Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 55 UMRÆÐAN Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í GREIN í Morg- unblaðinu fyrir nokkru er viðtal við bónda sem hefur verið að rækta upp lítt gróna mela og sandhóla með að- stoð landgræðsl- unnar í sínu eigin heimalandi. Þetta átak landgræðsl- unnar heitir Bændur græða landið. Hvaða land? Sín eigin heimalönd fyrir sínar eigin skepnur og fær viðurkenn- ingu landgræðslunnar. Hann segir að hún sé mikils virði og sýni að það sé hægt að láta uppgræðslu og sauð- fjárrækt fara saman. Já, það er sannarlega eina færa leiðin, og heitir ræktunarbúskapur, þá bera fjáreigendur ábyrgð á sínum skepnum á sínu eigin landi og myndu því sjá til þess að það bæri ekki skaða af. En hvað með viðkvæman hálend- isgróðurinn, fjöllin og víða stór- skemmd afréttalönd þar sem eru tug þúsundir skepna nagandi gróðurinn allt sumarið án þess að eigendur beri nokkra ábyrgð á skemmdunum á gróðri sem þær valda. Það heitir rán- yrkja og er fyrir löngu aflögð hjá öll- um siðmenntuðum þjóðum. Er ekki grátbroslegt að við skulum sitja rænulaus föst í fortíðinni. Þó all- ir sem vilja vita, viti þvílíkan skaða við völdum landinu okkar að óþörfu- .Vaknið kæru landsmenn og samein- ist um þá kröfu að hér sé stundaður ræktunarbúskapur sem gangi ekki stöðugt á landgæðin eins og hingað til. Ef ekki, hvar endar það? HERDÍS ÞORVALDSDÓTTIR, leikkona og fyrrverandi formaður Lífs og lands. Hver er sjálfum sér næstur Frá Herdísi Þorvaldsdóttur: Herdís Þorvaldsdóttir Falleg, rúmgóð og vel skipulögð 85 fm 2ja herbergja íbúð á 5. hæð í lyftuhúsi ásamt 25 fm sérstæðum bílskúr. Fallegar innréttingar. Suð- vestursvalir. Sérlega glæsilegt útsýni. Sérþvottahús. Húsvörður. Í húsinu er þjónustumiðstöð frá Reykjavíkurborg. Íbúðin er laus til afhendingar nú þegar. Verð 29,5 millj. HRAUNBÆR FYRIR ELDRI BORGARA Sími 530 6500 Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 www.heimili.is Sérlega björt og falleg um 122 fm sérhæð og bílskúr á þessum vinsæla stað. Stór og góð stofa og borðstofa með tvöföldum dyrum út á mjög góðar suðvestursvalir. Þrjú svefnherbergi. Fallegur og vel hirtur garður með grasflöt og trjágróðri. Rúmgóð geymsla og bílskúr. Verð 33,5 millj. Opið hús í dag frá kl. 14-16. Hörður og María taka vel á móti gestum. Selvogsgrunn 7 - opið hús í dag Biskupsgata 23 og 27 - Raðhús á einni hæð OPIÐ HÚS Á MORGUN MÁNUDAG MILLI KL. 17 OG 18 Einstaklega glæsilegt og vandað nýtt raðhús, tilbúið til innréttingar, á einni hæð auk bílskúrs, stutt frá útivistar- paradís í Grafarholtinu. Frábært skipu- lag, timburverönd í garði. Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning. V. 34,0 m. 5340 Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Erna Valsdóttir lögg. fast.-, skipa- og fyrirtækjasali. Sími 515 0500 www.fasteignakaup.is Opið hús Opið hús í Bólstaðarhlíð 32, efri hæð, í dag, sunnudag. Hér er um að ræða 160 fm stórglæsilega og mikið end- urnýjaða efri sérhæð með 3 svefnherbergjum. Íbúðin öll hefur verið endurnýjuð og er með nýjum gólfefnum. Eldhúsinnrétting er frá Húsasmiðjunni og eru tæki einnig mjög vönduð, m.a. er uppþvottavél auk tvöfalds ísskáps með klakavél. Þrjú góð svefnherbergi, tvö þeirra með eikarskápum. Dimmer er í herbergjum og á gólf- um íbúðarinnar er eikarparket. