Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 80
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 253. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: auglysingar@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is VERÐ Í LAUSASÖLU | 350 kr. með vsk  Suðvestan 3–8 m/s og bjartviðri austanlands. Vax- andi sunnanátt vestantil og súld eða rigning, hvassast allra vestast. » 8 Heitast Kaldast 17°C 8°C STEVE Forbes, aðaleig- andi, forstjóri og rit- stjóri viðskiptatímarits- ins Forbes, er væntan- legur til landsins á næsta ári og mun halda fyrir- lestur hér á landi hinn 6. febrúar. Fyrirlesturinn verður hluti af fyrirlestraröð- inni Stefnumót við leið- toga, en meðal annarra leiðtoga sem sækja landið heim er Mikhail Gorbachev, sem flyt- ur fyrirlestur 12. október nk. Það er Einar Bárðarson, umboðsmaður og tónleikahald- ari, sem stendur fyrir komu Forbes hingað til lands. Viðskiptatímaritið Forbes er eitt út- breiddasta og virtasta viðskiptatímarit heims. Það selst að jafnaði í 900 þúsund ein- tökum, og nær til um 5 milljóna lesenda. Stefnumót við leiðtogann Steve Forbes Steve Forbes ÍSLENSKT sumarljós og þriggja tonna drangur úr Dómadal, svo- nefndur hrafntinnubróðir, eru spennugjafi í íslenska sýningarskál- anum á Feneyjatvíæringnum um byggingarlist og borgarskipulag. Í brennidepli sýningarinnar er þó hönnun Tónlistar- og ráðstefnuhúss- ins við Reykjavíkurhöfn. Skálann hannaði Ólafur Elíasson í samvinnu við dönsku arkitektastofuna Henning Larsen Tegnestue, sömu aðila og hanna tónlistarhúsið. Tvíæringurinn er nú haldinn í 10. sinn og stendur yf- ir frá 10. september til 19. nóvember. Sýningin fjallar um lykilþætti sem snúa að þróun stórra borga um allan heim. Hún þykir jafnframt einhver mikilvægasti vettvangur í heimi fyrir kynningu á byggingarlist og hana hafa sótt rúmlega 100.000 manns. Íslendingar taka nú þátt í tvíær- ingnum í fyrsta sinn. Ólafur Elíasson segir að einstakt tækifæri gefist til að vekja alþjóðlega athygli á tónlistar- og ráðstefnuhús- inu á tvíæringnum. Í skálanum er að sjá nýtt líkan af húsinu sem hægt verður að opna og skoða inn í. Þar er verkefnið við austurhöfnina einnig sett fram á myndrænan hátt. Skel hússins er hönnuð af Ólafi og mótast einstök hönnun þess af áhrif- um frá stórbrotinni náttúru Íslands. Ljósaveggurinn í sýningarskál- anum er 10 metra langur og fjögurra metra hár. Að baki hans er flókinn austurrískur tæknibúnaður sem varpar mjúkri samanþjappaðri sólar- hringsbirtu á flötinn, svo að blæ- og birtubrigði breytast stöðugt í skál- anum. Veggurinn skiptir máli fyrir hönnun og hugmyndavinnu að baki sjálfri skel tónlistarhússins. „Við erum að skoða hvernig það gengur upp að láta birtuna inni í hús- inu og fyrir utan ræða saman, án þess að gera skelina alltof flókna.“ Hjúpur Íslensk birta mun gæða tónlistar- og ráðstefnuhúsið krafti. Hrafntinnubróðir og íslenskt sumarljós  Húsið | 4 STÓR hópur fólks tók þátt í landssöfnun Rauða kross Íslands í gær, laugardag, og gekk til góðs til að safna peningum fyrir börn í suð- urhluta Afríku. Sólveig Ólafsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Rauða krossins, sagði um hádeg- isbil í gær að söfnunin hefði farið vel af stað. Einn þeirra sem tóku þátt í söfnuninni var Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félagsins, en hann ók til góðs, eins og hann orðaði það, enda bundinn við hjólastól. Honum til aðstoðar var 9 ára frænka hans, Þórunn