Morgunblaðið - 08.10.2006, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 08.10.2006, Qupperneq 32
ópera 32 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Í umsögn um Brottnámið úr Kvennabúrinu, óperuna eftir Moz- art sem frumsýnd var í Íslensku óperunni um liðna helgi, sagði Jón- as Sen gagnrýnandi Morgunblaðs- ins að Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari hafi verið „í einu orði sagt stórkostlegur“ sem tyrk- neski ráðsmaðurinn Osmín. Jónas bætti við að ekki hefði aðeins söngurinn verið magnaður heldur væri Bjarni sjálfur „svo sann- færandi í þessu hlutverki, bæði fyndinn og samt illgjarn og villimannslegur, að lengi verður í minnum haft“. Skeggjaður bassasöngvarinn sem situr and- spænis mér á kaffihúsinu og hlær svo hjart- anlega með þessari ofurdjúpu röddu er ekkert sérstaklega villimannslegur. Það var unun að hlýða á glæsilega rödd hans hljóma á Íslandi að nýju en snjall gamanleikurinn sem hann sýndi í óperunni kom þó ekki á óvart. Ekki gömlum skólafélaga úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja, sem fylgdist þar með Bjarna njóta sín á leiksviði og lék að auki með honum í skólahljómsveit. Og fékk að standa með honum í bassaröðinni í skólakórnum. En síðan eru liðin 20 ár og í rúm- an áratug hefur Bjarni Thor flakkað milli óperuhúsa í Evrópu, þar sem þakklátir áhorf- endur hafa fengið að njóta leikrænna tilburða hans og þessarar djúpu raddar. Og svei mér þá, það er eins og röddin sé alltaf að dýpka. Snýst ekki hér um peninga og völd – Þú varst lagviss á ryþmagítarnum fyrir 20 árum en engan okkar grunaði að þú yrðir óperusöngvari. „Nei, eins og þú manst fékk ég ekki einu sinni að syngja bakraddir,“ segir Bjarni. „Ekki frek- ar en Jóhann Smári Sævarsson, þáverandi bassaleikari og nú bassasöngvari. Við vorum greinilega ekki búnir að finna okkur á þessum tíma. Seinþroska tónlistamenn.“ – Er ekki sagt að bassasöngvarar séu oft seinþroska? Bjarni hlær – eins og Gunnar Birgisson á sterum, sagði skólabróðir okkar presturinn um þessa rödd. „Við erum ekki seinþroska, heldur eins og góð vín. Maður nýtur þeirra betur þegar þau þroskast. Bassarnir batna með aldrinum.“ – Ertu hættur að spila á gítarinn? „Nei, nei. Ég glamra ennþá á hann, en get ekki sagt að mér hafi farið fram.“ – Við fórum aldrei nærri því að slá í gegn í hljómsveitinni en þér tókst það í söngnum. „Mig dreymdi aldrei um að slá í gegn. Ég hafði bara gaman af tónlist. Ég hef ekki síður áhuga á að vera á sviði og leika. Mér finnst sú hlið ekki hafa minna vægi. Eins og þú manst þá stofnuðum við leikfélag í Fjölbrautaskólanum og það var kannski sá þáttur sem fékk mig til að gera alvöru úr söngnáminu, ég sá að þar kæm- ist ég kannski á svið.“ Hann brosir. – Þú fannst þig líka strax vel í kórnum. „Já, en ég var samt kominn á þrítugsaldurinn þegar ég byrjaði að læra að syngja. Ég var sam- hliða því að kenna og í stjórnmálafræði í Há- skólanum; til að byrja með var ég í söngnáminu mér til skemmtunar. Ætli það hafi svo ekki ver- ið svona einu ári áður en ég fór út í nám að ég fór að upplifa það sem raunverulegan valkost í lífinu að verða óperusöngvari. Ég fór til Vínar árið 1994.“ – Komstu strax á samning við óperuhús eftir námið? „Ég náði ekki að klára skólann. Strax fyrsta veturinn fór ég að syngja með litlum óperu- félögum í Vín. Þegar mér var svo boðinn samn- ingur þegar ég var á þriðja ári í skólanum var bara að hrökkva eða stökkva. Það var ekki hægt að segja nei við tilboðinu og halda áfram að læra tónfræði til fullnustu. Enda erum við söngvarar aldrei spurðir að því hvað við séum búnir að læra. Við erum eins og íþróttamenn; það er ár- angurinn sem skiptir máli. Ef þú stendur þig á sviðinu eru allir ánægðir, sama hvaða bakgrunn þú hefur. Á sýningu þarf maður alltaf að reyna að ná því besta fram. Metnaður og ástríða eru svo nauðsynleg í list- inni. Þess vegna finnst mér mjög gaman að koma hingað heim að syngja í Óperunni, hér snýst þetta ekki um peninga og völd, eins og sums staðar vill verða raunin, heldur er fólk virkilega að reyna að gera flotta óperusýningu. Allir í húsinu leggja sig fram. Ef leikstjórinn gerir til dæmis athugasemdir við kórinn á æf- ingu reynir kórinn að gera betur. Ef þetta væri hins vegar stórt óperuhús úti í heimi gæti kór- inn alveg eins hlegið að leikstjóranum; þau væru bara í vinnunni.