Morgunblaðið - 08.10.2006, Side 22

Morgunblaðið - 08.10.2006, Side 22
22 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ónum varið til byggingar 28 reið- halla“! Í upphafi fréttarinnar segir: „...landbúnaðarráðherra hefur út- hlutað 330 milljónum króna til að byggja 28 reiðhús eða reiðhallir. Ráð- herrann skýrir þessa ráðstöfum m.a. með því, að hann hafi „trú á að þetta eigi eftir að hafa gríðarleg áhrif til að jafna aðstöðu hestamanna.“ Er brýnna „að jafna aðstöðu hesta- manna“ en að rétta hlut þeirra barna, sem bíða þess að komast að á BUGL? Ég spyr!“ skrifar Eggert, en yfir- skrift greinar hans er „Að velja og hafna“. Dæmi nú hver fyrir sig. Ef sjónum er beint frá frammi- stöðu ríkisins að uppalendunum, má minna á, að eitt aðalsmerki norræna velferðarkerfisins er einmitt viðleitni þess til þess að samræma líf á vinnu- markaði og innan fjölskyldunnar, þótt útfærslan milli Norðurlandanna innbyrðis sé ólík, eins og bent var á í grein II fyrir viku. Foreldrar fá mis- mikinn stuðning frá hinu opinbera til þess að vera heima með börnum sín- um, en í Finnlandi gefst foreldrum ungra barna kostur á að vera heima með þau fyrstu þrjú ár ævinnar. Rök- in eru þau, að foreldrar ungra barna eigi rétt á því að fá greiðslur til jafns við það sem það kostar ríkið að standa undir fyrsta flokks dagvistun. Aukin ásókn hefur verið í langa dagvistun barna hér á landi og segir Baldur hvort tveggja „áhyggjuefni“, það er lenging vistunar, sem og aukin spurn eftir henni. „Ég hef verið tals- maður dagvistunar og hef á grund- velli þess sem ég hef kynnt mér, viljað standa vörð um það nútímalega og nútímaleg uppvaxtarskilyrði og að menn sjái ekki einungis það nei- kvæða, en nú finnst mér við hafa gengið of langt og án ígrundunar,“ segir hann. Einstaklingshyggjan Einstaklingshyggja er hugtak sem ber mikið á góma í umræðunni um hið nútímalega, en hún er án efa rót þess hversu mikið uppvaxtarskilyrði og samskiptamynstur barna og uppal- enda hafa gjörbreyst. „En séð í ljósi sögunnar er hún ekki endilega rót alls ills, því vaxandi einstaklingshyggja hefur meðal annars haft í för með sér aukna áherslu á lögvernduð réttindi barna, og einstaklingsins almennt. Önnur, og ef til vill neikvæðari hlið þeirrar þróunar er veikari fjölskyldu- bönd en áður, sem marka má af því að fleiri börn en áður upplifa skilnað for- eldra sinna og alast því ýmist upp hjá einstæðu foreldri eða í stjúpfjöl- skyldu. Það væri að æra óstöðugan að telja upp allar þær rannsóknir sem benda til þess að börn sem alast upp við óstöðugar fjölskylduaðstæður eigi alla jafna erfiðara með að fóta sig í skóla og aðlagast umhverfi sínu en börn sem alast upp við traustar að- stæður,“ segir Baldur, en samkvæmt rannsóknum er kjarnafjölskyldan hugmynd sem aldrei hefur verið skil- greind jafn algerlega á Norður- löndum og víða annars staðar, sem meðal annars birtist í því, að sambúð án hjónabands er og hefur um alda- raðir verið algengari í norrænni menningu en flestum öðrum vestræn- um þjóðfélögum. Hann segir vissulega þýðingarmik- ið að barnafólk taki þátt í samfélag- inu, en að lífsgæðakapphlaupið sé komið út í öfgar. „Fólk þarf að geta notið þess að eiga börnin, það er ekki nóg að þykja bara vænt um þau. Margir hafa gert svo mikið af skuld- bindingum, líka fjölskyldur með ung börn, sem krefjast mikils af þeim og eru þar af leiðandi ekki í nógu góðu formi til þess að spjalla við börnin sín og njóta þeirra í hversdagslífinu.