Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 80
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 253. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK.
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: auglysingar@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
VERÐ Í LAUSASÖLU | 350 kr. með vsk
Suðvestan 3–8
m/s og bjartviðri
austanlands. Vax-
andi sunnanátt vestantil og
súld eða rigning, hvassast
allra vestast. » 8
Heitast Kaldast
17°C 8°C
STEVE Forbes, aðaleig-
andi, forstjóri og rit-
stjóri viðskiptatímarits-
ins Forbes, er væntan-
legur til landsins á næsta
ári og mun halda fyrir-
lestur hér á landi hinn 6.
febrúar.
Fyrirlesturinn verður
hluti af fyrirlestraröð-
inni Stefnumót við leið-
toga, en meðal annarra leiðtoga sem sækja
landið heim er Mikhail Gorbachev, sem flyt-
ur fyrirlestur 12. október nk. Það er Einar
Bárðarson, umboðsmaður og tónleikahald-
ari, sem stendur fyrir komu Forbes hingað
til lands.
Viðskiptatímaritið Forbes er eitt út-
breiddasta og virtasta viðskiptatímarit
heims. Það selst að jafnaði í 900 þúsund ein-
tökum, og nær til um 5 milljóna lesenda.
Stefnumót við
leiðtogann
Steve Forbes
Steve Forbes
ÍSLENSKT sumarljós og þriggja
tonna drangur úr Dómadal, svo-
nefndur hrafntinnubróðir, eru
spennugjafi í íslenska sýningarskál-
anum á Feneyjatvíæringnum um
byggingarlist og borgarskipulag. Í
brennidepli sýningarinnar er þó
hönnun Tónlistar- og ráðstefnuhúss-
ins við Reykjavíkurhöfn. Skálann
hannaði Ólafur Elíasson í samvinnu
við dönsku arkitektastofuna Henning
Larsen Tegnestue, sömu aðila og
hanna tónlistarhúsið. Tvíæringurinn
er nú haldinn í 10. sinn og stendur yf-
ir frá 10. september til 19. nóvember.
Sýningin fjallar um lykilþætti sem
snúa að þróun stórra borga um allan
heim. Hún þykir jafnframt einhver
mikilvægasti vettvangur í heimi fyrir
kynningu á byggingarlist og hana
hafa sótt rúmlega 100.000 manns.
Íslendingar taka nú þátt í tvíær-
ingnum í fyrsta sinn.
Ólafur Elíasson segir að einstakt
tækifæri gefist til að vekja alþjóðlega
athygli á tónlistar- og ráðstefnuhús-
inu á tvíæringnum. Í skálanum er að
sjá nýtt líkan af húsinu sem hægt
verður að opna og skoða inn í. Þar er
verkefnið við austurhöfnina einnig
sett fram á myndrænan hátt.
Skel hússins er hönnuð af Ólafi og
mótast einstök hönnun þess af áhrif-
um frá stórbrotinni náttúru Íslands.
Ljósaveggurinn í sýningarskál-
anum er 10 metra langur og fjögurra
metra hár. Að baki hans er flókinn
austurrískur tæknibúnaður sem
varpar mjúkri samanþjappaðri sólar-
hringsbirtu á flötinn, svo að blæ- og
birtubrigði breytast stöðugt í skál-
anum. Veggurinn skiptir máli fyrir
hönnun og hugmyndavinnu að baki
sjálfri skel tónlistarhússins.
„Við erum að skoða hvernig það
gengur upp að láta birtuna inni í hús-
inu og fyrir utan ræða saman, án þess
að gera skelina alltof flókna.“
Hjúpur Íslensk birta mun gæða tónlistar- og ráðstefnuhúsið krafti.
Hrafntinnubróðir og
íslenskt sumarljós
Húsið | 4
STÓR hópur fólks tók þátt í landssöfnun
Rauða kross Íslands í gær, laugardag, og gekk
til góðs til að safna peningum fyrir börn í suð-
urhluta Afríku. Sólveig Ólafsdóttir, upplýs-
ingafulltrúi Rauða krossins, sagði um hádeg-
isbil í gær að söfnunin hefði farið vel af stað.
Einn þeirra sem tóku þátt í söfnuninni var
Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félagsins,
en hann ók til góðs, eins og hann orðaði það,
enda bundinn við hjólastól. Honum til aðstoðar
var 9 ára frænka hans, Þórunn Stefánsdóttir, og
vinkona hennar, Matthildur Alice Stefánsdóttir.