“ Blótað á tyrknesku – Þú færð að syngja mikið í þessari rullu, sem Osmín. „Þetta er eitt af þremur stærstu hlutverk- unum í Brottnáminu. Þetta er annars það hlut- verk sem ég hef sungið oftast á sviði, fimmta eða sjötta uppfærslan. Samt er ég alltaf að kynnast nýjum hliðum á verkinu. Það er alltaf blæbrigðamunur á því hvernig tónlistin er túlk- uð og svo er mikill munur á því hvernig sen- urnar eru settar upp. Ég hef meira að segja sungið uppfærslu þar sem hluti af samtölunum var á tyrknesku. Ég þurfti að læra að blóta á tyrknesku! Ég æfði mig reglulega á kebab- stöðum í Berlín; fór með línurnar þegar ég pantaði mér tyrkneskan skyndibita. Við mis- góðar undirtektir.“ Aftur hlær Bjarni þessum djúpa hlátri. Hann heldur síðan áfram: „Ég held að tvær lykilástæður séu fyrir því hversu vel sýningin gengur upp hér. Óperan tók réttilega sénsinn á því að hafa samtalssenurnar á íslensku og svo hefur leikstjórinn, Hayes, sem er mjög góður, greinilega skynjað vel íslenska leikhússál. Ég sá Macbeth sem hann setti upp hér í fyrra, það var þrusugóð sýning. Það er ekki auðvelt að setja óperur upp hér á landi, þar sem hefðin er ekki mjög sterk og að- stæðurnar eins og þær eru. Hayes gaf okkur talsvert lausan tauminn með senurnar okkar og þannig blómstra samstarfsmenn mínir, eins og Snorri Wium. Hann er mikill listamaður og kómiker. Þegar ég fylgist með honum á sviðinu finnst mér alltaf að hann gæti verið að leika í farsa eða barnasýningu í Þjóðleikhúsinu. Hann er eins konar Árni Tryggvason óperunnar.“ Sjaldnast í hlutverki elskhugans – Þú ert að nálgast fertugsaldurinn. Er ekki oft sagt að bassar séu upp á sitt besta upp úr fertugu? „Jú og svo halda bassar sér oft góðum í tals- vert langan tíma. Þegar þeir eldast gerir það ekki svo mikið til þótt röddin láti eitthvað á sjá, þá bíða okkar bara önnur hlutverk. Yfirleitt hættir bassasöngvarinn ekki að syngja fyrr en hann nennir ekki lengur að vinna.“ – Hvað ert þú búinn að syngja mörg hlutverk á sviði? „Þau eru ekki nema um fjörutíu, fimmtíu. Ég vona að þeim fjölgi, smátt og smátt. Það er ekki gott að vera að læra mörg í einu.“ – Þú hleypur á milli ólíkra verka, Mozarts og Wagners. „Það kann að virka óvenjulegt, miðað við háu raddirnar, en er ekki óvenjulegt hjá bassa- söngvurum. Kristinn Sigmundsson gerir þetta líka; ég er að syngja svipuð hlutverk og hann. Við erum með Mozart, Wagner og Strauss á takteinunum.“ – Af hverju er bassinn svona oft í hlutverki ill- mennisins, eins og Osmíns? „Er illmennið ekki alltaf karlmannlegt?“ spyr Bjarni á móti og önnur augabrúnin lyftist upp í spurn. „Það eru til eitt og eitt illmenni sem eru veimiltítur en flest illmennin eru alvöru karl- menn. Þess vegna er djúpa röddin sett í það. Ekki satt?“ – Eru tenórar þá meiri kveifar? Bjarni brosir. „Auðvitað er öfundsvert hvað mikið af fallegum aríum hefur verið skrifað fyr- ir tenóra. Þær myndu ekki hljóma neitt verr þótt þær væru skrifaðar fimmund neðar, en af einhverjum ástæðum eru þær skrifaðar svona háar. Það er líka til mikið af fallegri tónlist fyrir bassann, en hún er ekki eins þekkt. Við erum sjaldnast í hlutverki óhamingju- sama elskhugans, frekar að við skemmum fyrir elskendunum. Eða við erum pabbinn eða prest- urinn; ef borgarstjóri eða drykkjumaður eru kallaðir til, þá eru þeir bassar. Það er sjaldan sem pabbinn er tenór.