“ Reynsluheimur gliðnar Baldur tók þátt í norrænni saman- burðarrannsókn á níunda áratugn- um, þar sem leitast var við að svara hvernig uppvaxtarskilyrðum barna nútímans væri háttað. Rannsóknin nefnist Barnæska og samfélagsum- breytingar á Norðurlöndum, eða Bas- un-rannsóknin, en í henni var mark- miðið að afla vitneskju um aðbúnað og hversdagslíf ungra barna og barnafólks og er hún sú eina sinnar tegundar, enn sem komið er. Hann segir rannsóknir af þessu tagi mik- ilvægar, því gengið hafi verið út frá forsendum ungra barna og barna- fólks við öflun upplýsinga. „Þetta er mikilvægt vegna þeirra öru sam- félagsbreytinga sem ríða yfir, og sem gera að verkum að við, hinir full- orðnu, þekkjum okkur ekki nema að litlu leyti í reynsluheimi barna nú- tímans. Ein afleiðing þessa er að í fyrsta skipti í sögunni búa mörg börn yfir meiri reynslu og þekkingu á ýms- um sviðum en foreldrar þeirra og kennarar,“ segir hann. Baldur segir að komið hafi í ljós í Basun-rannsókninni, að íslensku for- eldrarnir hafi almennt gefið sig minna að börnum sínum en hinir nor- rænu foreldrarnir voru vanir að gera. „Frumkvæðið að samskiptum for- eldra og barna var hér mun oftar tek- ið af börnunum sjálfum, á milli þess sem þau voru ein að leik eða með öðr- um börnum. Líklega var það af þess- ari ástæðu sem íslensku foreldrarnir áttu almennt mun erfiðara en hinir foreldrarnir með að gera grein fyrir daglegum athöfnum barna sinna. Ís- lensku börnin voru því oftar en tíðk- aðist annars staðar, annað hvort ein eða úr augsýn foreldra sinna. Þegar Basun-foreldrarnir voru beðnir um að útskýra samskipti sín við börnin, tilgreindu hérlendir foreldrar mun sjaldnar meinta tillitssemi við börnin sem ástæðu fyrir athöfnum sínum, og á morgnana (áður en haldið var í dag- vistun) gáfu þeir börnum sínum yf- irleitt mun minni tíma til leikja eða annarra eigin athafna. Í heildina virt- ust því íslensku foreldrarnir almennt minnst „barnamiðaðir“ af norrænu foreldrunum í þessu úrtaki.“ Samræður og félagsþroski Baldur bendir á, að svo virðist, sem að hér á landi sé ekki fyrir hendi samskonar hefð og á hinum Norður- löndunum í samræðum við börn. „Þar verður maður oft vitni að samtölum fullorðinna við börn um alls kyns efni, það er kannski verið að útskýra eitt- hvað fyrir þeim eða spá í hlutina og ef maður greinir samtölin, eru það alveg eins foreldrarnir sem brydda upp á umræðuefninu. Mér finnst samræður hér oft ganga þannig fyrir sig, að börnin eru að biðja um eitthvað, eða þau hafa gert eitthvað af sér, eru með læti og því verið að biðja þau um að hætta, oft í ströngum tón. Þessi dýpri samtöl um daginn og veginn virðast ekki fara fram,“ segir hann. Umræða og dæmi um aga- og hömluleysi í samfélaginu eru viðvar- andi, en Baldur segir að agaleysi hafi líka verið í brennidepli fyrir einum og hálfum áratug. „Þegar ég fór héðan til Svíþjóðar upp úr 1990 var mikið talað um agaleysi og þegar ég kom aftur tíu árum síðar stóð sama um- ræða enn yfir! Ég held að þetta sé þjóðarmein og tel að foreldrar og þeir sem sinna börnunum skipti sér ekki nógu mikið af félagsþroska þeirra og hugi ekki nógu mikið að því, að kenna þeim virðingu og tillitssemi og tilfinn- ingu fyrir öðrum. Á þetta virðist ekki vera lögð nægilega mikil áhersla, hvorki hjá foreldrum né skólum og að mínu mati þyrfti að taka þessa um- ræðu upp. Eitt af því sem líka þyrfti að gerast hér á landi er að gerður yrði einhvers konar verksamningur milli foreldra og stofnana um hver á að gera hvað, að foreldrar beri tiltekna ábyrgð og að það sé samvinna milli