verið. Hér er einnig um al- þjóðleg áhrif að ræða. Ýmsar hugmyndir sjálfstæðisbar- áttunnar eiga rætur að rekja til hins þýska anga rómantísku þjóð- ernisstefnunnar um samband tungumáls og þjóðernis. Þessar hugmyndir eru tvímælalaust á und- anhaldi, m.a. vegna þess að þær tengdust hugmyndafræði nasism- ans. Svo má líka nefna hinar miklu þjóðfélagslegu breytingar sem orðið hafa á undanförnum áratugum með vaxandi innflutningi fólks frá öðrum löndum. Þar er erfiðara nú en áður að miða skilgreiningu „Íslendings- ins“ við þá sem tala „rétt mál“, eða telja sig afkomendur Gunnars og Njáls. Þetta þýðir ekki að tungu- málið skipti minna máli en áður, eða að við eigum að láta okkur standa á sama um þróun þess, held- ur aðeins að pólitísk tilvísun tungu- málsins hefur breyst.“ Þá kemur náttúran til skjalanna og Guðmundur segir það ekkert launungarmál að barist sé um hana. „Það er barist á mörgum víg- stöðvum og þetta er alþjóðleg bar- átta. Náttúruvernd er í tísku og mjög umrædd um allan heim en til- finningin er sú að við séum að grafa undan eigin lífi og framtíð með því hvernig við höfum gengið á náttúr- una. Þessi afstaða ýtir undir það sem er að gerast hérna á Íslandi.“ Guðmundur segir að þetta séu líka ákveðin velmegunareinkenni. „Það sem er að gerast fyrir austan er auðvitað ákveðin tegund efna- hagslegrar þróunar sem sumum finnst að tilheyri fortíðinni. Upp- bygging stóriðju er ekkert sérstak- lega aðlaðandi fyrir nútímamenn og fáa dreymir neitt sérstaklega um að fá verksmiðjur í bakgarðinn eða að vinna í þeim. Þetta tengist því að við höfum það orðið nokkuð gott og finnst mörgum því lítil þörf á frek- ari uppbyggingu stóriðju.“ Þetta villta og „sanna“ Guðmundur segir þetta einnig til marks um að við höfum fjarlægst náttúruna eða nálgast hana á nýjan hátt. „Ég hef haldið því fram að það sé erfitt að líta íslenska náttúru rómantískum augum ef maður býr í henni, blautur og kaldur í sagga- fullum moldarkofa. Ég er ekki að segja að það sé ómögulegt en menn horfa öðruvísi á náttúruna ef þeir búa í þéttbýli og fara gagngert út í náttúruna til að njóta hennar. Ís- lendingar eru því ef til vill farnir að horfa á náttúru landsins með svip- uðum augum og erlendir ferðamenn gerðu á nítjándu öld, þ.e. þeir sjá í henni hið villta og „sanna“ sem ögr- ar okkur. Menn komu til Íslands til að upplifa slíkt en þeir gerðu það í þeirri vissu að þeir gætu snúið aft- ur til síns heima, þannig að ógnin var ekki sú sama og fyrir þá sem áttu allt sitt undir íslenskri náttúru og voru fastir í henni.“ Guðmundur segir mikilvægt að gera sér grein fyrir því að virkj- unarsinnar skáki líka í skjóli þjóð- ernisstefnunnar. „Við megum ekki gleyma því að virkjunarstefnan er líka rómantísk í þeim skilningi að hún er ekkert síður þjóðernis 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.