“ Svipurinn gefur sterk- lega til kynna að Bjarna litist ekki á föður sem lægi hátt rómur. Sannkölluð banalega bassanótnanna – Þú ert lengi hér heima að þessu sinni og ekki bara að syngja í Óperunni. Um næstu helgi syngurðu í Eddu Jóns Leifs. Það er langur veg- ur milli Jóns og Mozarts. „Tónlistarlega er langt þarna á milli en radd- lega er ekki svo mikill munur. Osmín er mjög djúpt hlutverk, bassahlutverkið hjá Jóni Leifs er gríðarlega djúpt. Sennilega dýpsta bassa- hlutverk sem hefur verið skrifað; það dýpsta sem ég hef séð. Einn djúpur tónn á eftir öðr- um.“ Bjarni hristir höfuðið og ekki fer á milli mála að Edda er spennandi áskorun. „Ég hef sýnt kollegum mínum nóturnar og enginn þeirra hefur fyrr séð svo djúpa legu á bassanum – þetta er sannkölluð banalega!“ Hann skellir uppúr. „Þetta er algjör háls- brjótur. En að öllu gamni slepptu, þá er það góður eiginleiki í fari tónlistarmanna að geta skipt á milli tónlistartegunda; beint úr Mozart í Jón Leifs. Í lok mánaðarins ætla ég að kíkja aðeins inn hjá Fóstbræðrum þegar þeir halda upp á 90 ára afmælið og taka lagið. Ég hef oft komið fram með þeim og þykir mjög vænt um þann góða kór. Svo eru óperutónleikar með Jónasi Ingi- mundarsyni og þremur öðrum söngvurum í Salnum, sem ég hlakka mikið til. Seinna í vetur kem ég líka fram einn á ljóðatónleikum í Saln- um með Jónasi. Í ljóðasöngnum er það bara þú sjálfur að flytja tónlist. Það er einni slæðunni færra milli þín og áheyrenda. Það er innilegra form en óperan og þú getur ekki falið þig á bak við eitthvert hlutverk. Í ljóðasöng ert þú nær áheyrendum og það er hollt fyrir söngvara: Það eru bara þú, tónlistin og áheyrendur. Engir búningar eða ljós – engin trix.“ Eins og að vera í Smugunni – Óperusöngvari eins og þú lifir miklu flökku- lífi. En þú ert að íhuga að flytja aftur til Íslands. „Ég er að spá í að flytja aftur heim. Ég er bú- inn að vera í 12 ár úti og eftir að hafa verið óvenjulega lengi hér heima núna, í níu vikur, finn ég vel hvað ég er mikill Íslendingur í mér. Þrátt fyrir veðurfarið og alla neysluna togar landið í mig. Það er í sjálfu sér ekki mikill munur á því að fljúga héðan eða af meginlandinu til að vinna í nokkrar vikur við eitthvert óperuhúsið.“ – Það hlýtur að skipta miklu máli að hafa góð- an umboðsmann. „Ég prísa mig sælan að hafa lent hjá mjög góðri skrifstofu. Ég er ekki kominn í þá stöðu að dagatalið mitt fyllist af sjálfu sér um ókomna tíð. Það væri gaman að geta alfarið valið sjálfur verkefnin, en dagatalið hefur samt alltaf fyllst. Ég hef alltaf verið upptekinn frá því ég byrjaði á samningi og stundum getað valið úr verk- efnum. Ég hef getað leyft mér að segja nei.“ – Þú byrjar veturinn hér í Íslensku óperunni, síðan … „… er ég með tvær uppfærslur á Rósaridd- aranum í Þýskalandi, ég hef sungið báðar áður, í Dortmund og Berlín. Svo tekur sannkallaður menningarpakki við: ég verð í tvo mánuði í Barcelona, mánuð í Feneyjum og tvo mánuði í minni gömlu góðu Vínarborg.“ – Þú ert látlaust á vegum úti. „Þetta er eins og að vera í Smugunni! Bara aðeins betra veður.“ Og aftur brýst hann fram þessi djúpi dillandi hlátur bassans. Illmennin eru alvöru karlmenn Morgunblaðið/Einar Falur Bassasöngvarinn „Ég hef ekki síður áhuga á að vera á sviði og leika,“ segir Bjarni Thor. Morgunblaðið/Golli Rustinn Bjarni Thor, í hlutverki Osmíns, þjarmar að Snorra Wium. Tónlistarunnendur á meg- inlandi Evrópu hafa síðasta áratuginn fengið að njóta drynjandi bassaraddar Bjarna Thors Kristinssonar í helstu óperuhúsum álfunnar. Þessa dagana túlkar hann ráðsmanninn Osmín í Ís- lensku óperunni, með eft- irminnilegum tilþrifum. Einar Falur Ingólfsson ræddi við gamla hljómsveitarfélagann. » Yfirleitt hættir bassasöngv- arinn ekki að syngja fyrr en hann nennir ekki lengur að vinna. efi@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.