foreldra og kennara í uppeldinu og að enginn geti vísað neinu frá sér eða verið stikkfrí. Stundum er ákveðin neikvæðni ríkjandi milli foreldra og skóla eða leikskóla, til að mynda, kannski eru foreldrarnir einfaldlega oft of þreyttir vegna sinna skuldbind- inga og vinnu svo þeir hafa takmark- aða getu til að sinna þessum þætti. En svo má líka segja, að það sé stjórnmálamanna að skapa þannig umhverfi að fólk þurfi ekki að leggja svona mikið á sig til þess að draga fram lífið,“ segir hann. Hann bendir líka á, að okkur hætti til að tala um hinar Norðurlandaþjóð- irnar sem hópsálir, að þar sé allt svo skipulagt í þaula og því ekkert rými fyrir einstaklinginn og er þá gjarnan vísað til þess hversu mikið sé um hvers kyns lög og reglur sem lúta að vinnumarkaðinum. „En við ættum að líta okkur nær. Við erum kannski ein- staklingshyggjufólk í lífsbjörginni og að því leyti að hver er sjálfum sér næstur úti í samfélaginu, þar sem til- gangurinn virðist oft helga meðalið. Á móti kemur að við erum megnustu hópsálir í neyslu. Að mínu mati stend- ur það okkur fyrir þrifum, hvað við berum okkur mikið saman við náung- ann þegar kemur að efnislegum gæð- um. Norðurlandabúar og líklega flestar aðrar þjóðir eru hins vegar mun meiri einstaklingshyggjumenn í neyslu. Þar lætur fólk sig varða í miklu minna mæli hvernig neyslu- venjur og lífsstíll náungans er, maður getur þess vegna gengið alveg róleg- ur í görmum eða kjólfötum. Það eru engar skuldbindingar um að maður þurfi að vera eins og allir hinir og eiga jafnflottan bíl, helst aðeins flottari,“ segir hann. Baldur segir áríðandi að draga upp heildstæða og skipulega mynd af helstu áhrifaþáttum á þroska barna, með því að rannsaka mikilvægustu atriðin sem tengjast nánasta um- hverfi hversdagsins, það er innan fjöl- skyldunnar, í skólanum, á leikskólan- um og svo framvegis. Stofnanir varðveita arfinn „Einnig má benda á mikilvægi tengsla heimilis og skóla fyrir þroska og velferð barna og hvaða atriði vega þar þyngst, til dæmis lýðræðisleg samvinna og gagnkvæm virðing. Þá má nefna rannsóknir á áhrifum menntunar, starfs og vinnuaðstæðna foreldra fyrir þroska barna. Sýnt hef- ur verið fram á það, hvernig skólinn og leikskólinn í nútíma samfélagi eru helstu „tæki menningarinnar“ til varðveislu og til að skerpa á menning- arlegri sjálfsvitund og hvers kyns áherslum sem taldar eru mikilvægar. Það kann því að hljóma sem þver- sögn, en í margbrotnu og breytilegu nútímaþjóðfélagi virðist það ekki síst vera í verkahring uppeldis- og menntastofnana að standa vörð um hið hefðbundna og um söguna.“ En svo vikið sé aftur að hinni nýút- gefnu bók um norræna barnæsku, segir Baldur að í allri pólitískri og fé- lagslegri umræðu um börn, megi að- greina tvenns konar skilgreiningar á gildi barna, það er annars vegar barn- ið sem framtíðarauð, sem gert er í öll- um löndum að einhverju leyti. „Hitt sjónarmiðið, sem er yfirleitt mun fyrirferðarminna, felur í sér að líta á að barnið og hið barnslega hafi gildi í sjálfu sér. Í íslenskri orðræðu um börn er áberandi hversu mikið við horfum á barnið sem framtíðarauð og þá á kostnað eigingildissjónarhorns- ins. Við gerum þetta í mun meira mæli en hin Norðurlöndin, sem birtist meðal annars í því að vilja flýta barn- æskunni svolítið, til dæmis með því að færa grunnskólastigið neðar. Sams- konar umræða hefur farið fram ann- ars staðar á Norðurlöndum, en með allt öðrum formerkjum. Í Danmörku þykir fínt til að mynda í sumum stétt- um að seinka skólagöngunni frekar