Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 22
É g held að það sé hollt fyrir alla að horfa út í himingeiminn, skynja hvað hann er stór og hver staða okkar í ver- öldinni er,“ segir stjörnufræðing- urinn Þorsteinn Sæmundsson. Að kveldi 28. september mun rödd Þor- steins hljóma í útvarpstækjum landsmanna en hann hyggst lýsa í beinni útsendingu á Rás 2 því sem fyrir augu ber uppi í himinhvolfinu. Eins og fram hefur komið verður slökkt á öllum götuljósum á höf- uðborgarsvæðinu frá 22.00–22.30, í tengslum við upphaf Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. – En hvaða stjörnur vonast Þor- steinn til að sjá? „Ég vona náttúrlega fyrst og fremst að það verði gott veður svo við sjáum eitthvað!“ segir hann og bætir við að gaman væri að geta bent fólki á Vetrarbrautina, það er ef nógu dimmt væri til að hún sæist vel. Að sögn Þorsteins verða því miður engar bjartar reikistjörnur sýnilegar á þessum tíma og tunglið raunar ekki heldur en hægt verður að sjá fjölda stjörnumerkja, til dæm- is Svaninn, Pegasus og hinn fræga Karlsvagn sem raunar er einungis hluti úr stjörnumerki. Himinhvolf í heitum potti „Allar björtustu stjörnurnar verða líka sýnilegar, til dæmis blá- stjarnan Vega og stjörnurnar Kap- ella og Arktúrus. Það er hins vegar spurning með daufari stjörnur. Hvort við sjáum þær fer eftir því hversu dimmt verður. Að slökkva ljósin í borginni þýðir náttúrlega ekki að hún verði myrkvuð. Raf- magn verður ekki tekið af húsum en fólk verður hvatt til að slökkva ljósin,“ segir Þorsteinn og bendir á að því meira myrkur sem náist, því fleiri stjörn- ur komi í ljós. Hann segir heldur ólíklegt að á þessum tíma verði björt norðurljós en að það sé þó ekki útilokað. Þorsteinn viðurkennir að óneit- anlega verði vandasamt að lýsa him- inhvolfinu í útvarpinu. „Ég er ekki búinn að leysa það alveg hvernig ég lýsi því þannig að fólk skilji hvert það á að horfa, sérstaklega þegar margir þekkja ekki almennilega átt- irnar,“ segir hann sposkur. Hann bendir á að stjörnuskoðun njóti sí- fellt meiri vinsælda en segir að í Reykjavík sé að öllu jöfnu orðið erf- itt að virða fyrir sér stjörnurnar. „Ljósmengun er geysimikil og nær orðið yfir mjög stórt svæði. Það þarf að fara nokkuð langt frá borg- inni til að nálgast verulega dimman himin. Ég hef orðið var við að áhuginn á stjörnuskoðun hefur aukist með því að fleiri og fleiri eru komnir með sum- arbústaði þar sem þeir hafa heita potta. Eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur sigridurv@mbl.is Hollt að horfa í himingeiminn Ekki er útilokað að norð- urljósin sjáist þegar ljós borgarinnar verða slökkt. Þá liggur fólk í þessum heitu pottum og horfir upp í himininn og uppgötv- ar skyndilega himinhvolfið …“ Þorsteinn lagði fyrir nokkrum ár- um fram hugmynd til borgaryf- irvalda um að slökkt yrði á götu- ljósum eins og til stendur nú. Hann segir að uppruna hugmyndarinnar hjá sér megi rekja til rafmagnsleysis í borginni. „Himinninn fer ekki neitt!“ „Ég man sérstaklega eftir einu skipti þegar það gerðist en þá fór ég út að ganga með fjölskyldunni. Drengirnir, sem á þeim tíma voru litlir, tóku skyndilega eftir stjörnunum og fóru að spyrja um þær. Í rafmagnsleysinu vakti himinninn sérstaka eftirtekt þeirra. Hins vegar fékk Andri Snær Magnason sömu hug- mynd, alveg óháð mér, á svipuðum tíma og ég lagði hana fram, og kannski einhverjir fleiri,“ segir hann. Þorsteinn bendir á að ef fólk kynni sér himinhvolfið og læri stjörnumerkin fylgi það því hvert sem það fer. „Himinninn fer nátt- úrlega ekki neitt! Ef menn fara til dæmis til suðlægari landa geta þeir séð þessa gömlu kunningja, þótt þeir séu í öðrum áttum og annarri hæð, og raunar séð margar stjörnur til viðbótar.“ daglegtlíf Þess válega atburðar þegar Pourpuoi-Pas? fórst við Mýrar hefur verið minnst sem harm- leiksins mikla. » 28 sjóslys Jón Þór Hannesson er einn höf- unda heimildamyndarinnar Loftleiðaævintýrisins um sögu eins fyrsta útrásarfélagsins. » 28 flug Jón Eggert Guðmundsson lauk nýlega rúmlega 3.400 kílómetra strandvegagöngu til styrktar Krabbameinsfélaginu. » 34 afrek PS Ísland, ný ljósmyndabók Páls Stefánssonar, opinberar náið ástarsamband höfundar við birtu – og allt í lit. » 36 landslag Steindór Andersen formaður Kvæðamannafélagsins Iðunnar las milljón rímur og fór ósjálfrátt að leita að stuðlum í fréttum. » 24 rímur |sunnudagur|10. 9. 2006| mbl.is Í BÓKINNI Draumalandinu lýsir Andri Snær Magna- son hugmynd um að slökkva á ljósum á höfuðborg- arsvæðinu og fá stjörnufræðing til að lýsa himn- inum. Hann hafði raunar lagt fram erindi þessa efnis til borgaryfirvalda árið 2000 en það hlaut ekki hljómgrunn. Andri Snær bendir á að ekki skipti öllu máli hver eigi hugmyndina því himinninn sé allra. „Og ég átti ekkert hugmyndina að honum!“ Aðspurður um uppátækið þann 28. september seg- ir Andri Snær að það ætti að geta vakið heims- athygli. „Ég held líka að það sé mikilvægt fyrir okk- ur sálrænt að finna fegurðina í skammdeginu, þannig að þegar við göngum inn í myrkrið núna í október, nóvember og desember sé eitthvað til að hlakka til,“ segir hann. „Það er í raun mjög merkilegt að borgarbörnin eru fyrsta kynslóð jarðarbarna sem ekki hefur að- gang að djúpum himni, eins og maðurinn hefur allt- af haft. Þannig að þetta getur kannski aðeins fært okkur nær því samhengi sem við erum sprottin úr.“ Allar bæjarstjórnir fengu bréf Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa boðað að þau muni taka þátt og Andri Snær segir að vonir standi til að enn fleiri verði með. Öllum bæjar- stjórnum á landinu hefur raunar verið sent erindi vegna málsins. Andri Snær fer að hlæja þegar hann er spurður hvort hann sé ekki í skýjunum yfir að þetta sé að verða að veruleika. „Jú, jú, en núna er maður náttúrlega kominn með frumsýningarskrekk … Það er vonandi að veðrið leiki við okkur. Þess vegna er best að öll sveit- arfélög á landinu taki þátt í þessu, þá heppnast þetta alveg örugglega einhvers staðar!“ Fegurðin í skammdeginu Morgunblaðið/Þorkell Frumsýningarskrekkur Andri Snær vonar að bæjarstjórnir taki við sér, enda verði veðrið örugglega gott einhvers staðar. Morgunblaðið/Golli Þorsteinn Sæmunds- son stjörnu- fræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.