Morgunblaðið - 08.10.2006, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 08.10.2006, Qupperneq 24
24 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Tilfinningaleg vanræksla barnavirðist hafa færst í vöxt ogmörg þeirra eru öryggislaus, segir Hrefna Ólafsdóttir félagsráð- gjafi og sérfræðingur í fjölskyldu- meðferð. Hrefna er með meistara- próf í klínískri félagsráðgjöf og hefur starfað á barna- og unglinga- geðdeild Landspítalans síðastliðin 20 ár. „Mín viðfangsefni hafa breyst mjög mikið á þessum tíma. Hópur- inn sem kemur hingað á barna- og unglingageðdeildina hefur stækkað gríðarlega og ég verð vör við tilfinn- ingalega vanrækslu í sífellt meira mæli. Hér áður fyrr komu ekki nokkur einustu börn hingað inn, sem langaði ekki til þess að lifa lengur. Í dag kemur hópur barna sem langar ekki til þess að vera til. Maður heyr- ir meira að segja eitt og eitt sjö, átta eða níu ára barn, segja að það langi ekki að lifa, og þegar börnin eru komin á unglingsaldur, virðist dep- urð hreinlega vera eins og faraldur í hinum vestræna heimi.“ Hrefna vinnur meðal annars með börnum sem glíma við sjálfsvígs- hugsanir og kveðst skynja mikinn einmanaleika hjá mörgum þeirra, ekki síst þeim sem tilheyra tveimur fjölskyldum. „Nú fjölgar þeim for- eldrum í sífellu sem fara með sam- eiginlega forsjá og það breytir myndinni talsvert. Kerfið er hins vegar enn miðað við það að kjarna- fjölskyldan sé við lýði. Foreldrarnir virðast ekki alltaf átta sig á þeirri hættu að börnin geti orðið einskonar eyland í þessu fyrirkomulagi. Það er til dæmis ekki nóg að eiga herbergi á tveimur heimilum, þó að það sé góðra gjalda vert. Aðalatriðið er að barni upplifi að það tilheyri einhvers staðar og sé í góðum tengslum, en ekki bara með aðstöðu.“ Umgengni og þroski Hún nefnir sem dæmi, að óskrif- uðu reglurnar um það hvernig frá- skildir foreldrar eigi að bera sig að varðandi umgengni, verði oft til und- ir leiðsögn lögfræðinga á skrifstof- um hins opinbera, sem hafi ekki sér- þekkingu á þroskaferli barna og þörfum þeirra tengdum því. „Fag- fólk á því sviði er ekki haft með í ráð- um nema í undantekningatilvikum, því er fyrirkomulagið oft hugsað út frá fullorðnu einstaklingunum, ekki börnunum sjálfum. Barn sem er inn- an við þriggja ára gamalt þarf til dæmis að hitta foreldra sína ört og þó að það skiptist á að búa hjá báð- um foreldrum, þarf það að hitta hitt foreldrið inni á milli, miklu örar en eldri börnin, sem hafa meiri hæfi- leika til þess að muna. Foreldrar ungra barna þurfa því að vera í tíð- um samskiptum við hvort annað, til þess að þetta sé möguleiki. Einnig þurfa börnin að upplifa að foreldrar komi hvort inn á annars heimili, ef barnið býr á tveimur stöðum, en noti ekki leikskólann eða þriðja aðila sem millilið, sem gerist stundum. Þá kemur annað foreldrið með barnið og hitt foreldrið sækir það eftir átta tíma eða meira, og hver ber þá ábyrgð á barninu í millitíðinni, fyrst annað foreldrið er búið að skila af sér og hitt foreldrið á eftir að sækja það? Ég tel að það sé miklu betra fyrir barnið að það sé sótt og farið með það á hitt heimilið, eða þá að foreldrið sem er að taka við því sæki það til hins foreldrisins. Svona smá- atriði skipta mjög miklu máli og koma í veg fyrir að barnið upplifi sig sem