Morgunblaðið - 08.10.2006, Page 30

Morgunblaðið - 08.10.2006, Page 30
lífshlaup 30 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ á bakinu upp úr skipunum. Í þetta völdust aðeins sterkustu og hraust- ustu menn. Árið 1944 hafði hann fengið sér vörubíl, 1937-módel af Ford, keypti hann af kunningja sín- um. Hann hafði ekki mikið upp úr þeim kaupum, notaði bílinn mest við uppskipunina.“ Var hann fallegur maður? „Ég skal sýna þér mynd af hon- um,“ svarar Guðbjörg og réttir mér mynd í ramma. „Mjög myndarlegur,“ segi ég. „Já, en ég hafði ekki áhyggjur þótt hann umgengist bæði menn og konur, það gerum við öll. Ég sagði við þennan ágæta mann sem spurði mig í kerskni hvort ég væri ekki af- brýðisöm: „Ef hann er ekki orðinn fullorðinn þá verður hann það aldr- ei!“ Ef fólk ætlar að lifa bílífi þá ger- ir það það. Hann áreiðanlega réðst ekki á konur.“ Samningaleiðina þarf að fara Var fólk trúlyndara áður? „Já, því er nú verr og miður að það vantar trygglyndi víða í okkar samfélagi. Það er sama með hverj- um maður býr, það verður alltaf að fara samingaleiðina ef vel á að tak- ast. Hjónaband foreldra minna var gott, nema hvað erfitt var hjá þeim á kreppuárunum eins og fyrr sagði. Þegar úr tók að rætast fékk pabbi því framgengt að jörðin varð með erfðaábúð og leigan greidd í pen- ingum. Um sama leyti breytti hann nafninu í Lækjartún. Nú búa tvö systkini mín þar.“ Hvar bjugguð þið hjónin í Reykja- vík? „Við giftum okkur 7. apríl 1951 hjá séra Bjarna, það var yndislegt, og svo hófum við búskapinn á Rauð- arárstíg 22. Það hús hafði bóndi minn keypt ásamt móður sinni og stjúpa. Ég hef verið spurð hvernig mér líkaði í Reykjavík og svaraði því svo að ég hefði verið alltof löt til að búa þar, ég nennti ekki að pikka á götunum í Reykjavík, kaupstaðir eru ekki fyrir mig, ég er sveita- manneskja. Það kann að hafa haft áhrif að maðurinn minn vildi ekki að ég ynni úti eftir að við giftum okkur.“ Eignuðust þið fljótt börn? „Já, við eignuðumst dreng 3. sept- ember 1951, en hann dó í fæðingu, það var mjög sárt – svo sárt að ég vildi ekki eignast barn mörg ár á eft- ir, hafði ekki kjark til þess. Árið 1959 eignuðumst við telpu. Þá vor- um við flutt í sveit fyrir nokkuð löngu. Bóndi minn var að hjálpa föð- ur mínum að keyra hey og hittu þeir þá þann sem átti landið sem þeir voru að heyja á. Hann sagðist vilja selja landið, bauð þeim það til kaups. Þeir komu svo heim og sögðu frá þessu. „Því ekki að kaupa það,“ sagði ég. „Meinar þú þetta?“ sagði maðurinn minn. Það gerði ég sann- arlega og það varð úr að drifið var í að kaupa þetta land. Það hét áður Haugakotsland og hafði verið í eyði í nokkur ár. Við sóttum um að gefa því nýtt nafn og fengum það – Ljónsstaðir heitir það nú. Við kom- um þangað bara með tjald og prímus og fórum að byggja. Við komum þangað alkomin 7. júlí 1954 klukkan hálfsex að morgni. Snemma vetrar í verkfallinu höfðum við byggt skúr sem við fluttum svo að Ljónsstöðum sumarið eftir. Hann var lengi not- aður sem gripahús. Það var mikið mál að flytja hann, þurfti að tjakka hann upp á tunnur man ég var, allt gekk vel þangað til við vorum komin heim undir túnið, þá sökk skúrinn, en það hafðist að tjakka hann upp og koma grjóti undir hjólin. Það gekk fjöllunum hærra í sveitinni að við værum rugluð – ef ekki albrjáluð, svona hagaði fólk sér ekki eins og við. En maður var alinn upp við alls kyns brask. Við vorum svo í tjaldinu um sumarið meðan við vorum að byggja íbúðarhúsið á Ljónsstöðum. Tjaldið hafði ég saumað sjálf í Reykjavík, það var ágætlega rúm- gott. Þegar komið var fram í sept- ember gátum við flutt inn í húsið þótt ekki væri það fullbúið. Við vor- um með litla kolavél í húsinu en samt var svo kalt fyrst að við frusum nærri föst við koddana. Í þennan bæ var notaður að hluta harðviður frá varnarliðinu, það var erfitt að negla nagla í þetta ameríska timbur, það var svo hart. En þetta varð á end- anum ágætt hús, við einangruðum það með steinull um veturinn. Fyrstu níu árin vorum við rafmagns- laus, fólkið í kring öfundaði okkur þegar rafmagnið fór, þá var glamp- andi olíuljós hjá okkur. Við byrjuðum búskapinn með 28 lömb um haustið, tvær kýr fengum við hjá pabba og mömmu og tvo kálfa.