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með baðkari. Hurðir eru allar úr eik og eru vandaðar. Sérgeymsla í kjallara, þvottahús. Bílskúr er stór og rúmgóður. Sölumenn Fasteignakaupa taka á móti gestum í dag á milli kl. 16.00 og 18.00. SÍÐUSTU 60 ár hafa verið miklir umbrotatímar í stjórn- og þjóð- málum hér á landi. Nokkrir eldri stjórnmálaflokkar hafa verið lagðir nið- ur og í stað þeirra stofnaður stjón- málaflokkur, eða samtök fjögurra flokka, sem höfðu það að aðalmark- miði að ná völdum í Reykjavík, eftir langan valdatíma Sjálfstæðisflokksins þar. Samtökin kölluðu sig Reykjavík- urlistann. Í kosningum 1994 unnu þau borgina og stjórnuðu henni þangað til í sumar. Í vor náðist ekki samkomulag um áframhaldandi samstarf flokk- anna. Mörgum þótti gamli Alþýðuflokk- urinn vilja ráða alltof miklu í sam- starfinu og að hann væri með tvö höf- uð, en ég læt aðra um að dæma um það. Þá má einnig geta þess að margir voru líka óánægðir eftir 11 ára sam- starf Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks. En fleira kom þar til. Margir fram- sóknarmenn töldu að formaður Fram- sóknarflokksins væri búinn að færa flokkinn langt af sinni gömlu braut og flokkurinn orðinn einstaklings- hyggjuflokkur. Að lokum sá hann sitt óvænna og sagði af sér flokksforyst- unni. Hann tilkynnti á blaðamanna- fundi á Þingvöllum að hann hefði þá þegar ákveðið að skipta sér ekki meira af pólitík. Að kvöldi sama dags ræddu blaðamenn í Reykjavík við for- manninn í Sjónvarpinu og meðal ann- ars var spurt hvort varaformaðurinn tæki þá strax við varaformennskunni. Þá komu vöflur á formanninn. Hann sagðist ætla að gegna þingmennsk- unni fram að flokksþingi Fram- sóknaflokksins, sem hann teldi æski- legt að haldið yrði væntanlega í september. Tímann þangað til ætlaði hann að nota til að ferðast um landið og ræða við sína menn. Ég verð að segja eins og er að ég gapti af undrun. Halldór hefur hingað til ekki verið þekktur fyrir að skipta um skoðun á nokkurra klukkustunda fresti. En hvernig ætlaði hann að segja af sér formennsku og hætta að skipta sér af pólitík, en vera samt þingmaður og foringi Framsóknarflokksins? Mér er ómögulegt að skilja það. Og til hvers þurfti hann að hafa meira en tvo mán- uði til að ferðast um landið og hitta sína menn? Ætlaði hann að ferðast fótgangandi? Ég get ómögulega skilið heljarstökk hans öðruvísi en svo að hann hafi ekki getað hugsað það á annan hátt en þann að hann yrði fyrir flokksþingið búinn að tryggja það að allir valdamestu menn í flokknum yrðu honum þóknanlegir. Er ekki venjan í flestum félögum að varafor- maður taki við ef aðalmaður segir af sér, eða forfallast um tíma? Svo leið vikutími, þá tilkynnti Jón nokkur Sigurðsson að hann hefði ákveðið að bjóða sig fram til for- mannsembættis Framsóknarflokks- ins á næsta flokksþingi. Halldór var ekki lengi að velja eftirmann sinn. Þess vegna get ég ekki skilið að það hafi þurft að taka hann svo langan tíma að velja hina æðstu menn flokks- ins. Ég hef áður orðið þess var að Halldór er mjög ráðríkur, en þó hefði ég aldrei trúað því að á sama sólar- hringnum segði hann af sér for- mannsembættinu og lýsti jafnframt yfir að hann ætlaði ekki að skipta sér meira af pólitík, en nokkrum klukku- stundum seinna tilkynnti hann að hann ætlaði ekki að segja af sér þing- mennsku fyrr en í haust. Hvers konar hringlandi er þetta? Hver getur tekið mark á svona manni? Þetta held ég að hafi aldrei gerst hjá neinum flokks- formanni hér á Íslandi. Ég er viss um að nafn fárra verður lengur geymt í Íslandssögunni. SIGURÐUR LÁRUSSON, frá Gilsá. Hugleiðingar um þjóðmál Frá Sigurði Lárussyni: Sigurður Lárusson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.