eitthvert eyland sem tilheyrir engum. Í rauninni er mjög einfalt að gleðja börn og skapa hjá þeim ör- yggistilfinningu og það felst ekki í því í mínum huga að ausa þau efnis- legum gæðum, heldur þarf maður að hlusta á þau og njóta þess að vera samvistum við þau. Flóknara er það ekki,“ segir hún. Vantar fræðslu um uppeldi Spurn eftir sálfélagslegri þjón- ustu vegna barna hefur færst mjög í aukana undanfarin ár. Margra mán- aða biðlistar þar sem slík þjónusta er veitt börnum eru til vitnis um það og er Hrefna spurð hvort hún telji að vanlíðan barna fari vaxandi? „Sem betur fer erum við að verða okkur betur meðvitandi um líðan barna og í framhaldi af því kemur krafan um að eitthvað sé gert fyrir þau, svo það er erfitt að átta sig á því hvort hópur- inn sé að stækka, eða kröfurnar að aukast. En samfélagsgerðin hefur breyst mikið og fjarlægðin er orðin mun meiri innan stórfjölskyldunnar, svo ég held að við þurfum að fara að veita mun meiri fræðslu um uppeldi og þroskaferil barna. Ef maður þekkir hann ekki, veit maður ekki hvaða viðbrögð eru eðlileg hjá barninu, svo dæmi sé tekið. Einnig þarf að fræða fólk um það, hvernig á að ala upp barn svo það verði sterk- ur og sjálfstæður einstaklingur. Það eru til mörg fyrirbyggjandi atriði í Vanræksla og öryggisleysi í meira mæli en áður Morgunblaðið/ÞÖK Hrefna Ólafsdóttir dagsins í dag byrji sífellt yngri að glíma við formlegt nám og prófkröf- ur. Markaðsöflin neyða börn til þess að klæða sig og hegða sér eins og full- orðnir og miðlarnir sem eru í kring- um þau geyma efni sem hefði þótt óviðeigandi fyrir börn, fyrir ekki ýkja löngu síðan. Samfélag okkar leggur mikið á sig til þess að vernda börn gegn líkamlegum skaða, en virðist hafa misst sjónar á tilfinningalegum og félagslegum þörfum,“ segir í fyrr- greindu bréfi. Baldur hélt erindi undir yfirskrift- inni gildismat og velferð barna í neyslusamfélagi nútímans á vegum Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands í Skálholti um síðustu helgi og sagði meðal annars að tíðarandinn ein- kenndist af vissum kvíða fyrir hönd komandi kynslóða. „Það birtist meðal annars sem löngun til afturhvarfs og þeirra bernskuskilyrða sem við nut- um sjálf eða okkur skildist að þættu góð, og sem okkur hættir jafnframt til þess að líta á sem hina „náttúrulegu“ bernsku. Græðgin Þær breytingar sem eru helst í brennidepli í umræðunni, eru annars sífellt hraðari taktur í samfélaginu og í mannlegum samskiptum, og að því er virðist skefjalaus neyslu- og efn- ishyggja, jafnvel græðgi. Og vel að merkja eru þessir þættir nátengdir, því okkur hefur verið innrætt að tími sé peningar,“ segir hann. Hraðinn er áhyggjuefni að því leyti, segir Baldur, að hann er nær alltaf til merkis um tímaleysi, bæði upplifað og raunverulegt. Hraði skap- ar streitu og streitutengda sjúkdóma, bæði geðræna og líkamlega, og í sam- skiptum fullorðinna og barna ræðst tímaramminn svokallaði oft af tíma hinna fullorðnu, en samkvæmt Bas- un-rannsókninni er einmitt knappur tími einn algengasti spennuvaldurinn í samskiptum foreldra og barna. Líf- klukka barnsins tifar í öðrum takti en klukka samfélagsins og uppeldi krefst tíma, hvers lengd ætti frekar að ráðast af tímaskilningi barnsins, en hinna fullorðnu,“ segir hann. Oft er talað um magn og gæði