Stefánsdóttir, og vinkona hennar, Matthildur Alice Stefánsdóttir. „Ég vil sýna að þótt fólk sé í hjólastól geti það gert gagn, ef aðstaðan er þannig. En við þurfum aðstoð til þess,“ segir Guðjón. Morgunblaðið/Ómar Fjölmargir gengu til góðs og söfnuðu fé SÁTT er ekki líkleg niðurstaða í virkjanamálum íslensku þjóðarinn- ar. Hér er einfaldlega um tvö ósættanleg sjónarmið að ræða. Þetta er skoðun dr. Guðmundar Hálfdanarsonar, prófessors í sagn- fræði við Háskóla Íslands, en hann hefur um árabil fylgst með þessum málum. „Auðvitað getur stór hluti þjóð- arinnar sætt sig við virkjunarfram- kvæmdir upp að vissu marki,“ seg- ir Guðmundur, „en ef við lítum á þá sem eru hvorir á sínum pólnum, annars vegar þá sem vilja ganga mjög langt í því að virkja og hins vegar þá sem vilja umfram allt vernda náttúruna, þá eru þeirra sjónarmið í eðli sínu ósættanleg og fyrir þá er á endanum engin milli- leið möguleg. Fyrir vikið verður náttúruvernd áfram pólitískt bar- áttumál sem þýðir að náttúran verður áfram snar þáttur í þjóð- ernissköpuninni.“ Augljóst dæmi um hnattvæðinguna Guðmundur segir að inn í deil- urnar um Kárahnjúkavirkjun komi mjög margir þættir sem eru ein- kennandi fyrir tíðaranda samtím- ans. Guðmundur segir deilurnar mjög augljóst dæmi um hnattvæð- inguna þar sem margir mótmæl- endur eru útlendingar. „Þeirra að- koma endurspeglar í fyrsta lagi það viðhorf að það á engin þjóð ákveðið land lengur, heldur er jörðin sameiginleg eign allra manna. Þess vegna má fólk sem kemur annars staðar frá hafa skoð- un á því hvernig við Íslendingar förum með það land sem við köllum Ísland. Í öðru lagi vísar þetta mál augljóslega inn í hina hnattvæddu umræðu um umhverfismál. Þarna togast m.ö.o. á viðhorf til landsins sem sameiginlegrar séreignar Ís- lendinga og hugmyndir um alþjóð- legt vistkerfi og náttúru sem snert- ir alla jarðarbúa á einhvern hátt.“ Sátt ólíkleg niðurstaða í virkjanamálum þjóðarinnar  Mögum þín | 10–17 Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is JÓN Eggert Guð- mundsson, líf- fræðingur, kerf- isfræðingur og kafari, gekk hringinn eftir strandvegum landsins nánast sleitulaust frá 6. maí til 29. ágúst sl., að jafnaði rúma 27 kíló- metra á dag, þrátt fyrir misjafnt veður. Strandvega- ganga Jóns Egg- erts var til styrktar Krabbameinsfélagi Ís- lands og gekk hann rúmlega 2.400 kílómetra í sumar. Til þessa hefur safnast rúmlega ein milljón króna, en hægt er að hringja í söfnunarsíma eða leggja frjáls framlög inn á söfnunarreikning hjá félag- inu á vef þess, www.krabb.is. Vegalengdin sem Jón Eggert gekk til styrktar félaginu var samtals 3.466 kílómetrar og fór hann hluta leiðarinnar, 1.000 kílómetra, á fimm vikum í fyrrasumar. Jón Eggert fékk hugmyndina að strand- vegagöngunni er hann var nýbyrjaður að ganga á Esjuna í hittifyrra og lætur sig nú dreyma um að synda í kringum Ísland, eða kannski milli Íslands og Skotlands, 1.600 kílómetra vegalengd að teknu tilliti til haf- strauma. Rúm milljón fyrir strand- vegagöngu  Alveg þrælgaman | 34–35 »Andstæðingar Kára-hnjúkavirkjunar heyja bar- áttu sína út frá hugmyndinni um þrenninguna land, þjóð og tungu. »Þjóðernishyggja er ekki nýaf nálinni á Íslandi. Þjóð- frelsi og lýðréttindi voru í brennidepli á ofanverðri nítjándu öld og langt fram eftir þeirri tuttugustu. »Dr. Guðmundur Hálfdan-arson segir ættjörðina allt- af hafa skipt Íslendinga miklu máli. Í HNOTSKURN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.