Morgunblaðið - 08.10.2006, Side 14

Morgunblaðið - 08.10.2006, Side 14
14 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ að burðardýr væru notuð til að smygla eiturlyfjum úr landi. Nýjasta dæmið um innflutning frá Kaunas var í sumar, þegar Lithái var tekinn með efni, sem notuð eru við amfetamínframleiðslu. Annað dæmi er frá síðasta ári, þegar tveir Litháar voru stöðvaðir við komuna til landsins með Nor- rænu á Seyðisfirði. Í bíl þeirra reyndust vera tæp fjögur kíló af am- fetamíni. Fyrir héraðsdómi bar ann- ar þeirra á þann veg að einhver, sem hann sagðist ekki þekkja, hefði af- hent honum bifreiðina á bensínstöð í Kaunas í Litháen. Þá sagðist hann ekki þekkja ferðafélaga sinn, en hann hefði verið á umræddri bens- ínstöð þegar hann fékk bifreiðina af- henta. Hann sagðist ekki vita hvar eða hverjum þeir áttu að afhenda bifreiðina. Þannig hefði verið gengið frá málinu að hann hefði ekkert fengið að vita hverjir stóðu á bak við þennan innflutning. Nýjasta málið, þar sem bifreiðir komu við sögu, kom upp í lok ágúst sl., þegar tveir Litháar voru hand- teknir við komuna til landsins með Norrænu. Sjö kíló af amfetamíni fundust í bifreið annars þeirra. En grunur um að Litháar sem hingað koma með eiturlyf séu á veg- um skipulagðra glæpasamtaka, í Kaunas eða annars staðar, er ekki nóg og sönnunin er enn ekki í hendi. Í september í fyrra setti Héraðs- dómur Reykjaness ofan í við emb- ætti sýslumannsins á Keflavíkur- flugvelli fyrir það sem rétturinn kallaði órökstuddar dylgjur um að ákærður maður væri bendlaður við alþjóðlega glæpastarfsemi. Maður- inn var ákærður fyrir að flytja brennisteinssýru á flöskum til lands- ins, sem hefði dugað til framleiðslu á fjórum kílóum af amfetamíni. Ekki taldist komin fram lögfull sönnun um hvort í raun hefði verið um brennisteinssýru að ræða og hvort maðurinn vissi af innihaldi flaskn- anna. Líklega hefur embætti sýslu- manns þarna farið offari og talið sig sjá heildarmynd sem ekki reyndist svo hægt að sanna. Í febrúar á þessu ári voru menn frá Litháen tvívegis gripnir með am- fetamínbasa og brennisteinssýru á Keflavíkurflugvelli, sem hefði dugað til framleiðslu fleiri kílóa af amfeta- míni. Það er freistandi að meta það svo, að myndin verði sífellt skýrari. Enn skýrist myndin þegar höfð eru í huga ummæli Þórarins Tyrf- ingssonar, yfirlæknis á Vogi, sem í síðasta mánuði sagði að hópur frá Litháen væri öflugur í innflutningi og sölu á fíkniefnum hér á landi. Um 8% refsifanga, sem nú afplána dóma í íslenskum fangelsum, eru Litháar. Átti að fjölga fíklum? Lögreglan segir engar tilviljanir ráða í þessum mikla innflutningi fíkniefna, en í ár hefur verið lagt hald á 40–60 þúsund skammta af am- fetamíni. Efnin séu framleidd er- lendis í ólöglegum verksmiðjum og flutt hingað með skipulögðum hætti, en þeir sem flytji efnin viti sjaldnast neitt um framleiðendur þess. Þeir séu einungis „ódýrt byssufóður“, gjarnan sóttir á næsta bar og lofað greiðslum fyrir eina ferð til Íslands. Svo tekur við sala og dreifing efnis- ins. Til alls þessa þurfi umtalsvert fjármagn og undirbúning. Þegar framleiðslan og salan hafi skilað arði þurfi að koma þeim háu fjárhæðum inn í hagkerfið með peningaþvætti og hringrásin haldi áfram. Jafnvel þótt burðardýr náist af og til sé hagnaðarvonin svo mikil að það skipti engu máli. Starfsemin borgi sig vel þótt aðeins ein sending af hverjum þremur komist til skila og skipuleggjendum