“ Misstu dóttur á þriðja ári En var Leó ánægður með þessi umskipti? „Hann var orðinn slæmur í fót- unum, hann sagði sjálfur: „Ég væri löngu dauður ef konan hefði ekki platað mig austur í sveit.“ Hann var líka orðinn þreyttur á pjakkinu á götum Reykjavíkur og þótti upp- skipunin slítandi vinna. Haustið sem við fluttum austur fékk hann leyfi til að kaupa nýjan vörubíl og við fórum út í það. Við keyrðum á honum möl í veginn heim að bænum, áður höfðum við tínt allt það grjót sem við gátum í undirlag.“ Hinn 16. janúar 1959 fæddist þeim Guðbjörgu og Leó dóttirin Guðborg Lea. „Við misstum þessa stúlku tveggja og hálfs árs,“ segir Guð- björg. „Ég hefði ekki eignast fleiri börn hefði ég ekki verið orðin ófrísk þeg- ar við misstum hana,“ bætir hún við. En hvernig dó þessi litla telpa? „Æ, það var hörmulegt, við vorum fjögur þarna, við bæði foreldrarnir, systir mín og snúningadrengur. Við höfðum rekið nokkrar kindur inn og tókum ullina af þeim. Telpan var aldrei vön að víkja frá okkur og henni þótti svo gaman að kindunum. En orðin tala ekki, – hún bara hverf- ur á einu augnabliki og við uppgötv- um að hún er horfin, eins og hún hafi gufað upp. Við stirðnuðum upp og skildum ekki neitt, svo fórum við öll að leita. Hún hafði farið niður í skurð. Það var eins og henni hefði verið kippt burtu frá okkur. Þetta var harmleikur. Þetta var afskaplega skýrt barn, það er eins og þeim sem eitthvað er betur gefið en öðrum sé sérlega hætt. Feigum verður ekki forðað eða ófeigum í hel komið. Það er varla hægt að tala um þetta. Þegar við fundum hana lét ég hana á hægri öxlina á mér, höfuðið niður og þrýsti að brjóstinu á henni en það þýddi ekki, hún var farin.“ Fáum mánuðum eftir lát telp- unnar fæddist þeim hjónum sonur. „Ég var óskaplega hrædd um hann og ekki að ástæðulausu. Hann varð snemma mikið klifurdýr, við byggðum víggirðingu um bæinn til þess að gæta hans. En hann gróf sig undir girðinguna með skóflunni sinni og skreið út, yngri bróðir hans var þá ársgamall. Sá eldri opnaði hliðið fyrir þeim yngri, sem ekki var seinn á sér að skríða út. Í fyrsta skipti sem þetta gerðist vorum við að vinna okkar verk í fjósinu en höfðum auga með drengjunum á meðan, þeir sluppu samt svona út en það vildi svo vel til að í sama bili komu tvær konur í heimsókn og þeir komu með þeim í fjósið til okkar, það var ekki gleðiefni fyrir okkur að þeir hefðu sloppið úr girðingunni. Við urðum líka að setja girðingu í kring- um mjólkurkælinn, það var ekki þægilegt að eiga við þetta. Ólafur Guðlaugur fæddist 22. desember 1961 og Tyrfingur Kristján 20. apríl 1963 en yngsta barnið var telpa, Guðrún Björg, hún fæddist 3. des- ember 1965.“ Guð hefur verið mín akkerisfesti Barnsmissirinn reyndi mikið á þau hjónin bæði. „Hárið á okkur báðum tók að grána, ekki eldri en við vorum. En ég var og er trúuð, það hefur bjargað mér gegnum lífið, ég er alveg viss um það,“ segir Guð- björg. „Þótt maður væri fullur af angist og sársauka hafði maður alltaf von og traust og fékk styrk,“ bætir hún við. „Þegar við systkinin vorum krakkar og þurftum að fara erfið einstigi í myrkri gerðum við það sem mamma hafði sagt, leiddumst og báðum bænir og þetta gekk. Guð hefur alltaf verið mín akkerisfesti. Tvíburasystir móður minnar var sanntrúuð kona, ljósmóðir, hún gerði ýmis læknisverk fyrir til- verknað æðri afla, hún hét Guðrún og bjó á Hverfisgötu 60 í Hafnar- firði. Hún var sérstakur þjónn Drottins. Pabbi veiktist og fór suður sárþjáður af taugagigt til að leita læknis. Hann fór aldrei lengra en til Guðrúnar. Hún bað fyrir honum og snerti við honum og hann varð heil- brigður. Hann kom gangandi austur í glampandi sólskini – með byrðar. Guðrún hjálpaði og mér þegar ég lamaðist 24 ára gömul. Ég var á hestbaki, hesturinn sökk í mýri, ég lamaðist og það varð að bera mig í teppi frá hestinum. Heim var ég flutt í hestakerru. Þegar Guðrún móðursystir kom og lagði höndina yfir bakið þar sem sársaukinn var fann ég fyrir hita og sársaukinn og lömunin hurfu. Ég fann aldrei fyrir þessu framar, hvernig sem ég þræl- aði. Drottni er enginn hlutur ómátt- ugur. Svona er þetta, það getur hver sem er orðið fyrir hverju sem er, við eigum ekkert inni.