Morgunblaðið - 08.10.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.10.2006, Blaðsíða 36
kalda stríðið 36 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ U m þessar mundir minn- ast Ungverjar stórat- burða sem urðu í landi þeirra fyrir réttum 50 árum. Seint í október 1956 gerðu landsmenn uppreisn gegn ríkjandi valdhöfum og steyptu þeim af stóli, var það einstæð gerð í sögu sovétblakkarinnar. Um sumarið áður og haustið hafði verið mikil gerjun í landinu, umræðufélög spruttu upp hvarvetna þar sem áður ríkti þögn, blaðskrifendur urðu áræðnari, stúd- entar skutu á fundum og höfðu skoð- anir á þjóðmálum. Laugardaginn 6. október var uppi fótur og fit á stúdentagarðinum í Búdapest þar sem ég bjó og mér var sagt að nú yrðu stórpólitískar að- gerðir í bænum. Og ég fylgdist með skólafélögum eftir breiðstrætum langt austur í Pest á mér áður ókunnar slóðir. Ónotaveður, rigning og rok mun hafa verið þennan dag en vorhugur ungversku félaganna hreif mig og skapar mér endurminningu um hauststillur! Þegar nálgaðist Austurstöðina var orðið margt um manninn og þar fyrir handan mann- haf sem fyllti allar götur. Fólkið gekk þögult enda að fara til útfarar á heil- ögum minningardegi. Rúmum hundrað árum fyrr, 6. október 1849, lét landstjóri Franz Jósefs keisara skjóta Lajos Batthyány forsætisráð- herra í uppreisn Ungverja gegn Austurríkismönnum, og sama dag voru þrettán helstu herforingjar Ungverja teknir af lífi. Skammvinnt sjálfstæði Ungverja var á enda í það skiptið. En nú skyldi minnast annars manns og annarra atburða nær í tím- anum: fólk var að minnast þess að valdsjúkir sovétkommúnistar frömdu dómsmorð á kommúnistan- um László Rajk sjö árum fyrr. Það stóð til að endurgreftra hann og nokkra aðra menn sem dæmdir voru saklausir; það var til marks um rót- tækar breytingar að ríkið skyldi sjá um útförina og sérstakur fulltrúi Flokksins halda minningarræðu yfir þeim sem áður voru taldir svikarar við Málstaðinn. Þrautaganga Júlíu Rajks Okkur tókst nokkrum strákum að komast gegnum mannþröngina og inn í Kerepesi-kirkjugarðinn og rétt að segja að heiðursverðinum kring- um kistur Rajks og félaga. Mér þótti ekkja Rajks, Júlía, fögur kona og allt að því upphafin í sorg sinni, og drengurinn við hlið hennar var stilltur vel, fæddur árið sem faðir hans var líflátinn. Nú sé ég á ljós- mynd frá athöfninni að Júlía bar þess merki að hafa þjáðst enda hafði hún verið dæmd til fimm ára fangavistar. Drengurinn var settur á munaðar- leysingjahæli undir öðru nafni. Allt frá því að viðurkennt var 1955 að Rajk hefði verið saklaus hafði hún barist hetjulegri baráttu fyrir því að mega greftra lík manns síns og nú hafði það loks tekist. Hins vegar var þrautagöngu hennar ekki lokið; hún var síðar um haustið, eftir að upp- reisnin hafði verið barin niður, flutt nauðug til Rúmeníu og geymd þar í tvö ár á meðan Kádár, landstjóri Rússa, var að festa sig í sessi. Júlía var nefnilega stjórnmálakona í eigin rétti, virk í starfsemi kommúnista fyrir stríðslok, síðar beitti hún sér einkum í kvennabaráttu, einnig á uppreisnardögunum. Næst sá ég til drengsins, László Rajks yngra, árið 1989 þegar hann, fertugur arkitekt, var