smyglsins sé slétt sama um þau burðardýr sem lendi í íslenskum fangelsum. Jóhann R. Benediktsson segir ljóst að neysla harðari efna, eins og amfetamíns, sé að aukast og það geri neysluna sýnilegri. „Menn hljóta að hugleiða hvað er að gerast þegar við náum 40–60 þúsund skömmtum. Hvað átti að gera við allt þetta efni hér? Átti að lækka verðið og ná þannig að stækka hratt hóp fíkla, með framtíðarviðskipti í huga? Það er alveg klárt að Ísland var enda- stöðin í þessum viðskiptum og stóð ekki til að senda fíkniefnin til annars lands. Magnið eitt vekur óhug. Sem betur fer eru augu almennings og Alþingis að opnast fyrir nauðsyn þess að efla lögregluna og tollgæsl- una til að takast á við þessa ógn. Við þurfum að dýpka greiningarstarf okkar, efla úrvinnslu upplýsinga og veita víðtækari heimildir til eftir- lits.“ Þær raddir heyrðust fyrir nokkr- um árum, að hér á landi væri of lítill markaður fyrir fíkniefni til að skipu- lagðir glæpahópar teldu borga sig að hasla sér völl hér. Reynslan af til- raunum Vítisengla til að koma sér hér fyrir og allar vísbendingarnar um að litháskar glæpaklíkur hafi þegar gert það benda þó til annars. Háttsettur lögreglumaður segist ekkert undrandi á að glæpamenn telji hér hagnaðarvon, hér sé vel- sæld mikil og hægt að selja fíkniefni háu verði. „Það er alveg hægt að græða mikið á að reka sjoppu í litlu þorpi, þar sem íbúar hafa mikið fé milli handanna,“ segir hann. Samstarf er lykilatriði Samstarf lögregluyfirvalda í Evr- ópuríkjum er lykilatriði, að mati evr- ópsku löggæslustofnunarinnar Europol, svo glæpamenn eigi ekki auðvelt með að komast undan rann- sóknum, eða tefja þær verulega, með því að fara úr einu ríki í annað. Alþjóðlegt lögreglusamstarf hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum árum, á vettvangi Norðurlandanna, Evrópu, og innan Sameinuðu þjóð- anna, svo dæmi séu tekin. Í sept- ember kom hingað til lands há- skólaprófessor frá Litháen, Viktoras Justicjis, og hann taldi svarið við al- þjóðlegri glæpastarfsemi vera óhefta rannsókn og ferðir lögreglu milli landa. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra hefur bent á nauðsyn þess að samræma ákvæði refsilaga í Evr- ópulöndum, svo hægara sé um vik að fylgja málum eftir. Í ræðu, sem Björn flutti á málþingi Lögfræðinga- félags Íslands 22. september sl., sagði hann þróunina í Evrópu vera mjög þunga til þeirrar áttar, að sett- ar verði sameiginlegar reglur um sem flest svið refsiréttarins til að auðvelda viðbrögð við vaxandi al- þjóðlegri glæpastarfsemi og til að tryggja lögreglu sem einfaldasta leið til að hafa hendur í hári afbrota- manna. „Samstarf á sviði gagn- kvæmrar réttaraðstoðar eykst sífellt og er þrýst á ríki að láta af öllum fyr- irvörum, sem eru taldir tefja úrlausn mála, hér má sérstaklega nefna skil- yrðið um tvöfalt refsinæmi [þ.e. að verknaður sé refsiverður í báðum ríkjum sem málið snertir, innsk. Mbl.],“ sagði ráðherra. Hann sagði jafnframt, að til þess gæti komið að til yrði samevrópskur refsiréttur eins og samevrópsk mynt og ríki meti hag sinn af því að tileinka sér hann og gerast aðilar að hinu sam- evrópska refsiréttarsvæði. Ýmis tafsöm skilyrði Jón H.B. Snorrason tekur undir þessi sjónarmið ráðherrans. „Það er alveg ljóst að afbrotahópar gera beinlínis út á að fara víða um. Lög- regluyfirvöld þurfa að uppfylla ýmis tafsöm skilyrði til að fylgja málum eftir á milli landa. Reglur um máls- meðferð eru mismunandi milli landa og það misræmi verður til þess að tefja rannsóknir mála og upplýs- ingaöflun. Á Norðurlöndunum er þetta einfalt, af því að lagaumhverfið er hið sama. Skipulögð glæpastarf- semi nýtur hins vegar góðs af þeim tregðulögmálum, sem ríkja í sam- skiptum lögregluyfirvalda ríkja, vegna mismunandi reglna og skil- yrða. Landamæri hafa engin áhrif á starfsemi glæpamannanna, en gera okkur oft erfitt fyrir að fylgja málum eftir.