Morgunblaðið - 08.10.2006, Page 34

Morgunblaðið - 08.10.2006, Page 34
síminn 34 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Guðfinna S. Bjarnadóttir Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík, 27. og 28. október 2006 Valfrelsi og skapandi umhverfi www.guðfinna.is Í dag, sunnudaginn 8. október kl. 16:00, opnum við kosningaskrifstofu Guðfinnu S. Bjarnadóttur í Landsímahúsinu við Austurvöll. Við bjóðum alla velkomna til að kynna sér málefni frambjóðandans, þiggja kaffiveitingar og njóta dagsins með okkur. Við hlökkum til að sjá þig! Stuðningsfólk Guðfinnu S. Bjarnadóttur Kosningaskrifstofa - opnum við Austurvöll H undrað ár er hár aldur á fyrirtæki og verður að segja að fyrirtæki sem ná að lifa svo lengi eiga það til að verða stirð og varfærin. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, tekur þó ekki undir það að Síminn sé fyr- irtæki sem fari sér hægt, þvert á móti megi segja að Síminn sé fjörugri en nokkru sinni og ekki seg- ir hann að menn ætli að staðnæmast of lengi við afmælisfögnuðinn, Síma- menn kjósi frekar að líta fram á veg- inn en horfa sífellt um öxl. „Við ger- um sögunni góð skil, gefum út bók og gefum söfnum muni, en þar með er- um við búnir að líta til síðustu hundr- að ára og snúum okkur að næstu hundrað árum, við ætlum okkur að halda áfram að vera leiðtogar í tækniþróun eins og hingað til, að halda forystu í fjarskiptum á Ís- landi,“ segir hann. Verkfræðingabragur Í gegnum árin hefur verið verk- fræðingabragur á Símanum, ef svo má segja, meiri áhersla lögð á að grunntæknin sé traust en kynn- ingar- og markaðsstarf. Brynjólfur tekur undir þetta að nokkru leyti og segir að vissulega hafi fyrirtækið verið drifið áfram af tækniþekkingu, „og reyndar hef ég þá skoðun að við Íslendingar skuldum þeim tækni- mönnum sem störfuðu hjá Símanum mikið þakklæti fyrir það hversu vel þeir hugsuðu um fjarskiptamál á Ís- landi. Það sést kannski best af því hvað við komum vel út úr sam- anburði við önnur Evrópulönd í fjar- skiptamálum þótt það sé eðlilega mjög erfitt að að vinna að fjar- skiptum á svo stóru og strjálbýlu landi. Þetta tæknidrifna fyrirtæki hugs- aði því vel um tæknina, en fyrir þremur árum fórum við í að end- urskilgreina hlutverk okkar. Það byggist á því að við erum að auðga líf fólks með þjónustu að leiðarljósi. Allt byggist það á ákveðnu hugarfari og tekur sinn tíma að breyta þó það sé allt að ganga eftir að mínu mati.“ Við erum inni á hverju einasta heimili og inni hjá hverju einasta fyr- irtæki á landinu, en við ætlum okkur ekki bara að flytja símtöl, við ætlum okkur líka að búa til vörur sem við ætlum að flytja. Það verður eitt okk- ar helsta verkefni á næstu árum, en ég tel að á því sviði liggi okkar helstu Í fjarskiptaheiminum verður maður að fara hraðar Síminn fagnaði því á dögunum að hundrað ár voru liðin frá stofnum fyrirtækisins. Árni Matthíasson ræddi af því tilefni við Brynjólf Bjarnason, forstjóra fyrirtækisins. Morgunblaðið/Sverrir Framsýni Brynjólfur Bjarnason forstjóri Símans horfir fram á veginn á hundrað ára afmæli fyrirtækisins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.