hönnuður hinnar áhrifamiklu skreytingar á Hetjutorgi 16. júní þegar fram fór minningarathöfn um Imre Nagy for- sætisráðherra frá dögum uppreisn- arinnar 1956. Þá voru líkamsleifar Nagys og samstarfsmanna, sem Kádár lét taka af lífi 1958, endur- greftraðar við hátíðlega athöfn að viðstöddum enn meiri mannfjölda en fylgdi Rajk ríflega þrem áratugum áður. Og nú eins og þá var endur- greftrunin tjáning almannavilja og jafnframt fyrirboði sögulegra at- burða. Það stigu á stokk ýmsir þekktir menn við athöfnina yfir Rajk, þeirra á meðal sjálfur aðstoðarforsætisráð- herrann Antal Apró. Ferenc Münn- ich flutti kveðju þeirra sem höfðu verið sjálfboðaliðar í borgarastyrj- öldinni á Spáni. Béla Szász talaði fyr- ir þá sem lentu í Rajk-réttarhöldun- um en lifðu af. Hverjir voru hvar Og svo var líka athyglisvert hverjir voru viðstaddir og hverjir fjarstaddir af valdamönnum tímans: Þarna stóð Imre Nagy með sitt góðbóndalega skegg, virðulegur eins og jafnan, með regnhlífina á arminum. Hafði ýmist verið innsti koppur í búri Flokksins eða settur út af sakramentinu eins og nú, en naut alltaf meiri hylli almenn- ings en nokkur annar kommúnisti. Hans beið innan tíðar mikið hlutverk sem skipar honum á bekk meðal stór- menna ungverskrar sögu. Fjarri góðu gamni var Mátyás Rákosi, fyrr- um alvaldur landsins, enda nú völd- um sviptur og kominn í þá útlegð í Sovétríkjunum sem hann átti aldrei afturkvæmt úr. Ekki var þarna arf- taki Rákosis, Ernö Gerö, sá illa þokk- aði maður, reyndar þann daginn staddur í Moskvu að ræða við vin sinn Mikojan. Og ekki var þar ógn- valdurinn Mihály Farkas, „Úlfur- inn“, einn hinn grimmasti úr föru- neyti Rákosis, en hann hafði einmitt verið fangelsaður daginn áður og beið ákæru fyrir drjúgan hlut sinn í sýndarréttarhöldum yfir saklausum og annarri lögleysu. En sannarlega hefði átt að vera á samkomunni Já- nos Kádár, eða hafði hann ekki verið vinur Rajks heitins og samstarfs- maður í hinum ólöglega kommúnista- flokki á stríðsárunum? Hann kaus heldur að vera í Moskvu við hlið Ge- rõs og má finna gildar ástæður fyrir því að hann muni ekki hafa langað til að rifja upp fortíðina yfir jarðneskum leifum Rajks. Antal Apró sagði við útfararat- höfnina: „Flokkurinn og ríkisstjórnin fordæma harðlega það sem gerðist. Við heitum því hér við gröf félaga okkar að gera allt sem í okkar valdi stendur til að þvílíkir voðaatburðir gerist ekki aftur.“ Þegar á feril Aprós er litið má segja að honum hafi ekki verið klígju- gjarnt; hann var einstaklega lífseigur stjórnmálamaður sem þjónaði öllum herrum Flokksins í fjóra áratugi en aldrei í fremstu röð, eins konar Björn að baki Kára. (Þegar menn nú sækja hart að Ferenc Gyurcsány, núver- andi forsætisráðherra Ungverja, og vilja knýja hann til afsagnar, leggja það honum ýmsir til lasts að hann er tengdasonur þessa sama Aprós. En aðrir vilja meina að þar sé ólíku sam- an að jafna. Ég ætla að Gyurcsány sé ólíkt meiri stærð en Apró – orðið apró merkir smár – hvort sem menn vilja leita skálks eða skeleggs leið- toga.) Ég nefndi Ferenc Münnich meðal ræðumanna, sjötugan lögfræðing í utanríkisþjónustunni. Hann var Spánarfari eins og Rajk, en kaus