“ Guðbjörg bjó á Ljónsstöðum í rösk 42 ár. „Þar eignaðist ég börnin mín og þar ólust þau upp og þar búa þau öll ennþá. Dóttirin og maður hennar tóku við búinu en synirnir reka þar bílaverkstæði. Sumir vöruðu mig við þessu en ég sagði: „Það er nú bara svo með okkur, ef við getum ekki haft samskipti við fólk á eðlilegan máta, gert samkomulag, þá er sama hvar maður fer, maður verður alls staðar í vandræðum.“ En fannst henni ekki erfitt að fara frá Ljónsstöðum niður á Selfoss? „Nei, mér hefur aldrei fundist erf- itt að fara neitt. Ég ákvað þetta sjálf, sagði við dóttur mína: „Ég get ekki meira.“ Svo flutti ég og hef ekki litið aftur. Ég hef aldrei þurft að berjast við sjálfa mig. Fyrst var ég í íbúð en svo komst ég hingað og líkar hér vel.“ Sjálfstæðisfólk í merg og bein Ég spyr út í pólitíkina á Ljóns- stöðum? „Við vorum ekkert pólitísk, bara ákveðin,“ svarar Guðbjörg að bragði. „Við vorum og erum öll sjálfstæð- ismenn í merg og blóð. Við viljum ráða okkar ráðum og hafa sjálfstæði í landinu. Einu sinni var verið að ræða um pólitík við stjórnarskipti, ég sagði: „Það er nákvæmlega sama hverjir verða í stjórn, þeir hafa enga möguleika aðra en skipta þeim fjár- munum sem til eru.“ Það hafa aldrei flökrað að mér neinir útúrdúrar, ég hef sagt og segi enn: „Hvenær hefur skánað stjórn- arfar í landinu þegar vinstriflokkar hafa komist að, hafa þeir ekki alltaf valdið glundroða og upplausn? Dav- íð hefur á seinni árum staðið veru- lega upp úr að mínu mati og áður Ólafur Thors. Bjarni Benediktsson var líka traustur maður.“ En hvernig líst Guðbjörgu á horf- urnar núna? „Ingibjörg Sólrún var mjög hort- ug þegar hún ætlaði sér bæði að vera borgarstjóri og forsætisráð- herra, en hún hefur skánað. Við eig- um ekki að ætla okkur um of, það yrði bara einræði. Það er stundum hollt að fá rass- skelli, kannski hafa stjórnarflokk- arnir verið of lengi núna. Ég bið bara Guð að gefa okkur þá stjórn sem verður okkur til mestrar bless- unar. – En ég ætla að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn, það verða aldrei meiri framfarir en þegar hann er við stjórn. Ég vil engan hringlandahátt og fólk á að krefjast af sjálfu sér, ekki heimta af öðrum.“ Ekki hafa öll eggin í sömu körfu Hvað með atvinnumálin á landinu, t.d. stóriðjuna? „Mér finnst að það eigi ekki að hafa öll eggin í sömu körfunni, það á að nota landið í sem mestri sátt. Meðan fiskurinn var allt í öllu fór verðið á honum upp og niður, – álið hefur farið upp og niður eins og hann. Ekkert er til sem er varanlegt í þessum efnum. Mér finnst heldur ekki spennandi að flytja inn svona mikið af útlendingum. Ég er ekkert að flagga mínum skoðunum en ef ég er spurð þá stend ég fast á mínu. Annað er það sem mér líst ekki á, börn nútímans fá ekki þá festu og aðhald sem þau þurfa. Þau eru látin ráfa um í stefnuleysi og það setjast fyrir í litlu hjörtunum sárindi sem brjótast út í alls konar vandræðum, svo sem eiturlyfjaneyslu. Það er heldur ekki gott að sortéra fólk í dilka, ungviðið fær ekki það sem það þarf frá eldra fólkinu, – samteng- inguna frá kynslóð til kynslóðar. Við missum mikið úr þjóðarsálinni við þetta, það hefur myndast bil sem erfitt virðist að brúa. Í sveitinni var festa og ekki allt svífandi í lausu lofti, menn gátu reiknað með þessu, þetta fundu Fjölskyldan í Lækjartúnum F.v. Guðmundur, Guðmunda, Sæbjörg, Fjóla, móðirin Margrét, með Guðrúnu, fyrir ofan Árni og Guðbjörg, Tyrfingur, Júlíana og faðirinn, Tyrfingur situr með Svein. Efst er Halldóra Jónsdóttir, móðursystir Guðbjargar, og Salbjörg dóttir hennar. Morgunblaðið/SverrirHeima Myndir af fjölskyldu og vinum prýða veggina á heimili Guðbjargar. ’Áföllin hafa þroskaðmig, þótt þau hafi verið sár meðan á þeim stóð. Þjáningin kennir okkur að hafa samkennd með öðrum.‘

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.