“ Aukin áhersla íslenskra löggæslu- yfirvalda á samstarf til að stemma stigu við skipulagðri glæpastarfsemi sést m.a. á því, að á næstunni fer Arnar Jensson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, til Europol sem tengifulltrúi. Arnar er fyrsti íslenski lögreglumaðurinn sem fer þar til starfa. Hann hefur langa reynslu af lögreglumálum og var m.a. um árabil yfirmaður fíkni- efnalögreglunnar. Heimildamaður innan lögreglunnar segir engan vafa leika á að skipan Arnars sé staðfest- ing á að íslensk stjórnvöld telji að skipulögð glæpastarfsemi sé að ná hér fótfestu, enda er meginviðfangs- efni Europol aðgerðir gegn hryðju- verkum og skipulagðri glæpastarf- semi. Hingað til hafi ekki verið tekist heildstætt á við þann vanda. Arnar geti hins vegar beitt sér fyrir því að ástandið verði greint á vettvangi Europol, til dæmis með því að fara fram á að afmörkuð svið verði rann- sökuð sérstaklega, s.s. skipulögð glæpastarfsemi hópa frá Litháen í Norður-Evrópu, svo einn hugsanleg- ur möguleiki sé nefndur. Myndin skýrist Íslenskur almenningur verður lít- ið var við heim fíkniefnasmygls og -sölu. Hér er ekki hægt að benda á sérstök borgarhverfi sem glæpa- hverfi þar sem slík starfsemi þrífst og ofbeldið sem fylgir er falið. Þótt mörg ungmenni verði fíkniefnum að bráð blasir vandinn samt ekki við í daglegu lífi og þess vegna er kannski auðvelt að láta eins og hann sé ekki raunverulegur. Þegar upplýsingum síðustu ára er raðað saman í heild- armynd er hún ekki alveg skýr. En hún verður sífellt skýrari. Skipulögð glæpastarfsemi er að skjóta rótum á Íslandi. Uppræting hennar gengur að öllum líkindum betur ef ráðist er gegn henni strax, en ekki þegar ræt- ur hennar hafa náð að grafa sig djúpt í samfélagið. Morgunblaðið/Kristinn Vopnvæðing Fjöldi vopna hefur verið gerður upptækur í húsleitum hjá fíkniefnaneytendum. » Landamæri hafa engin áhrif á starf- semi glæpamannanna, en gera okkur oft erfitt fyrir að fylgja málum eftir.                                                                           !                                !!"# $   % & %              ! "# $ $$ "%##&"'##'( *  %         !"# $% &'(!')*  Foreldraskólinn hefur vetrardagskrá sína með tveimur nýjum námskeið- um um svef barna og ýmislegt sem tengist honum. Annað er fyrir verð- andi foreldra og hitt fyrir börn á leikskólaaldri. Leiðbeinendur eru: Arna Skúladóttir sérfræðingur um svefn og svefnvandmál barna, Ingibjörg Leifsdóttir, hjúkrunarfræðingur og Rakel Jónsdóttir, sérfræðingur í nýburahjúkrun. Námskeið fyrir verðandi foreldra Námskeið um 2 - 7 mánaða börn Námskeið um 8 - 18 mánaða börn Námskeið um 1,5 - 3 ára börn Skráning á námskeiðin fer fram á foreldraskoli@foreldraskoli.is N á m s k e i ð a ð h e f j a s t kYNNtU ÞÉR máLið á WWW.fOReLDRaskOLi. is 10. okt. í Bústaðarkirkju 11. okt. í Bústaðarkirkju 14. okt. á Barnaspítala hringsins 14. okt. á Barnaspítala hringsins A 4 / H G M

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.