sér það hlutskipti að standa yfir höfuð- svörðum ungversku uppreisnarinnar 1956 ásamt Kádár og ganga síðan næstur honum að völdum um hríð. Síðastur talaði Béla Szász, sér- kennilegur útlits með sitt snjóhvíta hár, og ekki vissi ég þá hvílík ógn- arörlög höfðu yfir hann gengið. Að því komst ég fyrst liðlega þrem ára- tugum síðar þegar ég las bók hans, Án allrar þvingunar, en hún kom út á Vesturlöndum 1963 þar sem höfund- urinn fékkst lengi við blaðamennsku. Hann hafði verið starfsmaður utan- ríkisráðuneytisins ungverska í ráð- herratíð Rajks og var handtekinn um leið og húsbóndinn. Meiri hrylling í misþyrmingum og pínslum en Szász segir frá er vart hægt að hugsa sér; eru þó kjarrkarlar þjóðanna sífellt að efna í nýja kapítula í slíkum frásög- um og megum við hugsa til dægurf- regna nútímans í því sambandi. Ætlunin var sú að Szász yrði eitt helsta ljúgvitnið gegn Rajk en hann neitaði allri samvinnu við handlang- ara valdsins, hvað sem gengið var nærri lífi hans. Á endanum var gefist upp við að „undirbúa“ hann fyrir opin réttarhöld og hann dæmdur fyrir luktum dómi til margra ára fanga- vistar. Sagt skilið við „persónudýrk- unina“ Ég er ekki lengur viss um að ég hafi þennan útfarardag lesið forsíð- ugrein Frjálsrar þjóðar (Szabad nép, málgagn Flokksins) enda þá í raun- inni enn stirðlæs á langt lesmál á tungu landsmanna. Þar komu fram sæmilega hreinskilnislegar játningar um lögleysur sem framdar hefðu ver- ið í nafni Flokksins en nú væri lögð áhersla á það að segja skilið við „per- sónudýrkunina“. Það var orðalag Krústsjofs á 20asta flokksþinginu í Moskvu um glæpi Stalíns. Ég hafði skilið nóg af skrafi skólafélaganna til að vita að nú væru þrengingar að baki og bjart framundan. Þetta voru hjartahreinir 18 ára sveinar utan af landi, flestir þeirra höfðu mátt þola hungur í upphafi menntaskólatíðar sinnar þegar mest þrengdi að bænd- um og iðnvæðingin var í hámarki (þar hefði átt við kjörorðið: ál í hvert mál!) Um það allt fræddist ég betur síðar, orðinn sleipari í tungumálinu, við trúnaðartal í þröngum hópi. Nú væri frá mörgu að segja sam- tímis, en hér verður að velja fátt eitt í stuttu máli. Líklega hefir valdakjarn- inn í Ungverjalandi talið að með svar- dögum við gröf Rajks mundi hann kaupa sér frið og vinna tíma en það var nú eitthvað annað. Fólk hafði fundið styrk fjöldans á götum Búda- pestar 6. október og nú snarfjölgaði fundum og kröfugerðum um ger- breytt stjórnarfar og aðra menn til valda. Hálfum mánuði síðar og nokkrum dögum betur braust upp- reisnin út, stjórnin valt og Imre Nagy var kvaddur til að verða for- sætisráðherra samkvæmt kröfu er hljómaði um landið allt. Hér verður ekki að sinni af þeim atburðum sagt en haldið áfram að víkja að ýmsu er varðar forsöguna, svo og persónum og leikendum á sviðinu. Þjóð í ánauð Flokksins Ungverjaland hafði eftir heims- styrjöldina lent sovétmegin í valda- skiptingu stórveldanna og þremur- fjórum árum eftir stríðslok var sov- éthollur kommúnistaflokkur kominn með öll völd í landinu. Þingræði var í reynd afnumið og stjórnmálaflokkar í eiginlegri merkingu orðsins lagðir niður, frjáls félagasamtök vesluðust upp, í stað fjölmiðlunar kom