þeg- ar kemur að samveru barna og full- orðinna og bendir Baldur á, að lág- markssamskipti séu lífsnauðsyn og að barnið eigi að hafa eitthvað um það að segja hvert lágmarkið sé. Hann varpar fram þeirri spurningu hvers vegna neysluhyggja samtímans sé okkur áhyggjuefni? „Börn læra það sem fyrir þeim er haft og skilaboð hennar til barna eru þau, að efnisleg gæði séu lykillinn að hamingju, meira og stærra sé alltaf betra en minna, að hægt sé að setja verðmiða á allt og að allt geti gengið kaupum og sölum, líka tíminn og mannleg samskipti. Hjá foreldrum sem spenna neyslubogann hátt, er neysluhyggjan streituvaldur þar sem þeir verða að selja tímann sinn á markaðinum (vinnumarkaðin- um) en tapa í staðinn sveigjanleika og tíma með börnunum sínum. Að þessu leyti ætti neysluhyggjan að vera meira áhyggjuefni en virðist vera,“ segir hann. Það þarf ekki auðugt ímyndunarafl til þess að gera sér í hugarlund, að veruleiki af þessu tagi blasi við mörgu ungu fólki í foreldrahlutverkinu, ekki síst í fyrirtækjum sem greiða hvað hæstu launin, hraðinn og samkeppnin er hvað mest og vinnutíminn lengst- ur. Virðingarleysi verður til Baldur bendir líka á, að neysla barna og unglinga gangi of mikið út á óhollustu, svo sem gosdrykkjaþamb og fleira, og að neysluhyggjan „dragi úr sjálfsagðri virðingu barna fyrir náttúrunni og að hún ógni viðkvæmu lífríki víða um heim, jafnvel á hnatt- ræna vísu“. Og hann heldur áfram: „Við erum langt á eftir öðrum þjóðum í því að vera okkur meðvitandi um þessa hluti og jafnvel hægt að segja að hér á landi virðist það vera tabú, að tengja saman neyslu og umhverfis- vernd,“ segir hann. Fyrir nokkru var umfjöllun um það hér í Morgunblaðinu að börn allt nið- ur í níu ára gömul gætu sótt um og fengið svokölluð hraðbankakort, en með þeim geta þau annað hvort tekið út peninga í hraðbanka, ef innstæða er fyrir hendi, eða hjá gjaldkerum, og almenn debetkort standa börnum 11 ára og eldri til boða hjá að minnsta kosti einum banka hér á landi. Einnig er nokkuð um það, að börn í yngstu bekkjum grunnskólanna séu með far- síma í skólatöskunni. Baldur segir að markaðurinn hafi uppgötvað „barnið“ og að sífellt meira fé sé varið til auglýsinga sem beint er að þeim. „Sérfræðikunnáttu er beitt í vaxandi mæli til þess að auka áhrifamátt þeirra og er þessi ásælni í börn sem neytendur mörgum áhyggjuefni, bæði lærðum sem leik- um,“ segir hann. „Ég myndi segja að þessi þróun væri atlaga að barnæskunni og að hún ýti undir óheilbrigðan lífsstíl og brenglað verðmætamat. Þar að auki er hún inngrip í foreldrahlutverkið og streituvaldur í fjölskyldunni.“ En foreldrarnir eru lykilpersónur í því að innræta börnum sínum auglýs- ingalæsi, þótt efasemdir hljóti að vakna um hvort margir þeirra séu sjálfir nógu góðar fyrirmyndir í sín- um neysluvenjum. „Hafa þeir tíma og orku vegna vinnu til þess að tala af heilum hug við börnin sín um þessi mál? Hversu mik- inn tíma gefa þeir sér til samvista með börnunum og hversu vanir eru þeir yfirleitt að skýra heiminn út fyrir börnum sínum, þar með talið eðli og trúverðugleika auglýsinga?