„Ég vil sýna að þótt fólk sé í hjólastól geti það
gert gagn, ef aðstaðan er þannig. En við þurfum
aðstoð til þess,“ segir Guðjón.
Morgunblaðið/Ómar
Fjölmargir gengu til góðs og söfnuðu fé
SÁTT er ekki líkleg niðurstaða í
virkjanamálum íslensku þjóðarinn-
ar. Hér er einfaldlega um tvö
ósættanleg sjónarmið að ræða.
Þetta er skoðun dr. Guðmundar
Hálfdanarsonar, prófessors í sagn-
fræði við Háskóla Íslands, en hann
hefur um árabil fylgst með þessum
málum.
„Auðvitað getur stór hluti þjóð-
arinnar sætt sig við virkjunarfram-
kvæmdir upp að vissu marki,“ seg-
ir Guðmundur, „en ef við lítum á þá
sem eru hvorir á sínum pólnum,
annars vegar þá sem vilja ganga
mjög langt í því að virkja og hins
vegar þá sem vilja umfram allt
vernda náttúruna, þá eru þeirra
sjónarmið í eðli sínu ósættanleg og
fyrir þá er á endanum engin milli-
leið möguleg. Fyrir vikið verður
náttúruvernd áfram pólitískt bar-
áttumál sem þýðir að náttúran
verður áfram snar þáttur í þjóð-
ernissköpuninni.“
Augljóst dæmi um
hnattvæðinguna
Guðmundur segir að inn í deil-
urnar um Kárahnjúkavirkjun komi
mjög margir þættir sem eru ein-
kennandi fyrir tíðaranda samtím-
ans. Guðmundur segir deilurnar
mjög augljóst dæmi um hnattvæð-
inguna þar sem margir mótmæl-
endur eru útlendingar. „Þeirra að-
koma endurspeglar í fyrsta lagi
það viðhorf að það á engin þjóð
ákveðið land lengur, heldur er
jörðin sameiginleg eign allra
manna. Þess vegna má fólk sem
kemur annars staðar frá hafa skoð-
un á því hvernig við Íslendingar
förum með það land sem við köllum
Ísland. Í öðru lagi vísar þetta mál
augljóslega inn í hina hnattvæddu
umræðu um umhverfismál. Þarna
togast m.ö.o. á viðhorf til landsins
sem sameiginlegrar séreignar Ís-
lendinga og hugmyndir um alþjóð-
legt vistkerfi og náttúru sem snert-
ir alla jarðarbúa á einhvern hátt.“
Sátt ólíkleg niðurstaða í
virkjanamálum þjóðarinnar
Mögum þín | 10–17
Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is
JÓN Eggert Guð-
mundsson, líf-
fræðingur, kerf-
isfræðingur og
kafari, gekk
hringinn eftir
strandvegum
landsins nánast
sleitulaust frá 6.
maí til 29. ágúst
sl., að jafnaði
rúma 27 kíló-
metra á dag, þrátt
fyrir misjafnt
veður.
Strandvega-
ganga Jóns Egg-
erts var til styrktar Krabbameinsfélagi Ís-
lands og gekk hann rúmlega 2.400
kílómetra í sumar. Til þessa hefur safnast
rúmlega ein milljón króna, en hægt er að
hringja í söfnunarsíma eða leggja frjáls
framlög inn á söfnunarreikning hjá félag-
inu á vef þess, www.krabb.is. Vegalengdin
sem Jón Eggert gekk til styrktar félaginu
var samtals 3.466 kílómetrar og fór hann
hluta leiðarinnar, 1.000 kílómetra, á fimm
vikum í fyrrasumar.
Jón Eggert fékk hugmyndina að strand-
vegagöngunni er hann var nýbyrjaður að
ganga á Esjuna í hittifyrra og lætur sig nú
dreyma um að synda í kringum Ísland, eða
kannski milli Íslands og Skotlands, 1.600
kílómetra vegalengd að teknu tilliti til haf-
strauma.
Rúm milljón
fyrir strand-
vegagöngu
Alveg þrælgaman | 34–35
»Andstæðingar Kára-hnjúkavirkjunar heyja bar-
áttu sína út frá hugmyndinni
um þrenninguna land, þjóð og
tungu.
»Þjóðernishyggja er ekki nýaf nálinni á Íslandi. Þjóð-
frelsi og lýðréttindi voru í
brennidepli á ofanverðri
nítjándu öld og langt fram eftir
þeirri tuttugustu.
»Dr. Guðmundur Hálfdan-arson segir ættjörðina allt-
af hafa skipt Íslendinga miklu
máli.
Í HNOTSKURN