Morgunblaðið - 10.09.2006, Síða 2

Morgunblaðið - 10.09.2006, Síða 2
2 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Viltu gerast ferðaráðgjafi? Ferðamálaskóli Íslands er eini skólinn hér á landi sem býður upp á alþjóðlegt nám frá IATA/UFTAA, sem eru alþjóðleg samtök flugfélaga og ferðaskrifstofa, og útskrifar skólinn á hverju ári „ferðaráðgjafa“ til starfa hjá flugfélögum, ferðaskrifstofum og við aðra ferðaþjónustu. Með aukningu ferðamanna hefur þörfin eftir fólki með slíka menntun aldrei verið meiri. Flestir, sem útskrifuðust í vor, fengu starf innan ferðaþjónustunnar að loknu námi. www.menntun.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag Yf i r l i t Í dag Fréttaskýring 6 Hugvekja 57 Sigmund 8 Minningar 57/61 Staksteinar 8 Listir 64/71 Veður 8 Sjónspegill 66 Ummælin 21 Myndasögur 70 Daglegt líf 22/39 Dægradvöl 72/73 Forystugrein 32 Dagbók 76/77 Reykjavíkurbréf 40 Víkverji 76 Umræðan 42/55 Leikhús 68/69 Bréf 55 Bíó 74/77 Auðlesið efni 56 Sjónvarp 78 * * * Innlent  Sjávarútvegsráðherra segir ljóst að Íslendingar hafi lögformlegar heimildir til að hefja hvalveiðar, þótt pólitísk ákvörðun hafi ekki verið tek- in um veiðarnar af hálfu rík- isstjórnar. Framkvæmdastjóri Hvals segir ekki eftir neinu að bíða, fara verði yfir veiðibúnaðinn svo að hægt verði að hefja veiðar á næst- unni. » 6  Prófessor við HÍ segir sjónarmið þeirra sem deila um virkjanafram- kvæmdir ósættanleg í eðli sínu og enga millileið mögulega í deilum þeirra. Hann kveður deilurnar end- urspegla breyttan tíðaranda, áhrif hnattvæðingar og nýjar áherslur í þjóðernisvitund landsmanna. » 10  Íslendingar taka nú þátt í Fen- eyjatvíæringnum í fyrsta sinn, en sýningin er einn mikilvægasti vett- vangur heims fyrir kynningu á byggingarlist. Hönnun Tónlistar- og ráðstefnuhúss við Reykjavíkurhöfn verður kynnt á sýningunni auk þess sem gestum íslenska skálans gefst kostur á að upplifa íslenska sum- arbirtu og þriggja tonna drang úr Dómadal. » 4  Nánast engin þjónusta er við blind börn á Íslandi, segir móðir tveggja daufblindra stúlkna á grunnskólaaldri. Þjónusta við blind börn hér á landi stendur þjónustu á öðrum Norðurlöndum langt að baki. Í vikunni kynntu fullltrúar frá þekk- ingarmiðstöðvum fyrir blinda á Norðurlöndum sér aðstöðu hér á landi. Einn þeirra lagði til að Íslend- ingum yrði veitt þróunaraðstoð í þessum málum. »6  Sjötíu ár eru liðin frá því að franska rannsóknarskipið Pourquoi- Pas? fórst í ofsaveðri við Mýrar og með því hinn frægi vísindamaður Charcot, auk 38 skipverja. Í blaðinu í dag er birt skýrsla Eugenes Gonidecs um slysið, en hann var eini skipverji Pourquoi-Pas? sem komst lífs af. » 28 Erlent  Samningamenn Evrópuríkjanna og Írans hugðust í gær eiga fund í Vín og reyna að finna grundvöll að viðræðum um kjarnorkumál klerka- stjórnarinnar í Teheran. Íranar hafa hunsað kröfur öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna um að stöðva tilraunir með auðgað úran sem nota má til sprengjugerðar. Til greina kemur að öryggisráðið samþykki refsiaðgerðir gegn Íran. » 1 ÞAÐ mátti ekki miklu muna að suð- urgarðurinn í Hafnarfjarðarhöfn færi á kaf í stórstreyminu á föstu- dag, og voru rétt um 20 cm sem vantaði upp á að flæddi yfir bryggj- una. Ingvi Einarsson hafnarvörður segir þetta alvanalegt þegar stór- streymt sé, og á stundum flæði yfir suðurgarðinn, svo menn þurfi að vaða sjóinn upp í hné. Ástæðan sé sú að bryggjukanturinn hafi sigið í gegnum tíðina, en aðrir garðar í bryggjunni standi ofar. Þetta valdi þó ekki sérstakri hættu þar sem varnargarðar verji höfnina fyrir