“ Einnig má spyrja hvers vegna sumir foreldrar sjái ekkert athuga- vert við það að fara í bíó með mjög ung börn á myndir sem bannaðar eru innan 12 ára? Eða skilji börn á leik- skólaaldri eftir ein með síma á barna- sýningum í kvikmyndahúsum um helgar? Það hefur greinarhöfundur séð með eigin augum. Streita barna og unglinga Vert er að minna á könnun sem umboðsmaður barna lagði fyrir 18 bekki í jafnmörgum grunnskólum fyrir þremur árum en þar nefndu 65% svarenda, 10, 11 og 12 ára, að börn og unglingar lifðu streitufullu lífi. Þegar spurt var hvað það væri sem ylli streitunni nefndu mörg barnanna lífsgæðakapphlaupið og fé- lagslegan þrýsting frá öðrum nem- endum og tísku sem streituvalda, eða rúmlega helmingur. Einnig voru þeir spurðir hvaða þætti þeir teldu valda streitu hjá foreldrum þeirra og voru fimm atriði oftast nefnd, það er fjár- mál, óvissa og óöryggi, vinnan, áhyggjur af eigin börnum, þreyta og tímaskortur, en 36% barnanna nefndu þreytu og tímaskort sem streituvalda hjá foreldrum. Í skýrslu umboðsmanns sagði um þetta atriði: „Það er áhyggjuefni ef unglingar fá sektarkennd yfir því að foreldrar hafi ekki tíma eða orku til þess að sinna börnum sínum sem skyldi. Hér er að- eins um vísbendingar að ræða, en ef að líkum lætur er hér um samfélags- legt vandamál að ræða sem þarf að rannsaka betur.“ Sigrún Júlíusdóttir prófessor ritaði í formála að uppeldisbókinni Hversu mikið er nóg?, eftir Jean Illsley Clarke, fyrir tveimur árum um gjör- breytt uppvaxtarskilyrði í nútíman- um og áður óþekktan veruleika. „Foreldrum hefur þetta fært óend- anlega miklu flóknara uppeldisverk- efni og nýja ábyrgð. Bæði lífshættir og fjölskyldutengsl hafa umturnast með nýjum siðum og breyttum lífsgildum … Aukin streita og tíma- leysi samhliða vaxandi innri og ytri kröfum hafa gert marga foreldra ráð- þrota. Það auðveldar ekki málin að fyrirmyndir, ráð og siðagildi úr eigin uppvexti koma að litlu gagni. Þau eiga stundum alls ekki við lengur, eða hafa ekki komist til skila. Foreldrar eiga oft ekki eins beinan aðgang að hvort öðru til samráðs, halds og trausts og æskilegt er. Hvort um sig er upptekið í eigin viðfangsefnum, þau búa ekki á sama stað eða eru frá- skilin. Vanlíðan af því að standa sig ekki sem uppalandi og áhyggjur af velferð barnanna er líklega sameiginleg þraut allra nútíma foreldra. Þótt sektarkennd eða of mikið dálæti leiði foreldra stundum útí undanlátssemi eða ofdekur, þá á hvert einasta venju- legt foreldri þá ósk heitasta að barn þess verði hamingjusamur og nýtur samfélagsþegn.“ Í opna bréfinu til The Daily Tele- graph segir að síðustu, að aðstæðurn- ar sem þar er lýst séu flókið fé- lagslegt og menningarlegt viðfangs- efni, þar sem einfaldar lausnir eru ekki fyrir hendi. „En skynsamlegt fyrsta skref væri að hvetja foreldra og þá sem móta stefnuna í samfélag- inu til þess að ræða hvaða leiðir séu færar til þess að auka velferð barna. Þess vegna er stungið upp á því sem forgangsverkefni að í opinberri um- ræðu og stefnumörkun á 21. öld sé barnauppeldi þungamiðjan.“ Því geta væntanlega allir sem staldra við og velta fyrir sér á hvaða leið við erum, verið hjartanlega sam- mála. » Börn læra það sem fyrir þeim er haft og skilaboð neysluhyggj- unnar eru þau, að efn- isleg gæði séu lykillinn að hamingju og meira og stærra sé alltaf betra en minna. Dekur Sektarkennd eða of mikið dálæti leiðir stundum til undanlátssemi. Morgunblaðið/Golli
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.