Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 41
setti fram hófsamari útgáfu þessarar gagnrýni er
hann sagði í ræðu sinni á ráðstefnunni: „Sem leið-
togi fjölmennasta ríkis múslima í heiminum, get ég
sagt hér að margir múslimar hafa á tilfinningunni
að alþjóðlegir fjölmiðlar dragi ekki upp sanngjarna
mynd af þeim. Margir kvarta raunar undan tvö-
földu siðgæði í þeim efnum.
Þetta fólk segir að þegar aðrir en múslimar falla í
átökum hneykslist vestrænir fjölmiðlar miklu
meira og geri miklu meira úr því en daglegum
drápum á múslimum í Palestínu, Írak og nú Líb-
anon.
Ég nefni sem dæmi skýrslu, sem gerð var að
beiðni stjórnar BBC [brezka ríkisútvarpsins] um
umfjöllun þess um átökin í Mið-Austurlöndum.
Hverjar voru tillögur skýrsluhöfunda? Þeir vildu
meiri bakgrunnsumfjöllun, að hlutirnir væru settir
í betra samhengi, svo að áhorfendurnir fengju betri
og ýtarlegri skilning á þeim deilumálum, sem rífa
þennan heimshluta í sundur.
Það er tilfinning, sem margir hafa, með réttu eða
röngu, að Vesturlandabúar líti svo á, svo ég tali
hreint út, að líf múslima sé minna virði en annarra.
Fjölmiðlar geta stuðlað að því að lagfæra þessa
ímynd. Með því að læra hvert um annað og ræða
það sem er líkt og ólíkt með okkur, tökum við enn
eitt skref í átt til þess að draga úr spennu og átök-
um á milli þjóða.“
Max Arhippainen, ritstjóri Hufvudstadsbladet í
Helsinki, dró fram hina hlið málsins og benti á að
öfgamenn fengju alltof oft að ráða ferðinni í umfjöll-
un fjölmiðla, en sjónarmið hins hófsama meirihluta
kæmust síður að. Það ætti ekki síður við um ríki
múslimaheimsins, þar sem fjölmiðlar væru oft rit-
skoðaðir eða háðir stjórnvöldum. Gagnkvæmur
skortur á skilningi og umburðarlyndi í fjölmiðlaum-
fjöllun byggi til vítahring, sem erfitt væri að kom-
ast út úr: „Ef fjölmiðlar í arabaheiminum halda
áfram að útmála Vesturlandabúa sem hálfgerða
djöfla, mun andúðin á íslam á Vesturlöndum einnig
aukast.“
Spurning um vinnubrögð
Þ
egar fjölmiðlar draga upp ranga og
villandi mynd af ólíkum menningar-
heimum í umfjöllun sinni er slíkt
ekki endilega gert af ásetningi, þótt
slíkt sé auðvitað til í dæminu. Það að
vestrænir fjölmiðlar geri t.d. hlut
múslima verri en Vesturlandabúa, getur allt eins
verið afleiðing af vanþekkingu fréttamanna og slæ-
legum vinnubrögðum. Mikið fór fyrir umræðum
um það hversu illa fjölmiðlar, hvar sem er í heim-
inum, eru oft í stakk búnir til að gefa raunsanna
mynd af atburðum í öðrum menningarsamfélögum
og útskýra þá fyrir lesendum sínum og áheyrend-
um. Fréttamenn skortir oft allar forsendur til að
veita almenningi innsýn í þann menningarheim,
sem býr að baki því sem sést á sjónvarpsskjánum
eða á fréttaljósmyndum. Riz Khan, fyrrverandi
fréttamaður hjá BBC og CNN, sem er nú í hópi
þeirra sem undirbúa enskumælandi rás arabísku
fréttastöðvarinnar Al Jazeera, sagði að fjarskipta-
tæknin hefði haft í för með sér að fréttamenn hefðu
miklu minni tíma til að setja sig inn í málin en áður;
krafan væri um beina útsendingu nánast strax eftir
að menn væru lentir á nýjum stað. Khan sagði þetta
eiga við um útvarp og sjónvarp sérstaklega, en að
hluta til einnig um dagblöð, þar sem fréttir væru oft
unnar á skemmri tíma en áður.
Flestir voru sammála um að þörf væri á betri
menntun og meiri þjálfun fréttamanna; að þeim
gæfist kostur á að kynna sér betur bakgrunn þeirra
mála, sem þeir fjalla um. En jafnframt létu margir
blaðamenn í ljós áhyggjur af því, að þróunin í fjöl-
miðlageiranum væri í raun í andstæða átt vegna
harðnandi samkeppni og niðurskurðar kostnaðar á
flestum fjölmiðlum. Nýliðar fengju minni þjálfun en
áður og reyndir blaðamenn hefðu minni tíma til að
setja sig inn í mál. Stephanie Vassen, fréttaritari
NOS, hollenzka ríkissjónvarpsins, í Jakarta, sagði
að gott fréttaritarakerfi væri iðulega gulls ígildi
fyrir fjölmiðla, því að fréttaritari, sem byggi í sam-
félaginu sem hann fjallaði um, í stað þess að koma í
þotu þegar stóratburðir gerðust, hefði allt aðrar
forsendur til að útskýra viðkomandi samfélag fyrir
lesendum sínum og stuðla þannig að því að draga úr
fordómum. Hins vegar hafa flestir vestrænir fjöl-
miðlar skorið niður fréttaritarakerfi sitt á undan-
förnum árum.