öldugangi. Morgunblaðið/Ómar Stórstreymi í Hafnarfjarðarhöfn VEGNA mikillar eftirspurnar og fjölda áskorana hefur verið ákveðið að bæta við aukatónleikum með Björgvini Halldórssyni og Sinfón- íuhljómsveit Íslands í Laugardals- höll. Tónleikarnir fara fram að kvöldi sunnudagsins 24. september, en eins og kunnugt er seldust miðar á laugardagstónleika Björgvins upp á örskotsstundu. Í tilefni af 40 ára afmæli Alcan í Straumsvík bauð fyrirtækið hátt í 2.000 Hafnfirðingum á tónleika með Björgvini og Sinfóníuhljómsveitinni, en þeir tónleikar verða fyrstir í röð- inni, fara fram kl. 17 á laugardeg- inum. Það má því segja að kátt verði í Höllinni að tveimur vikum liðnum, þrennir tónleikar verða haldnir á tveimur dögum og reikna má með því að hátt í tíu þúsund aðdáendur Bó Halldórs muni berja átrún- aðargoðið augum. Fjöldi landsþekktra listamanna kemur fram á tónleikunum, þar á meðal Karlakórinn Fóstbræður, börn Björgvins, Svala og Krummi, og rytmaband Björgvins. „Svo má ekki gleyma flottustu hljómsveit landsins, Melabandinu eða Sinfón- íuhljómsveit Íslands eins og hún nefnist í daglegu tali,“ segir Björg- vin. Aðspurður hvernig undirbún- ingur gengur kveður Björgvin æf- ingar hafa gengið vel, enda ekki við öðru að búast þegar svo stór hópur fagmanna kemur saman, en þegar mest lætur verða 136 uppi á sviði Laugardalshallarinnar. „Ég finn fyrir jákvæðum straumum og þegar maður hefur svo margt gott fólk á bak við sig getur þetta varla klikk- að.“ Almenn miðasala hefst á föstu- daginn kemur, en forsala fyrir M12- áskrifendur Stöðvar 2 mun fara fram daginn áður. Salan fer fram á www.midi.is, í verslunum Skífunnar og verslunum BT á Akureyri, Egils- stöðum og Selfossi. Þrennir tónleikar Björgvins og Sinfóníunnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Vinsæll Reikna má með að hátt í 10 þúsund aðdáendur Björgvins Hall- dórssonar sjái tónleika hans í Laug- ardalshöllinni eftir tvær vikur. ELDUR kviknaði í íbúðarhúsi við Hlíðarveg í Kópavogi um sexleyt- ið í gærmorgun. Að sögn varð- stjóra hjá Slökkviliði höfuðborg- arsvæðisins hafði eldur kviknað í kjallara hússins þar sem tveir eru búsettir. Þeir komust af sjálfs- dáðum út svo og fjögurra manna fjölskylda sem býr á efri hæð hússins. Eldurinn var ekki mikill en reykur var talsverður, að sögn slökkviliðs. Íbúar kjallarans voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynn- ingar en þeir eru taldir hafa feng- ið snert af reykeitrun. Tveir reyk- kafarar fóru inn í kjallarann og í kjölfarið var húsið reykræst. Íbúar sluppu þegar kviknaði í íbúðarhúsi JÓNMUNDUR Guðmarsson, bæj- arstjóri Seltjarnarness, segir niður- stöðu hafa fengist í máli fatlaðra barna, sem sækja hina nýju sund- laug, á fundi for- eldra barnanna, bæjaryfirvalda og fulltrúa skóla- og félagsmála í bæn- um. „Við brugð- um á það ráð að skilgreina einn nýrra búnings- klefa íþróttamið- stöðvarinnar við sundlaugina sem skiptiklefa fyrir þau fötluðu börn sem þurfa aðstoð við að fara úr og í,“ segir Jónmund- ur. Tilefni fundarins var öðrum þræði að leita leiða við að betrumbæta hina almennu búningsklefa þannig að þeir sem eru fatlaðir eigi auðveldara með að komast sjálfir í sund. „Við munum funda að nýju á mánudaginn varð- andi handrið og setur og þegar við höfum í höndum ábendingar um hvað það sé nákvæmlega sem betur megi fara verður ráðin bót á vand- anum,“ segir Jónmundur að lokum. Fötluð börn fá sér- stakan bún- ingsklefa Jónmundur Guðmarsson ♦♦♦ Kynningar – Morgunblaðinu fylgir bæklingur frá Icelandair.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.