en hitt. Á sama tíma þykir mörgum eftirsóknarvert hér á landi, að senda börnin í fimm ára bekk í einkaskóla og skólaskyldan hefur byrjað sex ára um nokkurt skeið. Í Finnlandi er skólaskylda frá sjö ára aldri en í Dan- mörku og Svíþjóð er hún frá sex, sjö ára aldri og foreldrar hafa sjálfir mik- ið um það að segja, hvenær börnin eru tilbúin að hefja skólagöngu. Einn- ig þurfa íslensk börn að taka sam- ræmd próf frá unga aldri hér á landi, en ekki á hinum Norðurlöndunum. Þessi gildissýn á börn, að sjá þau sem framtíðarauð, birtist í ákveðinni óþol- inmæði gagnvart hinu barnslega og að njóta ekki til fulls þess kostulega og heillandi í fari barnsins. Á hinn bóginn er sú hugsun að leyfa barninu að njóta sín sem lengst og vera barn á meðan það er á barnsaldri og ekki að fikta í þessari klukku bernskunnar. Það birtist til dæmis í áherslu á leiki og frekar afslappaðri afstöðu til náms framan af,“ segir hann. Sjúkt að styrkja fjölskylduna? Á liðnum áratugum hafa orðið breytingar á hugarfari fólks, sem Baldur nefnir nútímavæðingu hug- ans. Eitt afsprengi hennar er vöxtur vísindanna um sálina, barnasálfræð- innar þar á meðal. „En margar af nið- urstöðum hennar, svo sem mikilvægi fyrstu æviáranna fyrir framtíðarvel- ferð einstaklingsins, eru orðnar algild sannindi í augum nútímalegra for- eldra og uppeldisstétta. Slíkum skiln- ingi á eðli barnsins var almennt ekki fyrir að fara í harðbýlu bændasam- félagi, þar sem ætlast var til að börn væru matnytjungar frá 6 – 7 ára aldri. En sú samfélagsgerð á enn sterk ítök í íslenskri menningu. Kannski er enn ríkjandi það gamla bændasamfélags- viðhorf, að eitthvað sé sjúkt við það að styrkja fjölskyldulífið um of, til dæm- is með opinberum styrkjum, því fjöl- skyldan eigi að vera í einu og öllu sjálfbær? Hvað sem því líður þurfum við að fara að einbeita okkur að því sem er að gerast í nútímafjölskyldum svo fólk þurfi ekki að leggja jafn hart að sér og raun ber vitni og glórulaus neysla á ekki að vera nein frumbreyta í lífi barnafólks,“ segir hann. Djúpar áhyggjur Fyrir tæpum mánuði síðan, sendu 110 sérfræðingar og háskólaborgar- ar, þar á meðal prófessorar, hagfræð- ingar, kennarar, uppeldisfræðingar og aðrir sem sérþekkingu hafa á börnum og barnæsku, breska dag- blaðinu The Daily Telegraph opið bréf um stöðu barnæskunnar í nútím- anum. Lýstu þeir „djúpum áhyggj- um“ af aukinni tíðni þunglyndis með- al barna og hegðun þeirra og þroska. Í því sagði meðal annars: „Við trúum því, að ástæða þessa sé að miklu leyti skortur á skilningi hjá stjórnmála- mönnum og almenningi á þroskaferli barna. Heilar barna eru í stöðugri mótun og geta þar af leiðandi ekki að- lagað sig – eins og heilar fullorðinna – að sífellt hraðari breytingum á tækni og menningu. Þau þurfa enn á því sama að halda sem mannskepnan hef- ur alltaf þurft, það er staðgóða nær- ingu, ekki unnið ruslfæði, virkan leik, ekki kyrrsetuafþreyingu fyrir framan skjá, beina reynslu af veröldinni sem þau byggja og regluleg samskipti við þá fullorðnu sem mestu máli skipta í lífi þeirra. Þau þurfa líka tíma. Í hröð- um heimi ofursamkeppninnar í okkar menningu er ætlast til þess að börn Morgunblaðið/ÞÖK Baldur Kristjánsson » Þegar ég fór til Sví- þjóðar upp úr 1990 var mikið talað um aga- leysi og þegar ég kom aftur tíu árum síðar stóð umræðan enn yfir! Ég held að þetta sé þjóð- armein. Morgunblaðið/Ásdís Gjá Við þekkjum okkur ekki nema að litlu leyti í reynsluheimi barna nútímans.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.