Ábyrgð fjölmiðla
T
alsverðar umræður fóru fram um þá
spurningu, sem varpað var fram af
hálfu ráðstefnuhaldaranna, hvort á
fjölmiðlum hvíldi beinlínis sú skylda
að stuðla að friði og umburðarlyndi.
Margir voru þeirrar skoðunar að fjöl-
miðlar bæru enga slíka skyldu; þeir ættu eingöngu
að segja frá staðreyndum. John Aglionby, fréttarit-
ari brezka dagblaðsins The Guardian í Jakarta, dró
saman umræður um þetta efni á ráðstefnunni og
sagði að friður og umburðarlyndi væri fremur
aukaafurð, sem fylgdi því að fjölmiðlar ástunduðu
fagleg og vönduð vinnubrögð og drægju fram allar
hliðar mála, segðu óhlutdrægt frá og gæfu minni-
hlutahópum og fólki, sem ekki væri í valdastöðum,
tækifæri til að tjá sig.
Á þessu umræðuefni eru margar hliðar. Áður-
nefndur Mike Chinoy benti þannig á að stundum
væri friður einfaldlega ekki rétti kosturinn og þá
ættu fjölmiðlar heldur ekki að hvetja til friðar.
Þetta hefði t.d. átt við um friðkaup Chamberlains
við Hitler í aðdraganda síðari heimsstyrjaldarinn-
ar.
Bosko Jaksic, ritstjóri blaðsins Politika í Kosovo,
benti á að stundum væri markmið fjölmiðla beinlín-
is að afflytja staðreyndir og ala á fordómum og
hatri, í því skyni að ýta undir stríð og manndráp.
Hann sagði að í stríðunum og þjóðernishreinsunun-
um á Balkanskaga á síðasta áratug hefði fjölmiðlum
óspart verið beitt til að ýta undir hatur á milli þjóð-
arbrota. „Hver er ábyrgð blaðamannanna, sem þar
voru að verki?“ spurði Jaksic. „Hershöfðingjarnir
voru dregnir fyrir alþjóðlegan dómstól, en ég hef
ekki orðið var við að neinn fjölmiðlamaður hafi ver-
ið ákærður. Þó bera þeir ekki síður ábyrgð á ódæð-
isverkunum.“ Annað dæmi af þessu tagi var nefnt í
umræðunum; að útvarpsstöð í Rúanda hefði róið
undir fjöldamorðunum þar með linnulausum áróðri
og nánast heilaþvotti á hlustendunum. Enginn, sem
þar var að verki, hefði hins vegar verið dreginn til
ábyrgðar.
Niðurstaðan af umræðunum á Bali er í raun sú,
að það er ekki þörf á neinum grundvallarbreyt-
ingum hjá fjölmiðlum þótt heimsmyndin hafi
breytzt. Kjarni málsins er að sú skylda hvílir á fjöl-
miðlum að ástunda vönduð vinnubrögð, setja les-
endur sína og áheyrendur vandlega inn í flókin mál,
sýna sanngirni í umfjöllun sinni og gæta þess að öll
sjónarmið komist að. Til þess að fjölmiðlar geti
sinnt þessu hlutverki sínu verða þeir að hafa starfs-
menn með mikla reynslu og þekkingu og þeir verða
að búa við starfsaðstæður, sem tryggja að tjáning-
arfrelsi sé virt og blaðamenn ekki kúgaðir eða
keyptir til að skrifa eða skrifa ekki það sem stjórn-
völdum eða öðrum hagsmunaöflum finnst að þeir
eigi að gera. Og eftir sem áður bera fjölmiðlar þá
ábyrgð, að valda ekki skaða með umfjöllun sinni.
Þetta eru grundvallaratriði, sem alltaf hafa átt við,
en kannski í enn ríkari mæli í hnattvæddum heimi
og fjölmenningarlegu samfélagi.
» „Í umræðum á Vesturlöndum er því stundum haldið framað íslam, lýðræði og tjáningarfrelsi geti ekki farið saman.
Þá gleymist gjarnan að fyrir aðeins tveimur áratugum eða svo
bjó hartnær hálfur kristindómurinn við harðstjórn, skort á lýð-
ræði og ekkert tjáningarfrelsi. Og það á enn við í mörgum
kristnum ríkjum. Lýðræði og tjáningarfrelsi hefur ekkert með
trúarbrögð að gera.“
rbréf
Reuters
Skopmyndafárið Múslimar í Indónesíu mótmæla í febrúar vegna birtingar skopmyndanna af Múhameð spámanni í Jyllands-Posten. Um tíma var Dönum ráðlagt að yfirgefa Indónesíu.