einmiðl- un af hálfu valdaflokksins, öll efna- hagsstarfsemi var gerð að hliðar- verkefni stjórnmálanna, verkalýðs- félög urðu afskiptalaus um kjaramál, bændur voru gerðir ánauðugir eins og verið hafði á öldum áður, skáldin ortu fyrir skrifborðsskúffuna eða sneru sér að hættulausum þýðingum, öryggislögreglan varð helsta valda- og eftirlitsstofnun Flokksins. Aðalritari Flokksins, Mátyás Rákosi, var af loftungum sínum kall- aður „besti lærisveinn Stalíns“ og er býsna vel til fundið. Valdagræðgi hans var við brugðið, undirförull var hann í besta lagi og hollur engum nema húsbóndanum í Kreml. Rákosi hafði byggt valdapíramíta í kringum sig, á toppnum var hann sjálfur og þrír nánustu samstarfsmenn, einn þeirra hafði forræði í menningarmál- um, annar í efnahagsmálum og hinn þriðji sá um herinn. Allir höfðu þeir dvalist í útlegð í Moskvu á millistríðs- árunum og komu í kjölfar rauða hers- ins til Búdapestar og tóku þar til við að reisa ríkið úr rústum, en Ung- verjaland hafði dregist inn í styrjöld- ina við hlið Þjóðverja og raunar höfðu innlendir fasistar hrifsað þar völdin áður en yfir lauk. Á árunum rétt eftir stríðið þegar Rákosi og hans menn unnu að því að ná undirtökum í valdakerfi landsins var sá tvígreftraði László Rajk mjög handgenginn fereykinu efst í píra- míta Flokksins enda hafði hann mik- ilsverðu hlutverki að gegna: hann var innanríkisráðherra fram til 1948 og byggði upp öryggislögregluna sem samkvæmt sinni ungversku skamm- stöfun hefir verið nefnd Avó á Vest- urlöndum. Rajk hafði haft dálítið annan feril í kommúnistahreyfing- unni en þeir sem komu frá Moskvu, moskóvítarnir; hann hafði dvalist um skeið í álfunni vestanverðri og barist við hlið lýðveldissinna á Spáni, á stríðsárunum hafði hann verið í heimalandinu við áróðursstörf á veg- um hins bannaða kommúnistaflokks en var gripinn og honum stungið inn. Rétt áður en gera skyldi hann höfð- inu styttri tókst bróður hans, hátt- settum foringja hjá ungversku fasist- unum, að skjóta honum undan. Hollvinir Moskvu Engin rök standa til þess að Rajk hafi verið minna moskvuhollur en fjórmenningarnir sjálfir; má meðal annars sjá það af stöðu hans í al- þjóðaherdeildinni á Spáni: þar var hann pólitískur fulltrúi og flokksrit- ari ungversku sveitarinnar. Nú vitum við að helsta hlutverk slíkra manna Í aðdraganda uppreisnar AP Uppreisnin Ungverskir uppreisnarmenn með ungverska fánann á lofti ofan á sovéskum skriðderka, sem þeir náðu á sitt vald á torginu fyrir utan þinghúsið í Búdapest 2. nóvember 1956. Uppreisnin hófst 23. október, stóð í 11 daga og var brotin á bak aftur með valdi. 2.500 manns létu lífið og 200 þúsund manns hröktust í útlegð. Fyrir hálfri öld var upp- reisnin í Ungverjalandi brotin á bak aftur með valdi Sovétríkjanna. Hjalti Kristgeirsson rifj- ar upp löngu liðna daga í Ungverjalandi þegar upprisa dauðra efldi mönnum kjark. Aðdragandinn Imre Nagy og frú við endurgreftrun Lázló Rajk 6. september 1956. » Fólk hafði fundið styrk fjöldans á göt- um Búdapestar 6. októ- ber og nú snarfjölgaði fundum og kröfugerðum um gerbreytt stjórn- arfar og aðra menn til valda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.